Tökum höndum saman áður en það er of seint Karólína Helga Símonardóttir skrifar 12. júní 2025 12:16 Á fundi fræðsluráðs Hafnarfjarðar þann 28. maí 2025 lagði ég fram fyrirspurn um stöðu barna og ungmenna í Hafnarfirði með áherslu á forvarnir. Áhyggjur hafa komið fram í samfélaginu vegna aukins ofbeldis, áfengisneyslu og notkunar annarra vímu- og hugbreytandi efna meðal ungmenna. Því miður eru hvorki Hafnarfjörður né hafnfirsk ungmenni undanskilin þessari þróun. Ég, undirrituð, fulltrúi Viðreisnar í fræðsluráði Hafnarfjarðar, hef ítrekað kallað eftir því að bærinn leggi meiri og markvissari stuðning í þennan mikilvæga málaflokk. Þar má meðal annars nefna tillögu mína um að auka stöðugildi forvarnarfulltrúa bæjarins – tillögu sem var samþykkt. Við getum gert betur í forvörnum sem sveitarfélag. Viðreisn hefur ítrekað lagt fram tillögur um úrbætur. Þar á meðal hefur verið lögð áhersla á að í innleiðingu nýrrar menntastefnu Hafnarfjarðar verði unnið sérstaklega með sjálfsmynd barna og ungmenna. Að styrkja einstaklingana er eitt stærsta forvarnarverkefnið sem við getum ráðist í. Þegar börn og ungmenni hafa meiri trú á sér, öðlast þau betri færni til að takast á við andlegar og félagslegar áskoranir. Þau byggja upp seiglu og verða sterkari einstaklingar. Við erum að horfa upp á vaxandi vandamál sem þarf að bregðast við nú þegar. Hér er um að ræða börn og ungmenni sem mörg hver þrífast ekki í hefðbundnum tómstundum og finna sig ekki í hinu hefðbundna samfélagi. Nauðsynlegt er að finna lausnir sem ná til þessa hóps. Þetta áhyggjuefni er þó ekki nýtt. Ég byrjaði strax að vekja athygli á því eftir að Covid-faraldurinn fór að réna. Strax í kjölfarið komu fram vaxandi áhyggjur meðal skólastjórnenda og kennara um að ýmis hættumerki væru á lofti. Ég bókaði strax þá í fræðsluráði Hafnarfjarðar: „Við viljum ekki bíða eftir því að hér gjósi upp stórkostleg vandamál – aukin eiturlyfjaneysla og ofbeldi. Hér þarf að stíga niður fæti og bregðast hratt og skipulega við vandanum.“ Því miður hafa þær aðgerðir sem ráðist var í ekki skilað nægjanlegum árangri. En hvað á þá að gera næst? Þegar kallað var eftir auknu stöðugildi í Ungmennahúsinu Hamrinum var svar meirihlutans að loka húsinu. Ástæðan? Breytingar og að verið væri að mæta þörfum ungmenna. En hvernig var það gert og hefur þörfum þessara ungmenna sannarlega verið mætt? Við í Viðreisn teljum einnig mikilvægt að minna á að besta forvörnin er að hjálpa börnum og ungmennum að finna að þau tilheyri. Að vera hluti af heild – hvort sem er í tómstundum eða annarri skipulagðri samveru. Við megum ekki gleyma því að boltaíþróttir, afreksíþróttir og keppnisíþróttir eru ekki einu tómstundirnar sem standa til boða. Við þurfum fjölbreyttari úrræði fyrir ungmennin okkar – rými þar sem öll upplifa sig sem virka þátttakendur og hluta af hópi. Allur Hafnarfjörður þarf að taka höndum saman. Höfundur er varabæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karólína Helga Símonardóttir Hafnarfjörður Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Á fundi fræðsluráðs Hafnarfjarðar þann 28. maí 2025 lagði ég fram fyrirspurn um stöðu barna og ungmenna í Hafnarfirði með áherslu á forvarnir. Áhyggjur hafa komið fram í samfélaginu vegna aukins ofbeldis, áfengisneyslu og notkunar annarra vímu- og hugbreytandi efna meðal ungmenna. Því miður eru hvorki Hafnarfjörður né hafnfirsk ungmenni undanskilin þessari þróun. Ég, undirrituð, fulltrúi Viðreisnar í fræðsluráði Hafnarfjarðar, hef ítrekað kallað eftir því að bærinn leggi meiri og markvissari stuðning í þennan mikilvæga málaflokk. Þar má meðal annars nefna tillögu mína um að auka stöðugildi forvarnarfulltrúa bæjarins – tillögu sem var samþykkt. Við getum gert betur í forvörnum sem sveitarfélag. Viðreisn hefur ítrekað lagt fram tillögur um úrbætur. Þar á meðal hefur verið lögð áhersla á að í innleiðingu nýrrar menntastefnu Hafnarfjarðar verði unnið sérstaklega með sjálfsmynd barna og ungmenna. Að styrkja einstaklingana er eitt stærsta forvarnarverkefnið sem við getum ráðist í. Þegar börn og ungmenni hafa meiri trú á sér, öðlast þau betri færni til að takast á við andlegar og félagslegar áskoranir. Þau byggja upp seiglu og verða sterkari einstaklingar. Við erum að horfa upp á vaxandi vandamál sem þarf að bregðast við nú þegar. Hér er um að ræða börn og ungmenni sem mörg hver þrífast ekki í hefðbundnum tómstundum og finna sig ekki í hinu hefðbundna samfélagi. Nauðsynlegt er að finna lausnir sem ná til þessa hóps. Þetta áhyggjuefni er þó ekki nýtt. Ég byrjaði strax að vekja athygli á því eftir að Covid-faraldurinn fór að réna. Strax í kjölfarið komu fram vaxandi áhyggjur meðal skólastjórnenda og kennara um að ýmis hættumerki væru á lofti. Ég bókaði strax þá í fræðsluráði Hafnarfjarðar: „Við viljum ekki bíða eftir því að hér gjósi upp stórkostleg vandamál – aukin eiturlyfjaneysla og ofbeldi. Hér þarf að stíga niður fæti og bregðast hratt og skipulega við vandanum.“ Því miður hafa þær aðgerðir sem ráðist var í ekki skilað nægjanlegum árangri. En hvað á þá að gera næst? Þegar kallað var eftir auknu stöðugildi í Ungmennahúsinu Hamrinum var svar meirihlutans að loka húsinu. Ástæðan? Breytingar og að verið væri að mæta þörfum ungmenna. En hvernig var það gert og hefur þörfum þessara ungmenna sannarlega verið mætt? Við í Viðreisn teljum einnig mikilvægt að minna á að besta forvörnin er að hjálpa börnum og ungmennum að finna að þau tilheyri. Að vera hluti af heild – hvort sem er í tómstundum eða annarri skipulagðri samveru. Við megum ekki gleyma því að boltaíþróttir, afreksíþróttir og keppnisíþróttir eru ekki einu tómstundirnar sem standa til boða. Við þurfum fjölbreyttari úrræði fyrir ungmennin okkar – rými þar sem öll upplifa sig sem virka þátttakendur og hluta af hópi. Allur Hafnarfjörður þarf að taka höndum saman. Höfundur er varabæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun