Nefhjól á Austurvelli – Skiptir öryggi fólks á fjölmennasta svæði landsins ekki máli? Daði Rafnsson, Kristján Vigfússon, Margrét Manda Jónsdóttir og Martin Swift skrifa 11. júní 2025 10:15 Í ljósi þess að flugvél í aðflugi missti nefhjól sem hafnaði á Austurvelli er mikilvægt að stjórnvöld taki málið alvarlega. Oft er margmennt á Austurvelli en á sama tíma er flugumferð yfirgengilega mikil yfir miðborginni. Þetta er augljós öryggisógn þegar villta vestrið í flugumferð ríkir yfir helstu stjórnsýslubyggingum landsins, Landspítala og fjölmennustu byggð á Íslandi. Reglulega koma upp fréttamál vegna vanbúnaðar í öryggismálum tengdum Reykjavíkurflugvelli. Flugumferðarstjórar að horfa á enska boltann, djammari sem labbar inn fyrir girðingu flugvallarins, ökutæki sem keyra út á völl í aðflugi og ýmislegt fleira. Núna lendir nefhjól kennsluvélar hjá Alþingi á Austurvelli, en slíkar vélar taka oft á loft eða aðflug yfir barnaskóla í Kópavogi. En enginn virðist bera ábyrgð eða virka eftirlitsskyldu með starfsemi vallarins. Það er óásættanlegt að Hljóðmörk hafi engin viðbrögð fengið frá núverandi samgönguráðherra, sem hefur frá því snemma á árinu farið undan í flæmingi eða hunsað beiðnir okkar um ósk eftir samtali. Hægt er að sjá tölvupóstsamskipti okkar við ráðuneytið á Facebook síðu Hljóðmarkar, en þar höfum við lýst áhyggjum af öryggi á jörðu niðri. Ekki hefur tekist að fá fund með Samgöngustofu eða stjórn ISAVIA til að ræða lausnir. Samtökin hafa einnig reynt að ná sambandi við núverandi formenn ríkisstjórnarflokkanna án árangurs. Núverandi staða krefst skýrra aðgerða. Flugumferð sem snýst ekki um mannslíf, né áætlunarferðir út á land þarf að flytjast annað til að tryggja öryggi, hljóðvist og lífsgæði í mannvænni borg. Við mótmælum óhóflegri, óþarfa og stjórnlausri flugumferð sem truflar daglegt líf íbúanna. Það er kominn tími til að hlusta á og bregðast við, áður en verr fer heldur en í gær. Fyrir hönd íbúasamtakanna Hljóðmarkar Daði RafnssonKristján VigfússonMargrét Manda JónsdóttirMartin Swift Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Í ljósi þess að flugvél í aðflugi missti nefhjól sem hafnaði á Austurvelli er mikilvægt að stjórnvöld taki málið alvarlega. Oft er margmennt á Austurvelli en á sama tíma er flugumferð yfirgengilega mikil yfir miðborginni. Þetta er augljós öryggisógn þegar villta vestrið í flugumferð ríkir yfir helstu stjórnsýslubyggingum landsins, Landspítala og fjölmennustu byggð á Íslandi. Reglulega koma upp fréttamál vegna vanbúnaðar í öryggismálum tengdum Reykjavíkurflugvelli. Flugumferðarstjórar að horfa á enska boltann, djammari sem labbar inn fyrir girðingu flugvallarins, ökutæki sem keyra út á völl í aðflugi og ýmislegt fleira. Núna lendir nefhjól kennsluvélar hjá Alþingi á Austurvelli, en slíkar vélar taka oft á loft eða aðflug yfir barnaskóla í Kópavogi. En enginn virðist bera ábyrgð eða virka eftirlitsskyldu með starfsemi vallarins. Það er óásættanlegt að Hljóðmörk hafi engin viðbrögð fengið frá núverandi samgönguráðherra, sem hefur frá því snemma á árinu farið undan í flæmingi eða hunsað beiðnir okkar um ósk eftir samtali. Hægt er að sjá tölvupóstsamskipti okkar við ráðuneytið á Facebook síðu Hljóðmarkar, en þar höfum við lýst áhyggjum af öryggi á jörðu niðri. Ekki hefur tekist að fá fund með Samgöngustofu eða stjórn ISAVIA til að ræða lausnir. Samtökin hafa einnig reynt að ná sambandi við núverandi formenn ríkisstjórnarflokkanna án árangurs. Núverandi staða krefst skýrra aðgerða. Flugumferð sem snýst ekki um mannslíf, né áætlunarferðir út á land þarf að flytjast annað til að tryggja öryggi, hljóðvist og lífsgæði í mannvænni borg. Við mótmælum óhóflegri, óþarfa og stjórnlausri flugumferð sem truflar daglegt líf íbúanna. Það er kominn tími til að hlusta á og bregðast við, áður en verr fer heldur en í gær. Fyrir hönd íbúasamtakanna Hljóðmarkar Daði RafnssonKristján VigfússonMargrét Manda JónsdóttirMartin Swift
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar