Kílómetragjaldið verst fyrir þá tekjulægri Bjarki Sigurðsson skrifar 3. september 2024 12:32 Auður Alfa Ólafsdóttir er sérfræðingu hjá ASÍ. vísir/ívar fannar Sérfræðingur hjá Alþýðusambandinu telur frumvarp fjármálaráðherra um upptöku kílómetragjalds koma verst niður á tekjulægri hópum. Þá hefur hún áhyggjur af því að olíufélögin nýti tækifærið til að auka gróðann. Fyrirhugað er að frumvarpið verði lagt fram á þingi í haust og kílómetragjaldið taki þá gildi 1. janúar 2025. Gjaldið verður föst krónutala fyrir hvern ekinn kílómetra á ökutæki með leyfða heildarþyngd sem nemur þremur og hálfu tonni eða minna. Því myndi ökumaður Toyota Yaris greiða sama gjald og ökumaður Toyota Land Cruiser fyrir hvern kílómetra. Ekki er tekið sérstakt tillit til þyngdar bíla nema þeir séu yfir þremur og hálfu tonni. Í samráðsgátt barst 61 umsögn um frumvarpið, langflestar neikvæðar. Meðal þeirra sem gagnrýna það er Alþýðusamband Íslands. Auður Alfa Ólafsdóttir, sérfræðingur sérfræðingur í umhverfis- og neytendamálum hjá ASÍ, segir gjaldið koma verst niður á tekjulægri hópum. Þeir sem séu á stærri og dýrari bílum komi til með að greiða það sama og þeir sem eru á smærri, sparneytnari og ódýrari bílum. Þá sé verið að tefja fyrir orkuskiptunum. „Á meðan við erum að auka þessa gjaldtöku, sem kemur verst niður á þeim tekjulægri, eiga þeir erfiðast með að skipta yfir í rafbíl og á sama tíma hafa ekki þann valkost sem góðar, skilvirkar almenningssamgöngu gætu verið. Tekjulægri hópar eru einhvern veginn fastir í þessu kerfi og komast ekki undan þessari auknu gjaldtöku,“ segir Auður. Samhliða upptöku kílómetragjaldsins er áformað að afnema olíu- og bensíngjöld. Auður telur það geta haft slæm áhrif. „Við erum vön að sjá bensínverðið vera á ákveðnu bili en svona mikil og hröð lækkun getur gert það að verkum að fólk átti sig síður á hvað sé eðlilegt verð fyrir bensínið og mun þá skapa mögulegt svigrúm fyrir olíufélögin að auka álagningu á bensín,“ segir Auður. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skattar og tollar Bílar Orkumál Orkuskipti Bensín og olía Mest lesið Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Fordæmalaus skortur á skötu Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Kalla inn aspas í bitum frá Ora Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Innkalla pastaskeiðar úr plasti Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Sjá meira
Fyrirhugað er að frumvarpið verði lagt fram á þingi í haust og kílómetragjaldið taki þá gildi 1. janúar 2025. Gjaldið verður föst krónutala fyrir hvern ekinn kílómetra á ökutæki með leyfða heildarþyngd sem nemur þremur og hálfu tonni eða minna. Því myndi ökumaður Toyota Yaris greiða sama gjald og ökumaður Toyota Land Cruiser fyrir hvern kílómetra. Ekki er tekið sérstakt tillit til þyngdar bíla nema þeir séu yfir þremur og hálfu tonni. Í samráðsgátt barst 61 umsögn um frumvarpið, langflestar neikvæðar. Meðal þeirra sem gagnrýna það er Alþýðusamband Íslands. Auður Alfa Ólafsdóttir, sérfræðingur sérfræðingur í umhverfis- og neytendamálum hjá ASÍ, segir gjaldið koma verst niður á tekjulægri hópum. Þeir sem séu á stærri og dýrari bílum komi til með að greiða það sama og þeir sem eru á smærri, sparneytnari og ódýrari bílum. Þá sé verið að tefja fyrir orkuskiptunum. „Á meðan við erum að auka þessa gjaldtöku, sem kemur verst niður á þeim tekjulægri, eiga þeir erfiðast með að skipta yfir í rafbíl og á sama tíma hafa ekki þann valkost sem góðar, skilvirkar almenningssamgöngu gætu verið. Tekjulægri hópar eru einhvern veginn fastir í þessu kerfi og komast ekki undan þessari auknu gjaldtöku,“ segir Auður. Samhliða upptöku kílómetragjaldsins er áformað að afnema olíu- og bensíngjöld. Auður telur það geta haft slæm áhrif. „Við erum vön að sjá bensínverðið vera á ákveðnu bili en svona mikil og hröð lækkun getur gert það að verkum að fólk átti sig síður á hvað sé eðlilegt verð fyrir bensínið og mun þá skapa mögulegt svigrúm fyrir olíufélögin að auka álagningu á bensín,“ segir Auður.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skattar og tollar Bílar Orkumál Orkuskipti Bensín og olía Mest lesið Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Fordæmalaus skortur á skötu Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Kalla inn aspas í bitum frá Ora Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Innkalla pastaskeiðar úr plasti Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Sjá meira