Ætlar vinstri meirihlutinn að skila auðu? Þórdís Lóa Þórhalldóttir skrifar 4. júní 2025 09:02 Sundsprettinum lauk eins og venjulega í heita pottinum. Breiðholtslauginn skartaði sínu fegursta í vorsólinni þar sem ég sat í von um nýjar freknur og sólkysstar kinnar. Eftir stutta stund birtist eldri fastagestur. Fyrr en varði erum við dottin í spjall, þarna er ég ekki Þórdís Lóa borgarfulltrúi, heldur Lóa, dóttir Dísu og Tóta sem mörg í lauginni þekkja eftir áratuga búsetu í Breiðholti. Eftir samtalið um hvað er að frétta í pólitíkinni, hvernig væri að vera í minnihluta eftir sjö ár við stjórnvölinn og hvað þessi vinstri meirihluti væri að vilja uppá dekk þá barst talið að foreldrum mínum og þjónustu við aldrað fólk í borginni. Uppúr sauð í pottinum Nú fjölgaði skyndilega í samtalinu og fleiri pottormar tóku þátt. Þegar leið á samtalið spurði ég út í húsnæðismál eldri borgara og þá fyrst fór nú allt á flug svo uppúr sauð. Við vorum öll sammála um mikilvægi virkni, heilsueflingar og þátttöku aldraðs fólks í samfélaginu en þegar talið barst að húsnæði þá birtust allskonar skoðanir. Í raun vildi ekkert þeirra það sama. Sum vildu bara fá að vera í friði á sínu heimili og fá þangað góða þjónustu. Alls ekkert svona “gamalmanna gettó” sögðu þau. Önnur vildu nærveru fólks af sama aldurskeiði en þó búa í nálægð við aðrar kynslóðir og nálægt sundlauginni. Svo voru þau sem fannst að byggja ætti fleiri Lífsgæðakjarna þar sem eingöngu væru eldri Reykvíkingar. Umræðan róaðist aftur þegar við fórum að ræða um að eiga þann möguleika að búa sem lengst heima hjá sér og ekkert þeirra sá fyrir sér að fara á hjúkrunarheimili en voru til í allskonar önnur úrræði. Stuðning heim, heimahjúkrun og dagdvöl var þjónusta sem flest vildu sjá vaxa og dafna. Umræðan tók svo góðan snúning þegar við fórum að ræða um aðgengi og gangstéttarnar í hverfinu en meira um það seinna í öðrum pistli. Þarna birtist svo skemmtilega sú staðreynd að við erum allskonar og viljum allskonar. Gleymdu þau eldri Reykvíkingum? Árið 2018 samþykktum við í Reykjavík stefnu í málefnum eldri borgara til ársins 2022. Stefnan var gott veganesti þar sem mikil áhersla var lögð á að stuðla að tengingu milli kynslóða, t.d. með Samfélagshúsum í hverfum borgarinnar. Farið var í átak í velferðartækni til að auka öryggi og sveigjanlega þjónustu ásamt því að draga úr félagslegri einangrun. Stefnan kom sér vel í heimsfaraldri og er ég sannfærð um að farsæl viðbrögð borgarinnar á þeim tíma var ekki síst vegna þess að borgin var þá með skýra sýn í málefnum eldra fólks í Reykjavík. Nú er hins vegar ekki svo. Í samstarfssáttmála vinstri meirihlutans segir “Við ætlum að styðja við uppbyggingu ríkisins á hjúkrunarheimilum og bæta heimaþjónustu með aukinni heimahjúkrun og dagþjálfun í samstarfi við ríkið.” Það er nú alltof sumt. Ekki orð um virkni, félagsleg einangrun, samþættingu þjónustu eða aukna og betri upplýsingagjöf sem eru lykilstef stjórnvalda í aðgerðaráætluninni “Það er gott að eldast” sem samþykkt var árið 2023. Nú fáum við fréttir að samstarfsflokkarnir ætli að byrja á því að fara á bak orða sinna og loka dagdvölinni á Þorraseli. Dagdvöl þar sem 75 skjólstæðingar fá nú dagþjálfun og nýting á þessu ári hefur verið 98%. Vinstri meirihlutinn í Reykjavík vill loka úrræði þar sem endurhæfing og viðhald á virkni og styrk einstaklinga til að búa áfram heima hjá sér er lykilþáttur. Hann vill loka úrræði sem brýtur upp félagslega einangrun og eykur virkni. Úrræði sem er forvörn og heldur öldruðu fólki frá ítrekuðum ferðum á bráðamóttöku. Og síðast en ekki síst vill hann loka úrræði sem ríkið greiðir en fellur undir samfellda þjónustukeðju hjá borginni. Ég tók málefnið upp á síðasta borgarstjórnarfundi og óskaði eftir umræðu um stöðuna í málefnum eldra fólks í Reykjavík. Hver er áhersla borgarinnar þegar það kemur að þjónustu við aldraða Reykvíkinga? Hver er staðan hvað varðar upplýsingamiðlun, samþættingu, þróun þjónustu og virkni aldraðs fólksi. Hvar stendur Reykjavíkurborg í sínum verkefnum? Hvernig er staðan á stefnumótun borgarinnar? Viti menn, vinstri meirihlutinn skilar auðu. Ætla að gera allskonar en svara litlu um framtíðarsýn og stefnu. Viðreisn í Reykjavík skilar ekki auðu Viðreisn í Reykjavík vill byggja alla þjónustu á virkni og þátttöku aldraðs fólks. Tryggja góða þjónustu fyrir einstaklinga í heimahúsum, svo sem aðgengi, hjálpartæki, endurhæfingu, hreyfingu, fæði og síðast en ekki síst afbragðs stuðningsþjónustu og heimahjúkrun. Við viljum samfellu í þjónustu við aldrað fólk og leggja sérstaka áherslu á einstaklingsmiðaða þjónustu, efla sérstaklega kvöld- og helgarþjónustu sem og sveigjanlega dagvistun. Við leggjum áherslu á blöndun kynslóða í skipulagi borgarinnar. Fjölbreytt og gott húsnæði og aðbúnaður er þar grundvallarþáttur. Við viljum halda áfram samstarfi um húsnæðisuppbyggingu í öllum hverfum og taka mið af breyttum þörfum nýrra kynslóða eldra fólks þegar kemur að félagslífi. Viðreisn skilar ekki auðu þegar það kemur að því að byggja upp borg fyrir alla, á öllum aldri, fyrir fólk með allskona skoðanir. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Borgarstjórn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Eldri borgarar Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Sundsprettinum lauk eins og venjulega í heita pottinum. Breiðholtslauginn skartaði sínu fegursta í vorsólinni þar sem ég sat í von um nýjar freknur og sólkysstar kinnar. Eftir stutta stund birtist eldri fastagestur. Fyrr en varði erum við dottin í spjall, þarna er ég ekki Þórdís Lóa borgarfulltrúi, heldur Lóa, dóttir Dísu og Tóta sem mörg í lauginni þekkja eftir áratuga búsetu í Breiðholti. Eftir samtalið um hvað er að frétta í pólitíkinni, hvernig væri að vera í minnihluta eftir sjö ár við stjórnvölinn og hvað þessi vinstri meirihluti væri að vilja uppá dekk þá barst talið að foreldrum mínum og þjónustu við aldrað fólk í borginni. Uppúr sauð í pottinum Nú fjölgaði skyndilega í samtalinu og fleiri pottormar tóku þátt. Þegar leið á samtalið spurði ég út í húsnæðismál eldri borgara og þá fyrst fór nú allt á flug svo uppúr sauð. Við vorum öll sammála um mikilvægi virkni, heilsueflingar og þátttöku aldraðs fólks í samfélaginu en þegar talið barst að húsnæði þá birtust allskonar skoðanir. Í raun vildi ekkert þeirra það sama. Sum vildu bara fá að vera í friði á sínu heimili og fá þangað góða þjónustu. Alls ekkert svona “gamalmanna gettó” sögðu þau. Önnur vildu nærveru fólks af sama aldurskeiði en þó búa í nálægð við aðrar kynslóðir og nálægt sundlauginni. Svo voru þau sem fannst að byggja ætti fleiri Lífsgæðakjarna þar sem eingöngu væru eldri Reykvíkingar. Umræðan róaðist aftur þegar við fórum að ræða um að eiga þann möguleika að búa sem lengst heima hjá sér og ekkert þeirra sá fyrir sér að fara á hjúkrunarheimili en voru til í allskonar önnur úrræði. Stuðning heim, heimahjúkrun og dagdvöl var þjónusta sem flest vildu sjá vaxa og dafna. Umræðan tók svo góðan snúning þegar við fórum að ræða um aðgengi og gangstéttarnar í hverfinu en meira um það seinna í öðrum pistli. Þarna birtist svo skemmtilega sú staðreynd að við erum allskonar og viljum allskonar. Gleymdu þau eldri Reykvíkingum? Árið 2018 samþykktum við í Reykjavík stefnu í málefnum eldri borgara til ársins 2022. Stefnan var gott veganesti þar sem mikil áhersla var lögð á að stuðla að tengingu milli kynslóða, t.d. með Samfélagshúsum í hverfum borgarinnar. Farið var í átak í velferðartækni til að auka öryggi og sveigjanlega þjónustu ásamt því að draga úr félagslegri einangrun. Stefnan kom sér vel í heimsfaraldri og er ég sannfærð um að farsæl viðbrögð borgarinnar á þeim tíma var ekki síst vegna þess að borgin var þá með skýra sýn í málefnum eldra fólks í Reykjavík. Nú er hins vegar ekki svo. Í samstarfssáttmála vinstri meirihlutans segir “Við ætlum að styðja við uppbyggingu ríkisins á hjúkrunarheimilum og bæta heimaþjónustu með aukinni heimahjúkrun og dagþjálfun í samstarfi við ríkið.” Það er nú alltof sumt. Ekki orð um virkni, félagsleg einangrun, samþættingu þjónustu eða aukna og betri upplýsingagjöf sem eru lykilstef stjórnvalda í aðgerðaráætluninni “Það er gott að eldast” sem samþykkt var árið 2023. Nú fáum við fréttir að samstarfsflokkarnir ætli að byrja á því að fara á bak orða sinna og loka dagdvölinni á Þorraseli. Dagdvöl þar sem 75 skjólstæðingar fá nú dagþjálfun og nýting á þessu ári hefur verið 98%. Vinstri meirihlutinn í Reykjavík vill loka úrræði þar sem endurhæfing og viðhald á virkni og styrk einstaklinga til að búa áfram heima hjá sér er lykilþáttur. Hann vill loka úrræði sem brýtur upp félagslega einangrun og eykur virkni. Úrræði sem er forvörn og heldur öldruðu fólki frá ítrekuðum ferðum á bráðamóttöku. Og síðast en ekki síst vill hann loka úrræði sem ríkið greiðir en fellur undir samfellda þjónustukeðju hjá borginni. Ég tók málefnið upp á síðasta borgarstjórnarfundi og óskaði eftir umræðu um stöðuna í málefnum eldra fólks í Reykjavík. Hver er áhersla borgarinnar þegar það kemur að þjónustu við aldraða Reykvíkinga? Hver er staðan hvað varðar upplýsingamiðlun, samþættingu, þróun þjónustu og virkni aldraðs fólksi. Hvar stendur Reykjavíkurborg í sínum verkefnum? Hvernig er staðan á stefnumótun borgarinnar? Viti menn, vinstri meirihlutinn skilar auðu. Ætla að gera allskonar en svara litlu um framtíðarsýn og stefnu. Viðreisn í Reykjavík skilar ekki auðu Viðreisn í Reykjavík vill byggja alla þjónustu á virkni og þátttöku aldraðs fólks. Tryggja góða þjónustu fyrir einstaklinga í heimahúsum, svo sem aðgengi, hjálpartæki, endurhæfingu, hreyfingu, fæði og síðast en ekki síst afbragðs stuðningsþjónustu og heimahjúkrun. Við viljum samfellu í þjónustu við aldrað fólk og leggja sérstaka áherslu á einstaklingsmiðaða þjónustu, efla sérstaklega kvöld- og helgarþjónustu sem og sveigjanlega dagvistun. Við leggjum áherslu á blöndun kynslóða í skipulagi borgarinnar. Fjölbreytt og gott húsnæði og aðbúnaður er þar grundvallarþáttur. Við viljum halda áfram samstarfi um húsnæðisuppbyggingu í öllum hverfum og taka mið af breyttum þörfum nýrra kynslóða eldra fólks þegar kemur að félagslífi. Viðreisn skilar ekki auðu þegar það kemur að því að byggja upp borg fyrir alla, á öllum aldri, fyrir fólk með allskona skoðanir. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun