Mannréttindi fatlaðs fólks - orð og efndir Unnur Helga Óttarsdóttir og Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifa 3. júní 2025 09:32 Alþingi fullgilti samning Sameinuðu þjóðanna um um réttindi fatlaðs fólks (hér eftir samningurinn) mótatkvæðalaust árið 2016 og skuldbatt þar með Ísland til að framfylgja öllum ákvæðum hans. Síðan eru liðin 9 ár. Í 4. gr. samningsins, sem hefur yfirskriftina Almennar skuldbindingar, segir: 1. Aðildarríkin skuldbinda sig til þess að efla og tryggja að fullu öll mannréttindi og grundvallarfrelsi fyrir allt fatlað fólk án mismununar af nokkru tagi á grundvelli fötlunar.Aðildarríkin skuldbinda sig í þessu skyni til:a) að samþykkja alla viðeigandi löggjöf og ráðstafanir á sviði stjórnsýslu og aðrar ráðstafanir til að tryggja þau réttindi sem viðurkennd eru með samningi þessum, ... Samkvæmt þingsályktun, sem Alþingi samþykkti mótatkvæðalaust 3. júní 2019, átti að leggja fram á Alþingi frumvarp um lögfestingu samningsins eigi síðar en 13. desember 2020. Það hefur nú loksins verið gert. Í stjórnarsáttmála síðustu ríkisstjórnar, sem Sjálfstæðisflokkurinn, Vinstri græn og Framsóknarflokkurinn stóðu að, sagði: Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks verður lögfestur. Í stefnuyfirlýsingu núverandi ríkisstjórnar segir: Markmiðum sínum hyggst ríkisstjórnin ná með eftirfarandi aðgerðum: Með því að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Með lögfestingu samningsins er ekki lagðar neinar kröfur á ríki og sveitarfélög umfram þau alþjóðlega viðurkenndu mannréttindi, sem íslenska ríkið skuldbatt sig til að tryggja fötluðu fólki til jafns við aðra með fullgildingu samningsins fyrir 9 árum síðan. Með lögfestingu samningsins yrði lagaleg vernd mannréttinda, sem fatlað fólk á að njóta og hefur átt að njóta, samkvæmt íslenskum lögum og alþjóðlegum mannréttindasamningum til jafns við annað fólk, bætt og skýrð. Það er alls ekki vanþörf á því! Er ekki löngu tímabært að íslensk stjórnvöld, ráðherrar, alþingismenn, sveitarstjórnarfólk og stjórnmálaflokkar standi nú loksins við margendurtekin fyrirheit sín gagnvart fötluðu fólki? Unnur Helga Óttarsdóttir, formaður Landssamtakanna ÞroskahjálparAlma Ýr Ingólfsdóttir, formaður ÖBÍ réttindasamtaka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma Ýr Ingólfsdóttir Málefni fatlaðs fólks Mannréttindi Mest lesið Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Alþingi fullgilti samning Sameinuðu þjóðanna um um réttindi fatlaðs fólks (hér eftir samningurinn) mótatkvæðalaust árið 2016 og skuldbatt þar með Ísland til að framfylgja öllum ákvæðum hans. Síðan eru liðin 9 ár. Í 4. gr. samningsins, sem hefur yfirskriftina Almennar skuldbindingar, segir: 1. Aðildarríkin skuldbinda sig til þess að efla og tryggja að fullu öll mannréttindi og grundvallarfrelsi fyrir allt fatlað fólk án mismununar af nokkru tagi á grundvelli fötlunar.Aðildarríkin skuldbinda sig í þessu skyni til:a) að samþykkja alla viðeigandi löggjöf og ráðstafanir á sviði stjórnsýslu og aðrar ráðstafanir til að tryggja þau réttindi sem viðurkennd eru með samningi þessum, ... Samkvæmt þingsályktun, sem Alþingi samþykkti mótatkvæðalaust 3. júní 2019, átti að leggja fram á Alþingi frumvarp um lögfestingu samningsins eigi síðar en 13. desember 2020. Það hefur nú loksins verið gert. Í stjórnarsáttmála síðustu ríkisstjórnar, sem Sjálfstæðisflokkurinn, Vinstri græn og Framsóknarflokkurinn stóðu að, sagði: Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks verður lögfestur. Í stefnuyfirlýsingu núverandi ríkisstjórnar segir: Markmiðum sínum hyggst ríkisstjórnin ná með eftirfarandi aðgerðum: Með því að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Með lögfestingu samningsins er ekki lagðar neinar kröfur á ríki og sveitarfélög umfram þau alþjóðlega viðurkenndu mannréttindi, sem íslenska ríkið skuldbatt sig til að tryggja fötluðu fólki til jafns við aðra með fullgildingu samningsins fyrir 9 árum síðan. Með lögfestingu samningsins yrði lagaleg vernd mannréttinda, sem fatlað fólk á að njóta og hefur átt að njóta, samkvæmt íslenskum lögum og alþjóðlegum mannréttindasamningum til jafns við annað fólk, bætt og skýrð. Það er alls ekki vanþörf á því! Er ekki löngu tímabært að íslensk stjórnvöld, ráðherrar, alþingismenn, sveitarstjórnarfólk og stjórnmálaflokkar standi nú loksins við margendurtekin fyrirheit sín gagnvart fötluðu fólki? Unnur Helga Óttarsdóttir, formaður Landssamtakanna ÞroskahjálparAlma Ýr Ingólfsdóttir, formaður ÖBÍ réttindasamtaka
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar