Heiðrún og Jóhannes unnu Hvaleyrarbikarinn í fyrsta sinn Ágúst Orri Arnarson skrifar 2. júní 2025 11:30 Nýir Hvaleyrarbikarmeistarar voru krýndir í gær. Keilir Heiðrún Anna Hlynsdóttir úr Golfklúbbi Selfoss og Jóhannes Guðmundsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur hömpuðu bæði Hvaleyrarbikarnum í fyrsta sinn í gær. Heiðrún vann afgerandi sigur í kvennaflokki en Jóhannes tryggði sigur í karlaflokki í bráðabana. Heiðrún Anna lauk leik á þremur höggum yfir pari samtals. Lék hún hringina þrjá á 72, 74 og 70 höggum. Þegar uppi var staðið var sigurinn afgerandi en Elsa Maren Steinarsdóttir úr GR var fimm höggum á eftir. Fyrir lokahringinn munaði tveimur höggum á þeim í efstu tveimur sætunum en Heiðrún og Elsa höfðu þá slitið sig frá hópnum. Bronsverðlaunin hlaut Eva Kristinsdóttir en hún var fimmtán höggum á eftir Heiðrúnu. Hvaleyrarvöllur í Hafnarfirði.keilir.is Spennan var hins vegar mikil í karlaflokki því Jóhannes og Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR voru jafnir eftir 54 holur og þurfti því bráðabana til að skera úr um úrslit. Þar hafði Jóhannes betur. Jóhannes lék á 72, 68 og 73 höggum en Guðmundur Ágúst elti hann uppi á lokahringnum í gær með því að leika á 69 höggum. Hina hringina lék Guðmundur á 71 og 73 höggum. Sigurður Bjarki Blumenstein úr GR var lengst af í baráttunni um bikarinn en fór illa út úr hinni erfiðu 16. holu og lauk leik í gær á 76 höggum. Veigar Heiðarsson úr Golfklúbbi Akureyrar náði bronsinu en hann lék á 73, 70 og 71 höggi. Hvaleyrarbikararnir eru einkar glæsilegir.keilir.is Hvaleyrarbikarinn er einn elsti verðlaunagripur sem keppt er um í golfíþróttinni á Íslandi. Bikarinn er veglegur og fremur óvenjulegur í útliti. Var hann hannaður og sérsmíðaður í listagallerí í Japan á sínum tíma. Mótið er haldið ár hvert, fyrr en vanalega þetta árið. Keppt var á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði og mótið er eitt stigamótanna á mótaröð GSÍ. Golf Golfvellir Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Heiðrún Anna lauk leik á þremur höggum yfir pari samtals. Lék hún hringina þrjá á 72, 74 og 70 höggum. Þegar uppi var staðið var sigurinn afgerandi en Elsa Maren Steinarsdóttir úr GR var fimm höggum á eftir. Fyrir lokahringinn munaði tveimur höggum á þeim í efstu tveimur sætunum en Heiðrún og Elsa höfðu þá slitið sig frá hópnum. Bronsverðlaunin hlaut Eva Kristinsdóttir en hún var fimmtán höggum á eftir Heiðrúnu. Hvaleyrarvöllur í Hafnarfirði.keilir.is Spennan var hins vegar mikil í karlaflokki því Jóhannes og Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR voru jafnir eftir 54 holur og þurfti því bráðabana til að skera úr um úrslit. Þar hafði Jóhannes betur. Jóhannes lék á 72, 68 og 73 höggum en Guðmundur Ágúst elti hann uppi á lokahringnum í gær með því að leika á 69 höggum. Hina hringina lék Guðmundur á 71 og 73 höggum. Sigurður Bjarki Blumenstein úr GR var lengst af í baráttunni um bikarinn en fór illa út úr hinni erfiðu 16. holu og lauk leik í gær á 76 höggum. Veigar Heiðarsson úr Golfklúbbi Akureyrar náði bronsinu en hann lék á 73, 70 og 71 höggi. Hvaleyrarbikararnir eru einkar glæsilegir.keilir.is Hvaleyrarbikarinn er einn elsti verðlaunagripur sem keppt er um í golfíþróttinni á Íslandi. Bikarinn er veglegur og fremur óvenjulegur í útliti. Var hann hannaður og sérsmíðaður í listagallerí í Japan á sínum tíma. Mótið er haldið ár hvert, fyrr en vanalega þetta árið. Keppt var á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði og mótið er eitt stigamótanna á mótaröð GSÍ.
Golf Golfvellir Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira