„Lengi dreymt um að keppa við þá“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 2. júní 2025 10:15 Dagbjartur Sigurbrandsson leikur hér golf í Konopiska í Póllandi á síðasta ári. Octavio Passos/Getty Images Dagbjartur Sigurbrandsson tekur þátt í lokaúrtökumóti fyrir opna bandaríska meistaramótið í golfi í dag. Í holli með honum er þrefaldi risamótsmeistarinn Padraig Harrington og Svíinn Alex Noren, sem er með tíu sigra á Evrópumótaröðinni. Dagbjartur tryggði sér sæti í lokaúrtökumótinu með frábærri spilamennsku í undankeppni í Illinois. Þar léku 120 kylfingar um sex laus sæti í lokaúrtökumótinu, og komst Dagbjartur inn eftir fimm manna bráðabana, þar sem tvö sæti voru laus. Lokaúrtökumót opna bandaríska er síðasta stigið í átt þátttöku í einu af fjórum risamótum golfsins. Þar leika kylfingar 36 holur á einum degi, og aðeins þeir efstu tryggja sér sæti á mótinu sjálfu. 67 kylfingar munu berjast um nokkur laus sæti, en undankeppnin í Columbus er þekkt fyrir að vera ein sú allra erfiðasta. Ástæðan fyrir því er að Memorial mótið á PGA mótaröðinni sem lauk í gærkvöldi er einnig haldið í Ohio í Bandaríkjunum. Margir kylfingar sem eru ekki þegar með þátttökurétt á opna bandaríska nýta sér stutta ferðalagið og mæta beint í úrtökumótið. Gunnlaugur Árni Sveinsson lék í einu af lokaúrtökumótunum þann 19. maí og var ekki langt frá því að ná alla leið. Dagbjartur fer af stað rétt fyrir hádegi og með honum í holli verða Padraig Harrington, einn fremsti kylfingur Írlands sem hefur unnið þrjú risamót á ferlinum, og Alex Noren, sænskur kylfingur sem hefur tíu sinnum unnið mót á Evrópumótaröðinni og verið hluti af sigurliði Evrópu í Ryder bikarnum. Meðal annarra þekktra kylfinga sem taka þátt í mótinu má nefna Matt Kuchar, Rickie Fowler, Max Homa, Cameron Young og Tomas Lehman. „Það er virkilega gaman að sjá nafnið mitt við hliðina á mörgum af þessum frábæru leikmönnum. Maður hefur lengi dreymt um að keppa við þá síðan maður var yngri, svo það er virkilega spennandi að fá tækifæri til þess núna“ sagði Dagbjartur í viðtali við Golfsambandið. „Það er alltaf best á vera á brautinni og hitta sem flest grín sem mun hjálpa við skora vel. Hef verið að vinna að bæta driverinn og æfa vel í kringum gríninn sem hefur gengið vel og hef verið að rúlla honum vel á grínunum. Innáhögginn verða mikilvæg. Það skiptir miklu máli að vera þolinmóður á 36 holu dögunum og vera með góða næringu út á velli. Svona langir dagar taka vel á andlegu hliðina og er spenntur fyrir þeirri áskorun” sagði Dagbjartur einnig. Hér má fylgjast með skori mótsins. Dagbjartur fer af stað klukkan 11:40 á íslenskum tíma, 7:40 á staðartíma í Ohio, Bandaríkjunum. Lokamótið sjálft fer svo fram 12. - 15. júní á Oakmont Country Club. Golf Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Sjá meira
Dagbjartur tryggði sér sæti í lokaúrtökumótinu með frábærri spilamennsku í undankeppni í Illinois. Þar léku 120 kylfingar um sex laus sæti í lokaúrtökumótinu, og komst Dagbjartur inn eftir fimm manna bráðabana, þar sem tvö sæti voru laus. Lokaúrtökumót opna bandaríska er síðasta stigið í átt þátttöku í einu af fjórum risamótum golfsins. Þar leika kylfingar 36 holur á einum degi, og aðeins þeir efstu tryggja sér sæti á mótinu sjálfu. 67 kylfingar munu berjast um nokkur laus sæti, en undankeppnin í Columbus er þekkt fyrir að vera ein sú allra erfiðasta. Ástæðan fyrir því er að Memorial mótið á PGA mótaröðinni sem lauk í gærkvöldi er einnig haldið í Ohio í Bandaríkjunum. Margir kylfingar sem eru ekki þegar með þátttökurétt á opna bandaríska nýta sér stutta ferðalagið og mæta beint í úrtökumótið. Gunnlaugur Árni Sveinsson lék í einu af lokaúrtökumótunum þann 19. maí og var ekki langt frá því að ná alla leið. Dagbjartur fer af stað rétt fyrir hádegi og með honum í holli verða Padraig Harrington, einn fremsti kylfingur Írlands sem hefur unnið þrjú risamót á ferlinum, og Alex Noren, sænskur kylfingur sem hefur tíu sinnum unnið mót á Evrópumótaröðinni og verið hluti af sigurliði Evrópu í Ryder bikarnum. Meðal annarra þekktra kylfinga sem taka þátt í mótinu má nefna Matt Kuchar, Rickie Fowler, Max Homa, Cameron Young og Tomas Lehman. „Það er virkilega gaman að sjá nafnið mitt við hliðina á mörgum af þessum frábæru leikmönnum. Maður hefur lengi dreymt um að keppa við þá síðan maður var yngri, svo það er virkilega spennandi að fá tækifæri til þess núna“ sagði Dagbjartur í viðtali við Golfsambandið. „Það er alltaf best á vera á brautinni og hitta sem flest grín sem mun hjálpa við skora vel. Hef verið að vinna að bæta driverinn og æfa vel í kringum gríninn sem hefur gengið vel og hef verið að rúlla honum vel á grínunum. Innáhögginn verða mikilvæg. Það skiptir miklu máli að vera þolinmóður á 36 holu dögunum og vera með góða næringu út á velli. Svona langir dagar taka vel á andlegu hliðina og er spenntur fyrir þeirri áskorun” sagði Dagbjartur einnig. Hér má fylgjast með skori mótsins. Dagbjartur fer af stað klukkan 11:40 á íslenskum tíma, 7:40 á staðartíma í Ohio, Bandaríkjunum. Lokamótið sjálft fer svo fram 12. - 15. júní á Oakmont Country Club.
Golf Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Sjá meira