Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sindri Sverrisson skrifar 1. júní 2025 22:47 Max Verstappen er á barmi þess að fara í einnar keppni bann. Getty/Jayce Illman „Skiptir það máli?“ svaraði ferfaldi heimsmeistarinn Max Verstappen í dag, spurður hvort hann hefði viljandi valdið árekstri við George Russell í spænska Formúlu 1 kappakstrinum í dag. Russell er ekki í vafa um að um viljaverk sé að ræða og er Verstappen á barmi þess að fara í bann. Það voru þrír hringir eftir þegar bílar Verstappens og Russells rákust saman, eftir að Verstappen hafði verið búinn að fá skilaboð um að hann ætti að hleypa Russell fram úr, eins og sjá má hér að neðan. Drama in the closing stages of the race! 😱Max Verstappen drops to P10 following a 10-second penalty for causing a collision with George Russell #F1 #SpanishGP pic.twitter.com/anhkyJ92pk— Formula 1 (@F1) June 1, 2025 Verstappen fékk tíu sekúndna refsingu sem sendi hann úr fimmta sæti niður í aðeins tíunda sæti. Verstappen fékk auk þess þrjú refsistig. Hann er nú kominn með ellefu refsistig á tólf mánuðum og er því einu refsistigi frá því að fara í bann í eina keppni. Tvö af þessum refsistigum renna út í lok júní en það eru enn tvær keppnir eftir fram að því. „Ég var eins undrandi og þið. Ég hef séð svona aðferðir áður í hermileikjum og í go-kart en aldrei í Formúlu 1,“ sagði Russell við fjölmiðla eftir keppnina í dag. „Á endanum náðum við fjórða sæti en hann endaði í tíunda. Ég veit ekki hvað var eiginlega að fara í gegnum huga hans. Manni fannst þetta viljandi hjá honum, svo þetta kom á óvart,“ sagði Russell. OH MY WORD MAX VERSTAPPEN HAS JUST INTENTIONALLY CRASHED INTO GEORGE RUSSELL WHATTTT 🤯🤯 pic.twitter.com/3qzOUoN3pi— Formula God (@formula1god) June 1, 2025 Sjálfur hafði Vestappen engan áhuga á að ræða málið. „Skiptir það máli?“ Ég vil frekar ræða keppnina en eitthvað eitt atvik,“ svaraði hann spurður hvort að um viljaverk hefði verið að ræða. „Max er magnaður ökumaður og það líta svo margir upp til hans. Það er algjör synd að svona hlutir séu ítrekað að gerast. Þetta virðist algjör óþarfi og þetta virðist aldrei vera honum til tekna,“ sagði Russell. Verstappen fékk því aðeins eitt stig í dag en Russell tólf. Það voru hins vegar McLaren ökumennirnir sem komu fyrstir í mark. Oscar Piastri vann sigur og er nú með 186 stig á toppnum í stigakeppni ökuþóra en Lando Norris er næstur með 176 stig. Verstappen er svo þriðji með 137 stig en Russell með 111. Eins og gefur að skilja er McLaren með yfirburði í keppni bílaframleiðenda, með 362 stig, en Ferari er næst með 165 stig og Mercedes með 159. Red Bull, lið Verstappens, er svo í 4. sæti með 144 stig. Akstursíþróttir Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Fleiri fréttir Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Það voru þrír hringir eftir þegar bílar Verstappens og Russells rákust saman, eftir að Verstappen hafði verið búinn að fá skilaboð um að hann ætti að hleypa Russell fram úr, eins og sjá má hér að neðan. Drama in the closing stages of the race! 😱Max Verstappen drops to P10 following a 10-second penalty for causing a collision with George Russell #F1 #SpanishGP pic.twitter.com/anhkyJ92pk— Formula 1 (@F1) June 1, 2025 Verstappen fékk tíu sekúndna refsingu sem sendi hann úr fimmta sæti niður í aðeins tíunda sæti. Verstappen fékk auk þess þrjú refsistig. Hann er nú kominn með ellefu refsistig á tólf mánuðum og er því einu refsistigi frá því að fara í bann í eina keppni. Tvö af þessum refsistigum renna út í lok júní en það eru enn tvær keppnir eftir fram að því. „Ég var eins undrandi og þið. Ég hef séð svona aðferðir áður í hermileikjum og í go-kart en aldrei í Formúlu 1,“ sagði Russell við fjölmiðla eftir keppnina í dag. „Á endanum náðum við fjórða sæti en hann endaði í tíunda. Ég veit ekki hvað var eiginlega að fara í gegnum huga hans. Manni fannst þetta viljandi hjá honum, svo þetta kom á óvart,“ sagði Russell. OH MY WORD MAX VERSTAPPEN HAS JUST INTENTIONALLY CRASHED INTO GEORGE RUSSELL WHATTTT 🤯🤯 pic.twitter.com/3qzOUoN3pi— Formula God (@formula1god) June 1, 2025 Sjálfur hafði Vestappen engan áhuga á að ræða málið. „Skiptir það máli?“ Ég vil frekar ræða keppnina en eitthvað eitt atvik,“ svaraði hann spurður hvort að um viljaverk hefði verið að ræða. „Max er magnaður ökumaður og það líta svo margir upp til hans. Það er algjör synd að svona hlutir séu ítrekað að gerast. Þetta virðist algjör óþarfi og þetta virðist aldrei vera honum til tekna,“ sagði Russell. Verstappen fékk því aðeins eitt stig í dag en Russell tólf. Það voru hins vegar McLaren ökumennirnir sem komu fyrstir í mark. Oscar Piastri vann sigur og er nú með 186 stig á toppnum í stigakeppni ökuþóra en Lando Norris er næstur með 176 stig. Verstappen er svo þriðji með 137 stig en Russell með 111. Eins og gefur að skilja er McLaren með yfirburði í keppni bílaframleiðenda, með 362 stig, en Ferari er næst með 165 stig og Mercedes með 159. Red Bull, lið Verstappens, er svo í 4. sæti með 144 stig.
Akstursíþróttir Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Fleiri fréttir Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira