Nýr verslunarkjarni opnaður á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. júní 2025 13:06 Ingimar Jónsson, forstjóri Pennans Eymundsson (t.v.), og Albert Þór Magnússon kaupmaður sem eru alsælir með nýja verslunarkjarnann á Selfossi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Austurgarður er nafn nýs verslunarkjarna á Selfossi, sem hefur verið opnaður austast í bæjarfélaginu. Þar eru verslunareigendur meðal annars að horfa til staðsetningar nýrrar Ölfusárbrúar, sem verður ekki langt frá nýja kjarnanum. Anna Árnadóttir, sem tengist nýja verslunarkjarnanum, tilkynnti nafnið en um fimm hundruð tillögur bárust. Vegleg verðlaun voru fyrir besta nafnið en sjö einstaklingar stungu upp á nafninu sem var valið, Austurgarður. Í Austurgarði eru fjórar verslanir. Gina Tricot, Emil & Lína, Penninn Eymundsson og H-verslun. Albert Þór Magnússon, kaupmaður og Ingimar Jónsson, forstjóri Pennans Eymundsson eru ánægðir með nýja verslunarkjarnann. Albert, nýja Ölfusárbrúin, spilar hún eitthvað inn í þetta? „Auðvitað er þessi verslunarkjarni ótrúlega vel staðsettur gagnvart þessari merkilegu brú, sem hefur verið svo lengi í bígerð. Við erum auðvitað að horfa til þess að við erum með verslun hérna fyrir, sem heitir Lindex og er við hliðina á Bónus. Hérna er svo ÁTVR og líka Almar bakari,” segir Albert. Á svæðinu má einnig finna Byko, Húsasmiðjuna og Íslandspóst svo eitthvað sé nefnt. Anna Árnadóttir tilkynnti um nafnið á nýja verslunarkjarnanum en það er Austurgarður og er hann við Larsenstræti á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ingimar, er þetta ekki bara allt meiriháttar? „Jú, jú, okkur líst bara mjög vel á þetta. Það er bara heiður fyrir okkur að vera á þessum stað,“ segir Ingimar. Penninn Eymundsson var í nýja miðbænum á Selfossi en vildi flytja sig í nýtt og stærra húsnæði. „Við vorum alltaf að leita að svona húsnæði og það er alveg ótrúlega vel byggt þetta hús, beinar línur eins og þeir segja smiðirnir og Hannes Þór Ottesen, sem byggði þetta hefur staðið sig alveg frábærlega í þessari framkvæmd með okkur,“ bætir Ingimar við. Albert og Ingimar með Hannesi Þór Ottesen, sem sá um smíði hússins og Linda Björk Bjarnar, konu hans.Magnús Hlynur Hreiðarsson Röð myndaðist í gær við verslanirnar í nýja verslunarkjarnanum en opnað var klukkan 12:00.Aðsend Árborg Verslun Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Anna Árnadóttir, sem tengist nýja verslunarkjarnanum, tilkynnti nafnið en um fimm hundruð tillögur bárust. Vegleg verðlaun voru fyrir besta nafnið en sjö einstaklingar stungu upp á nafninu sem var valið, Austurgarður. Í Austurgarði eru fjórar verslanir. Gina Tricot, Emil & Lína, Penninn Eymundsson og H-verslun. Albert Þór Magnússon, kaupmaður og Ingimar Jónsson, forstjóri Pennans Eymundsson eru ánægðir með nýja verslunarkjarnann. Albert, nýja Ölfusárbrúin, spilar hún eitthvað inn í þetta? „Auðvitað er þessi verslunarkjarni ótrúlega vel staðsettur gagnvart þessari merkilegu brú, sem hefur verið svo lengi í bígerð. Við erum auðvitað að horfa til þess að við erum með verslun hérna fyrir, sem heitir Lindex og er við hliðina á Bónus. Hérna er svo ÁTVR og líka Almar bakari,” segir Albert. Á svæðinu má einnig finna Byko, Húsasmiðjuna og Íslandspóst svo eitthvað sé nefnt. Anna Árnadóttir tilkynnti um nafnið á nýja verslunarkjarnanum en það er Austurgarður og er hann við Larsenstræti á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ingimar, er þetta ekki bara allt meiriháttar? „Jú, jú, okkur líst bara mjög vel á þetta. Það er bara heiður fyrir okkur að vera á þessum stað,“ segir Ingimar. Penninn Eymundsson var í nýja miðbænum á Selfossi en vildi flytja sig í nýtt og stærra húsnæði. „Við vorum alltaf að leita að svona húsnæði og það er alveg ótrúlega vel byggt þetta hús, beinar línur eins og þeir segja smiðirnir og Hannes Þór Ottesen, sem byggði þetta hefur staðið sig alveg frábærlega í þessari framkvæmd með okkur,“ bætir Ingimar við. Albert og Ingimar með Hannesi Þór Ottesen, sem sá um smíði hússins og Linda Björk Bjarnar, konu hans.Magnús Hlynur Hreiðarsson Röð myndaðist í gær við verslanirnar í nýja verslunarkjarnanum en opnað var klukkan 12:00.Aðsend
Árborg Verslun Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira