Jafnlaunabarnið og baðvatnið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar 2. júní 2025 08:00 Árið er 2017 og þáverandi félagsmálaráðherra tekur ákvörðun um að lögbinda jafnlaunavottun til að tryggja að atvinnurekendur á Íslandi greiði sömu laun fyrir jafn verðmæt störf. Því miður vantaði verulega upp á undirbúning þeirrar ákvörðunar sem leiddi til þess að minni fyrirtæki, sem ekki voru vön vinnu með staðla, fengu ekki þá eðlilegu leiðsögn og leiðbeiningar sem þau hefðu þurft. Þá voru vottunarstofur ekki heldur í stakk búnar að taka að sér nýtt verkefni og gefinn var afsláttur af faggildingu þeim til handa til að hægt væri að keyra verkefnið í gang strax. Það veikti verulega framkvæmd verkefnisins strax á upphafsmetrum þess. Síðan þá hafa verið gefnir ítrekaðir frestir og afsláttur af kröfum til að mæta þessum skorti á undirbúningi stjórnvalda. Það er miður hvernig umræða um málið hefur þróast en hún dregur úr tiltrú á verkfærið sem Jafnlaunastaðallinn er. Staðallinn er ekki vandamálið heldur undirbúningur og stuðningur stjórnvalda. Þá er kominn tími til að endurskoða staðalinn til að hann mæti kröfum nútímans því staðlar eru jú endurskoðaðir reglulega, að beiðni hagaðila því þeir eiga alltaf að endurspegla bestu mögulegu þekkingu hvers tíma. Sverar yfirlýsingar einstöku aðila um að ávinningur jafnlaunavottunar sé enginn á sér ekki stoð í rannsókn sem gerð var á launamun kynjanna, né heldur yfirlýsingum margra hinna vottuðu fyrirtækja og starfsmönnum þeirra. Launamunur milli kynjanna hefur t.a.m. minnkað, bæði hjá vottuðum og óvottuðum fyrirtækjum frá því krafan var lögfest. Það eru hins vegar gerðar alvarlegar athugasemdir við undirbúning og stuðningsaðgerðir stjórnvalda sem hefðu tryggt að jafnlaunavottunin skilaði enn meiri ávinningi. Rannsóknir sýna svo ekki verður um villst að krafan um vottuð eða staðfest jafnlaunakerfi hefur ýtt undir agaðri vinnubrögð, skýrari viðmið við launasetningar og aukið gagnsæi ákvarðana. Þær sýna líka að smitáhrif þessarar kröfu nær langt út fyrir málaflokk jafnréttis og traust starfsfólks til launaákvarðana og starfsánægja hefur aukist verulega. Árangur á þessu sviði kemur ekki sjálfkrafa og ekkert betra verkfæri er til en Jafnlaunastaðallinn. Tillaga dagsins til stjórnvalda er því að ljúka verkinu sem hafið var 2017 til að tryggja launajafnrétti og virðismat launa. Í því felst að halda áfram endurskoðun staðalsins sem hófst 2018 en var sett á ís að beiðni stjórnvalda en líka að tryggja faggildingu vottunaraðila sem votta að kerfin geri í raun það sem þeim er ætlað. Með því má auðvelda fyrirtækjum þetta gríðarlega mikilvæga verkefni á sviði jafnréttismála í stað þess að fleygja þeim eftirsóknarverða árangri sem þegar hefur náðst með því að fleygja barninu út með baðvatninu. Höfundur er framkvæmdastjóri Staðlaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Sigrún Harðardóttir Jafnréttismál Kjaramál Mest lesið Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Árið er 2017 og þáverandi félagsmálaráðherra tekur ákvörðun um að lögbinda jafnlaunavottun til að tryggja að atvinnurekendur á Íslandi greiði sömu laun fyrir jafn verðmæt störf. Því miður vantaði verulega upp á undirbúning þeirrar ákvörðunar sem leiddi til þess að minni fyrirtæki, sem ekki voru vön vinnu með staðla, fengu ekki þá eðlilegu leiðsögn og leiðbeiningar sem þau hefðu þurft. Þá voru vottunarstofur ekki heldur í stakk búnar að taka að sér nýtt verkefni og gefinn var afsláttur af faggildingu þeim til handa til að hægt væri að keyra verkefnið í gang strax. Það veikti verulega framkvæmd verkefnisins strax á upphafsmetrum þess. Síðan þá hafa verið gefnir ítrekaðir frestir og afsláttur af kröfum til að mæta þessum skorti á undirbúningi stjórnvalda. Það er miður hvernig umræða um málið hefur þróast en hún dregur úr tiltrú á verkfærið sem Jafnlaunastaðallinn er. Staðallinn er ekki vandamálið heldur undirbúningur og stuðningur stjórnvalda. Þá er kominn tími til að endurskoða staðalinn til að hann mæti kröfum nútímans því staðlar eru jú endurskoðaðir reglulega, að beiðni hagaðila því þeir eiga alltaf að endurspegla bestu mögulegu þekkingu hvers tíma. Sverar yfirlýsingar einstöku aðila um að ávinningur jafnlaunavottunar sé enginn á sér ekki stoð í rannsókn sem gerð var á launamun kynjanna, né heldur yfirlýsingum margra hinna vottuðu fyrirtækja og starfsmönnum þeirra. Launamunur milli kynjanna hefur t.a.m. minnkað, bæði hjá vottuðum og óvottuðum fyrirtækjum frá því krafan var lögfest. Það eru hins vegar gerðar alvarlegar athugasemdir við undirbúning og stuðningsaðgerðir stjórnvalda sem hefðu tryggt að jafnlaunavottunin skilaði enn meiri ávinningi. Rannsóknir sýna svo ekki verður um villst að krafan um vottuð eða staðfest jafnlaunakerfi hefur ýtt undir agaðri vinnubrögð, skýrari viðmið við launasetningar og aukið gagnsæi ákvarðana. Þær sýna líka að smitáhrif þessarar kröfu nær langt út fyrir málaflokk jafnréttis og traust starfsfólks til launaákvarðana og starfsánægja hefur aukist verulega. Árangur á þessu sviði kemur ekki sjálfkrafa og ekkert betra verkfæri er til en Jafnlaunastaðallinn. Tillaga dagsins til stjórnvalda er því að ljúka verkinu sem hafið var 2017 til að tryggja launajafnrétti og virðismat launa. Í því felst að halda áfram endurskoðun staðalsins sem hófst 2018 en var sett á ís að beiðni stjórnvalda en líka að tryggja faggildingu vottunaraðila sem votta að kerfin geri í raun það sem þeim er ætlað. Með því má auðvelda fyrirtækjum þetta gríðarlega mikilvæga verkefni á sviði jafnréttismála í stað þess að fleygja þeim eftirsóknarverða árangri sem þegar hefur náðst með því að fleygja barninu út með baðvatninu. Höfundur er framkvæmdastjóri Staðlaráðs.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun