Hver borgar fyrir ódýrar lóðir? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 30. maí 2025 09:32 Í umræðu um húsnæðismál er oft talað um lausn vandans við háu húsnæðisverði og háu lóðaverði sé að byggja verði á ódýrum lóðum á óbrotnu landi í jaðri byggðar. Það sé mun hagstæðara, mun ódýrara en að byggja inn á við, byggja þétt. Hátt hefur heyrst í uppbyggingaraðilum, verktökum og jafnvel verkalýðshreyfingunni þar sem þau kalla eftir fleiri ódýrum lóðum, það sé lóðaskortur og því þurfi að stækka vaxtar mörkin sem rúma nú þegar 24 þúsund íbúðir innan Reykjavíkur og 58 þúsund íbúðir innan alls höfuðborgarsvæðisins Þetta er sagt nauðsynlegt til að hægt sé að byggja á lægra verði. Lægra verði fyrir hvern? Hver borgar fyrir ódýrar lóðir? Lífsgæða hverfi = 23 milljarðar Að mörgu er að huga þegar nýtt hverfi er byggt. Dýrasta fjárfesting sveitarfélaga er að fara í uppbyggingu leik- og grunnskóla, íþróttamannvirkja sem tengjast skólastarfi eins og skólasundlaug og skólaíþróttahúsi. Í dag er um það bil einn skóli í borginni á hverja 3.100 íbúa og að meðaltali búa 2,4 íbúar í hverri íbúð í borginni þannig að þessir 3.100 íbúar búa í um 1.300 íbúðum. Nýr grunnskóli kostar um sex milljarða í byggingu, einn til tvo leikskóla þarf í nýtt hverfi og hvor um sig kosta tvo og hálfan milljarð, samtals um 5 milljarða króna. Skólasundlaug og skólaíþróttahús fyrir lögbundna kennslu í skólaíþróttum og sundi er áætlaður einn og hálfur milljarður króna. Grunnfjárfesting sveitarfélags í lögbundnum skólainnviðum í nýju hverfi eru því um 11 milljarðar króna. Í nýtt hverfi þarf líka aðstöðu fyrir íþróttafélagið, sundlaug fyrir íbúanna og jafnvel menningarmiðstöð. Uppbygging sambærileg og hefur byggst í Úlfársdal yrði fjárfesting upp á tæplega 12 milljarða króna miðað við byggingavístölu í dag, 8 milljarðar fyrir íþróttamannvirki og sundlaug með menningarmiðstöð fyrir 3,5 milljarð króna. Kílómetri gatna og fráveitu = 1,3 milljarður Gatna- og veitugerð er næst dýrasti kostnaðarliður í uppbyggingu nýs hverfis á eftir skólum. Nauðsynleg lífsgæði, en ekki mjög sýnileg nema í tölum á blaði – því lengri veitukerfi, lóðafrágangur og stígakerfi í metrum því dýrara er að sturta niður, þvo þvott, þrífa bílinn og ganga í skólann. Úlfarsárdalurinn er nýjasta nýbyggingahverfið í Reykjavík en hverfið er nokkuð þétt úthverfi með blöndu af fjölbýlishúsum, raðhúsum og sérbýlum. Þar er gatnakerfið um 7 kílómetrar að lengd. Í sérbýlahverfi getur veitukerfið verið allt að 17 metrar á hvert hús. Kílómetri af veitulögnum kostar rúmlega þrettán hundruð milljónir, 100 metrar kosta 130 milljónir, 10 metrar kosta þrettán milljónir króna. Samtals fjárfesting í nýja hverfinu getur numið allt að 40 milljónum króna á hverja íbúð þegar horft er til fjárfestingar í gatna- og veitugerð, skóla-, íþrótta- og menningarhúss. Hver á að bera þennan kostnað? Verktakinn, kaupandinn eða við hin sem búum í borginni? Ódýrara fyrir samfélagið að byggja þétt Við Hlíðarenda hefur risið þétt og blómleg byggð, hverfið er enn að stækka og gera má ráð fyrir 1.700 íbúðir verði byggðar þegar sú uppbygging sem ráðgerð er klárast. Gatnakerfið er um tveir kílómetrar og hverfið þarf uppbyggingu tengt leik- og grunnskóla sem felur í sér samtals fjárfestingu upp á um 11 milljarða króna. Fyrir í hverfinu er sundlaug, baðströnd við Nauthólsvík, íþróttamannvirki Vals, menningarhús í miðbænum. Aðgengi er gott að grænum svæðum eins og Perlufestinni í Öskjuhlíð, strandlengjunni, blómaskrúða Hljómskálagarðsins og töfrum Klambratúns. Hverfið tengist neti göngu- og hjólastíga að ógleymdri Borgarlínu. Ef við deilum þessum kostnaði samfélagsins við nýju innviðina í hverfinu niður á fjölda íbúða kemur í ljós að kostnaðurinn á hverja íbúð er tæplega 11 milljónir, í stað 40 milljóna í hverfi sem byggist frá grunni í jaðri byggðarinnar. Þarna er gat upp á 29 milljónir króna á hverja íbúð sem greiddur er af sameignlegum sjóðum borgabúa. Hádegisverðurinn er ekki ókeypis Það er ekkert til sem heitir ódýrar lóðir. Það er ekki ódýrara að brjóta nýtt land í jaðri byggðar. Það er ekki ódýrara að þenja út vaxtamörkin. Það er mun dýrara fyrir íbúa í Reykjavík, fyrir útsvarsgreiðendur í borginni, fyrir mannlífið í borginni að þenja út byggð. Það er mun hagkvæmara fyrir samfélagið okkar að byggja inn á við, að byggja þétta blómlega, fjölbreytta byggð og reyna eftir mætti að nýta þá innviði sem fyrir eru betur. Við þurfum að tryggja að dýrustu samfélagslegu sameignlegu gæði okkar allra séu nýtt á sem hagkvæmastan hátt. Hádegisverðurinn er nefnilega aldrei ókeypis, það borgar alltaf einhver fyrir gæðin rétt eins og frjálshyggjumaðurinn Hannes Hólmsteinn Gissurarson hefur margoft bent á en bara sumir af flokksfélögum hans í Sjálfstæðisflokknum hafa áttað sig á því en ekki öll. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Björg Sigurðardóttir Jarða- og lóðamál Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Í umræðu um húsnæðismál er oft talað um lausn vandans við háu húsnæðisverði og háu lóðaverði sé að byggja verði á ódýrum lóðum á óbrotnu landi í jaðri byggðar. Það sé mun hagstæðara, mun ódýrara en að byggja inn á við, byggja þétt. Hátt hefur heyrst í uppbyggingaraðilum, verktökum og jafnvel verkalýðshreyfingunni þar sem þau kalla eftir fleiri ódýrum lóðum, það sé lóðaskortur og því þurfi að stækka vaxtar mörkin sem rúma nú þegar 24 þúsund íbúðir innan Reykjavíkur og 58 þúsund íbúðir innan alls höfuðborgarsvæðisins Þetta er sagt nauðsynlegt til að hægt sé að byggja á lægra verði. Lægra verði fyrir hvern? Hver borgar fyrir ódýrar lóðir? Lífsgæða hverfi = 23 milljarðar Að mörgu er að huga þegar nýtt hverfi er byggt. Dýrasta fjárfesting sveitarfélaga er að fara í uppbyggingu leik- og grunnskóla, íþróttamannvirkja sem tengjast skólastarfi eins og skólasundlaug og skólaíþróttahúsi. Í dag er um það bil einn skóli í borginni á hverja 3.100 íbúa og að meðaltali búa 2,4 íbúar í hverri íbúð í borginni þannig að þessir 3.100 íbúar búa í um 1.300 íbúðum. Nýr grunnskóli kostar um sex milljarða í byggingu, einn til tvo leikskóla þarf í nýtt hverfi og hvor um sig kosta tvo og hálfan milljarð, samtals um 5 milljarða króna. Skólasundlaug og skólaíþróttahús fyrir lögbundna kennslu í skólaíþróttum og sundi er áætlaður einn og hálfur milljarður króna. Grunnfjárfesting sveitarfélags í lögbundnum skólainnviðum í nýju hverfi eru því um 11 milljarðar króna. Í nýtt hverfi þarf líka aðstöðu fyrir íþróttafélagið, sundlaug fyrir íbúanna og jafnvel menningarmiðstöð. Uppbygging sambærileg og hefur byggst í Úlfársdal yrði fjárfesting upp á tæplega 12 milljarða króna miðað við byggingavístölu í dag, 8 milljarðar fyrir íþróttamannvirki og sundlaug með menningarmiðstöð fyrir 3,5 milljarð króna. Kílómetri gatna og fráveitu = 1,3 milljarður Gatna- og veitugerð er næst dýrasti kostnaðarliður í uppbyggingu nýs hverfis á eftir skólum. Nauðsynleg lífsgæði, en ekki mjög sýnileg nema í tölum á blaði – því lengri veitukerfi, lóðafrágangur og stígakerfi í metrum því dýrara er að sturta niður, þvo þvott, þrífa bílinn og ganga í skólann. Úlfarsárdalurinn er nýjasta nýbyggingahverfið í Reykjavík en hverfið er nokkuð þétt úthverfi með blöndu af fjölbýlishúsum, raðhúsum og sérbýlum. Þar er gatnakerfið um 7 kílómetrar að lengd. Í sérbýlahverfi getur veitukerfið verið allt að 17 metrar á hvert hús. Kílómetri af veitulögnum kostar rúmlega þrettán hundruð milljónir, 100 metrar kosta 130 milljónir, 10 metrar kosta þrettán milljónir króna. Samtals fjárfesting í nýja hverfinu getur numið allt að 40 milljónum króna á hverja íbúð þegar horft er til fjárfestingar í gatna- og veitugerð, skóla-, íþrótta- og menningarhúss. Hver á að bera þennan kostnað? Verktakinn, kaupandinn eða við hin sem búum í borginni? Ódýrara fyrir samfélagið að byggja þétt Við Hlíðarenda hefur risið þétt og blómleg byggð, hverfið er enn að stækka og gera má ráð fyrir 1.700 íbúðir verði byggðar þegar sú uppbygging sem ráðgerð er klárast. Gatnakerfið er um tveir kílómetrar og hverfið þarf uppbyggingu tengt leik- og grunnskóla sem felur í sér samtals fjárfestingu upp á um 11 milljarða króna. Fyrir í hverfinu er sundlaug, baðströnd við Nauthólsvík, íþróttamannvirki Vals, menningarhús í miðbænum. Aðgengi er gott að grænum svæðum eins og Perlufestinni í Öskjuhlíð, strandlengjunni, blómaskrúða Hljómskálagarðsins og töfrum Klambratúns. Hverfið tengist neti göngu- og hjólastíga að ógleymdri Borgarlínu. Ef við deilum þessum kostnaði samfélagsins við nýju innviðina í hverfinu niður á fjölda íbúða kemur í ljós að kostnaðurinn á hverja íbúð er tæplega 11 milljónir, í stað 40 milljóna í hverfi sem byggist frá grunni í jaðri byggðarinnar. Þarna er gat upp á 29 milljónir króna á hverja íbúð sem greiddur er af sameignlegum sjóðum borgabúa. Hádegisverðurinn er ekki ókeypis Það er ekkert til sem heitir ódýrar lóðir. Það er ekki ódýrara að brjóta nýtt land í jaðri byggðar. Það er ekki ódýrara að þenja út vaxtamörkin. Það er mun dýrara fyrir íbúa í Reykjavík, fyrir útsvarsgreiðendur í borginni, fyrir mannlífið í borginni að þenja út byggð. Það er mun hagkvæmara fyrir samfélagið okkar að byggja inn á við, að byggja þétta blómlega, fjölbreytta byggð og reyna eftir mætti að nýta þá innviði sem fyrir eru betur. Við þurfum að tryggja að dýrustu samfélagslegu sameignlegu gæði okkar allra séu nýtt á sem hagkvæmastan hátt. Hádegisverðurinn er nefnilega aldrei ókeypis, það borgar alltaf einhver fyrir gæðin rétt eins og frjálshyggjumaðurinn Hannes Hólmsteinn Gissurarson hefur margoft bent á en bara sumir af flokksfélögum hans í Sjálfstæðisflokknum hafa áttað sig á því en ekki öll. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar