Stórstraumsfjara mæld - HMS ráðþrota Magnús Guðmundsson skrifar 29. maí 2025 17:01 Stórstraumsfjara og netlög Fyrsta stórstraumsfjara við landið hefur verið mæld. Náttúrufræðistofnun mældi á dögunum stórstraumsfjöruborð í Selstaða- og Sörlastaðavík í Seyðisfirði. Enginn fréttaflutningur hefur verið af niðurstöðum þessara mælinga. E.t.v. er það af því að niðurstaða þeirra kemur sér illa fyrir sjókvíaeldisfyrirtækið Kaldvík. Fyrirtækið hefur hingað til verið duglegt að koma sér í fréttir um að nú sé niðurstaða komin í málið, og engin fyrirstaða sé fyrir því að MAST geti gefið út rekstrarleyfi í Seyðisfirði. Niðurstaða Náttúrufræðistofu er sú að eldissvæði og eldisstöðvar bæði í Selstaða- og Sörlastaðavík eru inni í netlögum og brjóta þar með á lögvörðum eignarétti landeigenda. Raunar þurfa eldisstöðvarnar að færast 150 m frá netlögum til að uppfylla skilyrði um veiðibann skv. 35. grein fiskeldisreglugerðar nr. 540/2020. Byggingarleyfi á að fylgja umsókn fyrirtækisins um rekstrar- og starfsleyfi en gerði það ekki. Útreikningar Náttúrufræðistofnunar á staðsetningu netlaga og gögn Eflu um hnit eldisstöðva í Seyðisfirði sýna að ekki er hægt að fá byggingarleyfi fyrir stöðvarnar. HMS vildi ekki og gat ekki haldið áfram með byggingarleyfisumsókn Kaldvíkur fyrr en mælingar á stórstraumsfjöruborði lægju fyrir. Nú þegar mælingar liggja fyrir svarar HMS fyrirspurn VÁ um afgreiðslu málsins á þennan veg: „Málið verður ekki afgreitt frekar þar til fyrir liggur hvort umsækjendur ætli að halda áfram með umsóknina.“ HMS er ráðþrota. Hvernig í ósköpunum á Kaldvík að geta haldið áfram með umsóknina þegar stórstraumsfjara hefur verið mæld og augljóst að sjókvíaeldisstöðvar eru inni á netlögum landeigenda. Á heimasíðu HMS er þessi frétt frá 13. febrúar 2024, Hún er birt hér í heild sinni: Tilkynning um breytta stjórnsýsluframkvæmd vegna byggingarleyfisskyldra sjókvía utan netlaga „Húsnæðis- og mannvirkjastofnun tilkynnir hér með um breytta stjórnsýsluframkvæmd vegna veitingar byggingarleyfa fyrir sjókvíar sem teljast mannvirki í skilningu laga um mannvirki nr. 160/2010, og eru utan netlaga. Frá og með 15. febrúar 2024 verður gerð krafa um byggingarleyfi vegna nýrra byggingarleyfisskyldra sjókvía sem rekstraraðilar hyggjast setja niður utan netlaga. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur haft til skoðunar að hvaða marki sjókvíar séu byggingarleyfisskyld mannvirki og hvernig framkvæmd við leyfisveitingu hins opinbera vegna sjókvíaeldis hefur verið háttað með tilliti til þess. Það er mat Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar að sjókvíar sem teljast hafa fasta staðsetningu séu byggingarleyfisskyld mannvirki skv. lögum um mannvirki nr. 160/2010. Þrátt fyrir það hefur framkvæmdin verið sú að rekstrar- og starfsleyfi hafa verið veitt fyrir fiskeldi í sjókvíum þó svo að byggingarleyfis hafi ekki verið aflað fyrir sjókvíar líkt og áskilið er í 9. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 og 2.3.1. gr. í byggingarreglugerð nr. 112/2010, sbr. einnig 6. tölulið 1. mgr. 12. gr. reglugerðar nr. 540/2020 um fiskeldi. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála kvað upp tvo úrskurði í lok árs 2022 þar sem m.a. var fjallað um hvort sjókvíar gætu talist til mannvirkja. Í niðurstöðu nefndarinnar kom eftirfarandi fram: Telja verður að botnföst mannvirki í sjó, svo sem fastar fiskeldiskvíar og tengd mannvirki, fóðurprammar og/eða aðstöðuhús á flotkví teljist til mannvirkja skv. 4. gr. laga nr. 132/1999, en mannvirki á eða í hafi, vötnum og ám sem hafa fasta staðsetningu teljast til mannvirkja skv. 13. tölul. 3. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010. Með úrskurðunum var eytt þeirri réttaróvissu sem mögulega hafði ríkt um það hvort sjókvíar teldust byggingarleyfisskyld mannvirki. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun veitir byggingarleyfi vegna mannvirkja sem eru byggingarleyfisskyld samkvæmt lögum um mannvirki og eru utan sveitarfélagamarka. Á það m.a. við um mannvirki á hafi utan netlaga. Stofnunin hefur að undanförnu unnið að því að útfæra ferla við leyfisveitingu vegna umsókna um byggingarleyfi fyrir sjókvíum. Fyrir liggur að sjókvíar eru óhefðbundin mannvirki út frá kröfum í mannvirkjalögum og byggingarreglugerð. Hefðbundnir ferlar eiga illa við og var því nauðsynlegt að móta nýtt verklag við meðferð umsókna. Auk þeirra breytinga sem hér eru tilkynntar á stjórnsýsluframkvæmd við veitingu byggingarleyfa vegna sjókvía vill Húsnæðis- og mannvirkjastofnun upplýsa um að nú sé unnið að samantekt upplýsinga um sjókvíar sem settar hafa verið niður án þess að byggingarleyfis hafi verið aflað í upphafi. Í framhaldinu verður tekin ákvörðun um málsmeðferðina og verður niðurstaða þar um kynnt opinberlega þegar hún liggur fyrir.” Samantekt úr frétt Frétt HMS er um breytta stjórnsýsluframkvæmd og maður spyr sig. Af hverju í ósköpunum er HMS ráðþrota og bíður eftir því hvort fyrirtækið ætlar að halda áfram með umsóknina, í stað þess að taka ákvörðun, og hafna byggingarleyfi þar sem sjókvíaeldið fer inn á netlög og þarf auk þess að vera 150 m frá netlögum skv. reglugerð um fiskeldi? Í fréttinni kemur skýrt fram: „Húsnæðis- og mannvirkjastofnun veitir byggingarleyfi vegna mannvirkja sem eru byggingarleyfisskyld samkvæmt lögum um mannvirki og eru utan sveitarfélagamarka. Á það m.a. við um mannvirki á hafi utan netlaga.“ HMS verður að taka afstöðu til umsóknar um byggingarleyfi vegna sjókvíaeldis. Það er ekki hlutverk byggingarfulltrúa sveitarfélaga að taka við og afgreiða slíkar umsóknir . Það er ljóst skv. mælingum á stórstraumsfjöru og hnitum Eflu fyrir sjókvíaeldisstöðvar Kaldvíkur, að stöðvarnar eru innan netlaga og á helgunarsvæði Farice-1 strengsins. Byggingarleyfi er ekki gefið út á lóðum annarra og umsókn Kaldvíkur er augljóslega ekki hæf til byggingarleyfis og engin ástæða til að bíða eftir viðbrögðum fyrirtækisins. Álit Umboðsmanns Alþingis Álit umboðsmanns um brot á meginreglu stjórnsýsluréttar vegna vanhæfis starfsmanns við samþykkt strandsvæðaskipulags liggur fyrir, og beindi umboðsmaður því til Félags- og húsnæðismálaráðuneytisins að meta áhrif vanhæfisins á strandsvæðaskipulagið. Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra fær stórt verkefni til meðferðar og ákvörðunartöku frá fyrri ríkisstjórn. Skipulagsmál eru í molum á Aust- og Vestfjörðum, því sami starfsmaður vann að gerð strandsvæðaskipulagsins hjá Skipulagsstofnun og kynningu þess í innviðaráðuneytinu fyrir bæði landsvæðin. Þ.e.a.s. á tveimur stjórnsýslustigum málsins. Hjá HMS eru byggingarleyfi utan netlaga í algjöru ólagi, því ekkert liggur fyrir hvernig á að fara með gömul rekstrar- og starfsleyfi án byggingarleyfa. Eina nýja sjókvíaeldisstöðin, sem hefur fengið byggingarleyfi, er við Sandeyri á Snæfjallaströnd. Eldisstöðin er í hvítum ljósgeira Óshólavita og engar mælingar á stórstraumsfjöruborði hafa verið gerðar þar og netlög því óskilgreind. Landeigandi er með dómsmál í undirbúningi. Inga Sæland er lögfræðingur og svaraði vel á Alþingi á dögunum í óundirbúnum fyrirspurnum um álit Umboðsmanns alþingis: „Ef við höfum ekki gert hlutina nákvæmlega samkvæmt orðanna hljóðan og eftir öllum lagarömmum þá einfaldlega leiðréttum við hlutina í samræmi við það.“ Ríkisstjórnin og Inga eru að gera margt vel og eru með nýja sýn á ýmis mál. Opið sjókvíaeldi er eitt af þeim málum, sem þarf nýja sýn og breytta stefnu. Það þarf að vernda náttúruna og vistkerfið allt. Rúm 65% þjóðarinnar eru á móti opnu sjókvíaeldi og kalla eftir breytingum. Sjókvíaeldi í núverandi mynd er tímaskekkja og ólögmætt. Stöndum vörð um almannahagsmuni en ekki sérhagsmuni. Höfundur er félagsmaður í VÁ félagi um vernd fjarðar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Sjókvíaeldi Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Stórstraumsfjara og netlög Fyrsta stórstraumsfjara við landið hefur verið mæld. Náttúrufræðistofnun mældi á dögunum stórstraumsfjöruborð í Selstaða- og Sörlastaðavík í Seyðisfirði. Enginn fréttaflutningur hefur verið af niðurstöðum þessara mælinga. E.t.v. er það af því að niðurstaða þeirra kemur sér illa fyrir sjókvíaeldisfyrirtækið Kaldvík. Fyrirtækið hefur hingað til verið duglegt að koma sér í fréttir um að nú sé niðurstaða komin í málið, og engin fyrirstaða sé fyrir því að MAST geti gefið út rekstrarleyfi í Seyðisfirði. Niðurstaða Náttúrufræðistofu er sú að eldissvæði og eldisstöðvar bæði í Selstaða- og Sörlastaðavík eru inni í netlögum og brjóta þar með á lögvörðum eignarétti landeigenda. Raunar þurfa eldisstöðvarnar að færast 150 m frá netlögum til að uppfylla skilyrði um veiðibann skv. 35. grein fiskeldisreglugerðar nr. 540/2020. Byggingarleyfi á að fylgja umsókn fyrirtækisins um rekstrar- og starfsleyfi en gerði það ekki. Útreikningar Náttúrufræðistofnunar á staðsetningu netlaga og gögn Eflu um hnit eldisstöðva í Seyðisfirði sýna að ekki er hægt að fá byggingarleyfi fyrir stöðvarnar. HMS vildi ekki og gat ekki haldið áfram með byggingarleyfisumsókn Kaldvíkur fyrr en mælingar á stórstraumsfjöruborði lægju fyrir. Nú þegar mælingar liggja fyrir svarar HMS fyrirspurn VÁ um afgreiðslu málsins á þennan veg: „Málið verður ekki afgreitt frekar þar til fyrir liggur hvort umsækjendur ætli að halda áfram með umsóknina.“ HMS er ráðþrota. Hvernig í ósköpunum á Kaldvík að geta haldið áfram með umsóknina þegar stórstraumsfjara hefur verið mæld og augljóst að sjókvíaeldisstöðvar eru inni á netlögum landeigenda. Á heimasíðu HMS er þessi frétt frá 13. febrúar 2024, Hún er birt hér í heild sinni: Tilkynning um breytta stjórnsýsluframkvæmd vegna byggingarleyfisskyldra sjókvía utan netlaga „Húsnæðis- og mannvirkjastofnun tilkynnir hér með um breytta stjórnsýsluframkvæmd vegna veitingar byggingarleyfa fyrir sjókvíar sem teljast mannvirki í skilningu laga um mannvirki nr. 160/2010, og eru utan netlaga. Frá og með 15. febrúar 2024 verður gerð krafa um byggingarleyfi vegna nýrra byggingarleyfisskyldra sjókvía sem rekstraraðilar hyggjast setja niður utan netlaga. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur haft til skoðunar að hvaða marki sjókvíar séu byggingarleyfisskyld mannvirki og hvernig framkvæmd við leyfisveitingu hins opinbera vegna sjókvíaeldis hefur verið háttað með tilliti til þess. Það er mat Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar að sjókvíar sem teljast hafa fasta staðsetningu séu byggingarleyfisskyld mannvirki skv. lögum um mannvirki nr. 160/2010. Þrátt fyrir það hefur framkvæmdin verið sú að rekstrar- og starfsleyfi hafa verið veitt fyrir fiskeldi í sjókvíum þó svo að byggingarleyfis hafi ekki verið aflað fyrir sjókvíar líkt og áskilið er í 9. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 og 2.3.1. gr. í byggingarreglugerð nr. 112/2010, sbr. einnig 6. tölulið 1. mgr. 12. gr. reglugerðar nr. 540/2020 um fiskeldi. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála kvað upp tvo úrskurði í lok árs 2022 þar sem m.a. var fjallað um hvort sjókvíar gætu talist til mannvirkja. Í niðurstöðu nefndarinnar kom eftirfarandi fram: Telja verður að botnföst mannvirki í sjó, svo sem fastar fiskeldiskvíar og tengd mannvirki, fóðurprammar og/eða aðstöðuhús á flotkví teljist til mannvirkja skv. 4. gr. laga nr. 132/1999, en mannvirki á eða í hafi, vötnum og ám sem hafa fasta staðsetningu teljast til mannvirkja skv. 13. tölul. 3. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010. Með úrskurðunum var eytt þeirri réttaróvissu sem mögulega hafði ríkt um það hvort sjókvíar teldust byggingarleyfisskyld mannvirki. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun veitir byggingarleyfi vegna mannvirkja sem eru byggingarleyfisskyld samkvæmt lögum um mannvirki og eru utan sveitarfélagamarka. Á það m.a. við um mannvirki á hafi utan netlaga. Stofnunin hefur að undanförnu unnið að því að útfæra ferla við leyfisveitingu vegna umsókna um byggingarleyfi fyrir sjókvíum. Fyrir liggur að sjókvíar eru óhefðbundin mannvirki út frá kröfum í mannvirkjalögum og byggingarreglugerð. Hefðbundnir ferlar eiga illa við og var því nauðsynlegt að móta nýtt verklag við meðferð umsókna. Auk þeirra breytinga sem hér eru tilkynntar á stjórnsýsluframkvæmd við veitingu byggingarleyfa vegna sjókvía vill Húsnæðis- og mannvirkjastofnun upplýsa um að nú sé unnið að samantekt upplýsinga um sjókvíar sem settar hafa verið niður án þess að byggingarleyfis hafi verið aflað í upphafi. Í framhaldinu verður tekin ákvörðun um málsmeðferðina og verður niðurstaða þar um kynnt opinberlega þegar hún liggur fyrir.” Samantekt úr frétt Frétt HMS er um breytta stjórnsýsluframkvæmd og maður spyr sig. Af hverju í ósköpunum er HMS ráðþrota og bíður eftir því hvort fyrirtækið ætlar að halda áfram með umsóknina, í stað þess að taka ákvörðun, og hafna byggingarleyfi þar sem sjókvíaeldið fer inn á netlög og þarf auk þess að vera 150 m frá netlögum skv. reglugerð um fiskeldi? Í fréttinni kemur skýrt fram: „Húsnæðis- og mannvirkjastofnun veitir byggingarleyfi vegna mannvirkja sem eru byggingarleyfisskyld samkvæmt lögum um mannvirki og eru utan sveitarfélagamarka. Á það m.a. við um mannvirki á hafi utan netlaga.“ HMS verður að taka afstöðu til umsóknar um byggingarleyfi vegna sjókvíaeldis. Það er ekki hlutverk byggingarfulltrúa sveitarfélaga að taka við og afgreiða slíkar umsóknir . Það er ljóst skv. mælingum á stórstraumsfjöru og hnitum Eflu fyrir sjókvíaeldisstöðvar Kaldvíkur, að stöðvarnar eru innan netlaga og á helgunarsvæði Farice-1 strengsins. Byggingarleyfi er ekki gefið út á lóðum annarra og umsókn Kaldvíkur er augljóslega ekki hæf til byggingarleyfis og engin ástæða til að bíða eftir viðbrögðum fyrirtækisins. Álit Umboðsmanns Alþingis Álit umboðsmanns um brot á meginreglu stjórnsýsluréttar vegna vanhæfis starfsmanns við samþykkt strandsvæðaskipulags liggur fyrir, og beindi umboðsmaður því til Félags- og húsnæðismálaráðuneytisins að meta áhrif vanhæfisins á strandsvæðaskipulagið. Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra fær stórt verkefni til meðferðar og ákvörðunartöku frá fyrri ríkisstjórn. Skipulagsmál eru í molum á Aust- og Vestfjörðum, því sami starfsmaður vann að gerð strandsvæðaskipulagsins hjá Skipulagsstofnun og kynningu þess í innviðaráðuneytinu fyrir bæði landsvæðin. Þ.e.a.s. á tveimur stjórnsýslustigum málsins. Hjá HMS eru byggingarleyfi utan netlaga í algjöru ólagi, því ekkert liggur fyrir hvernig á að fara með gömul rekstrar- og starfsleyfi án byggingarleyfa. Eina nýja sjókvíaeldisstöðin, sem hefur fengið byggingarleyfi, er við Sandeyri á Snæfjallaströnd. Eldisstöðin er í hvítum ljósgeira Óshólavita og engar mælingar á stórstraumsfjöruborði hafa verið gerðar þar og netlög því óskilgreind. Landeigandi er með dómsmál í undirbúningi. Inga Sæland er lögfræðingur og svaraði vel á Alþingi á dögunum í óundirbúnum fyrirspurnum um álit Umboðsmanns alþingis: „Ef við höfum ekki gert hlutina nákvæmlega samkvæmt orðanna hljóðan og eftir öllum lagarömmum þá einfaldlega leiðréttum við hlutina í samræmi við það.“ Ríkisstjórnin og Inga eru að gera margt vel og eru með nýja sýn á ýmis mál. Opið sjókvíaeldi er eitt af þeim málum, sem þarf nýja sýn og breytta stefnu. Það þarf að vernda náttúruna og vistkerfið allt. Rúm 65% þjóðarinnar eru á móti opnu sjókvíaeldi og kalla eftir breytingum. Sjókvíaeldi í núverandi mynd er tímaskekkja og ólögmætt. Stöndum vörð um almannahagsmuni en ekki sérhagsmuni. Höfundur er félagsmaður í VÁ félagi um vernd fjarðar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun