Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar 28. maí 2025 13:31 Fá orð eru meira áberandi í almennri umræðu þessa dagana en þjóðarmorð en stundum virðist gæta nokkurs misskilnings um merkingu þess og notkun. Í Íslenskri nútímamálsorðabók er það skýrt ʻmarkviss útrýming þjóðarʼ. Á vef UNRIC, Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna fyrir Vestur-Evrópu, segir: „Pólski lögfræðingurinn Raphäel Lemkin bjó til hugtakið “þjóðarmorð” (genocide) árið 1944. Lemkin reyndi með því að finna orð yfir Helförina. Einnig vildi hann lýsa þeim verknaði þegar heilum þjóðum, kynþáttum og trúarhópum hafði verið útrýmt. […] Þjóðarmorð var í fyrsta skipti skráð sem sérstakur glæpur samkvæmt alþjóðalögum í Sáttmálanum um þjóðarmorð árið 1948 en hann gekk í gildi árið 1951.“ Það sem þarna segir um uppruna hugtaksins og enska orðsins genocide er án efa rétt en það er mikilvægt að halda því til haga að íslenska orðið þjóðarmorð er ekki tilkomið sem þýðing á enska orðinu, heldur er hálfri öld eldra. Elsta dæmi um orðið er í Þjóðviljanum unga 1897, þar sem segir: „þjóðarmorðið á ekki, og má ekki, fremur en mannsmorðið haldast óhegnt.“ Þarna er orðið notað í óeiginlegri merkingu um það athæfi stjórnvalda „að smá-pína kjarkinn og lifsþrekið úr þjóð sinni með gjörræðisfullri misbrúkun stjórnar- og embættis-valdsins“, en í Ísafold 1919 er orðið notað í nútímamerkingu: „Er þar fyrst Armenía, þetta margkúgaða og hrjáða land, sem hefir staðið hinar mörgu þjóðarmorðstilraunir Tyrkja og ótrúlega grimd.“ Fáein dæmi eru um orðið fram til 1945, en elsta dæmi um að þjóðarmorð sé notað um skipulega útrýmingu Gyðinga í Þýskalandi í seinni heimsstyrjöldinni er í Þjóðviljanum 1955 þar sem fjallað er um athæfi Breta í Kenýa: „Þar er verið að framkvæma sams konar þjóðarmorð eins og stríðsglæpamenn nazista voru dæmdir fyrir í Nürnberg fyrir níu árum.“ Síðan hefur það verið notað um ýmis voðaverk sem sum hver yrðu þó varla kölluð þjóðarmorð nú – á sínum tíma töluðu íslensk blöð t.d. iðulega um „þjóðarmorð á Ungverjum“ í uppreisninni árið 1956 en þar er talið að 2500-3000 manns hafi fallið. Í seinni tíð er þjóðarmorðið í Rúanda árið 1994 þekktast en það var sannarlega þjóðarmorð samkvæmt öllum viðmiðum – meira en hálf milljón drepin. Stundum er deilt um hvort réttlætanlegt sé að nota orðið þjóðarmorð um það sem er að gerast á Gaza – t.d. sagði utanríkisráðherra um áramótin: „Það er bara lagatæknileg skilgreining á alþjóðavísu sem þú þarft að falla undir. Ég veit bara ekki hvort það falli undir.“ En ráðherrann sagði jafnframt: „ef að þjóðarmorð er það til þess að lýsa yfir hryllilegum aðstæðum, gríðarlegu ofbeldi þá getur fólk talað um að það sé þjóðarmorð.“ Þetta er lykilatriði. Í íslenskum lögum er orðið þjóðarmorð ekki notað, heldur hópmorð. Um þau er fjallað í lögum nr. 2018, þar sem skilgreindir eru þeir verknaðir sem „teljast hópmorð þegar þeir eru framdir í þeim tilgangi að útrýma með öllu eða að hluta þjóð, þjóðernishópi, kynstofni eða trúflokki sem slíkum“. Þess vegna er ástæðulaust – og þýðingarlaust – að bíða með notkun orðsins þjóðarmorð um athæfi Ísraelshers á Gaza þangað til Alþjóðadómstóllinn hafi kveðið upp úr um það hvort um þjóðarmorð sé að ræða. Dómstóllinn mun nefnilega ekki gera það vegna þess að það er ekki á hans verksviði að skilgreina merkingu og notkun íslenskra orða. Orðið þjóðarmorð er íslenskt orð sem við getum notað ef okkur finnst það eiga við, óháð lagatæknilegri skilgreiningu – orðiðkemur nefnilega ekki fyrir í alþjóðalögum þótt orðið genocide geri það, og þjóðarmorð er ekki sú samsvörun við genocide sem notuð er í íslenskum lögum. Hikum ekki við að tala um þjóðarmorð á Gaza – það er í fullkomnu samræmi við notkun orðsins í íslensku. Höfundur er uppgjafaprófessor í íslenskri málfræði og málfarslegur aðgerðasinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eiríkur Rögnvaldsson Íslensk tunga Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Skoðun Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Fá orð eru meira áberandi í almennri umræðu þessa dagana en þjóðarmorð en stundum virðist gæta nokkurs misskilnings um merkingu þess og notkun. Í Íslenskri nútímamálsorðabók er það skýrt ʻmarkviss útrýming þjóðarʼ. Á vef UNRIC, Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna fyrir Vestur-Evrópu, segir: „Pólski lögfræðingurinn Raphäel Lemkin bjó til hugtakið “þjóðarmorð” (genocide) árið 1944. Lemkin reyndi með því að finna orð yfir Helförina. Einnig vildi hann lýsa þeim verknaði þegar heilum þjóðum, kynþáttum og trúarhópum hafði verið útrýmt. […] Þjóðarmorð var í fyrsta skipti skráð sem sérstakur glæpur samkvæmt alþjóðalögum í Sáttmálanum um þjóðarmorð árið 1948 en hann gekk í gildi árið 1951.“ Það sem þarna segir um uppruna hugtaksins og enska orðsins genocide er án efa rétt en það er mikilvægt að halda því til haga að íslenska orðið þjóðarmorð er ekki tilkomið sem þýðing á enska orðinu, heldur er hálfri öld eldra. Elsta dæmi um orðið er í Þjóðviljanum unga 1897, þar sem segir: „þjóðarmorðið á ekki, og má ekki, fremur en mannsmorðið haldast óhegnt.“ Þarna er orðið notað í óeiginlegri merkingu um það athæfi stjórnvalda „að smá-pína kjarkinn og lifsþrekið úr þjóð sinni með gjörræðisfullri misbrúkun stjórnar- og embættis-valdsins“, en í Ísafold 1919 er orðið notað í nútímamerkingu: „Er þar fyrst Armenía, þetta margkúgaða og hrjáða land, sem hefir staðið hinar mörgu þjóðarmorðstilraunir Tyrkja og ótrúlega grimd.“ Fáein dæmi eru um orðið fram til 1945, en elsta dæmi um að þjóðarmorð sé notað um skipulega útrýmingu Gyðinga í Þýskalandi í seinni heimsstyrjöldinni er í Þjóðviljanum 1955 þar sem fjallað er um athæfi Breta í Kenýa: „Þar er verið að framkvæma sams konar þjóðarmorð eins og stríðsglæpamenn nazista voru dæmdir fyrir í Nürnberg fyrir níu árum.“ Síðan hefur það verið notað um ýmis voðaverk sem sum hver yrðu þó varla kölluð þjóðarmorð nú – á sínum tíma töluðu íslensk blöð t.d. iðulega um „þjóðarmorð á Ungverjum“ í uppreisninni árið 1956 en þar er talið að 2500-3000 manns hafi fallið. Í seinni tíð er þjóðarmorðið í Rúanda árið 1994 þekktast en það var sannarlega þjóðarmorð samkvæmt öllum viðmiðum – meira en hálf milljón drepin. Stundum er deilt um hvort réttlætanlegt sé að nota orðið þjóðarmorð um það sem er að gerast á Gaza – t.d. sagði utanríkisráðherra um áramótin: „Það er bara lagatæknileg skilgreining á alþjóðavísu sem þú þarft að falla undir. Ég veit bara ekki hvort það falli undir.“ En ráðherrann sagði jafnframt: „ef að þjóðarmorð er það til þess að lýsa yfir hryllilegum aðstæðum, gríðarlegu ofbeldi þá getur fólk talað um að það sé þjóðarmorð.“ Þetta er lykilatriði. Í íslenskum lögum er orðið þjóðarmorð ekki notað, heldur hópmorð. Um þau er fjallað í lögum nr. 2018, þar sem skilgreindir eru þeir verknaðir sem „teljast hópmorð þegar þeir eru framdir í þeim tilgangi að útrýma með öllu eða að hluta þjóð, þjóðernishópi, kynstofni eða trúflokki sem slíkum“. Þess vegna er ástæðulaust – og þýðingarlaust – að bíða með notkun orðsins þjóðarmorð um athæfi Ísraelshers á Gaza þangað til Alþjóðadómstóllinn hafi kveðið upp úr um það hvort um þjóðarmorð sé að ræða. Dómstóllinn mun nefnilega ekki gera það vegna þess að það er ekki á hans verksviði að skilgreina merkingu og notkun íslenskra orða. Orðið þjóðarmorð er íslenskt orð sem við getum notað ef okkur finnst það eiga við, óháð lagatæknilegri skilgreiningu – orðiðkemur nefnilega ekki fyrir í alþjóðalögum þótt orðið genocide geri það, og þjóðarmorð er ekki sú samsvörun við genocide sem notuð er í íslenskum lögum. Hikum ekki við að tala um þjóðarmorð á Gaza – það er í fullkomnu samræmi við notkun orðsins í íslensku. Höfundur er uppgjafaprófessor í íslenskri málfræði og málfarslegur aðgerðasinni.
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar