Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar 28. maí 2025 08:02 Í heimi þar sem gervigreind getur skrifað texta og jafnvel heilar ritgerðir á nokkrum sekúndum gætu margir haldið að draga mætti úr vægi ritunarkennslu. En þrátt fyrir þessar miklu tækniframfarir, eða kannski einmitt vegna þeirra, hefur ritunarkennsla aldrei verið mikilvægari fyrir íslenska nemendur! Vísbendingar eru um að styrkja mætti markvissa kennslu og mat á framförum í ritun í skólum landsins enda hafa kennarar lengi staðið frammi fyrir þeirri áskorun að kennsluefni og verkfæri til stuðnings ritunarkennslu hafa verið af skornum skammti. Sem fyrsta svar við þeirri brýnu þörf hefur Miðstöð menntunar og skólaþjónustu nú gefið út Ritunarramman, heildstæðan matsramma í ritun sem veitir kennurum trausta undirstöðu fyrir markvissa ritunarkennslu á öllum stigum grunnskólans. Hjálpar ekki bara til við ritunarkennslu Undanfarin ár hefur dalandi lesskilningur íslenskra ungmenna valdið mörgum áhyggjum. Það sem kannski færri vita er að ritun og lestur ganga hönd í hönd og rannsóknir sýna að þegar við eflum ritunarfærni nemenda, eykst lesskilningur þeirra um leið. En það er ekki eingöngu lesskilningurinn sem vex með aukinni ritunarhæfni heldur þjálfum við hugsun og rökhugsun samhliða. Við þurfum að skipuleggja efnið sem við ætlum að skrifa um, móta hugmyndir okkar og setja þær fram á skýran hátt. Ferlinu má líkja við líkamsrækt fyrir heilann. Þjálfun sem eflir getu okkar til að hugsa skýrt, greina flóknar upplýsingar og taka ákvarðanir. Umræða um skort á gagnrýninni hugsun hjá ungmennum kemur reglulega upp, ekki síst í kjölfar birtinga á niðurstöðum PISA könnunarinnar. Ritunarramminn tekur mið af þremur gerðum texta og þar á meðal rökfærslutexta. Þegar nemendur læra að færa rök fyrir skoðunum sínum í texta, læra þeir um leið að vega og meta upplýsingar, greina málin frá ólíkum sjónarhornum og koma auga á veikleika í röksemdafærslu. Allt er þetta færni sem nýtist í daglegu lífi. Við þurfum sífellt að tjá okkur skriflega, hvort sem það er í tölvupóstum, umsóknum eða jafnvel skilaboðum á samfélagsmiðlum. Góð ritunarfærni opnar dyr, bæði í námi og starfi. Rannsóknir sýna að atvinnurekendur meta ritunarfærni starfsmanna sinna mikils og að hún geti jafnvel ráðið úrslitum um hver fær starfið eða stöðuhækkunina. Þróaður í samstarfi við kennara Við gerð Ritunarrammans var horft til erlendra matsramma og þess hvað fræðin segja um kennslu og mat á ritun. Mikilvægast af öllu var þó samstarfið við 86 kennara víðs vegar að af landinu þar sem þeir prófuðu frumútgáfu rammans í raunverulegum kennsluaðstæðum og gáfu höfundum mikilvæga endurgjöf í kjölfarið. Margir töluðu um hversu mikil vöntun væri á leiðbeiningum og kennslugögnum til stuðnings ritunarkennslu og voru á einu máli um að Ritunarramminn og fræðslan tengd honum svöruðu því kalli vel og kæmi vel til móts við raunverulegar þarfir í skólastarfinu. Nú í kjölfarið á útgáfu Ritunarrammans býður Miðstöð menntunar og skólaþjónustu upp á starfsþróunartilboð fyrir kennara. Reynslan sýnir að útgáfa sem þessi er einungis fyrsta skrefið og ávinningurinn verður fyrst raunverulegur þegar kennarar ná að nýta verkfærið til fulls í sinni kennslu. Með starfsþróunartilboðunum viljum við tryggja að kennarar fái þann stuðning sem þeir þurfa til að nýta rammann að fullu og efla þannig bæði nemendur sína og eigin fagmennsku. Fyrstu starfsþróunarnámskeiðin verða auglýst á næstu vikum og eru þau opin öllum kennurum sem áhuga hafa. Nánari upplýsingar verður hægt að finna á vef Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu. Höfundur er læsisfræðingur og annar höfundur Ritunarrammans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Í heimi þar sem gervigreind getur skrifað texta og jafnvel heilar ritgerðir á nokkrum sekúndum gætu margir haldið að draga mætti úr vægi ritunarkennslu. En þrátt fyrir þessar miklu tækniframfarir, eða kannski einmitt vegna þeirra, hefur ritunarkennsla aldrei verið mikilvægari fyrir íslenska nemendur! Vísbendingar eru um að styrkja mætti markvissa kennslu og mat á framförum í ritun í skólum landsins enda hafa kennarar lengi staðið frammi fyrir þeirri áskorun að kennsluefni og verkfæri til stuðnings ritunarkennslu hafa verið af skornum skammti. Sem fyrsta svar við þeirri brýnu þörf hefur Miðstöð menntunar og skólaþjónustu nú gefið út Ritunarramman, heildstæðan matsramma í ritun sem veitir kennurum trausta undirstöðu fyrir markvissa ritunarkennslu á öllum stigum grunnskólans. Hjálpar ekki bara til við ritunarkennslu Undanfarin ár hefur dalandi lesskilningur íslenskra ungmenna valdið mörgum áhyggjum. Það sem kannski færri vita er að ritun og lestur ganga hönd í hönd og rannsóknir sýna að þegar við eflum ritunarfærni nemenda, eykst lesskilningur þeirra um leið. En það er ekki eingöngu lesskilningurinn sem vex með aukinni ritunarhæfni heldur þjálfum við hugsun og rökhugsun samhliða. Við þurfum að skipuleggja efnið sem við ætlum að skrifa um, móta hugmyndir okkar og setja þær fram á skýran hátt. Ferlinu má líkja við líkamsrækt fyrir heilann. Þjálfun sem eflir getu okkar til að hugsa skýrt, greina flóknar upplýsingar og taka ákvarðanir. Umræða um skort á gagnrýninni hugsun hjá ungmennum kemur reglulega upp, ekki síst í kjölfar birtinga á niðurstöðum PISA könnunarinnar. Ritunarramminn tekur mið af þremur gerðum texta og þar á meðal rökfærslutexta. Þegar nemendur læra að færa rök fyrir skoðunum sínum í texta, læra þeir um leið að vega og meta upplýsingar, greina málin frá ólíkum sjónarhornum og koma auga á veikleika í röksemdafærslu. Allt er þetta færni sem nýtist í daglegu lífi. Við þurfum sífellt að tjá okkur skriflega, hvort sem það er í tölvupóstum, umsóknum eða jafnvel skilaboðum á samfélagsmiðlum. Góð ritunarfærni opnar dyr, bæði í námi og starfi. Rannsóknir sýna að atvinnurekendur meta ritunarfærni starfsmanna sinna mikils og að hún geti jafnvel ráðið úrslitum um hver fær starfið eða stöðuhækkunina. Þróaður í samstarfi við kennara Við gerð Ritunarrammans var horft til erlendra matsramma og þess hvað fræðin segja um kennslu og mat á ritun. Mikilvægast af öllu var þó samstarfið við 86 kennara víðs vegar að af landinu þar sem þeir prófuðu frumútgáfu rammans í raunverulegum kennsluaðstæðum og gáfu höfundum mikilvæga endurgjöf í kjölfarið. Margir töluðu um hversu mikil vöntun væri á leiðbeiningum og kennslugögnum til stuðnings ritunarkennslu og voru á einu máli um að Ritunarramminn og fræðslan tengd honum svöruðu því kalli vel og kæmi vel til móts við raunverulegar þarfir í skólastarfinu. Nú í kjölfarið á útgáfu Ritunarrammans býður Miðstöð menntunar og skólaþjónustu upp á starfsþróunartilboð fyrir kennara. Reynslan sýnir að útgáfa sem þessi er einungis fyrsta skrefið og ávinningurinn verður fyrst raunverulegur þegar kennarar ná að nýta verkfærið til fulls í sinni kennslu. Með starfsþróunartilboðunum viljum við tryggja að kennarar fái þann stuðning sem þeir þurfa til að nýta rammann að fullu og efla þannig bæði nemendur sína og eigin fagmennsku. Fyrstu starfsþróunarnámskeiðin verða auglýst á næstu vikum og eru þau opin öllum kennurum sem áhuga hafa. Nánari upplýsingar verður hægt að finna á vef Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu. Höfundur er læsisfræðingur og annar höfundur Ritunarrammans.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar