Skoðun

Til varnar Eyja­fjöllum - og Ís­landi öllu

Pétur Jónasson skrifar

Landinu okkar - náttúruperlunni Íslandi - er ógnað. Fjársterkir aðilar sem virðast skeyta um fátt annað en skjótfenginn gróða fara nú í hvert sveitarfélagið á fætur öðru með skipulagstillögur sem lúta að því að setja niður hótel, baðlón, smáhýsi, bensínstöðvar, skyndibitastaði og minjagripaverslanir. Mörg af fegurstu svæðum landsins eru undir. Við blasa óafturkræf umhverfis- og menningarslys. Nýjasta dæmið eru Eyjafjöllin en á teikniborðinu eru mörg fleiri. Er ekki mál að linni? Við sem elskum landið okkar þurfum að spyrna við fæti áður en of seint er orðið og stöðva vanhugsuð áform sem þessi. Krefjumst þess að náttúran njóti vafans, þó ekki væri nema um stund, og að landið okkar allt og byggðir fái í kjölfarið að þróast með önnur og heilbrigðari markmið að leiðarljósi. Undirskriftalisti (sjá hlekk) hefur verið stofnaður. Örskamma stund tekur að skrifa undir en sú aðgerð gæti skipt sköpum - ekki aðeins fyrir Eyjafjöllin heldur fyrir landið okkar allt, til allrar framtíðar.

Höfundur er tónlistarmaður.




Skoðun

Sjá meira


×