Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar 23. maí 2025 08:01 Hvað ef röddin þín heyrðist ekki – og skilaboðin kæmust aldrei á leiðarenda? Hvað ef upplýsingarnar sem þú þarft til að lifa sjálfstæðu lífi væru óaðgengilegar – eða einfaldlega ekki til staðar? Þetta er veruleiki fólks með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu (daufblindu) á Íslandi í dag. Bréf þetta er beint til ykkar sem farið með vald og ábyrgð – og berið skyldu til að tryggja að við höfum jafnt aðgengi að samfélaginu og aðrir. Samkvæmt 4. grein Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF) ber ríkinu skýr lagaleg og siðferðileg skylda til að virða og vernda mannréttindi allra einstaklinga, óháð skerðingu – í orði og verki. Samfélagið er okkar allra. En við njótum þess ekki til fulls. Þess vegna krefjumst við þess að þið hlustið – og bregðist við. Samþætt sjón- og heyrnarskerðing er ein samfelld og alvarleg skerðing, ekki tvær aðskildar fatlanir. Hún er skilgreind sem slík í lögum – en samt er þjónusta við okkur dreifð á milli þriggja ráðuneyta: heyrnl undir heilbrigðisráðuneyti, sjón undir félags- og vinnumarkaðsráðuneyti, og táknmál og menntamál undirMenningar- nýsköpunar og haskólaráðuneytið Formlega séð föllum við þó undir þjónustu Þekkingar- og þjónustumiðstöðvar sjónskertra, blindra og einstaklinga með samþætta skerðingu. En í reynd fáum við enga heildstæða þjónustu þar. Við í stjórn Fjólu – félags fólks með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu – höfum upplifað hvernig okkur er kastað á milli kerfa án þess að nokkur beri raunverulega ábyrgð. Það skortir sérfræðiþekkingu, skýra stefnu og samþætta þjónustu innan stjórnkerfisins. Afleiðingarnar eru alvarlegar: við föllum á milli laga,reglugerða og úrræða – og rödd okkar verður ósýnileg og óheyrileg. Samþætt skerðing hefur áhrif á allt daglegt líf Hún takmarkar aðgengi að upplýsingum, dregur úr möguleikum til samskipta og torveldar umferli og leiðsögn. En með viðeigandi aðstoð og tækni getum við tekið fullan þátt í samfélaginu. Það sem hindrar okkur er ekki skerðingin – heldur skortur á úrræðum, aðgengi og faglegum skilningi. Þessar hindranir eru ekki náttúrulegar. Þær eru mannanna verk – og stjórnvalda að leiðrétta. Samkvæmt skuldbindingum Íslands samkvæmt Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF), einkum 9., 21. og 29. grein, ber stjórnvöldum að: Tryggja að samfélagið, upplýsingatækni og byggingar séu aðgengileg. Gera tjáningu og samskipti möguleg með viðeigandi stuðningi. Tryggja að við getum tekið þátt í samfélaginu til jafns við aðra. Við teljum löngu tímabært að Ísland fylgi fordæmi hinna Norðurlandanna og tryggi fólki með samþætta skerðingu heildstæða, sérhæfða þjónustu á einum stað – með skýra ábyrgð, fjármögnuð úrræði og faglega þekkingu. Við leggjum sérstaka áherslu á eftirfarandi aðgerðir: Auka aðgengi og menntun í táknmálstúlkun fyrir daufblinda. Bæta verulega aðgengi að heyrnartækjum og samskiptatækni. Tryggja stöðugildi heyrnarfræðings á Sjónstöðinni - Þjónustu - og þekkingarmiðstöð sjónskertra,blindra og einstaklinga með samþætta sjón - og heyrnarskerðingu í samræmi við lögbundið hlutverk hennar gagnvart þessum hópi. Við óskum eftir opnu, fræðandi samtali við stjórnvöld þar sem reynsla okkar fær vægi. Við krefjumst þess að stofnaður verði starfshópur sem hefur það hlutverk að finna okkar hópi raunverulegt „heimili“ innan stjórnsýslunnar – og að Fjóla eigi þar fulltrúa með innsýn og þekkingu af fyrstu hendi. Þetta er ekki beiðni um sérmeðferð. Þetta er árétting um sjálfsögð réttindi. Við biðjum ekki um vorkunn – heldur um virðingu, öryggi og raunveruleg tækifæri til þátttöku. Með samstarfi, raunverulegri þekkingu og pólitískum vilja er hægt að leiðrétta óréttlætið – og færa réttindin nær veruleikanum. Virðingarfyllst, Stjórn Fjólu Höfundur situr í stjórn Fjólu félag fólks með samþætta sjón - og heyrnarskerðingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Sjá meira
Hvað ef röddin þín heyrðist ekki – og skilaboðin kæmust aldrei á leiðarenda? Hvað ef upplýsingarnar sem þú þarft til að lifa sjálfstæðu lífi væru óaðgengilegar – eða einfaldlega ekki til staðar? Þetta er veruleiki fólks með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu (daufblindu) á Íslandi í dag. Bréf þetta er beint til ykkar sem farið með vald og ábyrgð – og berið skyldu til að tryggja að við höfum jafnt aðgengi að samfélaginu og aðrir. Samkvæmt 4. grein Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF) ber ríkinu skýr lagaleg og siðferðileg skylda til að virða og vernda mannréttindi allra einstaklinga, óháð skerðingu – í orði og verki. Samfélagið er okkar allra. En við njótum þess ekki til fulls. Þess vegna krefjumst við þess að þið hlustið – og bregðist við. Samþætt sjón- og heyrnarskerðing er ein samfelld og alvarleg skerðing, ekki tvær aðskildar fatlanir. Hún er skilgreind sem slík í lögum – en samt er þjónusta við okkur dreifð á milli þriggja ráðuneyta: heyrnl undir heilbrigðisráðuneyti, sjón undir félags- og vinnumarkaðsráðuneyti, og táknmál og menntamál undirMenningar- nýsköpunar og haskólaráðuneytið Formlega séð föllum við þó undir þjónustu Þekkingar- og þjónustumiðstöðvar sjónskertra, blindra og einstaklinga með samþætta skerðingu. En í reynd fáum við enga heildstæða þjónustu þar. Við í stjórn Fjólu – félags fólks með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu – höfum upplifað hvernig okkur er kastað á milli kerfa án þess að nokkur beri raunverulega ábyrgð. Það skortir sérfræðiþekkingu, skýra stefnu og samþætta þjónustu innan stjórnkerfisins. Afleiðingarnar eru alvarlegar: við föllum á milli laga,reglugerða og úrræða – og rödd okkar verður ósýnileg og óheyrileg. Samþætt skerðing hefur áhrif á allt daglegt líf Hún takmarkar aðgengi að upplýsingum, dregur úr möguleikum til samskipta og torveldar umferli og leiðsögn. En með viðeigandi aðstoð og tækni getum við tekið fullan þátt í samfélaginu. Það sem hindrar okkur er ekki skerðingin – heldur skortur á úrræðum, aðgengi og faglegum skilningi. Þessar hindranir eru ekki náttúrulegar. Þær eru mannanna verk – og stjórnvalda að leiðrétta. Samkvæmt skuldbindingum Íslands samkvæmt Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF), einkum 9., 21. og 29. grein, ber stjórnvöldum að: Tryggja að samfélagið, upplýsingatækni og byggingar séu aðgengileg. Gera tjáningu og samskipti möguleg með viðeigandi stuðningi. Tryggja að við getum tekið þátt í samfélaginu til jafns við aðra. Við teljum löngu tímabært að Ísland fylgi fordæmi hinna Norðurlandanna og tryggi fólki með samþætta skerðingu heildstæða, sérhæfða þjónustu á einum stað – með skýra ábyrgð, fjármögnuð úrræði og faglega þekkingu. Við leggjum sérstaka áherslu á eftirfarandi aðgerðir: Auka aðgengi og menntun í táknmálstúlkun fyrir daufblinda. Bæta verulega aðgengi að heyrnartækjum og samskiptatækni. Tryggja stöðugildi heyrnarfræðings á Sjónstöðinni - Þjónustu - og þekkingarmiðstöð sjónskertra,blindra og einstaklinga með samþætta sjón - og heyrnarskerðingu í samræmi við lögbundið hlutverk hennar gagnvart þessum hópi. Við óskum eftir opnu, fræðandi samtali við stjórnvöld þar sem reynsla okkar fær vægi. Við krefjumst þess að stofnaður verði starfshópur sem hefur það hlutverk að finna okkar hópi raunverulegt „heimili“ innan stjórnsýslunnar – og að Fjóla eigi þar fulltrúa með innsýn og þekkingu af fyrstu hendi. Þetta er ekki beiðni um sérmeðferð. Þetta er árétting um sjálfsögð réttindi. Við biðjum ekki um vorkunn – heldur um virðingu, öryggi og raunveruleg tækifæri til þátttöku. Með samstarfi, raunverulegri þekkingu og pólitískum vilja er hægt að leiðrétta óréttlætið – og færa réttindin nær veruleikanum. Virðingarfyllst, Stjórn Fjólu Höfundur situr í stjórn Fjólu félag fólks með samþætta sjón - og heyrnarskerðingu.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun