Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar 23. maí 2025 08:01 Hvað ef röddin þín heyrðist ekki – og skilaboðin kæmust aldrei á leiðarenda? Hvað ef upplýsingarnar sem þú þarft til að lifa sjálfstæðu lífi væru óaðgengilegar – eða einfaldlega ekki til staðar? Þetta er veruleiki fólks með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu (daufblindu) á Íslandi í dag. Bréf þetta er beint til ykkar sem farið með vald og ábyrgð – og berið skyldu til að tryggja að við höfum jafnt aðgengi að samfélaginu og aðrir. Samkvæmt 4. grein Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF) ber ríkinu skýr lagaleg og siðferðileg skylda til að virða og vernda mannréttindi allra einstaklinga, óháð skerðingu – í orði og verki. Samfélagið er okkar allra. En við njótum þess ekki til fulls. Þess vegna krefjumst við þess að þið hlustið – og bregðist við. Samþætt sjón- og heyrnarskerðing er ein samfelld og alvarleg skerðing, ekki tvær aðskildar fatlanir. Hún er skilgreind sem slík í lögum – en samt er þjónusta við okkur dreifð á milli þriggja ráðuneyta: heyrnl undir heilbrigðisráðuneyti, sjón undir félags- og vinnumarkaðsráðuneyti, og táknmál og menntamál undirMenningar- nýsköpunar og haskólaráðuneytið Formlega séð föllum við þó undir þjónustu Þekkingar- og þjónustumiðstöðvar sjónskertra, blindra og einstaklinga með samþætta skerðingu. En í reynd fáum við enga heildstæða þjónustu þar. Við í stjórn Fjólu – félags fólks með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu – höfum upplifað hvernig okkur er kastað á milli kerfa án þess að nokkur beri raunverulega ábyrgð. Það skortir sérfræðiþekkingu, skýra stefnu og samþætta þjónustu innan stjórnkerfisins. Afleiðingarnar eru alvarlegar: við föllum á milli laga,reglugerða og úrræða – og rödd okkar verður ósýnileg og óheyrileg. Samþætt skerðing hefur áhrif á allt daglegt líf Hún takmarkar aðgengi að upplýsingum, dregur úr möguleikum til samskipta og torveldar umferli og leiðsögn. En með viðeigandi aðstoð og tækni getum við tekið fullan þátt í samfélaginu. Það sem hindrar okkur er ekki skerðingin – heldur skortur á úrræðum, aðgengi og faglegum skilningi. Þessar hindranir eru ekki náttúrulegar. Þær eru mannanna verk – og stjórnvalda að leiðrétta. Samkvæmt skuldbindingum Íslands samkvæmt Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF), einkum 9., 21. og 29. grein, ber stjórnvöldum að: Tryggja að samfélagið, upplýsingatækni og byggingar séu aðgengileg. Gera tjáningu og samskipti möguleg með viðeigandi stuðningi. Tryggja að við getum tekið þátt í samfélaginu til jafns við aðra. Við teljum löngu tímabært að Ísland fylgi fordæmi hinna Norðurlandanna og tryggi fólki með samþætta skerðingu heildstæða, sérhæfða þjónustu á einum stað – með skýra ábyrgð, fjármögnuð úrræði og faglega þekkingu. Við leggjum sérstaka áherslu á eftirfarandi aðgerðir: Auka aðgengi og menntun í táknmálstúlkun fyrir daufblinda. Bæta verulega aðgengi að heyrnartækjum og samskiptatækni. Tryggja stöðugildi heyrnarfræðings á Sjónstöðinni - Þjónustu - og þekkingarmiðstöð sjónskertra,blindra og einstaklinga með samþætta sjón - og heyrnarskerðingu í samræmi við lögbundið hlutverk hennar gagnvart þessum hópi. Við óskum eftir opnu, fræðandi samtali við stjórnvöld þar sem reynsla okkar fær vægi. Við krefjumst þess að stofnaður verði starfshópur sem hefur það hlutverk að finna okkar hópi raunverulegt „heimili“ innan stjórnsýslunnar – og að Fjóla eigi þar fulltrúa með innsýn og þekkingu af fyrstu hendi. Þetta er ekki beiðni um sérmeðferð. Þetta er árétting um sjálfsögð réttindi. Við biðjum ekki um vorkunn – heldur um virðingu, öryggi og raunveruleg tækifæri til þátttöku. Með samstarfi, raunverulegri þekkingu og pólitískum vilja er hægt að leiðrétta óréttlætið – og færa réttindin nær veruleikanum. Virðingarfyllst, Stjórn Fjólu Höfundur situr í stjórn Fjólu félag fólks með samþætta sjón - og heyrnarskerðingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Hvað ef röddin þín heyrðist ekki – og skilaboðin kæmust aldrei á leiðarenda? Hvað ef upplýsingarnar sem þú þarft til að lifa sjálfstæðu lífi væru óaðgengilegar – eða einfaldlega ekki til staðar? Þetta er veruleiki fólks með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu (daufblindu) á Íslandi í dag. Bréf þetta er beint til ykkar sem farið með vald og ábyrgð – og berið skyldu til að tryggja að við höfum jafnt aðgengi að samfélaginu og aðrir. Samkvæmt 4. grein Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF) ber ríkinu skýr lagaleg og siðferðileg skylda til að virða og vernda mannréttindi allra einstaklinga, óháð skerðingu – í orði og verki. Samfélagið er okkar allra. En við njótum þess ekki til fulls. Þess vegna krefjumst við þess að þið hlustið – og bregðist við. Samþætt sjón- og heyrnarskerðing er ein samfelld og alvarleg skerðing, ekki tvær aðskildar fatlanir. Hún er skilgreind sem slík í lögum – en samt er þjónusta við okkur dreifð á milli þriggja ráðuneyta: heyrnl undir heilbrigðisráðuneyti, sjón undir félags- og vinnumarkaðsráðuneyti, og táknmál og menntamál undirMenningar- nýsköpunar og haskólaráðuneytið Formlega séð föllum við þó undir þjónustu Þekkingar- og þjónustumiðstöðvar sjónskertra, blindra og einstaklinga með samþætta skerðingu. En í reynd fáum við enga heildstæða þjónustu þar. Við í stjórn Fjólu – félags fólks með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu – höfum upplifað hvernig okkur er kastað á milli kerfa án þess að nokkur beri raunverulega ábyrgð. Það skortir sérfræðiþekkingu, skýra stefnu og samþætta þjónustu innan stjórnkerfisins. Afleiðingarnar eru alvarlegar: við föllum á milli laga,reglugerða og úrræða – og rödd okkar verður ósýnileg og óheyrileg. Samþætt skerðing hefur áhrif á allt daglegt líf Hún takmarkar aðgengi að upplýsingum, dregur úr möguleikum til samskipta og torveldar umferli og leiðsögn. En með viðeigandi aðstoð og tækni getum við tekið fullan þátt í samfélaginu. Það sem hindrar okkur er ekki skerðingin – heldur skortur á úrræðum, aðgengi og faglegum skilningi. Þessar hindranir eru ekki náttúrulegar. Þær eru mannanna verk – og stjórnvalda að leiðrétta. Samkvæmt skuldbindingum Íslands samkvæmt Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF), einkum 9., 21. og 29. grein, ber stjórnvöldum að: Tryggja að samfélagið, upplýsingatækni og byggingar séu aðgengileg. Gera tjáningu og samskipti möguleg með viðeigandi stuðningi. Tryggja að við getum tekið þátt í samfélaginu til jafns við aðra. Við teljum löngu tímabært að Ísland fylgi fordæmi hinna Norðurlandanna og tryggi fólki með samþætta skerðingu heildstæða, sérhæfða þjónustu á einum stað – með skýra ábyrgð, fjármögnuð úrræði og faglega þekkingu. Við leggjum sérstaka áherslu á eftirfarandi aðgerðir: Auka aðgengi og menntun í táknmálstúlkun fyrir daufblinda. Bæta verulega aðgengi að heyrnartækjum og samskiptatækni. Tryggja stöðugildi heyrnarfræðings á Sjónstöðinni - Þjónustu - og þekkingarmiðstöð sjónskertra,blindra og einstaklinga með samþætta sjón - og heyrnarskerðingu í samræmi við lögbundið hlutverk hennar gagnvart þessum hópi. Við óskum eftir opnu, fræðandi samtali við stjórnvöld þar sem reynsla okkar fær vægi. Við krefjumst þess að stofnaður verði starfshópur sem hefur það hlutverk að finna okkar hópi raunverulegt „heimili“ innan stjórnsýslunnar – og að Fjóla eigi þar fulltrúa með innsýn og þekkingu af fyrstu hendi. Þetta er ekki beiðni um sérmeðferð. Þetta er árétting um sjálfsögð réttindi. Við biðjum ekki um vorkunn – heldur um virðingu, öryggi og raunveruleg tækifæri til þátttöku. Með samstarfi, raunverulegri þekkingu og pólitískum vilja er hægt að leiðrétta óréttlætið – og færa réttindin nær veruleikanum. Virðingarfyllst, Stjórn Fjólu Höfundur situr í stjórn Fjólu félag fólks með samþætta sjón - og heyrnarskerðingu.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun