Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar 22. maí 2025 09:01 Þrátt fyrir að innan við þrjú prósent landsmanna búi á Austurlandi, skapar svæðið vöruútflutningsverðmæti sem nemur um 240 milljörðum króna á ári. Þetta eru stórar upphæðir, verðmæti sem skipta sköpum fyrir þjóðarbúið í heild sinni. En hvað fá heimamenn til baka fyrir þá verðmætasköpun? Við í stjórn Samtaka sveitarfélaga á Austurlandi fengum greiningarfyrirtækið Analytica til að greina efnahagsumsvif Austurlands. Hægt er að nálgast skýrsluna hér. Þær niðurstöður staðfesta það sem lengi hefur verið vitað en vantað hefur greiningargögn. Þrátt fyrir gríðarlega verðmætasköpun svæðisins skilar fjármagn sér ekki til baka í viðeigandi innviði sem standa undir þessari verðmætasköpun. Samgöngukerfið á Austurlandi, sem ber uppi mikla þungaflutninga, stendur afar illa því viðhaldi og nýframkvæmdum hefur ekki verið sinnt. Annað landsbyggðarmál má nefna að þrátt fyrir að íbúar búi í nálægð við virkjanir greiðir stór hluti íbúa dreifbýlistaxta sem þýðir hærri orkukostnað. Hvaða sanngirni er í því? Enn fremur má nefna að sveitarfélög verða af tekjum því þau fá ekki fasteignagjöld af orkumannvirkjum í sínu landi eins og það fengi af sambærilegri atvinnustarfsemi í sínu sveitarfélagi. Landsbyggðin í heild sinni skapar gríðarleg verðmæti sem allir landsmenn njóta góðs af. En þrátt fyrir þá staðreynd skilar fjármagn og þjónusta sér ekki til baka í samræmi við það framlag. Með því að viðhalda þessari miklu skekkju er verið að festa í sessi ósanngjarnt og miðlægt misvægi í opinberri fjárfestingu hér á landi. Þessu verður að breyta. Áhugavert og í raun mikilvægt er að greina vöruútflutningsverðmæti allrar landsbyggðarinnar með sömu aðferðarfræði af hendi Analytica og sýna þannig svart á hvítu hve landsbyggðin er gjöful og mikilvæg í verðmætasköpun fyrir land og þjóð þrátt fyrir fámenni. Tryggjum áframhaldandi verðmætasköpun á landsbyggðinni og virðingu í formi fjárfestinga, traustra innviða og sanngjarnrar skiptingar á tekjum þjóðarbúsins. Það er ekki mikil krafa, það er sjálfsögð réttlætiskrafa í nútímasamfélagi sem tryggir áframhaldandi verðmætasköpun og ýtir samhliða undir efnahagslega velferð allra hér á landi. Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Berglind Harpa Svavarsdóttir Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir að innan við þrjú prósent landsmanna búi á Austurlandi, skapar svæðið vöruútflutningsverðmæti sem nemur um 240 milljörðum króna á ári. Þetta eru stórar upphæðir, verðmæti sem skipta sköpum fyrir þjóðarbúið í heild sinni. En hvað fá heimamenn til baka fyrir þá verðmætasköpun? Við í stjórn Samtaka sveitarfélaga á Austurlandi fengum greiningarfyrirtækið Analytica til að greina efnahagsumsvif Austurlands. Hægt er að nálgast skýrsluna hér. Þær niðurstöður staðfesta það sem lengi hefur verið vitað en vantað hefur greiningargögn. Þrátt fyrir gríðarlega verðmætasköpun svæðisins skilar fjármagn sér ekki til baka í viðeigandi innviði sem standa undir þessari verðmætasköpun. Samgöngukerfið á Austurlandi, sem ber uppi mikla þungaflutninga, stendur afar illa því viðhaldi og nýframkvæmdum hefur ekki verið sinnt. Annað landsbyggðarmál má nefna að þrátt fyrir að íbúar búi í nálægð við virkjanir greiðir stór hluti íbúa dreifbýlistaxta sem þýðir hærri orkukostnað. Hvaða sanngirni er í því? Enn fremur má nefna að sveitarfélög verða af tekjum því þau fá ekki fasteignagjöld af orkumannvirkjum í sínu landi eins og það fengi af sambærilegri atvinnustarfsemi í sínu sveitarfélagi. Landsbyggðin í heild sinni skapar gríðarleg verðmæti sem allir landsmenn njóta góðs af. En þrátt fyrir þá staðreynd skilar fjármagn og þjónusta sér ekki til baka í samræmi við það framlag. Með því að viðhalda þessari miklu skekkju er verið að festa í sessi ósanngjarnt og miðlægt misvægi í opinberri fjárfestingu hér á landi. Þessu verður að breyta. Áhugavert og í raun mikilvægt er að greina vöruútflutningsverðmæti allrar landsbyggðarinnar með sömu aðferðarfræði af hendi Analytica og sýna þannig svart á hvítu hve landsbyggðin er gjöful og mikilvæg í verðmætasköpun fyrir land og þjóð þrátt fyrir fámenni. Tryggjum áframhaldandi verðmætasköpun á landsbyggðinni og virðingu í formi fjárfestinga, traustra innviða og sanngjarnrar skiptingar á tekjum þjóðarbúsins. Það er ekki mikil krafa, það er sjálfsögð réttlætiskrafa í nútímasamfélagi sem tryggir áframhaldandi verðmætasköpun og ýtir samhliða undir efnahagslega velferð allra hér á landi. Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar