Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir og Guðbjörg Sveinsdóttir skrifa 21. maí 2025 09:32 Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan Afstaða –félag um bætt fangelsismál og betrun var stofnað á Litla-Hrauni fyrir tuttugu árum. Félagið sem fyrst var stofnað utan um hagsmunamál fanga, eins og lengri útivist og betri aðstöðu í íþróttahúsi, hefur orðið að öflugu hagsmunafélagi sem berst fyrir bættum fangelsismálum á Íslandi. Verkefnin hafa þróast í takt við breytingar í samfélaginu, en markmiðið hefur ávallt verið skýrt: að stuðla að réttlátara og mannúðlegra refsivörslukerfi. Afstaða hefur verið mikilvægt þrýstiafl breytinga og bættra úrræða, og hefur ekki aðeins beint sjónum að málefnum fanga heldur einnig að mannréttindum jaðarsettra einstaklinga í samfélaginu. Afstaða samanstendur af fjölbreyttum hópi fólks með fjölbreyttan bakgrunn og reynslu. Þar er að finna fagfólk með ólíka menntun, en sama áhuga á því að bæta aðstæður fanga og standa vörð um réttindi þeirra. Innan félagsins eru einnig jafningjar; fyrrverandi fangar sem með eigin lífsreynslu veita ómetanlega sýn á veruleikann innan fangelsa og hvernig hægt er að styðja aðra í sambærilegri stöðu. Jafningjar gegna lykilhlutverki í starfi Afstöðu. Milli þeirra hefur skapast traust og trúnaður sem fagfólki reynist oft erfitt að ná fram og mynda. Jafningjar hafa sjálfir farið í gegnum fangelsiskerfið og vita af eigin raun hvernig það er og geta þess vegna veitt stuðning sem byggir bæði á fyrri reynslu og skilningi. Slíkur stuðningur getur skipt sköpum, hann hjálpar til við endurhæfingu, dregur úr einmanaleika og styrkir sjálfsmynd þeirra sem afplána. Rannsóknir sýna að jafningjastuðningur hefur jákvæð áhrif á velferð fanga, bæði meðan á afplánun stendur og í endurkomu þeirra í samfélagið. Jafningjastuðningur skilar sér fækkun afbrota, bætir líðan og hvetur til aukinnar samfélagslegrar þátttöku þeirra sem hans njóta. Það er því mikilvægt að persónulegri reynslu jafningja sé gert jafn hátt undir höfði og annarri sérfræðiþekkingu. Með starfi sínu hefur Afstaða sýnt að hægt er að breyta viðhorfum og hafa áhrif á úrbætur þegar kemur að málefnum fanga. Í tilefni af 20 ára afmæli félagsins verður haldin ráðstefna þar sem sjónum verður beint að þessum mikilvægu málefnum. Það er tilefni til að fagna en líka til að minna á að enn er verk að vinna. Höfundar eru Arndís Vilhjálmsdóttir og Guðbjörg Sveinsdóttir, geðhjúkrunarfræðingar og áhugamanneskjur um bætt fangelsismál og betrun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan Afstaða –félag um bætt fangelsismál og betrun var stofnað á Litla-Hrauni fyrir tuttugu árum. Félagið sem fyrst var stofnað utan um hagsmunamál fanga, eins og lengri útivist og betri aðstöðu í íþróttahúsi, hefur orðið að öflugu hagsmunafélagi sem berst fyrir bættum fangelsismálum á Íslandi. Verkefnin hafa þróast í takt við breytingar í samfélaginu, en markmiðið hefur ávallt verið skýrt: að stuðla að réttlátara og mannúðlegra refsivörslukerfi. Afstaða hefur verið mikilvægt þrýstiafl breytinga og bættra úrræða, og hefur ekki aðeins beint sjónum að málefnum fanga heldur einnig að mannréttindum jaðarsettra einstaklinga í samfélaginu. Afstaða samanstendur af fjölbreyttum hópi fólks með fjölbreyttan bakgrunn og reynslu. Þar er að finna fagfólk með ólíka menntun, en sama áhuga á því að bæta aðstæður fanga og standa vörð um réttindi þeirra. Innan félagsins eru einnig jafningjar; fyrrverandi fangar sem með eigin lífsreynslu veita ómetanlega sýn á veruleikann innan fangelsa og hvernig hægt er að styðja aðra í sambærilegri stöðu. Jafningjar gegna lykilhlutverki í starfi Afstöðu. Milli þeirra hefur skapast traust og trúnaður sem fagfólki reynist oft erfitt að ná fram og mynda. Jafningjar hafa sjálfir farið í gegnum fangelsiskerfið og vita af eigin raun hvernig það er og geta þess vegna veitt stuðning sem byggir bæði á fyrri reynslu og skilningi. Slíkur stuðningur getur skipt sköpum, hann hjálpar til við endurhæfingu, dregur úr einmanaleika og styrkir sjálfsmynd þeirra sem afplána. Rannsóknir sýna að jafningjastuðningur hefur jákvæð áhrif á velferð fanga, bæði meðan á afplánun stendur og í endurkomu þeirra í samfélagið. Jafningjastuðningur skilar sér fækkun afbrota, bætir líðan og hvetur til aukinnar samfélagslegrar þátttöku þeirra sem hans njóta. Það er því mikilvægt að persónulegri reynslu jafningja sé gert jafn hátt undir höfði og annarri sérfræðiþekkingu. Með starfi sínu hefur Afstaða sýnt að hægt er að breyta viðhorfum og hafa áhrif á úrbætur þegar kemur að málefnum fanga. Í tilefni af 20 ára afmæli félagsins verður haldin ráðstefna þar sem sjónum verður beint að þessum mikilvægu málefnum. Það er tilefni til að fagna en líka til að minna á að enn er verk að vinna. Höfundar eru Arndís Vilhjálmsdóttir og Guðbjörg Sveinsdóttir, geðhjúkrunarfræðingar og áhugamanneskjur um bætt fangelsismál og betrun.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun