Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon og Hjálmtýr Heiðdal skrifa 20. maí 2025 20:33 Bezalel Smotrich fjármálaráðherra Ísraels sagði í gær, mánudaginn 19. maí:„Við erum að rífa Gaza í sundur og skilja það eftir sem rústir, með algjörri eyðileggingu sem á sér enga hliðstæðu á heimsvísu. Og heimurinn er ekki að stöðva okkur.” (1) Tíminn er á þrotum fyrir fólkið á Gaza. Hungur er notað sem vopn og börn eru að deyja vegna næringarskorts. Sameinuðu þjóðirnar telja að á næstu 48 klukkustundum muni 14 þúsund börn verða hungurmorða, en það jafngildir fjölda óbreyttra borgara sem Rússland hefur myrt í Úkraínu seinustu þrjú ár. Eru þá ótalin þau börn og fullorðnir sem munu deyja vegna loftárása og landhernaðar Ísraelshers. Mörghundruð Palestínumenn voru myrtir á síðustu dögum, á meðan Evrópa var með augun á Eurovision. Þetta eru þjóðarmorð og glæpir gegn mannkyni. Grófustu brot sem til eru í mannlegu samfélagi. Heimurinn getur og verður að stöðva þetta. Við biðlum því til allra: einstaklinga, félagasamtaka, stjórnmálaflokka, trú- og lífsskoðunarfélaga, menningarstofnanna, listafólks, stéttarfélaga, fyrirtækja - allra - að nota öll þau tól sem þau eiga til að þrýsta á ríkisstjórnina. Þrýsta á að hún grípi til aðgerða strax og þrýsti af öllu afli á bandaþjóðir okkar að gera slíkt hið sama. Tími bréfaskrifta er löngu liðinn. Ísrael hlær að yfirlýsingum. Allsherjar viðskiptabann á Ísrael, þátttaka Íslands í ákæru S-Afríku fyrir alþjóðadómstólnum og alþjóðleg sniðganga á Ísrael í íþrótta- og menningarsamstarfi STRAX. Ísrael þarf að yfirgefa Gaza og Vesturbakkann fyrir fullt og allt. Alþjóðasamfélagið þarf að bera ábyrgð á þætti sínum í þjóðarmorðinu - því diplómatíska skjóli sem það hefur veitt Ísrael hjá alþjóðastofnunum og þátttöku sinni í þjóðarmorðinu með stanslausum vopnasendingum til Ísraels þó að löngu sé ljóst að Ísrael sé að fremja þjóðarmorð. Tryggja verður óheft og frjálst flæði neyðaraðstoðar og hefja endurbyggingu á Gaza strax. Á morgun söfnumst við saman við utanríkisráðuneytið, Reykjastræti 8, 101 Reykjavík kl. 09:00 og krefjumst þess að íslensk stjórnvöld grípi til aðgerða. Við látum ekki 14.000 börn svelta til dauða. Mætum öll! Gaza gefst ekki upp - við gefumst ekki upp! FRJÁLS PALESTÍNA! (1)https://www.dropsitenews.com/p/netanyahu-trump-gaza-aid-genocide-smotrich-ceasefire-hamas Höfundar eru stjórnarmenn í Félaginu Ísland-Palestína Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmtýr Heiðdal Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Bezalel Smotrich fjármálaráðherra Ísraels sagði í gær, mánudaginn 19. maí:„Við erum að rífa Gaza í sundur og skilja það eftir sem rústir, með algjörri eyðileggingu sem á sér enga hliðstæðu á heimsvísu. Og heimurinn er ekki að stöðva okkur.” (1) Tíminn er á þrotum fyrir fólkið á Gaza. Hungur er notað sem vopn og börn eru að deyja vegna næringarskorts. Sameinuðu þjóðirnar telja að á næstu 48 klukkustundum muni 14 þúsund börn verða hungurmorða, en það jafngildir fjölda óbreyttra borgara sem Rússland hefur myrt í Úkraínu seinustu þrjú ár. Eru þá ótalin þau börn og fullorðnir sem munu deyja vegna loftárása og landhernaðar Ísraelshers. Mörghundruð Palestínumenn voru myrtir á síðustu dögum, á meðan Evrópa var með augun á Eurovision. Þetta eru þjóðarmorð og glæpir gegn mannkyni. Grófustu brot sem til eru í mannlegu samfélagi. Heimurinn getur og verður að stöðva þetta. Við biðlum því til allra: einstaklinga, félagasamtaka, stjórnmálaflokka, trú- og lífsskoðunarfélaga, menningarstofnanna, listafólks, stéttarfélaga, fyrirtækja - allra - að nota öll þau tól sem þau eiga til að þrýsta á ríkisstjórnina. Þrýsta á að hún grípi til aðgerða strax og þrýsti af öllu afli á bandaþjóðir okkar að gera slíkt hið sama. Tími bréfaskrifta er löngu liðinn. Ísrael hlær að yfirlýsingum. Allsherjar viðskiptabann á Ísrael, þátttaka Íslands í ákæru S-Afríku fyrir alþjóðadómstólnum og alþjóðleg sniðganga á Ísrael í íþrótta- og menningarsamstarfi STRAX. Ísrael þarf að yfirgefa Gaza og Vesturbakkann fyrir fullt og allt. Alþjóðasamfélagið þarf að bera ábyrgð á þætti sínum í þjóðarmorðinu - því diplómatíska skjóli sem það hefur veitt Ísrael hjá alþjóðastofnunum og þátttöku sinni í þjóðarmorðinu með stanslausum vopnasendingum til Ísraels þó að löngu sé ljóst að Ísrael sé að fremja þjóðarmorð. Tryggja verður óheft og frjálst flæði neyðaraðstoðar og hefja endurbyggingu á Gaza strax. Á morgun söfnumst við saman við utanríkisráðuneytið, Reykjastræti 8, 101 Reykjavík kl. 09:00 og krefjumst þess að íslensk stjórnvöld grípi til aðgerða. Við látum ekki 14.000 börn svelta til dauða. Mætum öll! Gaza gefst ekki upp - við gefumst ekki upp! FRJÁLS PALESTÍNA! (1)https://www.dropsitenews.com/p/netanyahu-trump-gaza-aid-genocide-smotrich-ceasefire-hamas Höfundar eru stjórnarmenn í Félaginu Ísland-Palestína
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun