Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar 20. maí 2025 07:00 Í áraraðir hefur verið lögð áhersla á að íþróttir og áfengi fari ekki saman. Íþróttahreyfingin hefur notið víðtæks stuðnings og trausts sveitarfélaga, almennings og styrktaraðila á þeirri forsendu að íþróttir stuðli að heilbrigðum lífsstíl, forvörnum og jákvæðum félagslegum áhrifum – sérstaklega fyrir börn og ungmenni. Þátttaka í íþróttastarfi hefur verið talin draga úr áhættuhegðun, þar á meðal áfengisneyslu. Því vekur það athygli að í dag virðist vínandinn sífellt sterkari þáttur í andrúmslofti íþróttaviðburða. Á síðustu árum hefur þróunin orðið sú að mörg íþróttafélög reiða sig nú á tekjur af áfengissölu. Stemningin á leikjum mótast sífellt meira af drykkju, óábyrgri hegðun og félagslegri neyslu. Í aðdraganda íþróttaþings ÍSÍ nýverið var rætt um „villta vestrið“ í kringum áfengissölu á kappleikjum, þar sem skortur á reglum hefur skapað óljósa stöðu. Tillaga var lögð fram um að ÍSÍ mótaði samræmda stefnu í þessum efnum – ekki til að draga úr neyslu heldur til að skipuleggja hana betur. Með öðrum orðum: Áframhaldandi sala, en undir formlegum formerkjum – og jafnvel með von um auknar tekjur. Það eitt og sér mun ekki breyta neyslu eða hegðun þeirra sem áfengið munu nota. Forsvarsmenn sumra félaga hafa jafnvel lýst því yfir að áfengisneysla auki upplifun á leikdögum. Þar með er í raun sagt að keppnin ein og sér sé ekki nógu spennandi nema áfengi komi við sögu. Slíkt sjónarhorn er í hæsta máta áhyggjuefni – slík viðhorf eru skoðanamyndandi og til þess fallin að senda skilaboð um að við höfum frekar trú á bjórnum en boltanum? Þegar áfengi er samþætt við íþróttaviðburði smitast þessi viðhorf til næstu kynslóða barna sem áhorfendur – og framtíðarneytendur þessara veiga. Börn og unglingar sjá áhorfendur neyta áfengis í umhverfi sem á að einkennast af heilbrigði og virðingu. Þar með verða íþróttaviðburðir hluti af félagslegri samþykkt neysluhegðunar sem við annars reynum að forðast – meðal annars með íþróttum. Það er mótsagnakennt að á sama tíma og við bendum á forvarnagildi íþrótta, leyfum við að stúkan breytist í vínstúku. Þarf íþróttahreyfingin virkilega að fórna ímynd sinni og forvarnarhlutverki fyrir skammtímafjárhagslegan ávinning? Frekar en horfa á sölugróðann mætti forystufólk íþróttahreyfingarinnar horfa í baksýnisspegilinn og hugsa til þeirra mörgu íþróttamanna og forustufólks hreyfinga sem hafa verið úthrópaðir fyrir framferði sem án nokkurs vafa má rekja til dómgreindarskorts undir áhrifum áfengis. Sú neysla hefur reynst mörgum þeirra dýrkeypt og vegur þyngra en að fá rautt spjald eða vera vísað úr keppni. Gott orðspor og ásýnd íþróttahreyfingarinnar hefur tekið langan tíma að byggja, en slíkt traust getur horfið á einni nóttu verði ekki rétt staðið að málum. Fólkið í landinu treystir á forvarnagildi íþróttastarfsins þannig að ábyrgðin er mikil. Jafnframt mætti gera kröfu til hins opinbera – ríkis, sveitarfélaga og fyrirtækja – og ábendingu til almennings um að endurmeta þá fjármuni sem renna til íþróttafélaga ef þau velja að víkja frá fyrra forvarnargildi. Hvers virði eru ímynd og heilbrigði framtíðarkynslóða í augum þeirra sem fjármagna slíkt starf? Nú þegar nýr forseti ÍSÍ, Willum Þór Þórsson, hefur tekið við ætti hann að nýta það traust sem hann fékk sem heilbrigðisráðherra – þar sem hann var einn harðasti talsmaður gegn auknu aðgengi að áfengi – og endurspegla sömu gildi í starfi sínu fyrir íþróttahreyfinguna. Margt bendir til þess að neysla ungmenna sé að aukast og er dvínandi áhugi á forvörnum kennt um og eftirgjöf. Á undanförnum árum hafa komið upp fjöldi atvika sem gefa til kynna að staða ungmenna fari versnandi og atburðir þeim tengdum slegið þjóðina með miklum harmi. Víða eru rauð flögg uppi og mikilvægt að íþróttahreyfingin sýni svo ekki sé neinn vafi á að hún standi með forvörnum á öllum sviðum. Við þurfum að spyrja okkur: Hver er andinn sem við viljum að svífi yfir vötnum og völlum landsins? Er það samheldni, heilbrigði og fyrirmynd, eða er það léttvín og léttúð? Íþróttir eru mikilvægur þáttur í samfélagsgerð okkar – ekki aðeins til skemmtunar heldur sem verkfæri til að móta gildismat. Veljum þann anda sem byggir upp – ekki þann sem grefur undan. Höfundur er framkvæmdastjóri Verndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi Áfengi í íþróttastarfi Mest lesið Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Í áraraðir hefur verið lögð áhersla á að íþróttir og áfengi fari ekki saman. Íþróttahreyfingin hefur notið víðtæks stuðnings og trausts sveitarfélaga, almennings og styrktaraðila á þeirri forsendu að íþróttir stuðli að heilbrigðum lífsstíl, forvörnum og jákvæðum félagslegum áhrifum – sérstaklega fyrir börn og ungmenni. Þátttaka í íþróttastarfi hefur verið talin draga úr áhættuhegðun, þar á meðal áfengisneyslu. Því vekur það athygli að í dag virðist vínandinn sífellt sterkari þáttur í andrúmslofti íþróttaviðburða. Á síðustu árum hefur þróunin orðið sú að mörg íþróttafélög reiða sig nú á tekjur af áfengissölu. Stemningin á leikjum mótast sífellt meira af drykkju, óábyrgri hegðun og félagslegri neyslu. Í aðdraganda íþróttaþings ÍSÍ nýverið var rætt um „villta vestrið“ í kringum áfengissölu á kappleikjum, þar sem skortur á reglum hefur skapað óljósa stöðu. Tillaga var lögð fram um að ÍSÍ mótaði samræmda stefnu í þessum efnum – ekki til að draga úr neyslu heldur til að skipuleggja hana betur. Með öðrum orðum: Áframhaldandi sala, en undir formlegum formerkjum – og jafnvel með von um auknar tekjur. Það eitt og sér mun ekki breyta neyslu eða hegðun þeirra sem áfengið munu nota. Forsvarsmenn sumra félaga hafa jafnvel lýst því yfir að áfengisneysla auki upplifun á leikdögum. Þar með er í raun sagt að keppnin ein og sér sé ekki nógu spennandi nema áfengi komi við sögu. Slíkt sjónarhorn er í hæsta máta áhyggjuefni – slík viðhorf eru skoðanamyndandi og til þess fallin að senda skilaboð um að við höfum frekar trú á bjórnum en boltanum? Þegar áfengi er samþætt við íþróttaviðburði smitast þessi viðhorf til næstu kynslóða barna sem áhorfendur – og framtíðarneytendur þessara veiga. Börn og unglingar sjá áhorfendur neyta áfengis í umhverfi sem á að einkennast af heilbrigði og virðingu. Þar með verða íþróttaviðburðir hluti af félagslegri samþykkt neysluhegðunar sem við annars reynum að forðast – meðal annars með íþróttum. Það er mótsagnakennt að á sama tíma og við bendum á forvarnagildi íþrótta, leyfum við að stúkan breytist í vínstúku. Þarf íþróttahreyfingin virkilega að fórna ímynd sinni og forvarnarhlutverki fyrir skammtímafjárhagslegan ávinning? Frekar en horfa á sölugróðann mætti forystufólk íþróttahreyfingarinnar horfa í baksýnisspegilinn og hugsa til þeirra mörgu íþróttamanna og forustufólks hreyfinga sem hafa verið úthrópaðir fyrir framferði sem án nokkurs vafa má rekja til dómgreindarskorts undir áhrifum áfengis. Sú neysla hefur reynst mörgum þeirra dýrkeypt og vegur þyngra en að fá rautt spjald eða vera vísað úr keppni. Gott orðspor og ásýnd íþróttahreyfingarinnar hefur tekið langan tíma að byggja, en slíkt traust getur horfið á einni nóttu verði ekki rétt staðið að málum. Fólkið í landinu treystir á forvarnagildi íþróttastarfsins þannig að ábyrgðin er mikil. Jafnframt mætti gera kröfu til hins opinbera – ríkis, sveitarfélaga og fyrirtækja – og ábendingu til almennings um að endurmeta þá fjármuni sem renna til íþróttafélaga ef þau velja að víkja frá fyrra forvarnargildi. Hvers virði eru ímynd og heilbrigði framtíðarkynslóða í augum þeirra sem fjármagna slíkt starf? Nú þegar nýr forseti ÍSÍ, Willum Þór Þórsson, hefur tekið við ætti hann að nýta það traust sem hann fékk sem heilbrigðisráðherra – þar sem hann var einn harðasti talsmaður gegn auknu aðgengi að áfengi – og endurspegla sömu gildi í starfi sínu fyrir íþróttahreyfinguna. Margt bendir til þess að neysla ungmenna sé að aukast og er dvínandi áhugi á forvörnum kennt um og eftirgjöf. Á undanförnum árum hafa komið upp fjöldi atvika sem gefa til kynna að staða ungmenna fari versnandi og atburðir þeim tengdum slegið þjóðina með miklum harmi. Víða eru rauð flögg uppi og mikilvægt að íþróttahreyfingin sýni svo ekki sé neinn vafi á að hún standi með forvörnum á öllum sviðum. Við þurfum að spyrja okkur: Hver er andinn sem við viljum að svífi yfir vötnum og völlum landsins? Er það samheldni, heilbrigði og fyrirmynd, eða er það léttvín og léttúð? Íþróttir eru mikilvægur þáttur í samfélagsgerð okkar – ekki aðeins til skemmtunar heldur sem verkfæri til að móta gildismat. Veljum þann anda sem byggir upp – ekki þann sem grefur undan. Höfundur er framkvæmdastjóri Verndar.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun