Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal, Yousef Ingi Tamimi og Magnús Magnússon skrifa 15. maí 2025 11:00 Í dag, 15. maí, er alþjóðlegur minningardagur um Nakba (ísl. Hörmungarnar). Nakba markar upphaf þjóðernishreinsana, landtöku, stríðsglæpa og mannréttindabrota Ísraels gagnvart palestínsku þjóðinni. Á árunum 1947-1949 myrtu Ísraelar 15.000 Palestínumenn og þvinguðu 750.000 manns frá þorpum sínum. Á þessum degi minnumst við fórnarlamba Nakba og allra þeirra sem hafa verið drepin síðustu 77 ár. Við hugsum til allra þeirra palestínsku barna sem hafa verið rænd framtíð sinni og þeirra barna sem nú eru í bráðri lífshættu vegna manngerðrar hungursneyðar og loftárása Ísraels. En það er ekki nóg að hugsa til þeirra - við verðum að standa með þeim. Hlýhugur mun ekki bjarga lífi þeirra, það gera bréfaskriftir og fordæmingar ekki heldur eins og við höfum séð síðustu 77 ár. Við verðum að grípa til aðgerða. Hörmungarnar halda áfram og hafa aldrei verið grimmari. Í fyrradag kynnti Benjamin Netanyahu lokalausn Ísraelsríkis og sagði að Gazaströndin yrði hernumin sama hvað, jafnvel þó öllum gíslum yrði sleppt. Palestínumenn yrðu drepnir eða reknir á flótta til að ná markmiðinu um að hernema Gaza. Þjóðarmorðið á Gaza snérist aldrei um frelsun gísla heldur landtöku og þjóðernishreinsanir, núna líkt og síðustu 77 ár. Lokalausn Ísraelsríkis inniheldur gróf brot á alþjóðalögum, hún er opinská yfirlýsing um ásetning um þjóðarmorð og þjóðernishreinsanir. Viðbrögð íslenskra stjórnvalda við yfirlýsingu Netanyahu hafa verið engin. Þess í stað sendi Ísland palestínsku þjóðinni kaldar kveðjur í gær, rétt fyrir minningardag um Nakba með því að endurnýja samning við Rapyd, greiðslumiðlunarfyrirtæki sem styður þjóðarmorð og landtöku Ísraels með ráð og dáð. Í stað þess að bregðast við opinskárri yfirlýsingu um þjóðarmorð og þjóðernishreinsanir tók Ríkisútvarpið þátt í Eurovision við hlið Ísraels eins og ekkert væri. Íslendingar verða nú áfram neyddir til að eiga viðskipti við Rapyd til að greiða fyrir grunnþjónustu og Ríkisútvarp allra landsmanna tekur áfram virkan þátt í áróðursherferð Ísraela í Eurovision - ljær áróðri þeirra trúverðugleika og skjól. Stuðningur almennings á Íslandi við Palestínu er og hefur verið mikill. Það er brýnt að við, fólkið, höldum stuðningi okkar áfram, horfum ekki undan og krefjum íslensk stjórnvöld um alvöru aðgerðir, strax. Á laugardag munum við ganga fylktu liði í samstöðu með Palestínsku þjóðinni kl. 14:30 frá Bandaríska sendiráðinu, sendiráði þess lands sem gæti stöðvað Hörmungarnar með einu símtali. Þá liggur leið okkar niður á Austurvöll þar sem Páll Óskar mun ávarpa fjöldann og fyrrum Eurovision-farar Íslands munu leiða samsöng. Við krefjumst aðgerða til að stöðva þjóðarmorðið frá ríkisstjórninni og alþjóðasamfélaginu. Mætum. Sýnum ríkisstjórninni að við viljum ekki vera samsek í þjóðarmorði Ísraela með aðgerðaleysi og beinum fjárstuðningi í gegnum Rapyd. Við viljum ekki ljá áróðri Ísraela sannleiksgildi með því að taka þátt í Eurovision við hlið þeirra eins og ekkert sé eðlilegra. Stjórnvöld: við viljum að þið slítið stjórnmálasambandi við Ísrael. Setjið viðskiptaþvinganir á Ísrael og styðjið kæru Suður-Afríku hjá Alþjóðadómstólnum. Krefjist þess að Ísrael verði einangrað og útskúfað á alþjóðavettvangi þar til að Palestína verður frjáls undan hernámi Ísraels. Palestínska þjóðin á skilið frelsi og réttlæti - hún á skilið hugrekki okkar allra. Látum í okkur heyra í orðum og gjörðum: skrifum greinar, höfum samband við okkar kjörnu fulltrúa, sniðgöngum Ísrael. Mætum öll í kröfugöngu á laugardag. Krefjumst aðgerða áður en það verður of seint. Lifi frjáls Palestína! Höfundar eru stjórnarmenn í Félaginu Ísland-Palestína Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmtýr Heiðdal Yousef Ingi Tamimi Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Í dag, 15. maí, er alþjóðlegur minningardagur um Nakba (ísl. Hörmungarnar). Nakba markar upphaf þjóðernishreinsana, landtöku, stríðsglæpa og mannréttindabrota Ísraels gagnvart palestínsku þjóðinni. Á árunum 1947-1949 myrtu Ísraelar 15.000 Palestínumenn og þvinguðu 750.000 manns frá þorpum sínum. Á þessum degi minnumst við fórnarlamba Nakba og allra þeirra sem hafa verið drepin síðustu 77 ár. Við hugsum til allra þeirra palestínsku barna sem hafa verið rænd framtíð sinni og þeirra barna sem nú eru í bráðri lífshættu vegna manngerðrar hungursneyðar og loftárása Ísraels. En það er ekki nóg að hugsa til þeirra - við verðum að standa með þeim. Hlýhugur mun ekki bjarga lífi þeirra, það gera bréfaskriftir og fordæmingar ekki heldur eins og við höfum séð síðustu 77 ár. Við verðum að grípa til aðgerða. Hörmungarnar halda áfram og hafa aldrei verið grimmari. Í fyrradag kynnti Benjamin Netanyahu lokalausn Ísraelsríkis og sagði að Gazaströndin yrði hernumin sama hvað, jafnvel þó öllum gíslum yrði sleppt. Palestínumenn yrðu drepnir eða reknir á flótta til að ná markmiðinu um að hernema Gaza. Þjóðarmorðið á Gaza snérist aldrei um frelsun gísla heldur landtöku og þjóðernishreinsanir, núna líkt og síðustu 77 ár. Lokalausn Ísraelsríkis inniheldur gróf brot á alþjóðalögum, hún er opinská yfirlýsing um ásetning um þjóðarmorð og þjóðernishreinsanir. Viðbrögð íslenskra stjórnvalda við yfirlýsingu Netanyahu hafa verið engin. Þess í stað sendi Ísland palestínsku þjóðinni kaldar kveðjur í gær, rétt fyrir minningardag um Nakba með því að endurnýja samning við Rapyd, greiðslumiðlunarfyrirtæki sem styður þjóðarmorð og landtöku Ísraels með ráð og dáð. Í stað þess að bregðast við opinskárri yfirlýsingu um þjóðarmorð og þjóðernishreinsanir tók Ríkisútvarpið þátt í Eurovision við hlið Ísraels eins og ekkert væri. Íslendingar verða nú áfram neyddir til að eiga viðskipti við Rapyd til að greiða fyrir grunnþjónustu og Ríkisútvarp allra landsmanna tekur áfram virkan þátt í áróðursherferð Ísraela í Eurovision - ljær áróðri þeirra trúverðugleika og skjól. Stuðningur almennings á Íslandi við Palestínu er og hefur verið mikill. Það er brýnt að við, fólkið, höldum stuðningi okkar áfram, horfum ekki undan og krefjum íslensk stjórnvöld um alvöru aðgerðir, strax. Á laugardag munum við ganga fylktu liði í samstöðu með Palestínsku þjóðinni kl. 14:30 frá Bandaríska sendiráðinu, sendiráði þess lands sem gæti stöðvað Hörmungarnar með einu símtali. Þá liggur leið okkar niður á Austurvöll þar sem Páll Óskar mun ávarpa fjöldann og fyrrum Eurovision-farar Íslands munu leiða samsöng. Við krefjumst aðgerða til að stöðva þjóðarmorðið frá ríkisstjórninni og alþjóðasamfélaginu. Mætum. Sýnum ríkisstjórninni að við viljum ekki vera samsek í þjóðarmorði Ísraela með aðgerðaleysi og beinum fjárstuðningi í gegnum Rapyd. Við viljum ekki ljá áróðri Ísraela sannleiksgildi með því að taka þátt í Eurovision við hlið þeirra eins og ekkert sé eðlilegra. Stjórnvöld: við viljum að þið slítið stjórnmálasambandi við Ísrael. Setjið viðskiptaþvinganir á Ísrael og styðjið kæru Suður-Afríku hjá Alþjóðadómstólnum. Krefjist þess að Ísrael verði einangrað og útskúfað á alþjóðavettvangi þar til að Palestína verður frjáls undan hernámi Ísraels. Palestínska þjóðin á skilið frelsi og réttlæti - hún á skilið hugrekki okkar allra. Látum í okkur heyra í orðum og gjörðum: skrifum greinar, höfum samband við okkar kjörnu fulltrúa, sniðgöngum Ísrael. Mætum öll í kröfugöngu á laugardag. Krefjumst aðgerða áður en það verður of seint. Lifi frjáls Palestína! Höfundar eru stjórnarmenn í Félaginu Ísland-Palestína
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun