Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Sindri Sverrisson skrifar 14. maí 2025 16:31 Kristinn Jónasson, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, og þjálfarinn Emil Barja sem færði félaginu Íslandsmeistaratitil á fyrsta ári sem aðalþjálfari kvennaliðsins. vísir/Hulda Margrét „Ekki nema að þeir reki mig,“ sagði Emil Barja laufléttur þegar hann var spurður hvort hann yrði áfram þjálfari Hauka, eftir að hafa gert liðið að Íslandsmeistara kvenna í körfubolta í fyrstu tilraun sem þjálfari. Emil mætti kampakátur og stoltur af sínum leikmönnum í settið hjá Körfuboltakvöldi í Ólafssal í gærkvöld, eftir hádramatískan oddaleik við Njarðvík sem Haukar unnu að lokum. „Ég er drullustoltur [af öllum leikmönnum Hauka]. Við erum með eina hérna að keyra úr Borgarnesi á hverjum degi, Lovísu sem er fyrirliði og meiðist snemma en mætir samt á allar æfingar og er sett í alls konar hlutverk. Hún er „samskiptastjórinn“ okkar, hún talar við alla. Ég er ótrúlega ánægður með allar sautján í liðinu,“ sagði Emil og var einnig bent á sérstakt dálæti sérfræðinganna á Rósu Björk Pétursdóttur: „Hún er geggjuð. Ég held að hún sé lágvaxnasti leikmaðurinn í byrjunarliðinu en hún berst langmest af öllum inni á vellinum,“ sagði Emil en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Haukar eru með fæsta erlenda leikmenn í Bónus-deildinni í vetur en Emil segir stefnuna alltaf hafa verið að vinna Íslandsmeistaratitilinn: „Alveg frá æfingunum í sumar byrjaði maður að sjá þetta fyrir sér. Við byrjuðum mjög snemma að undirbúa okkur og vorum með ákveðna sýn. Ég talaði við stelpurnar hverja fyrir sig og vildi fara meira í „5-out“, hlaupa hraðar og pressa, og vera með smálæti. Ég tók við sem aðstoðarþjálfari í lokin á síðasta tímabili og sá að þær gátu alveg pressað, það gekk mjög vel. Þess vegna ákváðum við að henda strax í háa, agressíva pressu, hlaupa og vera með fimm leikmenn sem gætu skotið. Maður sá það fyrir fyrstu tvo leikina að þetta væri lið sem gæti gert frábæra hluti,“ sagði Emil áður en Ólöf Helga Pálsdóttir grínaðist með að liðið hans Emils væri í raun fullt af „Emil Barja Mini-Me“-leikmönnum. „Vil ekki leyfa þeim að slaka á“ Pálína Gunnlaugsdóttir spurði Emil út í það hve lítið hann væri í því að taka leikhlé – eitthvað sem hann hefði eflaust fengið dágóða gagnrýni fyrir ef Haukar hefðu ekki landað titlinum. Emil sagðist einfaldlega ekki hafa viljað gefa Njarðvíkurkonum neina hvíld: „Þær eru svolítið mikið að spila á sömu þremur leikmönnunum. Við getum róterað og erum alltaf með nýja leikmenn sem geta dekkað Brittany [Dinkins]. Leikhlé hjá okkur er bara tími fyrir hana til að slaka á og ná andanum. Sérstaklega á móti þessu liði ætluðum við ekki að taka nein leikhlé nema að við virkilega þyrftum þess. Ég vil ekki leyfa þeim að slaka á.“ Viðtalið við Emil má sjá hér að ofan en fleiri viðtöl úr sigurhátíð Hauka má finna í uppgjörinu hér að neðan. Bónus-deild kvenna Haukar Mest lesið Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Tvíburasysturnar óvænt hættar Körfubolti Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Njarðvík - KR | Uppgjör efstu liðanna Körfubolti Fleiri fréttir Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Njarðvík - KR | Uppgjör efstu liðanna Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Uppgjörið: Ármann - Álftanes 75-110 | Mikilvægur sigur eftir taphrinu Sjá meira
Emil mætti kampakátur og stoltur af sínum leikmönnum í settið hjá Körfuboltakvöldi í Ólafssal í gærkvöld, eftir hádramatískan oddaleik við Njarðvík sem Haukar unnu að lokum. „Ég er drullustoltur [af öllum leikmönnum Hauka]. Við erum með eina hérna að keyra úr Borgarnesi á hverjum degi, Lovísu sem er fyrirliði og meiðist snemma en mætir samt á allar æfingar og er sett í alls konar hlutverk. Hún er „samskiptastjórinn“ okkar, hún talar við alla. Ég er ótrúlega ánægður með allar sautján í liðinu,“ sagði Emil og var einnig bent á sérstakt dálæti sérfræðinganna á Rósu Björk Pétursdóttur: „Hún er geggjuð. Ég held að hún sé lágvaxnasti leikmaðurinn í byrjunarliðinu en hún berst langmest af öllum inni á vellinum,“ sagði Emil en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Haukar eru með fæsta erlenda leikmenn í Bónus-deildinni í vetur en Emil segir stefnuna alltaf hafa verið að vinna Íslandsmeistaratitilinn: „Alveg frá æfingunum í sumar byrjaði maður að sjá þetta fyrir sér. Við byrjuðum mjög snemma að undirbúa okkur og vorum með ákveðna sýn. Ég talaði við stelpurnar hverja fyrir sig og vildi fara meira í „5-out“, hlaupa hraðar og pressa, og vera með smálæti. Ég tók við sem aðstoðarþjálfari í lokin á síðasta tímabili og sá að þær gátu alveg pressað, það gekk mjög vel. Þess vegna ákváðum við að henda strax í háa, agressíva pressu, hlaupa og vera með fimm leikmenn sem gætu skotið. Maður sá það fyrir fyrstu tvo leikina að þetta væri lið sem gæti gert frábæra hluti,“ sagði Emil áður en Ólöf Helga Pálsdóttir grínaðist með að liðið hans Emils væri í raun fullt af „Emil Barja Mini-Me“-leikmönnum. „Vil ekki leyfa þeim að slaka á“ Pálína Gunnlaugsdóttir spurði Emil út í það hve lítið hann væri í því að taka leikhlé – eitthvað sem hann hefði eflaust fengið dágóða gagnrýni fyrir ef Haukar hefðu ekki landað titlinum. Emil sagðist einfaldlega ekki hafa viljað gefa Njarðvíkurkonum neina hvíld: „Þær eru svolítið mikið að spila á sömu þremur leikmönnunum. Við getum róterað og erum alltaf með nýja leikmenn sem geta dekkað Brittany [Dinkins]. Leikhlé hjá okkur er bara tími fyrir hana til að slaka á og ná andanum. Sérstaklega á móti þessu liði ætluðum við ekki að taka nein leikhlé nema að við virkilega þyrftum þess. Ég vil ekki leyfa þeim að slaka á.“ Viðtalið við Emil má sjá hér að ofan en fleiri viðtöl úr sigurhátíð Hauka má finna í uppgjörinu hér að neðan.
Bónus-deild kvenna Haukar Mest lesið Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Tvíburasysturnar óvænt hættar Körfubolti Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Njarðvík - KR | Uppgjör efstu liðanna Körfubolti Fleiri fréttir Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Njarðvík - KR | Uppgjör efstu liðanna Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Uppgjörið: Ármann - Álftanes 75-110 | Mikilvægur sigur eftir taphrinu Sjá meira