Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar 13. maí 2025 12:00 Menningarferðaþjónusta byggir að miklu leyti á því að búa til áfangastaði sem byggja á sögum og óáþreifanlegum menningararfi. Í nýrri ferðamálastefnu stjórnvalda, sem kynnt var í fyrra, er menningarferðaþjónustu í fyrsta skipti gefinn gaumur með formföstum hætti. Jólasveinarnir koma úr Dölunum Á dánardegi Jóhannesar úr Kötlum, þann 27. apríl sl., var verkefnið „Jólasveinar koma úr Dölunum” kynnt og fyrsti jólasveinninn, skyrgámur, afhjúpaður. Heimili skyrgáms verður á Erpsstöðum, þar sem þessi snjalla og samfélagslega sinnaða hugmynd fæddist árið 2021. Jólasveinahugmyndin byggir á vísum Jóhannesar úr Kötlum, sem birtust í bókinni Jólin koma árið 1932, einni vinsælustu barnabók allra tíma á Íslandi. Í Árbliki fór Einar Svansson, barnabarn Jóhannesar, yfir höfundarverk afa síns og vakti athygli á valdi hans á bragháttum og hvernig hann kallaðist á við Snorra Sturluson í kveðskap sínum. Jóhannes náði að tengja samtíma sinn við fortíðina og um leið tala inn í framtíðina. Ljóð hans um jólasveinana eru órjúfanlegur hluti jólahátíðar Íslendinga og um leið efniviður í nýja nálgun menningarfrumkvöðlanna í Dalabyggð. Ný nálgun á arfleifðina Arfleifð Jóhannesar er grunnur að verkefni þar sem 13 sexhyrndum stöplum verður komið fyrir víða um Dalina. Hver stöpull táknar einn jólasvein og veitir gestum fróðleik um skáldið, jólasveinana og tengingu þeirra við staðinn. Fjölmargir koma að verkefninu og nýjar hugmyndir spretta fram, svo sem þróun 13 lopapeysumynstra hjá ullarvinnslunni Urði, eitt fyrir hvern jólasvein og fjöldi aðra hugmynda eru á sveimi. Verkefnið er stutt af Dala-auði sem er hluti af Brothættum byggðum hjá Byggðastofnun og hefur kveikt í framkvæmdagleði Dalamanna sem byggir á sköpunargleði. Þorgrímur á Erpsstöðum og Guðrún í Hlíð leiða verkefnið en Guðrún vinnur einmitt að hugmyndum um jólasveinasafn í Hlíð og tengir það við ferðaþjónustufyrirtæki sitt. Þorgrímur á Erpsstöðum og Guðrún frá Hlíð. Óáþreifanlegur menningararfur sem auðlind Menningararfur gegnir sífellt stærra hlutverki í mótun sjálfbærrar og staðbundinnar ferðaþjónustu. Samkvæmt nýjustu menningarvísum Hagstofunnarfjórfölduðust rekstrartekjur í menningararfi á tíu ára tímabili frá 2012-2021 en starfandi í greininni fjölgaði aðeins um 26% á sama tíma.. Ný ferðamálastefna stjórnvalda til ársins 2030 markar þáttaskil þar sem menningarferðamennska fær aukna áherslu og kallað er eftir markvissari gagnaöflun og rannsóknum. Óáþreifanlegur menningararfur, frásagnarhefðir, hátíðir, siðvenjur og trúarbrögð, hefur mikið vægi sem auðlind í ferðaþjónustu. Samkvæmt UNESCO er slíkur arfur lifandi, miðlaður milli kynslóða og lykilþáttur í sjálfsmynd samfélaga. Þrátt fyrir þetta er þessi arfleifð gjarnan vanmetin í stefnumótun, einkum vegna skorts á rannsóknum sem sýna áhrif hennar á samfélög og efnahag. Ferðamenn sem sækjast eftir menningarupplifun vilja tengjast sögum og staðháttum og dvelja gjarnan lengur þar sem slík upplifun býðst. Til að nýta þessar auðlindir þarf miðlun og túlkun, sem ekki einungis eykur upplifun gesta heldur styrkir líka sjálfsmynd heimafólks og eflir vitund um mikilvægi arfleifðar. Menningarkortlagning sem lykilverkfæri Menningarkortlagning er áhrifarík aðferð til að ná utan um menningarauðlindir þannig að þær nýtist heimafólki til að bæta búsetuskilyrði og styðja við frumkvöðlastarf um land allt. Með henni skapast grundvöllur fyrir markvissa nýtingu menningararfsins í ferðaþjónustu. Verkefnið „Jólasveinar koma úr Dölum“ er gott dæmi um hvernig óáþreifanlegur menningararfur getur verið drifkraftur nýsköpunar í ferðaþjónustu. Með því að virkja arfleifð sem tengir saman fortíð, samtíma og framtíð skapast ekki aðeins verðmætir áfangastaðir heldur styrkist líka sjálfsmynd samfélaga og tengsl við rætur sínar. Þannig verður fortíðin að verðmætri auðlind fyrir framtíðina. Höfundur er fagstjóri skapandi greina við Háskólann á Bifröst og formaður Rannsóknaseturs skapandi greina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dalabyggð Jólasveinar Menning Ferðaþjónusta Mest lesið Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Sjá meira
Menningarferðaþjónusta byggir að miklu leyti á því að búa til áfangastaði sem byggja á sögum og óáþreifanlegum menningararfi. Í nýrri ferðamálastefnu stjórnvalda, sem kynnt var í fyrra, er menningarferðaþjónustu í fyrsta skipti gefinn gaumur með formföstum hætti. Jólasveinarnir koma úr Dölunum Á dánardegi Jóhannesar úr Kötlum, þann 27. apríl sl., var verkefnið „Jólasveinar koma úr Dölunum” kynnt og fyrsti jólasveinninn, skyrgámur, afhjúpaður. Heimili skyrgáms verður á Erpsstöðum, þar sem þessi snjalla og samfélagslega sinnaða hugmynd fæddist árið 2021. Jólasveinahugmyndin byggir á vísum Jóhannesar úr Kötlum, sem birtust í bókinni Jólin koma árið 1932, einni vinsælustu barnabók allra tíma á Íslandi. Í Árbliki fór Einar Svansson, barnabarn Jóhannesar, yfir höfundarverk afa síns og vakti athygli á valdi hans á bragháttum og hvernig hann kallaðist á við Snorra Sturluson í kveðskap sínum. Jóhannes náði að tengja samtíma sinn við fortíðina og um leið tala inn í framtíðina. Ljóð hans um jólasveinana eru órjúfanlegur hluti jólahátíðar Íslendinga og um leið efniviður í nýja nálgun menningarfrumkvöðlanna í Dalabyggð. Ný nálgun á arfleifðina Arfleifð Jóhannesar er grunnur að verkefni þar sem 13 sexhyrndum stöplum verður komið fyrir víða um Dalina. Hver stöpull táknar einn jólasvein og veitir gestum fróðleik um skáldið, jólasveinana og tengingu þeirra við staðinn. Fjölmargir koma að verkefninu og nýjar hugmyndir spretta fram, svo sem þróun 13 lopapeysumynstra hjá ullarvinnslunni Urði, eitt fyrir hvern jólasvein og fjöldi aðra hugmynda eru á sveimi. Verkefnið er stutt af Dala-auði sem er hluti af Brothættum byggðum hjá Byggðastofnun og hefur kveikt í framkvæmdagleði Dalamanna sem byggir á sköpunargleði. Þorgrímur á Erpsstöðum og Guðrún í Hlíð leiða verkefnið en Guðrún vinnur einmitt að hugmyndum um jólasveinasafn í Hlíð og tengir það við ferðaþjónustufyrirtæki sitt. Þorgrímur á Erpsstöðum og Guðrún frá Hlíð. Óáþreifanlegur menningararfur sem auðlind Menningararfur gegnir sífellt stærra hlutverki í mótun sjálfbærrar og staðbundinnar ferðaþjónustu. Samkvæmt nýjustu menningarvísum Hagstofunnarfjórfölduðust rekstrartekjur í menningararfi á tíu ára tímabili frá 2012-2021 en starfandi í greininni fjölgaði aðeins um 26% á sama tíma.. Ný ferðamálastefna stjórnvalda til ársins 2030 markar þáttaskil þar sem menningarferðamennska fær aukna áherslu og kallað er eftir markvissari gagnaöflun og rannsóknum. Óáþreifanlegur menningararfur, frásagnarhefðir, hátíðir, siðvenjur og trúarbrögð, hefur mikið vægi sem auðlind í ferðaþjónustu. Samkvæmt UNESCO er slíkur arfur lifandi, miðlaður milli kynslóða og lykilþáttur í sjálfsmynd samfélaga. Þrátt fyrir þetta er þessi arfleifð gjarnan vanmetin í stefnumótun, einkum vegna skorts á rannsóknum sem sýna áhrif hennar á samfélög og efnahag. Ferðamenn sem sækjast eftir menningarupplifun vilja tengjast sögum og staðháttum og dvelja gjarnan lengur þar sem slík upplifun býðst. Til að nýta þessar auðlindir þarf miðlun og túlkun, sem ekki einungis eykur upplifun gesta heldur styrkir líka sjálfsmynd heimafólks og eflir vitund um mikilvægi arfleifðar. Menningarkortlagning sem lykilverkfæri Menningarkortlagning er áhrifarík aðferð til að ná utan um menningarauðlindir þannig að þær nýtist heimafólki til að bæta búsetuskilyrði og styðja við frumkvöðlastarf um land allt. Með henni skapast grundvöllur fyrir markvissa nýtingu menningararfsins í ferðaþjónustu. Verkefnið „Jólasveinar koma úr Dölum“ er gott dæmi um hvernig óáþreifanlegur menningararfur getur verið drifkraftur nýsköpunar í ferðaþjónustu. Með því að virkja arfleifð sem tengir saman fortíð, samtíma og framtíð skapast ekki aðeins verðmætir áfangastaðir heldur styrkist líka sjálfsmynd samfélaga og tengsl við rætur sínar. Þannig verður fortíðin að verðmætri auðlind fyrir framtíðina. Höfundur er fagstjóri skapandi greina við Háskólann á Bifröst og formaður Rannsóknaseturs skapandi greina.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun