Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar 13. maí 2025 12:00 Menningarferðaþjónusta byggir að miklu leyti á því að búa til áfangastaði sem byggja á sögum og óáþreifanlegum menningararfi. Í nýrri ferðamálastefnu stjórnvalda, sem kynnt var í fyrra, er menningarferðaþjónustu í fyrsta skipti gefinn gaumur með formföstum hætti. Jólasveinarnir koma úr Dölunum Á dánardegi Jóhannesar úr Kötlum, þann 27. apríl sl., var verkefnið „Jólasveinar koma úr Dölunum” kynnt og fyrsti jólasveinninn, skyrgámur, afhjúpaður. Heimili skyrgáms verður á Erpsstöðum, þar sem þessi snjalla og samfélagslega sinnaða hugmynd fæddist árið 2021. Jólasveinahugmyndin byggir á vísum Jóhannesar úr Kötlum, sem birtust í bókinni Jólin koma árið 1932, einni vinsælustu barnabók allra tíma á Íslandi. Í Árbliki fór Einar Svansson, barnabarn Jóhannesar, yfir höfundarverk afa síns og vakti athygli á valdi hans á bragháttum og hvernig hann kallaðist á við Snorra Sturluson í kveðskap sínum. Jóhannes náði að tengja samtíma sinn við fortíðina og um leið tala inn í framtíðina. Ljóð hans um jólasveinana eru órjúfanlegur hluti jólahátíðar Íslendinga og um leið efniviður í nýja nálgun menningarfrumkvöðlanna í Dalabyggð. Ný nálgun á arfleifðina Arfleifð Jóhannesar er grunnur að verkefni þar sem 13 sexhyrndum stöplum verður komið fyrir víða um Dalina. Hver stöpull táknar einn jólasvein og veitir gestum fróðleik um skáldið, jólasveinana og tengingu þeirra við staðinn. Fjölmargir koma að verkefninu og nýjar hugmyndir spretta fram, svo sem þróun 13 lopapeysumynstra hjá ullarvinnslunni Urði, eitt fyrir hvern jólasvein og fjöldi aðra hugmynda eru á sveimi. Verkefnið er stutt af Dala-auði sem er hluti af Brothættum byggðum hjá Byggðastofnun og hefur kveikt í framkvæmdagleði Dalamanna sem byggir á sköpunargleði. Þorgrímur á Erpsstöðum og Guðrún í Hlíð leiða verkefnið en Guðrún vinnur einmitt að hugmyndum um jólasveinasafn í Hlíð og tengir það við ferðaþjónustufyrirtæki sitt. Þorgrímur á Erpsstöðum og Guðrún frá Hlíð. Óáþreifanlegur menningararfur sem auðlind Menningararfur gegnir sífellt stærra hlutverki í mótun sjálfbærrar og staðbundinnar ferðaþjónustu. Samkvæmt nýjustu menningarvísum Hagstofunnarfjórfölduðust rekstrartekjur í menningararfi á tíu ára tímabili frá 2012-2021 en starfandi í greininni fjölgaði aðeins um 26% á sama tíma.. Ný ferðamálastefna stjórnvalda til ársins 2030 markar þáttaskil þar sem menningarferðamennska fær aukna áherslu og kallað er eftir markvissari gagnaöflun og rannsóknum. Óáþreifanlegur menningararfur, frásagnarhefðir, hátíðir, siðvenjur og trúarbrögð, hefur mikið vægi sem auðlind í ferðaþjónustu. Samkvæmt UNESCO er slíkur arfur lifandi, miðlaður milli kynslóða og lykilþáttur í sjálfsmynd samfélaga. Þrátt fyrir þetta er þessi arfleifð gjarnan vanmetin í stefnumótun, einkum vegna skorts á rannsóknum sem sýna áhrif hennar á samfélög og efnahag. Ferðamenn sem sækjast eftir menningarupplifun vilja tengjast sögum og staðháttum og dvelja gjarnan lengur þar sem slík upplifun býðst. Til að nýta þessar auðlindir þarf miðlun og túlkun, sem ekki einungis eykur upplifun gesta heldur styrkir líka sjálfsmynd heimafólks og eflir vitund um mikilvægi arfleifðar. Menningarkortlagning sem lykilverkfæri Menningarkortlagning er áhrifarík aðferð til að ná utan um menningarauðlindir þannig að þær nýtist heimafólki til að bæta búsetuskilyrði og styðja við frumkvöðlastarf um land allt. Með henni skapast grundvöllur fyrir markvissa nýtingu menningararfsins í ferðaþjónustu. Verkefnið „Jólasveinar koma úr Dölum“ er gott dæmi um hvernig óáþreifanlegur menningararfur getur verið drifkraftur nýsköpunar í ferðaþjónustu. Með því að virkja arfleifð sem tengir saman fortíð, samtíma og framtíð skapast ekki aðeins verðmætir áfangastaðir heldur styrkist líka sjálfsmynd samfélaga og tengsl við rætur sínar. Þannig verður fortíðin að verðmætri auðlind fyrir framtíðina. Höfundur er fagstjóri skapandi greina við Háskólann á Bifröst og formaður Rannsóknaseturs skapandi greina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dalabyggð Jólasveinar Menning Ferðaþjónusta Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Menningarferðaþjónusta byggir að miklu leyti á því að búa til áfangastaði sem byggja á sögum og óáþreifanlegum menningararfi. Í nýrri ferðamálastefnu stjórnvalda, sem kynnt var í fyrra, er menningarferðaþjónustu í fyrsta skipti gefinn gaumur með formföstum hætti. Jólasveinarnir koma úr Dölunum Á dánardegi Jóhannesar úr Kötlum, þann 27. apríl sl., var verkefnið „Jólasveinar koma úr Dölunum” kynnt og fyrsti jólasveinninn, skyrgámur, afhjúpaður. Heimili skyrgáms verður á Erpsstöðum, þar sem þessi snjalla og samfélagslega sinnaða hugmynd fæddist árið 2021. Jólasveinahugmyndin byggir á vísum Jóhannesar úr Kötlum, sem birtust í bókinni Jólin koma árið 1932, einni vinsælustu barnabók allra tíma á Íslandi. Í Árbliki fór Einar Svansson, barnabarn Jóhannesar, yfir höfundarverk afa síns og vakti athygli á valdi hans á bragháttum og hvernig hann kallaðist á við Snorra Sturluson í kveðskap sínum. Jóhannes náði að tengja samtíma sinn við fortíðina og um leið tala inn í framtíðina. Ljóð hans um jólasveinana eru órjúfanlegur hluti jólahátíðar Íslendinga og um leið efniviður í nýja nálgun menningarfrumkvöðlanna í Dalabyggð. Ný nálgun á arfleifðina Arfleifð Jóhannesar er grunnur að verkefni þar sem 13 sexhyrndum stöplum verður komið fyrir víða um Dalina. Hver stöpull táknar einn jólasvein og veitir gestum fróðleik um skáldið, jólasveinana og tengingu þeirra við staðinn. Fjölmargir koma að verkefninu og nýjar hugmyndir spretta fram, svo sem þróun 13 lopapeysumynstra hjá ullarvinnslunni Urði, eitt fyrir hvern jólasvein og fjöldi aðra hugmynda eru á sveimi. Verkefnið er stutt af Dala-auði sem er hluti af Brothættum byggðum hjá Byggðastofnun og hefur kveikt í framkvæmdagleði Dalamanna sem byggir á sköpunargleði. Þorgrímur á Erpsstöðum og Guðrún í Hlíð leiða verkefnið en Guðrún vinnur einmitt að hugmyndum um jólasveinasafn í Hlíð og tengir það við ferðaþjónustufyrirtæki sitt. Þorgrímur á Erpsstöðum og Guðrún frá Hlíð. Óáþreifanlegur menningararfur sem auðlind Menningararfur gegnir sífellt stærra hlutverki í mótun sjálfbærrar og staðbundinnar ferðaþjónustu. Samkvæmt nýjustu menningarvísum Hagstofunnarfjórfölduðust rekstrartekjur í menningararfi á tíu ára tímabili frá 2012-2021 en starfandi í greininni fjölgaði aðeins um 26% á sama tíma.. Ný ferðamálastefna stjórnvalda til ársins 2030 markar þáttaskil þar sem menningarferðamennska fær aukna áherslu og kallað er eftir markvissari gagnaöflun og rannsóknum. Óáþreifanlegur menningararfur, frásagnarhefðir, hátíðir, siðvenjur og trúarbrögð, hefur mikið vægi sem auðlind í ferðaþjónustu. Samkvæmt UNESCO er slíkur arfur lifandi, miðlaður milli kynslóða og lykilþáttur í sjálfsmynd samfélaga. Þrátt fyrir þetta er þessi arfleifð gjarnan vanmetin í stefnumótun, einkum vegna skorts á rannsóknum sem sýna áhrif hennar á samfélög og efnahag. Ferðamenn sem sækjast eftir menningarupplifun vilja tengjast sögum og staðháttum og dvelja gjarnan lengur þar sem slík upplifun býðst. Til að nýta þessar auðlindir þarf miðlun og túlkun, sem ekki einungis eykur upplifun gesta heldur styrkir líka sjálfsmynd heimafólks og eflir vitund um mikilvægi arfleifðar. Menningarkortlagning sem lykilverkfæri Menningarkortlagning er áhrifarík aðferð til að ná utan um menningarauðlindir þannig að þær nýtist heimafólki til að bæta búsetuskilyrði og styðja við frumkvöðlastarf um land allt. Með henni skapast grundvöllur fyrir markvissa nýtingu menningararfsins í ferðaþjónustu. Verkefnið „Jólasveinar koma úr Dölum“ er gott dæmi um hvernig óáþreifanlegur menningararfur getur verið drifkraftur nýsköpunar í ferðaþjónustu. Með því að virkja arfleifð sem tengir saman fortíð, samtíma og framtíð skapast ekki aðeins verðmætir áfangastaðir heldur styrkist líka sjálfsmynd samfélaga og tengsl við rætur sínar. Þannig verður fortíðin að verðmætri auðlind fyrir framtíðina. Höfundur er fagstjóri skapandi greina við Háskólann á Bifröst og formaður Rannsóknaseturs skapandi greina.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun