Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar 13. maí 2025 08:31 Við lítum flest á nýsköpun sem afl framfara. Nýjar lausnir, betri lífsgæði, snjallari tæki, meiri tækifæri. En við gleymum oft að spyrja okkur hverjum nýsköpunin þjónar, hvers konar framtíð er verið að skapa og fyrir hvern? Við lifum í heimi þar sem „snjöll kerfi“ hjálpa okkur að velja orðin okkar, bíómyndir, vörur og fréttir. Þau ljúka setningunum okkar, stinga upp á því sem við gætum viljað áður en við vitum að við viljum það og móta hljóðlaust, ekki aðeins það sem við sjáum heldur líka hvernig við hugsum, tjáum okkur og skiljum raunveruleikann. Þetta er ný tegund af stjórn. Hún kemur ekki með valdi eða hótunum, hún kemur sem saklaus „tillaga“. En þegar valkostum er stöðugt ýtt í eina átt, þegar tæknin flokkar heiminn hljóðlega fyrir okkur, hver er þá í raun við stjórnvölinn? Þægindi á kostnað sjálfræðis? Við gefum frá okkur athygli okkar, gögn og val, ekki nauðug, heldur af vana. Smám saman höfum við vanist því að vita ekki hvernig þessi tækni virkar eða af hverju hún var hönnuð. Við köllum hana snjalla, en hún er einnig útreiknuð. Hönnuð til að hámarka arðsemi, ekki endilega vellíðan. Hægt væri að líkja þessu við að búa í ósýnilegu völundarhúsi, haldið saman af hvötum sem við pælum sjaldan í. Hvötum eins og auglýsingatekjum, spálíkönum og markmiðum um hraðan vöxt. Því meiri tíma sem við glötum í völundarhúsinu, því betri verða gögnin og því meiri verður hagnaðurinn. Þetta er nýsköpun sem græðir á fólki en þjónar því ekki. Getur nýsköpun þjónað öðru en hagnaði? Vandamálið í þessu tilfelli er ekki nýsköpunin sjálf, heldur gildin sem hún byggir á. Þegar nýsköpun miðar fyrst og fremst að því að mæla, stýra og selja, þá endum við uppi með verkfæri sem mæla okkur, stýra okkur og selja okkur. En við getum stutt við öðruvísi nýsköpun. Eins og tækni sem hjálpar okkur að einbeita okkur, dýpka sambönd, læra betur, bæta geðheilsu og jafnvel styrkja lýðræðið. Nýsköpun með samfélagslegum hvötum getur alið af sér tækni og vettvanga fyrir samvinnu, sköpun, gleði, forvitni og sameiginlega velmegun - ef við hönnun hana með þessi gildi í huga. Fyrsta skrefið er að spyrja okkur, af hverju erum við að nýskapa? Fyrir hvern er það og hverskonar framtíð erum við að skapa? Nýsköpun hvers vegna Þessar spurningar eru í brennidepli á hliðarviðburði Iceland Innovation Week, “Nýsköpun hvers vegna”. Í stað þess að einblína á hvað nýjasta tæknin getur gert, stöldrum við við og spyrjum fyrst, hvers vegna erum við yfir höfuð að þróa hana. Er nýsköpun eitthvað meira en bara snjöll tækni? Við munum skoða hvernig verkfærin sem við þróum móta lýðræði, athygli, sambönd og samfélag. Við munum skoða hvernig sögur um framtíðina móta svo verkfærin sem við smíðum og hvers vegna við þurfum fleiri sögumenn, ekki bara fleiri sprotafyrirtæki. Við erum ekki bara að spyrja hvað er mögulegt. Við erum að spyrja hvað er það sem skiptir máli? Hvaða stefnu viljum við taka? Viðburðurinn “Innovation of Why” fer fram þann 15. maí, kl 15:00 í Wasabí salnum í hafnar.haus. Hægt er að sjá nánari dagskrá á heimasíðu Nýsköpunarvikunnar. Höfundur er stofnmeðlimur Samtaka um mannvæna tækni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldóra Mogensen Nýsköpun Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Við lítum flest á nýsköpun sem afl framfara. Nýjar lausnir, betri lífsgæði, snjallari tæki, meiri tækifæri. En við gleymum oft að spyrja okkur hverjum nýsköpunin þjónar, hvers konar framtíð er verið að skapa og fyrir hvern? Við lifum í heimi þar sem „snjöll kerfi“ hjálpa okkur að velja orðin okkar, bíómyndir, vörur og fréttir. Þau ljúka setningunum okkar, stinga upp á því sem við gætum viljað áður en við vitum að við viljum það og móta hljóðlaust, ekki aðeins það sem við sjáum heldur líka hvernig við hugsum, tjáum okkur og skiljum raunveruleikann. Þetta er ný tegund af stjórn. Hún kemur ekki með valdi eða hótunum, hún kemur sem saklaus „tillaga“. En þegar valkostum er stöðugt ýtt í eina átt, þegar tæknin flokkar heiminn hljóðlega fyrir okkur, hver er þá í raun við stjórnvölinn? Þægindi á kostnað sjálfræðis? Við gefum frá okkur athygli okkar, gögn og val, ekki nauðug, heldur af vana. Smám saman höfum við vanist því að vita ekki hvernig þessi tækni virkar eða af hverju hún var hönnuð. Við köllum hana snjalla, en hún er einnig útreiknuð. Hönnuð til að hámarka arðsemi, ekki endilega vellíðan. Hægt væri að líkja þessu við að búa í ósýnilegu völundarhúsi, haldið saman af hvötum sem við pælum sjaldan í. Hvötum eins og auglýsingatekjum, spálíkönum og markmiðum um hraðan vöxt. Því meiri tíma sem við glötum í völundarhúsinu, því betri verða gögnin og því meiri verður hagnaðurinn. Þetta er nýsköpun sem græðir á fólki en þjónar því ekki. Getur nýsköpun þjónað öðru en hagnaði? Vandamálið í þessu tilfelli er ekki nýsköpunin sjálf, heldur gildin sem hún byggir á. Þegar nýsköpun miðar fyrst og fremst að því að mæla, stýra og selja, þá endum við uppi með verkfæri sem mæla okkur, stýra okkur og selja okkur. En við getum stutt við öðruvísi nýsköpun. Eins og tækni sem hjálpar okkur að einbeita okkur, dýpka sambönd, læra betur, bæta geðheilsu og jafnvel styrkja lýðræðið. Nýsköpun með samfélagslegum hvötum getur alið af sér tækni og vettvanga fyrir samvinnu, sköpun, gleði, forvitni og sameiginlega velmegun - ef við hönnun hana með þessi gildi í huga. Fyrsta skrefið er að spyrja okkur, af hverju erum við að nýskapa? Fyrir hvern er það og hverskonar framtíð erum við að skapa? Nýsköpun hvers vegna Þessar spurningar eru í brennidepli á hliðarviðburði Iceland Innovation Week, “Nýsköpun hvers vegna”. Í stað þess að einblína á hvað nýjasta tæknin getur gert, stöldrum við við og spyrjum fyrst, hvers vegna erum við yfir höfuð að þróa hana. Er nýsköpun eitthvað meira en bara snjöll tækni? Við munum skoða hvernig verkfærin sem við þróum móta lýðræði, athygli, sambönd og samfélag. Við munum skoða hvernig sögur um framtíðina móta svo verkfærin sem við smíðum og hvers vegna við þurfum fleiri sögumenn, ekki bara fleiri sprotafyrirtæki. Við erum ekki bara að spyrja hvað er mögulegt. Við erum að spyrja hvað er það sem skiptir máli? Hvaða stefnu viljum við taka? Viðburðurinn “Innovation of Why” fer fram þann 15. maí, kl 15:00 í Wasabí salnum í hafnar.haus. Hægt er að sjá nánari dagskrá á heimasíðu Nýsköpunarvikunnar. Höfundur er stofnmeðlimur Samtaka um mannvæna tækni.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun