Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar 9. maí 2025 15:00 “Laxeldi í sjó hefur á undanförnum árum vaxið hraðar en flestar aðrar atvinnugreinar á Íslandi. Þessi ört stækkandi atvinnugrein nýtir stórbrotnar auðlindir okkar; hafsvæðið, hreina orku, vatnið og landið sjálft. Í ljósi þess að áðurnefndar auðlindir eru takmarkaðar er mikilvægt að horfa til framtíðar með langtímahagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi þegar kemur að eignarhaldi og stjórn þessa geira.” “Erlend fjárfesting er mikilvæg íslensku samfélagi, en það má ekki gleymast að yfirráð yfir auðlindum og lykilinnviðum eiga að vera í höndum þjóðarinnar sjálfrar.” Tilvitnunin hér að framan er tekin úr aðsendri grein Sigurðar Inga Jóhannssonar í Morgunblaðinu 8. maí s.l. Árin 2013 - 2024 Sigurður Ingi Jóhannsson hér eftir (SIJ) er líklega búinn að gleyma því að hann hafði tækifæri fyrir hönd þjóðarinnar til að hafa fulla stjórn á uppbyggingu sjókvíaeldis við Íslandsstrendur. SIJ var Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra 2013-2016 þegar firðir landsins voru settir í burðarþolsmat og Norðmenn hösluðu sér völl í sjókvíaeldi á Íslandi. Lykilinnviðir eins og sæstrengir og öryggi siglinga voru ekki í forgangi hjá honum þá. Á þessum tíma var ekki horft til framtíðar með stórbrotna náttúru, auðlindir hafsins og hagsmuni þjóðarinnar í huga. SIJ var forsætisráðherra 2016-2017 og hugði ekkert að öryggismálum þjóðarinnar þrátt fyrir að formennska í Þjóðaröryggisráði fylgi embættinu. Árin 2017 – 2021 var SIJ Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, með ábyrgð á samgöngum bæði á sjó og landi. Árið 2018 var ásókn í sjókvíaeldi orðin það mikil á Vest- og Austfjörðum að lög um skipulag haf- og strandsvæða voru sett. Skipulagsmál heyrðu þá undir umhverfisráðherra, sem skipaði formann og fulltrúa í bæði svæðisráðin. Skipulagsstofnun var ráðgjafi svæðisráðanna og vann skipulagsvinnuna. Eftir kosningar 2021var ráðuneytum fjölgað og breytt og skipulagsmál fluttust til SIJ, sem þá var orðinn Innviðaráðherra. SIJ setti nýjan formann yfir bæði svæðisráðin og skipulagslestin brunaði á meiri hraða en áður í ranga átt við gerð strandsvæðaskipulagsins. Alvarlegir gallar á strandsvæðaskipulagi Ekki var framkvæmt öryggismat á ofanflóðahættu og annarra náttúruvá. Þess í stað var skipulagið staðfest í mars 2023 af þáverandi innviðaráðherra SIJ, með fyrirvara um slíkt mat (möt). Þvert á ákvæði laga var svo Kaldvík, leyfisbeiðanda í Seyðisfirði, heimilað að afmarka slíkt mat sem hefur þó aðeins verið framkvæmt að hluta þrátt fyrir að auglýstar tillögur að leyfum liggi fyrir. Hér skal áréttað að það hefði, lögum samkvæmt, átt að vera hlutverk Skipulagsstofnunar að kalla eftir og afmarka slíkt mat. Óvilhallt umhverfismat. Í umhverfismati fyrir Seyðisfjörð var því haldið fram að áhrif sjókvíaeldis á umhverfi í Seyðisfirði væru „jákvæð“. Er um fjarstæðukennda niðurstöðu að ræða sem sýnir gífurlega hlutdrægni, enda er niðurstaðan í andstöðu við niðurstöðu Náttúruverndarstofnunar, sem er sérfrótt yfirvald. Valkostagreining ólögmæt. Í umhverfismatsferli voru kynntir tveir valkostir líkt og lög gera ráð fyrir en svo var í skipulagi ákveðið að velja þriðju leiðina sem aldrei fór í umhverfismat og þar sem grænu svæði var fórnað. Burðarþolsmat gallað. Ekki var tekið tillit til annarrar starfsemi í firðinum er burðarþolsmat var framkvæmt sem þýðir að það er gróflega ofáætlað. Sjá stjórnsýsluútekt Ríkisendurskoðunar frá 2023 hvað þennan þátt máls varðar. Stórstraumsfjara og nelög ekki skilgreind. Skipulagið sem um ræðir gerði hvergi tilraun til að mæla hvar eignarétti eigenda sjávarlóða sleppir. Fyrir vikið er nú í undirbúningi dómsmál landeiganda við Snæfjallaströnd í Ísafjarðardjúpi. Það er verulegur ágalli á öllu haf- og strandsvæðisskipulagi að taka ekki fullt tillit til lögvarins réttar landeigenda. Menningarminjar ekki skráðar. Samkvæmt lögum ber að skrá menningarminjar áður en svæði eru skipulögð. Minjastofnun benti á misbrest á þessu í Seyðisfirði en úr ágallanum var ekki bætt. Stríðsminjar ekki skoðaðar. Landhelgisgæslan hefur bent á að tundurduflum og kafbátagirðingum hafi verið sökkt á botn Seyðisfjarðar en ekki var lagt mat á hugsanleg áhrif þess að vera með matvælaiðnað á sprengjusvæði. Andstaða við vitalög. Vegna athugasemda VÁ varð skipulagsyfirvöldum ljóst að fyrirhugað haf- og strandsvæðisskipulag væri í grófri andstöðu við ákvæði laga um vitamál nr. 132/1999, enda óheimilt að staðsetja mannvirki á borð við sjókvíar í hvítum ljósgeirum vita. Í kjölfarið skipaði innviðaráðherra nefnd til mótvægisaðgerða. Formaður nefndarinnar var forstjóri Skipulagsstofnunar, ásamt þrem starfsmönnum Vegagerðarinnar og Samgöngustofu, sem áður höfðu gert athugasemdir við siglingaöryggið. Mótvægisaðgerðirnar eru því marki brenndar að miða að því að veita leyfi til sjókvíaeldis fremur en að gæta hagsmuna sjófarenda. Þá fara aðgerðirnar gegn alþjóðlegum skuldbindingum Íslands um siglingaröryggi og brjóta fiskeldislög. Vanhæfnissjónarmið kunna að eiga við um öll störf nefndar um mótvægisaðgerðir þar sem nefndarmenn höfðu komið að skipulaginu á fyrri stigum. Þjóðaröryggi. Öryggi vegna Farice-1 strengsins í Seyðisfirði, sem varðar fjarskipta/þjóðaröryggi tveggja þjóða Íslands og Færeyja, var engan vegin tryggt eða tekið fullt tilit til hans í strandsvæðaskipulaginu. Forstjóri Farice ehf benti ítrekað á frá 2020 að það vantaði að rannska hugsanleg skaðleg áhrif sjókvíaeldis á öryggi Farice-1 strengsins. Farice ehf ber skylda til að gera sitt ítrasta til að tryggja öryggi fjarskiptastrengja. Forstjóri sendi beiðni um lagabreytingar til ráðherra í mars 2023 til að tryggja öryggi strengsins. Þeirri beiðni hefur ekki verið sinnt ennþá, þó fjarskiptastrengir séu lykilinnviðir fyrir þjóðina. Íbúalýðræði. Ekkert samráð var haft við Seyðfirðinga, hvorki almenning eða landeigendur, eins og lög gera ráð fyrir. Niðurstaða skoðunarkönnunar Gallup, sem sveitarfélagið Múlaþing lét gera sýna að 75% kjósenda á Seyðisfirði eru andvíg sjókvíaeldi í firðinum. Skipulagsstofnun hafði áður sagt sjálf að viðlíka andstaða væri ekki þekkt á heimsvísu. Engin sátt lá fyrir þegar skipulagið var samþykkt og liggur ekki fyrir enn. Álit umboðsmanns Alþingis. Félagið VÁ kvartaði til umboðsmanns Alþingis í mars 2023 vegna fjölmargra ágalla á stjórnsýslumeðferð við gerð svokallaðs strandsvæðisskipulags á Austurlandi þar sem veitt voru leyfi til sjókvíaeldis í Seyðisfirði. Var kvörtunin margþætt enda ágallar á skipulagsvinnu verulegir. Umboðsmaður ákvað að afmarka kvörtunina við skoðun á vanhæfi tiltekins starfsmanns sem kom að gerð skipulagsins fyrir hönd Skipulagsstofnunar og svo jafnframt fyrir hönd innviðaráðuneytisins. Álit umboðsmanns í málinu er hér. Ástæða þess að umboðsmaður afmarkar málið með þessum hætti og tekur ekki efnislega afstöðu til annarra atriða kvörtunar VÁ er líklega sú að vanhæfni umrædds lykilstarfsmanns við skipulagsgerð gæti leitt til ógildingar á skipulaginu sem um ræðir. Þetta er grafalvarlegt mál. VÁ lítur svo á að umrædd vanhæfni starfsmanns, að mati umboðsmanns, eigi við í strandsvæðaskipulagi bæði á Austfjörðum og Vestfjörðum. Umræddur starfsmaður hefur setið alla fundi beggja svæðisráða allt til þessa dags. Í Ísafjarðardjúpi hefur Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála óglit rekstrarleyfi á fimm svæðum vegna galla á strandsvæðaskipulagi. VÁ treystir á að ný ríkisstjórn virði niðurstöðu Umbðsmanns og lög landsins og ógildi strandsvæðaskipulagið. Í nýju skipulagi er rétt að byrja á skynsamlegum enda, skipuleggja öruggar siglingaleiðir, meta ofanflóðasvæði og aðra náttúruvá, áhættu erfðablöndunar og burðarþol með tilliti til annarrar starfsemi og láta þannig hagsmuni almennings, vistkerfa og lífræðilegs fjölbreytileika ganga framar hagsmunum fyrirtækja á sviði sjókvíaeldis. Slík var því miður ekki raunin í núverandi skipulagi f.v. ríkisstjórna. Sigurður Ingi gat notað tækifærið í ráðherratíð sinni til að tryggja eignarhald Íslendinga á eigin auðlindum til lands og sjávar. Hann átti líka að tryggja að strandsvæðaskipulag væri gert samkvæmt lögum og reglum og að það þjónaði hagsmunum þjóðarinnar allrar. Hann gerði hvorugt. Það er dýrt að sitja uppi með ónothæft strandsvæðaskipulag, sem þjónar aðallega sérhagsmunum erlendra aðila en ekki almannahagsmunum. Sjókvíaeldi er tímaskekkja og hvorki sjálfbær né umhverfisvænn matvæðaiðnaður, og á ekki heima fjörðum landsins. Höfundur er meðlimur í VÁ félagi um vernd fjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Sjókvíaeldi Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
“Laxeldi í sjó hefur á undanförnum árum vaxið hraðar en flestar aðrar atvinnugreinar á Íslandi. Þessi ört stækkandi atvinnugrein nýtir stórbrotnar auðlindir okkar; hafsvæðið, hreina orku, vatnið og landið sjálft. Í ljósi þess að áðurnefndar auðlindir eru takmarkaðar er mikilvægt að horfa til framtíðar með langtímahagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi þegar kemur að eignarhaldi og stjórn þessa geira.” “Erlend fjárfesting er mikilvæg íslensku samfélagi, en það má ekki gleymast að yfirráð yfir auðlindum og lykilinnviðum eiga að vera í höndum þjóðarinnar sjálfrar.” Tilvitnunin hér að framan er tekin úr aðsendri grein Sigurðar Inga Jóhannssonar í Morgunblaðinu 8. maí s.l. Árin 2013 - 2024 Sigurður Ingi Jóhannsson hér eftir (SIJ) er líklega búinn að gleyma því að hann hafði tækifæri fyrir hönd þjóðarinnar til að hafa fulla stjórn á uppbyggingu sjókvíaeldis við Íslandsstrendur. SIJ var Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra 2013-2016 þegar firðir landsins voru settir í burðarþolsmat og Norðmenn hösluðu sér völl í sjókvíaeldi á Íslandi. Lykilinnviðir eins og sæstrengir og öryggi siglinga voru ekki í forgangi hjá honum þá. Á þessum tíma var ekki horft til framtíðar með stórbrotna náttúru, auðlindir hafsins og hagsmuni þjóðarinnar í huga. SIJ var forsætisráðherra 2016-2017 og hugði ekkert að öryggismálum þjóðarinnar þrátt fyrir að formennska í Þjóðaröryggisráði fylgi embættinu. Árin 2017 – 2021 var SIJ Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, með ábyrgð á samgöngum bæði á sjó og landi. Árið 2018 var ásókn í sjókvíaeldi orðin það mikil á Vest- og Austfjörðum að lög um skipulag haf- og strandsvæða voru sett. Skipulagsmál heyrðu þá undir umhverfisráðherra, sem skipaði formann og fulltrúa í bæði svæðisráðin. Skipulagsstofnun var ráðgjafi svæðisráðanna og vann skipulagsvinnuna. Eftir kosningar 2021var ráðuneytum fjölgað og breytt og skipulagsmál fluttust til SIJ, sem þá var orðinn Innviðaráðherra. SIJ setti nýjan formann yfir bæði svæðisráðin og skipulagslestin brunaði á meiri hraða en áður í ranga átt við gerð strandsvæðaskipulagsins. Alvarlegir gallar á strandsvæðaskipulagi Ekki var framkvæmt öryggismat á ofanflóðahættu og annarra náttúruvá. Þess í stað var skipulagið staðfest í mars 2023 af þáverandi innviðaráðherra SIJ, með fyrirvara um slíkt mat (möt). Þvert á ákvæði laga var svo Kaldvík, leyfisbeiðanda í Seyðisfirði, heimilað að afmarka slíkt mat sem hefur þó aðeins verið framkvæmt að hluta þrátt fyrir að auglýstar tillögur að leyfum liggi fyrir. Hér skal áréttað að það hefði, lögum samkvæmt, átt að vera hlutverk Skipulagsstofnunar að kalla eftir og afmarka slíkt mat. Óvilhallt umhverfismat. Í umhverfismati fyrir Seyðisfjörð var því haldið fram að áhrif sjókvíaeldis á umhverfi í Seyðisfirði væru „jákvæð“. Er um fjarstæðukennda niðurstöðu að ræða sem sýnir gífurlega hlutdrægni, enda er niðurstaðan í andstöðu við niðurstöðu Náttúruverndarstofnunar, sem er sérfrótt yfirvald. Valkostagreining ólögmæt. Í umhverfismatsferli voru kynntir tveir valkostir líkt og lög gera ráð fyrir en svo var í skipulagi ákveðið að velja þriðju leiðina sem aldrei fór í umhverfismat og þar sem grænu svæði var fórnað. Burðarþolsmat gallað. Ekki var tekið tillit til annarrar starfsemi í firðinum er burðarþolsmat var framkvæmt sem þýðir að það er gróflega ofáætlað. Sjá stjórnsýsluútekt Ríkisendurskoðunar frá 2023 hvað þennan þátt máls varðar. Stórstraumsfjara og nelög ekki skilgreind. Skipulagið sem um ræðir gerði hvergi tilraun til að mæla hvar eignarétti eigenda sjávarlóða sleppir. Fyrir vikið er nú í undirbúningi dómsmál landeiganda við Snæfjallaströnd í Ísafjarðardjúpi. Það er verulegur ágalli á öllu haf- og strandsvæðisskipulagi að taka ekki fullt tillit til lögvarins réttar landeigenda. Menningarminjar ekki skráðar. Samkvæmt lögum ber að skrá menningarminjar áður en svæði eru skipulögð. Minjastofnun benti á misbrest á þessu í Seyðisfirði en úr ágallanum var ekki bætt. Stríðsminjar ekki skoðaðar. Landhelgisgæslan hefur bent á að tundurduflum og kafbátagirðingum hafi verið sökkt á botn Seyðisfjarðar en ekki var lagt mat á hugsanleg áhrif þess að vera með matvælaiðnað á sprengjusvæði. Andstaða við vitalög. Vegna athugasemda VÁ varð skipulagsyfirvöldum ljóst að fyrirhugað haf- og strandsvæðisskipulag væri í grófri andstöðu við ákvæði laga um vitamál nr. 132/1999, enda óheimilt að staðsetja mannvirki á borð við sjókvíar í hvítum ljósgeirum vita. Í kjölfarið skipaði innviðaráðherra nefnd til mótvægisaðgerða. Formaður nefndarinnar var forstjóri Skipulagsstofnunar, ásamt þrem starfsmönnum Vegagerðarinnar og Samgöngustofu, sem áður höfðu gert athugasemdir við siglingaöryggið. Mótvægisaðgerðirnar eru því marki brenndar að miða að því að veita leyfi til sjókvíaeldis fremur en að gæta hagsmuna sjófarenda. Þá fara aðgerðirnar gegn alþjóðlegum skuldbindingum Íslands um siglingaröryggi og brjóta fiskeldislög. Vanhæfnissjónarmið kunna að eiga við um öll störf nefndar um mótvægisaðgerðir þar sem nefndarmenn höfðu komið að skipulaginu á fyrri stigum. Þjóðaröryggi. Öryggi vegna Farice-1 strengsins í Seyðisfirði, sem varðar fjarskipta/þjóðaröryggi tveggja þjóða Íslands og Færeyja, var engan vegin tryggt eða tekið fullt tilit til hans í strandsvæðaskipulaginu. Forstjóri Farice ehf benti ítrekað á frá 2020 að það vantaði að rannska hugsanleg skaðleg áhrif sjókvíaeldis á öryggi Farice-1 strengsins. Farice ehf ber skylda til að gera sitt ítrasta til að tryggja öryggi fjarskiptastrengja. Forstjóri sendi beiðni um lagabreytingar til ráðherra í mars 2023 til að tryggja öryggi strengsins. Þeirri beiðni hefur ekki verið sinnt ennþá, þó fjarskiptastrengir séu lykilinnviðir fyrir þjóðina. Íbúalýðræði. Ekkert samráð var haft við Seyðfirðinga, hvorki almenning eða landeigendur, eins og lög gera ráð fyrir. Niðurstaða skoðunarkönnunar Gallup, sem sveitarfélagið Múlaþing lét gera sýna að 75% kjósenda á Seyðisfirði eru andvíg sjókvíaeldi í firðinum. Skipulagsstofnun hafði áður sagt sjálf að viðlíka andstaða væri ekki þekkt á heimsvísu. Engin sátt lá fyrir þegar skipulagið var samþykkt og liggur ekki fyrir enn. Álit umboðsmanns Alþingis. Félagið VÁ kvartaði til umboðsmanns Alþingis í mars 2023 vegna fjölmargra ágalla á stjórnsýslumeðferð við gerð svokallaðs strandsvæðisskipulags á Austurlandi þar sem veitt voru leyfi til sjókvíaeldis í Seyðisfirði. Var kvörtunin margþætt enda ágallar á skipulagsvinnu verulegir. Umboðsmaður ákvað að afmarka kvörtunina við skoðun á vanhæfi tiltekins starfsmanns sem kom að gerð skipulagsins fyrir hönd Skipulagsstofnunar og svo jafnframt fyrir hönd innviðaráðuneytisins. Álit umboðsmanns í málinu er hér. Ástæða þess að umboðsmaður afmarkar málið með þessum hætti og tekur ekki efnislega afstöðu til annarra atriða kvörtunar VÁ er líklega sú að vanhæfni umrædds lykilstarfsmanns við skipulagsgerð gæti leitt til ógildingar á skipulaginu sem um ræðir. Þetta er grafalvarlegt mál. VÁ lítur svo á að umrædd vanhæfni starfsmanns, að mati umboðsmanns, eigi við í strandsvæðaskipulagi bæði á Austfjörðum og Vestfjörðum. Umræddur starfsmaður hefur setið alla fundi beggja svæðisráða allt til þessa dags. Í Ísafjarðardjúpi hefur Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála óglit rekstrarleyfi á fimm svæðum vegna galla á strandsvæðaskipulagi. VÁ treystir á að ný ríkisstjórn virði niðurstöðu Umbðsmanns og lög landsins og ógildi strandsvæðaskipulagið. Í nýju skipulagi er rétt að byrja á skynsamlegum enda, skipuleggja öruggar siglingaleiðir, meta ofanflóðasvæði og aðra náttúruvá, áhættu erfðablöndunar og burðarþol með tilliti til annarrar starfsemi og láta þannig hagsmuni almennings, vistkerfa og lífræðilegs fjölbreytileika ganga framar hagsmunum fyrirtækja á sviði sjókvíaeldis. Slík var því miður ekki raunin í núverandi skipulagi f.v. ríkisstjórna. Sigurður Ingi gat notað tækifærið í ráðherratíð sinni til að tryggja eignarhald Íslendinga á eigin auðlindum til lands og sjávar. Hann átti líka að tryggja að strandsvæðaskipulag væri gert samkvæmt lögum og reglum og að það þjónaði hagsmunum þjóðarinnar allrar. Hann gerði hvorugt. Það er dýrt að sitja uppi með ónothæft strandsvæðaskipulag, sem þjónar aðallega sérhagsmunum erlendra aðila en ekki almannahagsmunum. Sjókvíaeldi er tímaskekkja og hvorki sjálfbær né umhverfisvænn matvæðaiðnaður, og á ekki heima fjörðum landsins. Höfundur er meðlimur í VÁ félagi um vernd fjarðar.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun