Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar 9. maí 2025 08:31 Uppsafnaður halli á grunnrekstri eru að minnsta kosti 5 milljarðar á kjörtímabilinu í Hafnarfirði. Ársreikningur Hafnarfjarðar var samþykktur í bæjarstjórn nýlega. Valdhafar hamra á því að það sé 1200 milljóna afgangur af rekstrinum. Meirihlutinn er glaður og ánægður með árangurinn. Hér er mörgum ólíkum þáttum grautað saman í eina skál og erfitt að átta sig á raunverulegri stöðu bæjarsjóðs. Ég vil aftur á móti meina að hallinn á grunnrekstri bæjarsjóðs sé 650 milljónir og uppsafnaður halli á grunnrekstrinum sé að nálgast 5 milljarða á þremur árum. Það er ljóst að það er langt á milli sjónarmiða. Hvernig má það vera að hægt sé að vera með jafn ólíka sýn á staðreyndir? Svarið er einfalt; samkvæmt 11 gr reglna um ársreikninga sveitarfélaga segir að gatnagerðargjöld skuli ekki færa til rekstrar, þau eiga að koma til frádráttar á fjárfestingum. Þannig ef við sem stjórnvald viljum að farið sé eftir reglum okkar, þá er lágmark að stjórnvaldið fari að reglum. Mín skoðun er sú að ekki eigi að færa söluhagnað lóða til rekstrartekna, þær eiga að mínu viti heima á sama stað og gatnagerðargjöldin. Ástæðan fyrir því að lóðir eru yfir höfuð seldar en ekki úthlutað frítt er að mikil fjárfesting fylgir því að gera lóðir og hverfi klár til úthlutunar og því á söluandvirði lóða að lækka fjárfestingaþörf sveitarfélaga. Með það í huga má halda því fram að grunnrekstur Hafnarfjarðar hafi verið niðurgreiddur af húsbyggjendum í Hafnarfirði um rúma 10 milljarða á kjörtímabilinu. Rekstur sveitarfélaga er þríþættur, stærsti hlutinn er daglegur rekstur, annar þáttur snýr að uppbyggingu innviða (fjárfestingu) og sá þriðji snýr að fjármögnun (lán og skuldir). Grunnreksturinn er fjármagnaður með útsvari, fasteignagjöldum og þjónustugjöldum. Fjárfesting er fjármögnuð með sölu lóða, gatnagerðargjöldum og þeim afgangi sem grunnreksturinn á að skila (rekstrarafgangi). Ef það dugar ekki þarf að taka lán. Rekstrarreikningur bæjarins undanfarin þrjú ár hefur sýnt örlítinn afgang af rekstri. Þeim árangri er náð með því að nota tekjur, sem eru innheimtar í þeim tilgangi að standa undir innviðauppbyggingu (gatnagerðargjöld og lóðasölu), til að koma rekstrinum yfir núllið, en einungis á pappír. Því miður er bæjarfélagið ekki rekið á pappír, það er rekið í raunheimum. En rekstrarreikningurinn segir ekki alla söguna, sjóðsstreymið fyllir í eyðurnar. 11 gr Í sjóðsstreyminu eru hinir þrír hlutar rekstursins aðskildir. Þar eru framkvæmdatekjurnar bakfærðar frá grunnrekstrinum yfir í framkvæmdahlutann. Þá sjáum við svart á hvítu hvernig er í pottinn búið. Þar sjáum við að grunnreksturinn er langt frá því að standa undir sér. Þar sjáum við líka að gatnagerðargjöldin og lóðasala er notað sem frádráttur á fjárfestingu ársins. Það er villandi þar sem þessir peningar hafa þegar verið notaðir til að bæta hinn almenna rekstur. Þarna sést að verið er að nota sömu krónuna tvisvar. Á undanförnum þremur árum hefur Hafnarfjarðarbær tekið hátt í 10 milljarða að láni til að standa undir grunnrekstrinum. Lánið hefur verið tekið hjá húsbyggjendum í Hafnarfirði í formi lóðasölu og gatnagerðargjalda. Þar sem ekki er hægt að eyða sömu krónunni tvisvar þýðir þetta að minna fé getur farið í nauðsynlega fjárfestingu (innviðauppbyggingu). Það þarf því að taka meira að láni en æskilegt er. Það lítur betur út að taka lán fyrir framkvæmdum en rekstri. En í raun og sann er verið að taka lán til að borga með rekstrinum. Bakfærslur í sjóðsstreymi staðfesta það. Þetta fyrirkomulag er ekki sjálfbært og það sem verra er, að svo virðist sem meirihlutinn trúi því að reksturinn sé traustur og góður. Þegar maður trúir því er ekki líklegt að breytingar verði gerðar til að stöðva blæðinguna. Rekstur sveitarfélaga er í grunninn ekki flókinn, en hann er þungur. Þegar ársreikningurinn er flæktur jafn mikið og raun ber vitni er erfitt að ná yfirsýn yfir reksturinn. Á meðan svo er má ekki vænta breytinga til batnaðar. Eitt er þó ljóst, svona fjármálastjórn gengur ekki mikið lengur. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Hafnarfjörður Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Uppsafnaður halli á grunnrekstri eru að minnsta kosti 5 milljarðar á kjörtímabilinu í Hafnarfirði. Ársreikningur Hafnarfjarðar var samþykktur í bæjarstjórn nýlega. Valdhafar hamra á því að það sé 1200 milljóna afgangur af rekstrinum. Meirihlutinn er glaður og ánægður með árangurinn. Hér er mörgum ólíkum þáttum grautað saman í eina skál og erfitt að átta sig á raunverulegri stöðu bæjarsjóðs. Ég vil aftur á móti meina að hallinn á grunnrekstri bæjarsjóðs sé 650 milljónir og uppsafnaður halli á grunnrekstrinum sé að nálgast 5 milljarða á þremur árum. Það er ljóst að það er langt á milli sjónarmiða. Hvernig má það vera að hægt sé að vera með jafn ólíka sýn á staðreyndir? Svarið er einfalt; samkvæmt 11 gr reglna um ársreikninga sveitarfélaga segir að gatnagerðargjöld skuli ekki færa til rekstrar, þau eiga að koma til frádráttar á fjárfestingum. Þannig ef við sem stjórnvald viljum að farið sé eftir reglum okkar, þá er lágmark að stjórnvaldið fari að reglum. Mín skoðun er sú að ekki eigi að færa söluhagnað lóða til rekstrartekna, þær eiga að mínu viti heima á sama stað og gatnagerðargjöldin. Ástæðan fyrir því að lóðir eru yfir höfuð seldar en ekki úthlutað frítt er að mikil fjárfesting fylgir því að gera lóðir og hverfi klár til úthlutunar og því á söluandvirði lóða að lækka fjárfestingaþörf sveitarfélaga. Með það í huga má halda því fram að grunnrekstur Hafnarfjarðar hafi verið niðurgreiddur af húsbyggjendum í Hafnarfirði um rúma 10 milljarða á kjörtímabilinu. Rekstur sveitarfélaga er þríþættur, stærsti hlutinn er daglegur rekstur, annar þáttur snýr að uppbyggingu innviða (fjárfestingu) og sá þriðji snýr að fjármögnun (lán og skuldir). Grunnreksturinn er fjármagnaður með útsvari, fasteignagjöldum og þjónustugjöldum. Fjárfesting er fjármögnuð með sölu lóða, gatnagerðargjöldum og þeim afgangi sem grunnreksturinn á að skila (rekstrarafgangi). Ef það dugar ekki þarf að taka lán. Rekstrarreikningur bæjarins undanfarin þrjú ár hefur sýnt örlítinn afgang af rekstri. Þeim árangri er náð með því að nota tekjur, sem eru innheimtar í þeim tilgangi að standa undir innviðauppbyggingu (gatnagerðargjöld og lóðasölu), til að koma rekstrinum yfir núllið, en einungis á pappír. Því miður er bæjarfélagið ekki rekið á pappír, það er rekið í raunheimum. En rekstrarreikningurinn segir ekki alla söguna, sjóðsstreymið fyllir í eyðurnar. 11 gr Í sjóðsstreyminu eru hinir þrír hlutar rekstursins aðskildir. Þar eru framkvæmdatekjurnar bakfærðar frá grunnrekstrinum yfir í framkvæmdahlutann. Þá sjáum við svart á hvítu hvernig er í pottinn búið. Þar sjáum við að grunnreksturinn er langt frá því að standa undir sér. Þar sjáum við líka að gatnagerðargjöldin og lóðasala er notað sem frádráttur á fjárfestingu ársins. Það er villandi þar sem þessir peningar hafa þegar verið notaðir til að bæta hinn almenna rekstur. Þarna sést að verið er að nota sömu krónuna tvisvar. Á undanförnum þremur árum hefur Hafnarfjarðarbær tekið hátt í 10 milljarða að láni til að standa undir grunnrekstrinum. Lánið hefur verið tekið hjá húsbyggjendum í Hafnarfirði í formi lóðasölu og gatnagerðargjalda. Þar sem ekki er hægt að eyða sömu krónunni tvisvar þýðir þetta að minna fé getur farið í nauðsynlega fjárfestingu (innviðauppbyggingu). Það þarf því að taka meira að láni en æskilegt er. Það lítur betur út að taka lán fyrir framkvæmdum en rekstri. En í raun og sann er verið að taka lán til að borga með rekstrinum. Bakfærslur í sjóðsstreymi staðfesta það. Þetta fyrirkomulag er ekki sjálfbært og það sem verra er, að svo virðist sem meirihlutinn trúi því að reksturinn sé traustur og góður. Þegar maður trúir því er ekki líklegt að breytingar verði gerðar til að stöðva blæðinguna. Rekstur sveitarfélaga er í grunninn ekki flókinn, en hann er þungur. Þegar ársreikningurinn er flæktur jafn mikið og raun ber vitni er erfitt að ná yfirsýn yfir reksturinn. Á meðan svo er má ekki vænta breytinga til batnaðar. Eitt er þó ljóst, svona fjármálastjórn gengur ekki mikið lengur. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun