Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Samúel Karl Ólason skrifar 6. maí 2025 08:11 OpenAI rekur ChatGPT, þekktustu gervigreind heimsins. AP/Peter Morgan Forsvarsmenn gervigreindarfyrirtækisins OpenAI, sem þróar mállíkanið ChatGPT, hafa hætt við ætlanir um umfangsmiklar breytingar á rekstri fyrirtækisins. Til stóð að reka fyrirtækið í hagnaðarskyni í framtíðinni en nú hefur verið tekin sú ákvörðun að breyta ekki um stefnu og verður fyrirtækinu áfram stýrt af óhagnaðardrifinni stjórn. Elon Musk, einn auðugasti maður heims, sem kom upprunalega að stofnun OpenAI og hefur nú stofnað sitt eigið gervigreindarfyrirtæki, hefur barist mjög gegn því að rekstri OpenAI verði breytt. Hann hefur meðal annars höfðað mál til að reyna að koma í veg fyrir breytingarnar. Musk hefur ítrekað verið mjög gagnrýninn í garð Open AI og Sam Altman, forstjóra fyrirtækisins. Sjá einnig: Enn deila Musk og Altman Þegar forsvarsmönnum OpenAI varð ljóst að þeir þurftu mun meiri fjármuni en áður hafði verið talið var stofnað sérstakt dótturfélag sem gerði aðilum eins og Microsoft kleift að fjárfesta fúlgur fjár í þróun gervigreindar. Samkvæmt skilmálum þess félags gátu fjárfestar ekki grætt meira en hundraðfalt það sem þeir lögðu til félagsins en stjórnin hefði líka getað ákveðið að hagnaðurinn yrði enginn, reyndist það nauðsynlegt. Nú vilja stjórnendur OpenAI finna einhverskonar milliveg sem á að gera fyrirtækinu kleift að standa við upprunalegt markmið þess að starfa í þágu mannkyns og gera því kleift að safna þeim miklu fjármunum sem þróun mállíkanna eins og ChatGPT þarfnast, samkvæmt frétt Washington Post. Nákvæmlega hvernig það verður gert liggur ekki fyrir. Wall Street Journal segir að í skilmálum einhverra þeirra sem fjárfest hafa í starfsemi OpenAI séu skilyrði um að fyrirtækinu yrði breytt í hagnaðardrifið fyrirtæki. Altman hefur þó sagt að þessi nýja ákvörðun um hverfa frá þeim áætlunum muni ekki hafa áhrif á aðgang að þrjátíu milljarða dala fjárfestingu SoftBank, sem hafði áðurnefnt skilyrði. Bandaríkin Gervigreind Elon Musk Tengdar fréttir Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Varaformaður Sambands íslenskra myndlistarmanna segir nýtt gervigreindaræði vekja upp ýmsar spurningar varðandi höfundarrétt. Netverjar keppast við að láta gervigreindina skapa myndir sem annar ekki eftirspurn. 31. mars 2025 19:56 Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Erindrekar og embættismenn frá Bretlandi og Bandaríkjunum neituðu að skrifa undir fjölþjóðlega yfirlýsingu um þróun gervigreindar. Yfirlýsingin, sem samin var á leiðtogafundi í París, snýst meðal annars um að heita opnu og siðferðilegu ferli við þróun gervigreindartækni. 11. febrúar 2025 14:29 Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Auðjöfurinn Elon Musk og hópur fjárfesta gerðu í gær tilboð í gervigreindarfyrirtækið OpenAI upp á 97,4 milljarða Bandaríkjadala. OpenAI þróaði og á ChatGPT. 11. febrúar 2025 08:36 Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Starfsmenn Microsoft og OpenAI rannsaka hvort að DeepSeek, kínversk gervigreind sem olli usla á mörkuðum vestanhafs í vikunni, byggi á gögnum ChatGPT, gervigreindar OpenAI. Kínverska gervigreindin er sögð standa jafnfætis ChatGPT en á að hafa verið mun ódýrari í þróun og notkun. 29. janúar 2025 22:51 Mest lesið Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Stjórnun þarf ekki bara að breytast heldur „gerbreytast” Atvinnulíf Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Fleiri fréttir Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Sjá meira
Elon Musk, einn auðugasti maður heims, sem kom upprunalega að stofnun OpenAI og hefur nú stofnað sitt eigið gervigreindarfyrirtæki, hefur barist mjög gegn því að rekstri OpenAI verði breytt. Hann hefur meðal annars höfðað mál til að reyna að koma í veg fyrir breytingarnar. Musk hefur ítrekað verið mjög gagnrýninn í garð Open AI og Sam Altman, forstjóra fyrirtækisins. Sjá einnig: Enn deila Musk og Altman Þegar forsvarsmönnum OpenAI varð ljóst að þeir þurftu mun meiri fjármuni en áður hafði verið talið var stofnað sérstakt dótturfélag sem gerði aðilum eins og Microsoft kleift að fjárfesta fúlgur fjár í þróun gervigreindar. Samkvæmt skilmálum þess félags gátu fjárfestar ekki grætt meira en hundraðfalt það sem þeir lögðu til félagsins en stjórnin hefði líka getað ákveðið að hagnaðurinn yrði enginn, reyndist það nauðsynlegt. Nú vilja stjórnendur OpenAI finna einhverskonar milliveg sem á að gera fyrirtækinu kleift að standa við upprunalegt markmið þess að starfa í þágu mannkyns og gera því kleift að safna þeim miklu fjármunum sem þróun mállíkanna eins og ChatGPT þarfnast, samkvæmt frétt Washington Post. Nákvæmlega hvernig það verður gert liggur ekki fyrir. Wall Street Journal segir að í skilmálum einhverra þeirra sem fjárfest hafa í starfsemi OpenAI séu skilyrði um að fyrirtækinu yrði breytt í hagnaðardrifið fyrirtæki. Altman hefur þó sagt að þessi nýja ákvörðun um hverfa frá þeim áætlunum muni ekki hafa áhrif á aðgang að þrjátíu milljarða dala fjárfestingu SoftBank, sem hafði áðurnefnt skilyrði.
Bandaríkin Gervigreind Elon Musk Tengdar fréttir Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Varaformaður Sambands íslenskra myndlistarmanna segir nýtt gervigreindaræði vekja upp ýmsar spurningar varðandi höfundarrétt. Netverjar keppast við að láta gervigreindina skapa myndir sem annar ekki eftirspurn. 31. mars 2025 19:56 Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Erindrekar og embættismenn frá Bretlandi og Bandaríkjunum neituðu að skrifa undir fjölþjóðlega yfirlýsingu um þróun gervigreindar. Yfirlýsingin, sem samin var á leiðtogafundi í París, snýst meðal annars um að heita opnu og siðferðilegu ferli við þróun gervigreindartækni. 11. febrúar 2025 14:29 Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Auðjöfurinn Elon Musk og hópur fjárfesta gerðu í gær tilboð í gervigreindarfyrirtækið OpenAI upp á 97,4 milljarða Bandaríkjadala. OpenAI þróaði og á ChatGPT. 11. febrúar 2025 08:36 Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Starfsmenn Microsoft og OpenAI rannsaka hvort að DeepSeek, kínversk gervigreind sem olli usla á mörkuðum vestanhafs í vikunni, byggi á gögnum ChatGPT, gervigreindar OpenAI. Kínverska gervigreindin er sögð standa jafnfætis ChatGPT en á að hafa verið mun ódýrari í þróun og notkun. 29. janúar 2025 22:51 Mest lesið Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Stjórnun þarf ekki bara að breytast heldur „gerbreytast” Atvinnulíf Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Fleiri fréttir Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Sjá meira
Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Varaformaður Sambands íslenskra myndlistarmanna segir nýtt gervigreindaræði vekja upp ýmsar spurningar varðandi höfundarrétt. Netverjar keppast við að láta gervigreindina skapa myndir sem annar ekki eftirspurn. 31. mars 2025 19:56
Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Erindrekar og embættismenn frá Bretlandi og Bandaríkjunum neituðu að skrifa undir fjölþjóðlega yfirlýsingu um þróun gervigreindar. Yfirlýsingin, sem samin var á leiðtogafundi í París, snýst meðal annars um að heita opnu og siðferðilegu ferli við þróun gervigreindartækni. 11. febrúar 2025 14:29
Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Auðjöfurinn Elon Musk og hópur fjárfesta gerðu í gær tilboð í gervigreindarfyrirtækið OpenAI upp á 97,4 milljarða Bandaríkjadala. OpenAI þróaði og á ChatGPT. 11. febrúar 2025 08:36
Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Starfsmenn Microsoft og OpenAI rannsaka hvort að DeepSeek, kínversk gervigreind sem olli usla á mörkuðum vestanhafs í vikunni, byggi á gögnum ChatGPT, gervigreindar OpenAI. Kínverska gervigreindin er sögð standa jafnfætis ChatGPT en á að hafa verið mun ódýrari í þróun og notkun. 29. janúar 2025 22:51
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent