Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar 5. maí 2025 15:01 Tölum aðeins um tímann í kringum jólin. Það er svo gaman að gleðja fólk, sérstaklega í desember. Eftir haustið kemur októbermánuður siglandi inn í dagatalið og flýgur nokkuð hratt í gegn. Þá mætir nóvembermánuður og við förum að leiða hugann að desember og jólahátíðinni. Ó hversu gaman og gott er að gleðja fólk í kringum jólin. Sum okkar nota nóvember til að skipuleggja desember og það er virðingarvert. Önnur koma af fullum þunga inn í byrjun desember. Þau okkar sem hafa eignast barn á árinu eða fermt barn, eru jafnvel nýgift eða eiga geggjaða fjölskyldumynd af Tene, hugleiða að senda vinum og vandamönnum jólakort með mynd. Tilgangurinn að gleðja og þakka fyrir góðar stundir á árinu. Við leggjum okkur fram um að sýna hvort öðru kærleika á þessum tíma. Við brosum framan í hvort annað og þegar stutt er í jólin segjum við innilega ,,Gleðileg jól” eða ,,Gleðilega hátíð” við hvort annað, jafnvel þó við þekkjumst lítið sem ekkert. En það styttist í jólin og þá erum við öll svo glöð og við erum tilbúin að sýna öðrum kærleika bæði í orði og á borði. Við förum á dvalarheimilið og heimsækjum ömmu og afa eða mömmu og pabba eða frænkuna eða frændann sem voru okkur svo góð þegar við vorum yngri. Við tökum börnin okkar með og biðjum þau að lita mynd til að gefa viðkomandi í heimsókninni. Það gleður. Í anddyri dvalarheimilisins mætum við börnum sem voru að syngja fyrir heimilisfólkið. Í matsalnum eru yngstu börn tónlistarskólans að spila jólalög. Allir sem við sjáum eru með bros á vör og gleðin og kærleikurinn skín af öllum. Eftir jólalögin er upplestur frá sjálfboðaliðum sem koma sum hver langt að til að lesa fyrir heimilisfólkið. Það eru jú að koma jól og þá gefum við af okkur. Í heimsókninni rifjum við upp gamlar og góðar stundir og þökkum fyrir allt það sem við höfum gert saman í gegnum tíðina. Við gefum okkur tíma þar sem það er stutt í jólahátíðina. Á leiðinni út eftir vel heppnaða heimsókn sjáum við að dagskráin fyrir desembermánuð hangir í anddyrinu. Það er viðburður nánast hvern einasta dag og marga daga eru fleiri en einn viðburður. Hversu dásamlegt í desember. Þetta ber að þakka fyrir. Við hugsum um nágrannakonuna sem missti manninn sinn fyrir nokkrum árum og hefur verið ein síðan - við munum eftir henni í desember og færum henni heimabakaðar smákökur og sendum henni góðar kveðjur. Við segjum já við flestum sem hringja í okkur eða banka upp á heima hjá okkur og eru að biðja um stuðning til handa þeim sem minna mega sín. Við erum klár þar sem það er stutt í jól og allir eiga að hafa það gott um jólin. Við leggjum í guðskistuna þar sem tími ljóss og friðar er runninn upp. Eftir dásamlegan desember tekur janúar við keflinu og við tekur blákaldur hversdagsleikinn og það líða 10 mánuðir þangað til við förum að hugleiða af alvöru hvernig við ætlum að gleðja náungann. Væri ekki gaman að dreifa gleðinni og gleðja fólk jafnt og þétt yfir árið? Hvern ætlar þú að gleðja í dag? Höfundur er stærðfræðingur með áhuga á fólki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Góðverk Jól Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Tölum aðeins um tímann í kringum jólin. Það er svo gaman að gleðja fólk, sérstaklega í desember. Eftir haustið kemur októbermánuður siglandi inn í dagatalið og flýgur nokkuð hratt í gegn. Þá mætir nóvembermánuður og við förum að leiða hugann að desember og jólahátíðinni. Ó hversu gaman og gott er að gleðja fólk í kringum jólin. Sum okkar nota nóvember til að skipuleggja desember og það er virðingarvert. Önnur koma af fullum þunga inn í byrjun desember. Þau okkar sem hafa eignast barn á árinu eða fermt barn, eru jafnvel nýgift eða eiga geggjaða fjölskyldumynd af Tene, hugleiða að senda vinum og vandamönnum jólakort með mynd. Tilgangurinn að gleðja og þakka fyrir góðar stundir á árinu. Við leggjum okkur fram um að sýna hvort öðru kærleika á þessum tíma. Við brosum framan í hvort annað og þegar stutt er í jólin segjum við innilega ,,Gleðileg jól” eða ,,Gleðilega hátíð” við hvort annað, jafnvel þó við þekkjumst lítið sem ekkert. En það styttist í jólin og þá erum við öll svo glöð og við erum tilbúin að sýna öðrum kærleika bæði í orði og á borði. Við förum á dvalarheimilið og heimsækjum ömmu og afa eða mömmu og pabba eða frænkuna eða frændann sem voru okkur svo góð þegar við vorum yngri. Við tökum börnin okkar með og biðjum þau að lita mynd til að gefa viðkomandi í heimsókninni. Það gleður. Í anddyri dvalarheimilisins mætum við börnum sem voru að syngja fyrir heimilisfólkið. Í matsalnum eru yngstu börn tónlistarskólans að spila jólalög. Allir sem við sjáum eru með bros á vör og gleðin og kærleikurinn skín af öllum. Eftir jólalögin er upplestur frá sjálfboðaliðum sem koma sum hver langt að til að lesa fyrir heimilisfólkið. Það eru jú að koma jól og þá gefum við af okkur. Í heimsókninni rifjum við upp gamlar og góðar stundir og þökkum fyrir allt það sem við höfum gert saman í gegnum tíðina. Við gefum okkur tíma þar sem það er stutt í jólahátíðina. Á leiðinni út eftir vel heppnaða heimsókn sjáum við að dagskráin fyrir desembermánuð hangir í anddyrinu. Það er viðburður nánast hvern einasta dag og marga daga eru fleiri en einn viðburður. Hversu dásamlegt í desember. Þetta ber að þakka fyrir. Við hugsum um nágrannakonuna sem missti manninn sinn fyrir nokkrum árum og hefur verið ein síðan - við munum eftir henni í desember og færum henni heimabakaðar smákökur og sendum henni góðar kveðjur. Við segjum já við flestum sem hringja í okkur eða banka upp á heima hjá okkur og eru að biðja um stuðning til handa þeim sem minna mega sín. Við erum klár þar sem það er stutt í jól og allir eiga að hafa það gott um jólin. Við leggjum í guðskistuna þar sem tími ljóss og friðar er runninn upp. Eftir dásamlegan desember tekur janúar við keflinu og við tekur blákaldur hversdagsleikinn og það líða 10 mánuðir þangað til við förum að hugleiða af alvöru hvernig við ætlum að gleðja náungann. Væri ekki gaman að dreifa gleðinni og gleðja fólk jafnt og þétt yfir árið? Hvern ætlar þú að gleðja í dag? Höfundur er stærðfræðingur með áhuga á fólki.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar