Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar 5. maí 2025 15:01 Tölum aðeins um tímann í kringum jólin. Það er svo gaman að gleðja fólk, sérstaklega í desember. Eftir haustið kemur októbermánuður siglandi inn í dagatalið og flýgur nokkuð hratt í gegn. Þá mætir nóvembermánuður og við förum að leiða hugann að desember og jólahátíðinni. Ó hversu gaman og gott er að gleðja fólk í kringum jólin. Sum okkar nota nóvember til að skipuleggja desember og það er virðingarvert. Önnur koma af fullum þunga inn í byrjun desember. Þau okkar sem hafa eignast barn á árinu eða fermt barn, eru jafnvel nýgift eða eiga geggjaða fjölskyldumynd af Tene, hugleiða að senda vinum og vandamönnum jólakort með mynd. Tilgangurinn að gleðja og þakka fyrir góðar stundir á árinu. Við leggjum okkur fram um að sýna hvort öðru kærleika á þessum tíma. Við brosum framan í hvort annað og þegar stutt er í jólin segjum við innilega ,,Gleðileg jól” eða ,,Gleðilega hátíð” við hvort annað, jafnvel þó við þekkjumst lítið sem ekkert. En það styttist í jólin og þá erum við öll svo glöð og við erum tilbúin að sýna öðrum kærleika bæði í orði og á borði. Við förum á dvalarheimilið og heimsækjum ömmu og afa eða mömmu og pabba eða frænkuna eða frændann sem voru okkur svo góð þegar við vorum yngri. Við tökum börnin okkar með og biðjum þau að lita mynd til að gefa viðkomandi í heimsókninni. Það gleður. Í anddyri dvalarheimilisins mætum við börnum sem voru að syngja fyrir heimilisfólkið. Í matsalnum eru yngstu börn tónlistarskólans að spila jólalög. Allir sem við sjáum eru með bros á vör og gleðin og kærleikurinn skín af öllum. Eftir jólalögin er upplestur frá sjálfboðaliðum sem koma sum hver langt að til að lesa fyrir heimilisfólkið. Það eru jú að koma jól og þá gefum við af okkur. Í heimsókninni rifjum við upp gamlar og góðar stundir og þökkum fyrir allt það sem við höfum gert saman í gegnum tíðina. Við gefum okkur tíma þar sem það er stutt í jólahátíðina. Á leiðinni út eftir vel heppnaða heimsókn sjáum við að dagskráin fyrir desembermánuð hangir í anddyrinu. Það er viðburður nánast hvern einasta dag og marga daga eru fleiri en einn viðburður. Hversu dásamlegt í desember. Þetta ber að þakka fyrir. Við hugsum um nágrannakonuna sem missti manninn sinn fyrir nokkrum árum og hefur verið ein síðan - við munum eftir henni í desember og færum henni heimabakaðar smákökur og sendum henni góðar kveðjur. Við segjum já við flestum sem hringja í okkur eða banka upp á heima hjá okkur og eru að biðja um stuðning til handa þeim sem minna mega sín. Við erum klár þar sem það er stutt í jól og allir eiga að hafa það gott um jólin. Við leggjum í guðskistuna þar sem tími ljóss og friðar er runninn upp. Eftir dásamlegan desember tekur janúar við keflinu og við tekur blákaldur hversdagsleikinn og það líða 10 mánuðir þangað til við förum að hugleiða af alvöru hvernig við ætlum að gleðja náungann. Væri ekki gaman að dreifa gleðinni og gleðja fólk jafnt og þétt yfir árið? Hvern ætlar þú að gleðja í dag? Höfundur er stærðfræðingur með áhuga á fólki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Góðverk Jól Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Sjá meira
Tölum aðeins um tímann í kringum jólin. Það er svo gaman að gleðja fólk, sérstaklega í desember. Eftir haustið kemur októbermánuður siglandi inn í dagatalið og flýgur nokkuð hratt í gegn. Þá mætir nóvembermánuður og við förum að leiða hugann að desember og jólahátíðinni. Ó hversu gaman og gott er að gleðja fólk í kringum jólin. Sum okkar nota nóvember til að skipuleggja desember og það er virðingarvert. Önnur koma af fullum þunga inn í byrjun desember. Þau okkar sem hafa eignast barn á árinu eða fermt barn, eru jafnvel nýgift eða eiga geggjaða fjölskyldumynd af Tene, hugleiða að senda vinum og vandamönnum jólakort með mynd. Tilgangurinn að gleðja og þakka fyrir góðar stundir á árinu. Við leggjum okkur fram um að sýna hvort öðru kærleika á þessum tíma. Við brosum framan í hvort annað og þegar stutt er í jólin segjum við innilega ,,Gleðileg jól” eða ,,Gleðilega hátíð” við hvort annað, jafnvel þó við þekkjumst lítið sem ekkert. En það styttist í jólin og þá erum við öll svo glöð og við erum tilbúin að sýna öðrum kærleika bæði í orði og á borði. Við förum á dvalarheimilið og heimsækjum ömmu og afa eða mömmu og pabba eða frænkuna eða frændann sem voru okkur svo góð þegar við vorum yngri. Við tökum börnin okkar með og biðjum þau að lita mynd til að gefa viðkomandi í heimsókninni. Það gleður. Í anddyri dvalarheimilisins mætum við börnum sem voru að syngja fyrir heimilisfólkið. Í matsalnum eru yngstu börn tónlistarskólans að spila jólalög. Allir sem við sjáum eru með bros á vör og gleðin og kærleikurinn skín af öllum. Eftir jólalögin er upplestur frá sjálfboðaliðum sem koma sum hver langt að til að lesa fyrir heimilisfólkið. Það eru jú að koma jól og þá gefum við af okkur. Í heimsókninni rifjum við upp gamlar og góðar stundir og þökkum fyrir allt það sem við höfum gert saman í gegnum tíðina. Við gefum okkur tíma þar sem það er stutt í jólahátíðina. Á leiðinni út eftir vel heppnaða heimsókn sjáum við að dagskráin fyrir desembermánuð hangir í anddyrinu. Það er viðburður nánast hvern einasta dag og marga daga eru fleiri en einn viðburður. Hversu dásamlegt í desember. Þetta ber að þakka fyrir. Við hugsum um nágrannakonuna sem missti manninn sinn fyrir nokkrum árum og hefur verið ein síðan - við munum eftir henni í desember og færum henni heimabakaðar smákökur og sendum henni góðar kveðjur. Við segjum já við flestum sem hringja í okkur eða banka upp á heima hjá okkur og eru að biðja um stuðning til handa þeim sem minna mega sín. Við erum klár þar sem það er stutt í jól og allir eiga að hafa það gott um jólin. Við leggjum í guðskistuna þar sem tími ljóss og friðar er runninn upp. Eftir dásamlegan desember tekur janúar við keflinu og við tekur blákaldur hversdagsleikinn og það líða 10 mánuðir þangað til við förum að hugleiða af alvöru hvernig við ætlum að gleðja náungann. Væri ekki gaman að dreifa gleðinni og gleðja fólk jafnt og þétt yfir árið? Hvern ætlar þú að gleðja í dag? Höfundur er stærðfræðingur með áhuga á fólki.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun