Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar 5. maí 2025 12:30 Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF) var samþykktur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í lok árs 2006. Ísland undirritaði samninginn árið eftir og fullgilti hann 2016 en í ár stendur til að lögfesta samninginn sem felur m.a. í sér mannréttindi fyrir alla, virka samfélagsþátttöku og mannlega reisn. Í haust verður auk þess nýtt örorkulífeyriskerfi komið á með von um að þeir sem geta og vilja hafa tækifæri til atvinnuþátttöku og afkoma örorkulífeyrisþega vænkist. Það er gleðiefni, vegna þess að atvinnuþátttaka gefur ekki aðeins aukatekjur, hún gefur fólki mikilvæg hlutverk, það að tilheyra, rútínu, möguleika á að láta gott af sér leiða og vinnur gegn félagslegri einangrun. Þessar breytingar kalla á þátttöku margra aðila og aðgerðir sem styðja við að fólk hafi tækifæri til að verða fullgildir samfélagsþegnar. Nauðsynlegt er að skapa fleiri starfsmenntunar tækifæri og atvinnumarkaðurinn þarf að aðlaga sig að breyttum forsendum með því að auka hlutastörf og viljann til þess að taka á móti fjölbreyttari flóru fólks. Í því samhengi má benda á Nordplus, menntaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar sem stuðlar að því að efla samvinnu og gæði í menntun á Norðurlöndunum og Eystrasaltslöndunum, en Nordplus styður m.a. við nýsköpun í menntun til að auka atvinnuþátttöku. Eitt af verkefnum Nordplus þessi misserin er að styðja við hóp fólks með persónulega reynslu af ýmsum áskorunum við að undirbúa jafningjanám á netinu, nám sem byggir á lífsreynslu. Þessi hópur er nú að skoða hvert í sínu landi hvað til er varðandi menntun jafningjastarfsmanna. Hér á landi hafa félagasamtökin Traustur kjarni í samvinnu við alþjóðlega jafningjasamtök boðið upp á þrjú styttri námskeið. Um 140 manns hafa útskrifast hér á landi úr því námi, sem er góður grunnur fyrir starf sem jafningi. Símenntunarstöðvar eru smátt og smátt að átta sig á mikilvægi þessara námskeiða. Heilbrigðis- og félags og vinnumarkaðsráðuneytið styrkja nú nám sem Yale háskólinn í Bandaríkjunum býður upp á. Í náminu eru 15 nemendur, öll með notendareynslu, en námið er leiðtoganám þar sem lífsreynsla er grunnurinn til að þróa fjölbreyttari þjónustu. Með þessum skrefum hafa stjórnvöld unnið í takt við SRFF og nýtt sérhæft örorkumat í viðleitni sinni að auka virði fólks sem hefur átt erfitt uppdráttar á vinnumarkaði. Ráðstefnan Þörf fyrir samfélagsbreytingar – nýjar leiðir í geðheilbrigðismálum sem haldið er af Geðhjálp byggir á þessari hugmyndafræði jafningjanálgunar. Ráðstefnan er alþjóðleg og haldin dagana 15. og 16. maí á Hilton Reykjavík Nordica en um er að ræða einstakt tækifæri fyrir fólk sem vinnur í félags- og geðgeiranum, notendur þjónustunnar, sérfræðinga á vegum stjórnarinnar og almenning sem lætur sig málið varða að koma saman. Fólk með geðrænar áskoranir, fíknivanda og/eða þeir sem hafa afplánað dóm o.m.fl.eyja nú von um að taka þátt á vinnumarkaði þar sem lífsreynsla þeirra er verðmætið. Fjölga þarf svo um munar jafningjastarfsmönnum í félags- og heilbrigðisgeiranum sem hafa t.d. þekkingu á því hvar brotalamirnar eru í kerfinu til að fyrirbyggja að vandinn verði þannig að dýra sérfræðiþjónustu þurfi til. Nú er spurning hver næstu skrefin verða varðandi menntunar- og atvinnutækifæri hér á landi til að hlúa að þessari nýju starfsstétt. Er vinnumarkaðurinn, bæði hinn opinberi og einkageirinn, reiðubúinn til að taka fagnandi á móti reynsluríku fólki í hlutastörf? Góð áform renna út í sandinn ef þeim verður ekki fylgt eftir. Höfundur er iðjuþjálfi og varaformaður Geðhjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Ebba Ásmundsdóttir Geðheilbrigði Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Skoðun Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Sjá meira
Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF) var samþykktur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í lok árs 2006. Ísland undirritaði samninginn árið eftir og fullgilti hann 2016 en í ár stendur til að lögfesta samninginn sem felur m.a. í sér mannréttindi fyrir alla, virka samfélagsþátttöku og mannlega reisn. Í haust verður auk þess nýtt örorkulífeyriskerfi komið á með von um að þeir sem geta og vilja hafa tækifæri til atvinnuþátttöku og afkoma örorkulífeyrisþega vænkist. Það er gleðiefni, vegna þess að atvinnuþátttaka gefur ekki aðeins aukatekjur, hún gefur fólki mikilvæg hlutverk, það að tilheyra, rútínu, möguleika á að láta gott af sér leiða og vinnur gegn félagslegri einangrun. Þessar breytingar kalla á þátttöku margra aðila og aðgerðir sem styðja við að fólk hafi tækifæri til að verða fullgildir samfélagsþegnar. Nauðsynlegt er að skapa fleiri starfsmenntunar tækifæri og atvinnumarkaðurinn þarf að aðlaga sig að breyttum forsendum með því að auka hlutastörf og viljann til þess að taka á móti fjölbreyttari flóru fólks. Í því samhengi má benda á Nordplus, menntaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar sem stuðlar að því að efla samvinnu og gæði í menntun á Norðurlöndunum og Eystrasaltslöndunum, en Nordplus styður m.a. við nýsköpun í menntun til að auka atvinnuþátttöku. Eitt af verkefnum Nordplus þessi misserin er að styðja við hóp fólks með persónulega reynslu af ýmsum áskorunum við að undirbúa jafningjanám á netinu, nám sem byggir á lífsreynslu. Þessi hópur er nú að skoða hvert í sínu landi hvað til er varðandi menntun jafningjastarfsmanna. Hér á landi hafa félagasamtökin Traustur kjarni í samvinnu við alþjóðlega jafningjasamtök boðið upp á þrjú styttri námskeið. Um 140 manns hafa útskrifast hér á landi úr því námi, sem er góður grunnur fyrir starf sem jafningi. Símenntunarstöðvar eru smátt og smátt að átta sig á mikilvægi þessara námskeiða. Heilbrigðis- og félags og vinnumarkaðsráðuneytið styrkja nú nám sem Yale háskólinn í Bandaríkjunum býður upp á. Í náminu eru 15 nemendur, öll með notendareynslu, en námið er leiðtoganám þar sem lífsreynsla er grunnurinn til að þróa fjölbreyttari þjónustu. Með þessum skrefum hafa stjórnvöld unnið í takt við SRFF og nýtt sérhæft örorkumat í viðleitni sinni að auka virði fólks sem hefur átt erfitt uppdráttar á vinnumarkaði. Ráðstefnan Þörf fyrir samfélagsbreytingar – nýjar leiðir í geðheilbrigðismálum sem haldið er af Geðhjálp byggir á þessari hugmyndafræði jafningjanálgunar. Ráðstefnan er alþjóðleg og haldin dagana 15. og 16. maí á Hilton Reykjavík Nordica en um er að ræða einstakt tækifæri fyrir fólk sem vinnur í félags- og geðgeiranum, notendur þjónustunnar, sérfræðinga á vegum stjórnarinnar og almenning sem lætur sig málið varða að koma saman. Fólk með geðrænar áskoranir, fíknivanda og/eða þeir sem hafa afplánað dóm o.m.fl.eyja nú von um að taka þátt á vinnumarkaði þar sem lífsreynsla þeirra er verðmætið. Fjölga þarf svo um munar jafningjastarfsmönnum í félags- og heilbrigðisgeiranum sem hafa t.d. þekkingu á því hvar brotalamirnar eru í kerfinu til að fyrirbyggja að vandinn verði þannig að dýra sérfræðiþjónustu þurfi til. Nú er spurning hver næstu skrefin verða varðandi menntunar- og atvinnutækifæri hér á landi til að hlúa að þessari nýju starfsstétt. Er vinnumarkaðurinn, bæði hinn opinberi og einkageirinn, reiðubúinn til að taka fagnandi á móti reynsluríku fólki í hlutastörf? Góð áform renna út í sandinn ef þeim verður ekki fylgt eftir. Höfundur er iðjuþjálfi og varaformaður Geðhjálpar.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun