Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar 5. maí 2025 12:30 Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF) var samþykktur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í lok árs 2006. Ísland undirritaði samninginn árið eftir og fullgilti hann 2016 en í ár stendur til að lögfesta samninginn sem felur m.a. í sér mannréttindi fyrir alla, virka samfélagsþátttöku og mannlega reisn. Í haust verður auk þess nýtt örorkulífeyriskerfi komið á með von um að þeir sem geta og vilja hafa tækifæri til atvinnuþátttöku og afkoma örorkulífeyrisþega vænkist. Það er gleðiefni, vegna þess að atvinnuþátttaka gefur ekki aðeins aukatekjur, hún gefur fólki mikilvæg hlutverk, það að tilheyra, rútínu, möguleika á að láta gott af sér leiða og vinnur gegn félagslegri einangrun. Þessar breytingar kalla á þátttöku margra aðila og aðgerðir sem styðja við að fólk hafi tækifæri til að verða fullgildir samfélagsþegnar. Nauðsynlegt er að skapa fleiri starfsmenntunar tækifæri og atvinnumarkaðurinn þarf að aðlaga sig að breyttum forsendum með því að auka hlutastörf og viljann til þess að taka á móti fjölbreyttari flóru fólks. Í því samhengi má benda á Nordplus, menntaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar sem stuðlar að því að efla samvinnu og gæði í menntun á Norðurlöndunum og Eystrasaltslöndunum, en Nordplus styður m.a. við nýsköpun í menntun til að auka atvinnuþátttöku. Eitt af verkefnum Nordplus þessi misserin er að styðja við hóp fólks með persónulega reynslu af ýmsum áskorunum við að undirbúa jafningjanám á netinu, nám sem byggir á lífsreynslu. Þessi hópur er nú að skoða hvert í sínu landi hvað til er varðandi menntun jafningjastarfsmanna. Hér á landi hafa félagasamtökin Traustur kjarni í samvinnu við alþjóðlega jafningjasamtök boðið upp á þrjú styttri námskeið. Um 140 manns hafa útskrifast hér á landi úr því námi, sem er góður grunnur fyrir starf sem jafningi. Símenntunarstöðvar eru smátt og smátt að átta sig á mikilvægi þessara námskeiða. Heilbrigðis- og félags og vinnumarkaðsráðuneytið styrkja nú nám sem Yale háskólinn í Bandaríkjunum býður upp á. Í náminu eru 15 nemendur, öll með notendareynslu, en námið er leiðtoganám þar sem lífsreynsla er grunnurinn til að þróa fjölbreyttari þjónustu. Með þessum skrefum hafa stjórnvöld unnið í takt við SRFF og nýtt sérhæft örorkumat í viðleitni sinni að auka virði fólks sem hefur átt erfitt uppdráttar á vinnumarkaði. Ráðstefnan Þörf fyrir samfélagsbreytingar – nýjar leiðir í geðheilbrigðismálum sem haldið er af Geðhjálp byggir á þessari hugmyndafræði jafningjanálgunar. Ráðstefnan er alþjóðleg og haldin dagana 15. og 16. maí á Hilton Reykjavík Nordica en um er að ræða einstakt tækifæri fyrir fólk sem vinnur í félags- og geðgeiranum, notendur þjónustunnar, sérfræðinga á vegum stjórnarinnar og almenning sem lætur sig málið varða að koma saman. Fólk með geðrænar áskoranir, fíknivanda og/eða þeir sem hafa afplánað dóm o.m.fl.eyja nú von um að taka þátt á vinnumarkaði þar sem lífsreynsla þeirra er verðmætið. Fjölga þarf svo um munar jafningjastarfsmönnum í félags- og heilbrigðisgeiranum sem hafa t.d. þekkingu á því hvar brotalamirnar eru í kerfinu til að fyrirbyggja að vandinn verði þannig að dýra sérfræðiþjónustu þurfi til. Nú er spurning hver næstu skrefin verða varðandi menntunar- og atvinnutækifæri hér á landi til að hlúa að þessari nýju starfsstétt. Er vinnumarkaðurinn, bæði hinn opinberi og einkageirinn, reiðubúinn til að taka fagnandi á móti reynsluríku fólki í hlutastörf? Góð áform renna út í sandinn ef þeim verður ekki fylgt eftir. Höfundur er iðjuþjálfi og varaformaður Geðhjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Ebba Ásmundsdóttir Geðheilbrigði Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF) var samþykktur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í lok árs 2006. Ísland undirritaði samninginn árið eftir og fullgilti hann 2016 en í ár stendur til að lögfesta samninginn sem felur m.a. í sér mannréttindi fyrir alla, virka samfélagsþátttöku og mannlega reisn. Í haust verður auk þess nýtt örorkulífeyriskerfi komið á með von um að þeir sem geta og vilja hafa tækifæri til atvinnuþátttöku og afkoma örorkulífeyrisþega vænkist. Það er gleðiefni, vegna þess að atvinnuþátttaka gefur ekki aðeins aukatekjur, hún gefur fólki mikilvæg hlutverk, það að tilheyra, rútínu, möguleika á að láta gott af sér leiða og vinnur gegn félagslegri einangrun. Þessar breytingar kalla á þátttöku margra aðila og aðgerðir sem styðja við að fólk hafi tækifæri til að verða fullgildir samfélagsþegnar. Nauðsynlegt er að skapa fleiri starfsmenntunar tækifæri og atvinnumarkaðurinn þarf að aðlaga sig að breyttum forsendum með því að auka hlutastörf og viljann til þess að taka á móti fjölbreyttari flóru fólks. Í því samhengi má benda á Nordplus, menntaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar sem stuðlar að því að efla samvinnu og gæði í menntun á Norðurlöndunum og Eystrasaltslöndunum, en Nordplus styður m.a. við nýsköpun í menntun til að auka atvinnuþátttöku. Eitt af verkefnum Nordplus þessi misserin er að styðja við hóp fólks með persónulega reynslu af ýmsum áskorunum við að undirbúa jafningjanám á netinu, nám sem byggir á lífsreynslu. Þessi hópur er nú að skoða hvert í sínu landi hvað til er varðandi menntun jafningjastarfsmanna. Hér á landi hafa félagasamtökin Traustur kjarni í samvinnu við alþjóðlega jafningjasamtök boðið upp á þrjú styttri námskeið. Um 140 manns hafa útskrifast hér á landi úr því námi, sem er góður grunnur fyrir starf sem jafningi. Símenntunarstöðvar eru smátt og smátt að átta sig á mikilvægi þessara námskeiða. Heilbrigðis- og félags og vinnumarkaðsráðuneytið styrkja nú nám sem Yale háskólinn í Bandaríkjunum býður upp á. Í náminu eru 15 nemendur, öll með notendareynslu, en námið er leiðtoganám þar sem lífsreynsla er grunnurinn til að þróa fjölbreyttari þjónustu. Með þessum skrefum hafa stjórnvöld unnið í takt við SRFF og nýtt sérhæft örorkumat í viðleitni sinni að auka virði fólks sem hefur átt erfitt uppdráttar á vinnumarkaði. Ráðstefnan Þörf fyrir samfélagsbreytingar – nýjar leiðir í geðheilbrigðismálum sem haldið er af Geðhjálp byggir á þessari hugmyndafræði jafningjanálgunar. Ráðstefnan er alþjóðleg og haldin dagana 15. og 16. maí á Hilton Reykjavík Nordica en um er að ræða einstakt tækifæri fyrir fólk sem vinnur í félags- og geðgeiranum, notendur þjónustunnar, sérfræðinga á vegum stjórnarinnar og almenning sem lætur sig málið varða að koma saman. Fólk með geðrænar áskoranir, fíknivanda og/eða þeir sem hafa afplánað dóm o.m.fl.eyja nú von um að taka þátt á vinnumarkaði þar sem lífsreynsla þeirra er verðmætið. Fjölga þarf svo um munar jafningjastarfsmönnum í félags- og heilbrigðisgeiranum sem hafa t.d. þekkingu á því hvar brotalamirnar eru í kerfinu til að fyrirbyggja að vandinn verði þannig að dýra sérfræðiþjónustu þurfi til. Nú er spurning hver næstu skrefin verða varðandi menntunar- og atvinnutækifæri hér á landi til að hlúa að þessari nýju starfsstétt. Er vinnumarkaðurinn, bæði hinn opinberi og einkageirinn, reiðubúinn til að taka fagnandi á móti reynsluríku fólki í hlutastörf? Góð áform renna út í sandinn ef þeim verður ekki fylgt eftir. Höfundur er iðjuþjálfi og varaformaður Geðhjálpar.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar