Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Árni Jóhannsson skrifar 4. maí 2025 21:24 Diamond Battles var frábærum á báðum endum vallarins. Vísir / Hulda Margrét Diamond Battles var ein af mörgum sem setti þung lóð á vogaskálarnar til að tryggja Haukum sigur á Njarðvíkingum í leik nr. 2 í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Leikurinn endaði 72-90 en varnarleikur gestanna var magnaður í seinni hálfleik. Diamond var spurð að því hvað það hafi verið sem skilaði sigrinum í kvöld þegar Andri Már Eggertsson ræddi við hana á Stöð 2 Sport eftirl leik. „Það var bara baráttuandinn í okkur. Við áttum erfiðan fyrri hálfleik þannig að við þurftum að fara í það að halda áfram vörninni okkar og ná í stopp allar 40 mínúturnar.“ Haukar voru þremur stigum undir í hálfleik, 41-38, og var Diamond spurð að því hvað hafi verið rætt í leikhléinu. „Bara að halda áfram að spila okkar leik. Við þurftum að ná upp orkustiginu okkar og ræddum að við þyrftum að fara að gera það sem við ætluðum okkur í leiknum. Það var að spila okkar leik og hafa mikið meiri orku og skapa sóknir okkar útfrá varnarleiknum.“ Þriðji leikhluti var ótrúlegur fyrir Hauka en þær héldu heimakonum í sjö stigum allan leikhlutann. Hvað var það sem skilaði því? „Bara vörnin. Við einbeittum okkur meira að því hvað við viljum gera og þriðji leikhlutinn var kennslubókardæmi um það hvað við getum gert þegar við náum að spila okkar leik og pressa þær mjög mikið og skapa okkur færi út frá því.“ Diamond og Brittany Dinkins hafa háð mikla baráttu í einvíginu og var sú fyrrnefnda spurð út í hana. Dinkins skoraði ekki nema 14 stig í leiknum og hefur oft átt betri leiki. „Ég var að grínast í henni fyrir leik að ég ætlaði að bögga hana í allt kvöld. Hún er frábær leikmaður þannig að hún getur tekið því.“ Haukar eru einu skrefi frá titlinum og eru á leið í Ólafssal þar sem allt kapp verður lagt á að taka það skref. Hvernig er sú tilfinning að mati Diamond? „Hún er frábær. Við verðum að halda áfram á sömu braut og megum ekki láta þetta trufla okkur. Njarðvík er gott lið en við ættum að ná í sigurinn á heimavelli. Bónus-deild kvenna Haukar Mest lesið Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Tvíburasysturnar óvænt hættar Körfubolti Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Njarðvík - KR | Uppgjör efstu liðanna Körfubolti Fleiri fréttir Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Njarðvík - KR | Uppgjör efstu liðanna Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Uppgjörið: Ármann - Álftanes 75-110 | Mikilvægur sigur eftir taphrinu Sjá meira
Diamond var spurð að því hvað það hafi verið sem skilaði sigrinum í kvöld þegar Andri Már Eggertsson ræddi við hana á Stöð 2 Sport eftirl leik. „Það var bara baráttuandinn í okkur. Við áttum erfiðan fyrri hálfleik þannig að við þurftum að fara í það að halda áfram vörninni okkar og ná í stopp allar 40 mínúturnar.“ Haukar voru þremur stigum undir í hálfleik, 41-38, og var Diamond spurð að því hvað hafi verið rætt í leikhléinu. „Bara að halda áfram að spila okkar leik. Við þurftum að ná upp orkustiginu okkar og ræddum að við þyrftum að fara að gera það sem við ætluðum okkur í leiknum. Það var að spila okkar leik og hafa mikið meiri orku og skapa sóknir okkar útfrá varnarleiknum.“ Þriðji leikhluti var ótrúlegur fyrir Hauka en þær héldu heimakonum í sjö stigum allan leikhlutann. Hvað var það sem skilaði því? „Bara vörnin. Við einbeittum okkur meira að því hvað við viljum gera og þriðji leikhlutinn var kennslubókardæmi um það hvað við getum gert þegar við náum að spila okkar leik og pressa þær mjög mikið og skapa okkur færi út frá því.“ Diamond og Brittany Dinkins hafa háð mikla baráttu í einvíginu og var sú fyrrnefnda spurð út í hana. Dinkins skoraði ekki nema 14 stig í leiknum og hefur oft átt betri leiki. „Ég var að grínast í henni fyrir leik að ég ætlaði að bögga hana í allt kvöld. Hún er frábær leikmaður þannig að hún getur tekið því.“ Haukar eru einu skrefi frá titlinum og eru á leið í Ólafssal þar sem allt kapp verður lagt á að taka það skref. Hvernig er sú tilfinning að mati Diamond? „Hún er frábær. Við verðum að halda áfram á sömu braut og megum ekki láta þetta trufla okkur. Njarðvík er gott lið en við ættum að ná í sigurinn á heimavelli.
Bónus-deild kvenna Haukar Mest lesið Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Tvíburasysturnar óvænt hættar Körfubolti Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Njarðvík - KR | Uppgjör efstu liðanna Körfubolti Fleiri fréttir Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Njarðvík - KR | Uppgjör efstu liðanna Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Uppgjörið: Ármann - Álftanes 75-110 | Mikilvægur sigur eftir taphrinu Sjá meira