Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar 2. maí 2025 12:02 Svokölluð „ice-bucket“ áskorun, sem felst í því að láta hella yfir sig fötu af ísköldu vatni, er aftur farin að ganga á samfélagsmiðlum. Upphaflega áskorunin, frá árinu 2015, fólst í því að auka vitund um ALS sjúkdóminn, en nú virðist hún eingöngu til þess ætluð að auka gleði og létta lund. Áskorun mín til hæstvirtra ráðherra felst ekki í því að láta hella yfir sig fötu af köldu vatni, heldur er hún töluvert þægilegri í framkvæmd. Hún er þó algjörlega til þess fallin að auka gleði og létta lund. Það eina sem þið þurfið að gera, kæru ráðherrar, er að þiggja boð á söngleikinn Shrek sem sýndur er í Borgarleikhúsinu um þessar mundir. Sýningin er lokasýning nemenda í söngleikjadeild Söngskóla Sigurðar Demetz og það er óhætt að mæla með henni við alla sem þetta lesa. Teiknimyndirnar um Shrek eru flestum kunnar og á sviðinu birtast sagan okkur ljóslifandi að viðbættri stórskemmtilegri tónlist. Á sviðinu er valinn maður í hverju rúmi og þar birtast okkur þvílíkir hæfileikar, leikgleði og orka að það er ómögulegt annað en að svífa út úr leikhúsinu að sýningu lokinni. Á sama tíma er ekki annað hægt en að fyllast trega og áhyggjum af stöðu skólans, sem og annarra listaskóla, sérstaklega á menntaskólastigi. Eins og fram hefur komið í fréttum og opnum bréfum til ráðamanna fá tónlistaskólar greitt úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga fyrir kennslukostnaði á efri stigum á grundvelli samkomulags á milli ríkis og sveitafélaga frá árinu 2011. Markmið þess samkomulags var að efla tónlistarnám á Íslandi og fólst það í því að ríkið tæki yfir greiðslur fyrir kennslu á framhaldsstigi á hljóðfæri og mið- og framhaldsstigi í söng. Greiðslur til Söngskóla Sigurðar Demetz standa nú aðeins undir um 70 prósenta hluta af kennslukostnaði skólans. Stafar það af því að framlagið hækkar samkvæmt launavísitölu, en tekur ekki tillit til launahækkana kennara umfram launavísitölu eins og gerðist með síðustu kjarasamningum. Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem blikur eru á lofti í rekstri skólans, því mikil óvissa hefur ríkt um fjármögnun hans undanfarin ár. Ef fer sem horfir verður ekki rekstrargrundvöllur fyrir skólann haustið 2026. Í Söngskóla Sigurðar Demetz hefur ekki aðeins verið lagður metnaður í að veita nemendum bestu mögulegu söng- og leiklistarkennslu og búa þá undir frekara nám og störf á þeim vettvangi. Undanfarin ár hefur einnig verið lögð mikil áhersla á jákvæð áhrif söng- og leiklistarnáms á heilsu og líðan einstaklinga. Kennarar hafa fengið fræðslu og þjálfun í að styðja nemendur með kvíða og taugafjölbreytileika til að njóta listnáms, framkomu og sköpunar. Könnun sem send var til nemenda og forráðamanna leiddi í ljós að stór hluti nemenda hefur verið greindur með kvíða, ofvirkni, athyglisbrest, þunglyndi eða einhverfu. 98% nemenda sem svöruðu könnuninni sögðust finna fyrir auknu sjálfstrausti eftir að nám í skólanum hófst og 94% hafa upplifað jákvæðan mun á líðan sinni. Þessar niðurstöður eru í takt við erlendar rannsóknir á áhrifum söngs og leiklistar á andlega líðan. Skólinn hefur fyrir löngu sannað sig sem menntastofnun fyrir upprennandi listamenn sem auðga líf okkar með listsköpun sinni. Hann hefur einnig sannað sig sem umbreytandi afl fyrir nemendur sína, sem upplifa jákvæðar breytingar á líðan sinni. Það er ekki minni ávinningur fyrir okkur sem samfélag að bæta líðan og sjálfstraust ungs fólks. Í því felast gríðarlegar forvarnir. Ég skora á ykkur, kæru ráðherrar, að þiggja boð á nemendasýningu Söngskóla Sigurðar Demetz. Að sýningu lokinni hvet ég ykkur að finna leið til að tryggja að þær verði miklu fleiri. Höfundur er fyrrum nemandi og núverandi stjórnarmaður Söngskóla Sigurðar Demetz. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tónlistarnám Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Svokölluð „ice-bucket“ áskorun, sem felst í því að láta hella yfir sig fötu af ísköldu vatni, er aftur farin að ganga á samfélagsmiðlum. Upphaflega áskorunin, frá árinu 2015, fólst í því að auka vitund um ALS sjúkdóminn, en nú virðist hún eingöngu til þess ætluð að auka gleði og létta lund. Áskorun mín til hæstvirtra ráðherra felst ekki í því að láta hella yfir sig fötu af köldu vatni, heldur er hún töluvert þægilegri í framkvæmd. Hún er þó algjörlega til þess fallin að auka gleði og létta lund. Það eina sem þið þurfið að gera, kæru ráðherrar, er að þiggja boð á söngleikinn Shrek sem sýndur er í Borgarleikhúsinu um þessar mundir. Sýningin er lokasýning nemenda í söngleikjadeild Söngskóla Sigurðar Demetz og það er óhætt að mæla með henni við alla sem þetta lesa. Teiknimyndirnar um Shrek eru flestum kunnar og á sviðinu birtast sagan okkur ljóslifandi að viðbættri stórskemmtilegri tónlist. Á sviðinu er valinn maður í hverju rúmi og þar birtast okkur þvílíkir hæfileikar, leikgleði og orka að það er ómögulegt annað en að svífa út úr leikhúsinu að sýningu lokinni. Á sama tíma er ekki annað hægt en að fyllast trega og áhyggjum af stöðu skólans, sem og annarra listaskóla, sérstaklega á menntaskólastigi. Eins og fram hefur komið í fréttum og opnum bréfum til ráðamanna fá tónlistaskólar greitt úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga fyrir kennslukostnaði á efri stigum á grundvelli samkomulags á milli ríkis og sveitafélaga frá árinu 2011. Markmið þess samkomulags var að efla tónlistarnám á Íslandi og fólst það í því að ríkið tæki yfir greiðslur fyrir kennslu á framhaldsstigi á hljóðfæri og mið- og framhaldsstigi í söng. Greiðslur til Söngskóla Sigurðar Demetz standa nú aðeins undir um 70 prósenta hluta af kennslukostnaði skólans. Stafar það af því að framlagið hækkar samkvæmt launavísitölu, en tekur ekki tillit til launahækkana kennara umfram launavísitölu eins og gerðist með síðustu kjarasamningum. Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem blikur eru á lofti í rekstri skólans, því mikil óvissa hefur ríkt um fjármögnun hans undanfarin ár. Ef fer sem horfir verður ekki rekstrargrundvöllur fyrir skólann haustið 2026. Í Söngskóla Sigurðar Demetz hefur ekki aðeins verið lagður metnaður í að veita nemendum bestu mögulegu söng- og leiklistarkennslu og búa þá undir frekara nám og störf á þeim vettvangi. Undanfarin ár hefur einnig verið lögð mikil áhersla á jákvæð áhrif söng- og leiklistarnáms á heilsu og líðan einstaklinga. Kennarar hafa fengið fræðslu og þjálfun í að styðja nemendur með kvíða og taugafjölbreytileika til að njóta listnáms, framkomu og sköpunar. Könnun sem send var til nemenda og forráðamanna leiddi í ljós að stór hluti nemenda hefur verið greindur með kvíða, ofvirkni, athyglisbrest, þunglyndi eða einhverfu. 98% nemenda sem svöruðu könnuninni sögðust finna fyrir auknu sjálfstrausti eftir að nám í skólanum hófst og 94% hafa upplifað jákvæðan mun á líðan sinni. Þessar niðurstöður eru í takt við erlendar rannsóknir á áhrifum söngs og leiklistar á andlega líðan. Skólinn hefur fyrir löngu sannað sig sem menntastofnun fyrir upprennandi listamenn sem auðga líf okkar með listsköpun sinni. Hann hefur einnig sannað sig sem umbreytandi afl fyrir nemendur sína, sem upplifa jákvæðar breytingar á líðan sinni. Það er ekki minni ávinningur fyrir okkur sem samfélag að bæta líðan og sjálfstraust ungs fólks. Í því felast gríðarlegar forvarnir. Ég skora á ykkur, kæru ráðherrar, að þiggja boð á nemendasýningu Söngskóla Sigurðar Demetz. Að sýningu lokinni hvet ég ykkur að finna leið til að tryggja að þær verði miklu fleiri. Höfundur er fyrrum nemandi og núverandi stjórnarmaður Söngskóla Sigurðar Demetz.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun