Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar 1. maí 2025 12:02 Í íslensku samfélagi byrja nær öll samtöl á milli fólks sem er að kynnast á því að spyrja hvað viðkomandi sé að gera eða við hvað hann vinni, það gerist oft áður en spurt er til nafns. Íslenskt samfélag er mjög vinnumiðað og Íslendingar verja margir bróðurparti dagsins í vinnunni. En er vinnumarkaðurinn aðgengilegur? Ég verð því miður að færa ykkur þær fréttir að hann er það ekki í augnablikinu. Það er mjög erfitt fyrir fatlað fólk að fá vinnu við hæfi, þá sérstaklega ungt fatlað fólk. Fatlað fólk segir helst ekki frá fötlun sinni á umsókninni því þá fær það ekki einu sinni viðtal, þrátt fyrir að vera hæfur kandidat. Effólk fær viðtal og hefur sleppt því að segja frá fötluninni í umsókninni þá eru dæmi um að sá sem tekur viðtalið kvarti yfir því að umsækjandi hafi ekki sagt frá fötluninni og viðtalið snúist meira og minna um fötlunina, þó að hún skipti engu máli í tengslum við starfið sjálft. „Það eru sko stigar hérna“, „þarftu ekki að fara oft í sjúkraþjálfun“ og svo má lengi telja. Það er vandlifað á þessu landi en nú er heldur betur bjart framundan! ÖBÍ réttindsamtök fengu kynningu fyrir tveimur árum á verkefni sem Sameinuðu þjóðirnar leiða sem nefnist United Nations Disability Inclusion Strategy (UNDIS). UNDIS er verkferill sem segir til um það hvernig er hægt að aðlaga vinnustaði þannig að þeir séu aðgengilegir og inngildandi fyrir fatlað fólk. ÖBÍ hefur verið í samstarfi við Vinnumálastofnun varðandi innleiðingu UNDIS á Íslandi og hefur verkferillinn verið íslenskaður og fengið þetta fallega nafn Unndís. Unndís er leiðarstefið í mikilvægri vinnu í tengslum við nýtt örorkulífeyriskerfi þar sem allir sem vilja eiga að fá störf við hæfi. Ég er rosalega spenntur fyrir breytingunum og er bjartsýnn á að þær takist vel, öllum til heilla. Það er mikilvægt að gefa öllum sem vilja tækifæri á því að taka þátt á vinnumarkaði, með viðeigandi aðlögun og stuðningi ef það á við en það er mikilvægt að muna að það gildir ekki það sama um allt fatlað fólk. Fatlað fólk er eins mismunandi og við erum mörg, rétt eins og á við um alla, en það sem við eigum þó öll sameiginlegt er að við viljum fá að taka þátt í samfélaginu. Því að þátttaka á öllum sviðum samfélagsins er möguleg og brýn. Kæru samlandar, til hamingju með baráttudag verkalýðsins! Hjálpumst að við að gera vinnumarkaðinn aðgengilegan og inngildandi öllum sem vilja, samfélaginu til hagsbóta. Höfundur er formaður UngÖBÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í íslensku samfélagi byrja nær öll samtöl á milli fólks sem er að kynnast á því að spyrja hvað viðkomandi sé að gera eða við hvað hann vinni, það gerist oft áður en spurt er til nafns. Íslenskt samfélag er mjög vinnumiðað og Íslendingar verja margir bróðurparti dagsins í vinnunni. En er vinnumarkaðurinn aðgengilegur? Ég verð því miður að færa ykkur þær fréttir að hann er það ekki í augnablikinu. Það er mjög erfitt fyrir fatlað fólk að fá vinnu við hæfi, þá sérstaklega ungt fatlað fólk. Fatlað fólk segir helst ekki frá fötlun sinni á umsókninni því þá fær það ekki einu sinni viðtal, þrátt fyrir að vera hæfur kandidat. Effólk fær viðtal og hefur sleppt því að segja frá fötluninni í umsókninni þá eru dæmi um að sá sem tekur viðtalið kvarti yfir því að umsækjandi hafi ekki sagt frá fötluninni og viðtalið snúist meira og minna um fötlunina, þó að hún skipti engu máli í tengslum við starfið sjálft. „Það eru sko stigar hérna“, „þarftu ekki að fara oft í sjúkraþjálfun“ og svo má lengi telja. Það er vandlifað á þessu landi en nú er heldur betur bjart framundan! ÖBÍ réttindsamtök fengu kynningu fyrir tveimur árum á verkefni sem Sameinuðu þjóðirnar leiða sem nefnist United Nations Disability Inclusion Strategy (UNDIS). UNDIS er verkferill sem segir til um það hvernig er hægt að aðlaga vinnustaði þannig að þeir séu aðgengilegir og inngildandi fyrir fatlað fólk. ÖBÍ hefur verið í samstarfi við Vinnumálastofnun varðandi innleiðingu UNDIS á Íslandi og hefur verkferillinn verið íslenskaður og fengið þetta fallega nafn Unndís. Unndís er leiðarstefið í mikilvægri vinnu í tengslum við nýtt örorkulífeyriskerfi þar sem allir sem vilja eiga að fá störf við hæfi. Ég er rosalega spenntur fyrir breytingunum og er bjartsýnn á að þær takist vel, öllum til heilla. Það er mikilvægt að gefa öllum sem vilja tækifæri á því að taka þátt á vinnumarkaði, með viðeigandi aðlögun og stuðningi ef það á við en það er mikilvægt að muna að það gildir ekki það sama um allt fatlað fólk. Fatlað fólk er eins mismunandi og við erum mörg, rétt eins og á við um alla, en það sem við eigum þó öll sameiginlegt er að við viljum fá að taka þátt í samfélaginu. Því að þátttaka á öllum sviðum samfélagsins er möguleg og brýn. Kæru samlandar, til hamingju með baráttudag verkalýðsins! Hjálpumst að við að gera vinnumarkaðinn aðgengilegan og inngildandi öllum sem vilja, samfélaginu til hagsbóta. Höfundur er formaður UngÖBÍ.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun