Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar 29. apríl 2025 12:31 Flestar félagslegar leiguíbúðir eru í Reykjavík og þar er hlutfall slíkra íbúða einnig hæst miðað við fjölda íbúða á hverja þúsund íbúa, samkvæmt svari Ingu Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra við fyrirspurn frá Degi B. Eggertssyni þingmanni Samfylkingarinnar. Í fyrirspurn til ráðherra óskaði þingmaðurinn eftir upplýsingum um fjölda félagslegra leiguíbúða í eigu sveitarfélaga, fjölda þeirra miðað við hverja þúsund íbúa og sem hlutfall af heildarfjölda íbúða í viðkomandi sveitarfélagi. Í svari félags- og húsnæðismálaráðherra kemur ekki á óvart að Reykjavíkurborg á flestar félagslegar leiguíbúðir allra sveitarfélaga í landinu, eða 2.870 íbúðir. Þar er hlutfall slíkra íbúða á hverja þúsund íbúa einnig áberandi hæst með tveimur undantekningum í tveimur litlum sveitarfélögum, Skagaströnd og Súðavíkurhreppi. Í Reykjavík eru félagslegar íbúðir í eigu borgarinnar 20,7 á hverja þúsund íbúa eða 4,9 prósent af fullbúnum íbúðum í borginni. Af fjölmennustu sveitarfélögum landsins kemur Akureyrarbær næstur þar sem 302 félagslegar íbúðir í eigu bæjarins eru 15,1 prósent íbúða á hverja þúsund íbúa eða 3,4 prósent af fullbúnum íbúðum í bænum. Kópavogsbær er í þriðja sæti stærstu sveitarfélaganna með 453 íbúðir sem eru 11,3 prósent íbúða á hverja þúsund íbúa eða þrjú prósent af fullbúnum íbúðum í bænum. Reykjanesbær er í fjórða sæti stærstu sveitarfélaganna en bærinn á 221 félagslega íbúð. Þær eru 9,8 prósent íbúða á hverja þúsund íbúa, eða 2,6 prósent allra fullbúinna íbúða í bænum. Hafnarfjarðarbær vermir fimmta sæti stærstu sveitarfélaganna með 282 íbúðir. Þar eru félagslegar leiguíbúðir í eigu bæjarins 8,9 prósent íbúða á hverja þúsund íbúa bæjarins. Garðabær rekur hins vegar lestina þegar kemur að eign á félagslegum íbúðum í eigu sveitarfélaga. Garðabær á 44 slíkar íbúðir sem eru aðeins 2,2 prósent íbúða á hverja þúsund íbúa og 0,6 prósent fullbúinna íbúða í bænum. Garðabær sker sig nokkuð úr í þessum efnum og á hlutfallslega mun færri félagslegar leiguíbúðir en allflest sveitarfélög landsins. Sveitarfélag Félagslegar leiguíbúðir Félagslegar leiguíbúðir á hverja 1.000 íbúa Hlutfall af fullbúnum íbúðum Reykjavíkurborg 2.870 20,7 4,9% Kópavogsbær 453 11,3 3,0% Hafnarfjarðarkaupstaður 282 8,9 2,4% Reykjanesbær 221 9,8 2,6% Garðabær 44 2,2 0,6% Akureyrarbær 302 15,1 3,4% Mosfellsbær 43 3,1 0,9% Sveitarfélagið Árborg 15 1,2 0,3% Akraneskaupstaður 36 4,3 1,1% Múlaþing 49 9,4 2,2% Seltjarnarnesbær 14 3,1 0,8% Vestmannaeyjabær 38 8,5 2,0% Skagafjörður 58 13,4 2,9% Borgarbyggð 18 4,4 0,9% Suðurnesjabær 27 6,6 1,9% Hveragerðisbær 7 2,1 0,5% Norðurþing 22 7,1 1,6% Sveitarfélagið Ölfus 16 5,8 1,6% Rangárþing eystra 7 3,4 0,8% Rangárþing ytra 6 3,1 0,7% Dalvíkurbyggð 8 4,2 1,0% Sveitarfélagið Vogar 1 0,6 0,1% Snæfellsbær 19 11,4 2,6% Þingeyjarsveit 5 3,4 0,7% Húnabyggð 9 6,6 1,4% Bláskógabyggð 7 5,1 1,2% Sveitarfélagið Stykkishólmur 6 4,7 1,0% Húnaþing vestra 14 11,6 2,3% Eyjafjarðarsveit 10 8,4 2,3% Mýrdalshreppur 7 7,3 2,2% Hrunamannahreppur 10 10,9 3,0% Hörgársveit 1 1,2 0,3% Vopnafjarðarhreppur 7 10,8 2,3% Skaftárhreppur 8 12,8 2,9% Langanesbyggð 6 10,7 2,2% Sveitarfélagið Skagaströnd 15 32,5 7,0% Grýtubakkahreppur 4 10,3 2,5% Súðavíkurhreppur 6 28,7 5,4% Árneshreppur 1 16,7 2,3% Höfundur er framkvæmdastjóri og upplýsingafulltrúi þingflokks Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heimir Már Pétursson Sveitarstjórnarmál Reykjavík Garðabær Flokkur fólksins Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Flestar félagslegar leiguíbúðir eru í Reykjavík og þar er hlutfall slíkra íbúða einnig hæst miðað við fjölda íbúða á hverja þúsund íbúa, samkvæmt svari Ingu Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra við fyrirspurn frá Degi B. Eggertssyni þingmanni Samfylkingarinnar. Í fyrirspurn til ráðherra óskaði þingmaðurinn eftir upplýsingum um fjölda félagslegra leiguíbúða í eigu sveitarfélaga, fjölda þeirra miðað við hverja þúsund íbúa og sem hlutfall af heildarfjölda íbúða í viðkomandi sveitarfélagi. Í svari félags- og húsnæðismálaráðherra kemur ekki á óvart að Reykjavíkurborg á flestar félagslegar leiguíbúðir allra sveitarfélaga í landinu, eða 2.870 íbúðir. Þar er hlutfall slíkra íbúða á hverja þúsund íbúa einnig áberandi hæst með tveimur undantekningum í tveimur litlum sveitarfélögum, Skagaströnd og Súðavíkurhreppi. Í Reykjavík eru félagslegar íbúðir í eigu borgarinnar 20,7 á hverja þúsund íbúa eða 4,9 prósent af fullbúnum íbúðum í borginni. Af fjölmennustu sveitarfélögum landsins kemur Akureyrarbær næstur þar sem 302 félagslegar íbúðir í eigu bæjarins eru 15,1 prósent íbúða á hverja þúsund íbúa eða 3,4 prósent af fullbúnum íbúðum í bænum. Kópavogsbær er í þriðja sæti stærstu sveitarfélaganna með 453 íbúðir sem eru 11,3 prósent íbúða á hverja þúsund íbúa eða þrjú prósent af fullbúnum íbúðum í bænum. Reykjanesbær er í fjórða sæti stærstu sveitarfélaganna en bærinn á 221 félagslega íbúð. Þær eru 9,8 prósent íbúða á hverja þúsund íbúa, eða 2,6 prósent allra fullbúinna íbúða í bænum. Hafnarfjarðarbær vermir fimmta sæti stærstu sveitarfélaganna með 282 íbúðir. Þar eru félagslegar leiguíbúðir í eigu bæjarins 8,9 prósent íbúða á hverja þúsund íbúa bæjarins. Garðabær rekur hins vegar lestina þegar kemur að eign á félagslegum íbúðum í eigu sveitarfélaga. Garðabær á 44 slíkar íbúðir sem eru aðeins 2,2 prósent íbúða á hverja þúsund íbúa og 0,6 prósent fullbúinna íbúða í bænum. Garðabær sker sig nokkuð úr í þessum efnum og á hlutfallslega mun færri félagslegar leiguíbúðir en allflest sveitarfélög landsins. Sveitarfélag Félagslegar leiguíbúðir Félagslegar leiguíbúðir á hverja 1.000 íbúa Hlutfall af fullbúnum íbúðum Reykjavíkurborg 2.870 20,7 4,9% Kópavogsbær 453 11,3 3,0% Hafnarfjarðarkaupstaður 282 8,9 2,4% Reykjanesbær 221 9,8 2,6% Garðabær 44 2,2 0,6% Akureyrarbær 302 15,1 3,4% Mosfellsbær 43 3,1 0,9% Sveitarfélagið Árborg 15 1,2 0,3% Akraneskaupstaður 36 4,3 1,1% Múlaþing 49 9,4 2,2% Seltjarnarnesbær 14 3,1 0,8% Vestmannaeyjabær 38 8,5 2,0% Skagafjörður 58 13,4 2,9% Borgarbyggð 18 4,4 0,9% Suðurnesjabær 27 6,6 1,9% Hveragerðisbær 7 2,1 0,5% Norðurþing 22 7,1 1,6% Sveitarfélagið Ölfus 16 5,8 1,6% Rangárþing eystra 7 3,4 0,8% Rangárþing ytra 6 3,1 0,7% Dalvíkurbyggð 8 4,2 1,0% Sveitarfélagið Vogar 1 0,6 0,1% Snæfellsbær 19 11,4 2,6% Þingeyjarsveit 5 3,4 0,7% Húnabyggð 9 6,6 1,4% Bláskógabyggð 7 5,1 1,2% Sveitarfélagið Stykkishólmur 6 4,7 1,0% Húnaþing vestra 14 11,6 2,3% Eyjafjarðarsveit 10 8,4 2,3% Mýrdalshreppur 7 7,3 2,2% Hrunamannahreppur 10 10,9 3,0% Hörgársveit 1 1,2 0,3% Vopnafjarðarhreppur 7 10,8 2,3% Skaftárhreppur 8 12,8 2,9% Langanesbyggð 6 10,7 2,2% Sveitarfélagið Skagaströnd 15 32,5 7,0% Grýtubakkahreppur 4 10,3 2,5% Súðavíkurhreppur 6 28,7 5,4% Árneshreppur 1 16,7 2,3% Höfundur er framkvæmdastjóri og upplýsingafulltrúi þingflokks Flokks fólksins.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun