Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Atli Ísleifsson skrifar 23. apríl 2025 08:23 Dato’ Sydney Quays, forstjóri Berjaya Food Berhad. Starbucks Malasíska félagið Berjaya Food Berhad mun opna tvö kaffihús hér á landi undir merkjum Starbucks og mun það fyrsta opna í maí næstkomandi. Í tilkynningu segir að kaffihúsin verði staðsett í miðbæ Reykjavíkur og verði tilkynnt um nákvæma staðsetningu og tímasetningu á opnun þeirra á næstu vikum. Í síðasta mánuði var sagt frá því á Vísi að framkvæmdir við byggingu Starbucks á Laugavegi 66-68 væri langt á veg komnar. Í tilkynningunni nú segir að rekstur kaffihúsanna sé í höndum Berjaya Food Berhad í gegnum systurfélag sitt Berjaya Food International, sem hafi tryggt sér rekstrarleyfi Starbucks í Finnlandi og Danmörku auk Íslands. Hönnun staðanna og þjónusta muni taka mið af því sem viðgengst á Starbucks í Malasíu. Á kaffihúsunum verði lögð áhersla á persónulegt og hlýlegt andrúmsloft með fjölbreytt úrval af kaffidrykkjum og veitingum sem Starbucks sé þekkt fyrir um heim allan. „Við erum spennt að geta loksins kynnt Starbucks fyrir Íslendingum og vonumst til að kaffihúsin verði áfangastaður fyrir frábært kaffi og góðar samverustundir,“ er haft eftir Dato’ Sydney Quays, forstjóra Berjaya Food Berhad. „Við hlökkum til að kynna hið einstaka Starbucks andrúmsloft ásamt hlýlegri malasískri gestrisni. Á sama tíma leggjum við áherslu á að styrkja íslenskt samfélag með því að skapa atvinnu og eiga í samstarfi við innlend fyrirtæki með kaupum á vörum og þjónustu,“ bætir hann við. Starbucks rekur í dag rúmlega 40 þúsund kaffihús víða um heim. Starbucks Þá er haft eftir Duncan Moir, forstjóra Starbucks í Evrópu, Miðausturlöndum og Afríku, að það sé gleðiefni að auka viðveru félagsins á Norðurlöndum í samstarfi við traustan og langvarandi viðskiptafélaga, Berjaya Food Berhad. „Á grundvelli 26 ára samstarfs við Berjaya Food, hlökkum við til að tengjast enn fleiri viðskiptavinum í gegnum Starbucks kaffi og leggja metnað í að fjárfesta með varanlegum áhrifum í velferð starfsfólksins okkar og samfélagsins alls,“ er haft eftir Moir. Um Berjaya Food Berhad segir að um sé að ræða malasískt hlutafélag sem hafi verið stofnað í Malasíu árið 2009. Félagið eigi og reki ýmis þekkt vörumerki, þar á meðal Starbucks Coffee í Malasíu, Brúnei og á Íslandi, Paris Baguette í Malasíu og á Filippseyjum, auk Kenny Rogers Roasters í Malasíu. Að auki hafi félagið komið Joybean vörulínunni á markað í gegnum dótturfyrirtækið Bestari Food Trading. Starbucks var stofnað árið 1971 og rekur í dag rúmlega 40 þúsund kaffihús um allan heim. Veitingastaðir Reykjavík Tengdar fréttir Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Framkvæmdir við byggingu Starbucks kaffihúss á Laugavegi 66-68 í Reykjavík eru langt á veg komnar. Búið er að setja upp merkingar alþjóðlegu kaffihúsakeðjunnar. 21. mars 2025 22:51 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Sjá meira
Í tilkynningu segir að kaffihúsin verði staðsett í miðbæ Reykjavíkur og verði tilkynnt um nákvæma staðsetningu og tímasetningu á opnun þeirra á næstu vikum. Í síðasta mánuði var sagt frá því á Vísi að framkvæmdir við byggingu Starbucks á Laugavegi 66-68 væri langt á veg komnar. Í tilkynningunni nú segir að rekstur kaffihúsanna sé í höndum Berjaya Food Berhad í gegnum systurfélag sitt Berjaya Food International, sem hafi tryggt sér rekstrarleyfi Starbucks í Finnlandi og Danmörku auk Íslands. Hönnun staðanna og þjónusta muni taka mið af því sem viðgengst á Starbucks í Malasíu. Á kaffihúsunum verði lögð áhersla á persónulegt og hlýlegt andrúmsloft með fjölbreytt úrval af kaffidrykkjum og veitingum sem Starbucks sé þekkt fyrir um heim allan. „Við erum spennt að geta loksins kynnt Starbucks fyrir Íslendingum og vonumst til að kaffihúsin verði áfangastaður fyrir frábært kaffi og góðar samverustundir,“ er haft eftir Dato’ Sydney Quays, forstjóra Berjaya Food Berhad. „Við hlökkum til að kynna hið einstaka Starbucks andrúmsloft ásamt hlýlegri malasískri gestrisni. Á sama tíma leggjum við áherslu á að styrkja íslenskt samfélag með því að skapa atvinnu og eiga í samstarfi við innlend fyrirtæki með kaupum á vörum og þjónustu,“ bætir hann við. Starbucks rekur í dag rúmlega 40 þúsund kaffihús víða um heim. Starbucks Þá er haft eftir Duncan Moir, forstjóra Starbucks í Evrópu, Miðausturlöndum og Afríku, að það sé gleðiefni að auka viðveru félagsins á Norðurlöndum í samstarfi við traustan og langvarandi viðskiptafélaga, Berjaya Food Berhad. „Á grundvelli 26 ára samstarfs við Berjaya Food, hlökkum við til að tengjast enn fleiri viðskiptavinum í gegnum Starbucks kaffi og leggja metnað í að fjárfesta með varanlegum áhrifum í velferð starfsfólksins okkar og samfélagsins alls,“ er haft eftir Moir. Um Berjaya Food Berhad segir að um sé að ræða malasískt hlutafélag sem hafi verið stofnað í Malasíu árið 2009. Félagið eigi og reki ýmis þekkt vörumerki, þar á meðal Starbucks Coffee í Malasíu, Brúnei og á Íslandi, Paris Baguette í Malasíu og á Filippseyjum, auk Kenny Rogers Roasters í Malasíu. Að auki hafi félagið komið Joybean vörulínunni á markað í gegnum dótturfyrirtækið Bestari Food Trading. Starbucks var stofnað árið 1971 og rekur í dag rúmlega 40 þúsund kaffihús um allan heim.
Veitingastaðir Reykjavík Tengdar fréttir Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Framkvæmdir við byggingu Starbucks kaffihúss á Laugavegi 66-68 í Reykjavík eru langt á veg komnar. Búið er að setja upp merkingar alþjóðlegu kaffihúsakeðjunnar. 21. mars 2025 22:51 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Sjá meira
Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Framkvæmdir við byggingu Starbucks kaffihúss á Laugavegi 66-68 í Reykjavík eru langt á veg komnar. Búið er að setja upp merkingar alþjóðlegu kaffihúsakeðjunnar. 21. mars 2025 22:51