Skoðun

Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast?

Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar

Í nýlegri könnun Gallup kom fram að Framsóknarfólk er hamingjusamast þeirra er svöruðu, þrátt fyrir tímabundið lélegt gengi í skoðanakönnunum og síðstu kosningum. Þetta vakti athygli mína.

Hverjir eru hamingjusamir?

Fyrst ber að nefna hvað einkennir fólk sem er almennt hamingjusamt? Það er sátt, hefur náð árangri í lífi og starfi, er í góðum samskiptum við aðra og líður almennt vel. Þegar fólk er með gott sjálfstraust, er jákvætt og líður vel tekur það betri ákvarðanir.

Hamingjan er öfgalaus

Framsókn hefur á löngum ferli sínum haft veruleg áhrif á íslenskt samfélag. Flokkurinn hefur tekið þátt í mörgum ríkisstjórnum og haft mótandi áhrif á íslenskt samfélag. Framsókn er miðjuflokkur sem byggir stefnu sína á frjálslyndri félagshyggju, jöfnuði, samvinnu og hófsemi. Flokkurinn leggur áherslu á að finna raunhæfar lausnir í gegnum samráð og samvinnu ólíkra hagsmuna. Framsóknarfólk hefur oftar en ekki verið límið á miðjunni sem sættir ólík sjónarhorn innan ríkisstjórna og sveitastjórna öfgalaust.

Framsókn hefur tekið þátt í að skapa stöðugt og traust efnahagsumhverfi sem styður við atvinnusköpun. Hann hefur lagt áherslu á að efla innviði og tryggja jafnvægi landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis. Þannig hefur hann stutt við ferðaþjónustu, landbúnað og sterkar byggðir. Matvælaframleiðsla er um þessar mundir eitt mikilvægasta öryggis- og varnarmál landsins. Flokkurinn hefur verið leiðandi í málefnum innflytjenda á Íslandi. Framsóknarfólk velur að vera hófsamt, skynsamt og ná árangri.

Hamingjan felst í góðum samskiptum

Frá vöggu til grafar þurfum við á hvort öðru að halda. Mest við upphaf og lok ævinnar. Hamingja okkar veltur að stórum hluta á hversu vel okkur gengur að tengjast fólkinu í kringum okkur. Framsókn í Reykjavíkur hefur lagt áherslu á að byggja upp leikskóla með raunhæfum markmiðum. Húsnæðisuppbyggingu sem bíður fólki upp á valkosti og að tryggja samgöngur miðað við núverandi ástand. Framsóknarflokkurinn hefur lagt áherslu á mannréttindi og velferð. Tryggja heimilislausum þak yfir höfuðið og stóreflt forvarnastarf gagnvart auknu ofbeldi ungmenna. Framsókn stuðlar að því að fólk eigi í góðum samskiptum með menningu, menntun og umbyrðarlyndi.

Höfundur er borgarfulltrúi Framsóknarflokksins




Skoðun

Skoðun

Ert þú drusla?

Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar

Sjá meira


×