Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar 16. apríl 2025 19:01 Á Íslandi á sér stað skipulögð glæpastarfsemi. Árlega ræna glæpagengin hundruðum milljóna króna af vinnandi fólki. Fólki sem stendur undir hagvextinum og lífsgæðunum, skúrar gólfin, afgreiðir túristana, byggir húsin okkar og innviði. Glæpagengið er þó ekki það sama og fjallað var um á öllum fréttamiðlum í gær, sem hafði rænt þýfi fyrir „nokkra hundrað þúsund kalla” og kallaði fram ógrynni rasískra ummæla á kommentakerfunum. Þessi skipulagða glæpastarfsemi á sér stað meðal ýmissa atvinnurekenda á Íslandi og eru fyrirtæki í hótel- veitinga- og ferðaþjónustu í umfangsmestu glæpastarfseminni. Má ekki annars kalla það glæpastarfsemi að ræna kerfislægt og skipulega fé af fólki sem hefur unnið fyrir þig? Og það í svo miklum mæli að allir smákrimmar landsins komast ekki nærri því að ræna jafn miklu árlega þó allt þeirra þýfi sé lagt saman? Má ekki kalla þau glæpamenn sem hafa fátæka innflytjendur að féþúfu? Á Íslandi er launaþjófnaður ekki refsiverður. Það er ekki refsivert þegar atvinnurekendur ræna starfsfólk sitt, aðallega erlent starfsfólk sem á erfitt með að átta sig á brotinu. Þau sem átta sig á brotinu upplifa sig í bágri stöðu til að tilkynna það til stéttarfélags af ótta við að vera rekin og þar með gerð réttindalaus. Hvað eru nokkrir tugir þúsunda á milli starfsmanns og atvinnurekanda, þegar dvalarleyfi þitt veltur á því að þú haldir starfinu? En ef börnin þín líða skort vegna brotsins? Stéttarfélög hafa í áraraðir vakið máls á þessari brotastarfsemi og nemur þýfið sem haft er af fólki í það minnsta nokkur hundruðum milljónum króna á ári. Og er þá bara tekið inn í útreikinga það sem kemur á borð stéttarfélaga, og við vitum að er bara toppurinn á ísjakanum.[1] Um þetta eru sjaldan skrifaðar fréttir. Aldrei fer lögreglan í viðtöl til að lýsa yfir einhverskonar vargöld vegna þessa líkt og hún gerði í gær vegna vasaþjófagengis sem er að hafa á burt brota-brot af þeirri upphæð sem launaþjófnaður á Íslandi nær daglega. Aldrei fer lögreglan í sérstök átök til að taka á þessu eins og með vasaþjófnaðinn. Þessi þjófnaður nær ekki einu sinni inn á borð til þeirra. Enginn í lögreglunni rannsakar þessi umfangsmestu og skipulögðustu rán landsins. Þau eru ekki rannsökuð því þau eru ekki refsiverð. Hvatinn til að ræna ekki af fólki er enginn því ef upp kemst um stuldinn þarf aldrei að greiða skaðabætur, aldrei að fara í skýrslutöku til lögreglu, og aldrei að fórna frelsinu eða sæta farbanni. Það er auðvelt að vera glæpalaus þjóð ef glæpirnir eru ekki kallaðir sínu rétta nafni. Við þurfum að uppræta þessa skipulögðu glæpastarfsemi sem rænir fólki, sem mest þarf á launum sínum að halda lífsviðurværinu, tækifærum og mannlegri reisn. Það væri við hæfi að setja fókusinn þangað. Fjölmiðlar mættu gjarnan finna einhver af þeim þúsundum vinnandi fólks í landinu sem af hefur verið rænt „nokkrum hundrað þúsund köllum” í gegnum skipulagðar ránsferðir fyrirtækja á launaseðlum vinnandi fólks um hábjartan dag. Eins og dæmin sanna, hafa þessir glæpir sannarlega náðst á vökul eftirlitsmyndavélakerfi fyrirtækjanna sem glæpina stunda. Stjórnvöld verða svo að gera launaþjófnað refsiverðan til að stöðva þessa glæpaöldu. [1] https://vinnan.is/mest-brotid-a-erlendu-launfolki-haestu-krofurnar-i-ferdathjonustu-og-mannvirkjagerd/ Höfundur er áhugamaður um upprætingu skipulagðrar glæpastarfsemi á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Ábyrgð og tengslarof Gunnar Dan Wiium Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Á Íslandi á sér stað skipulögð glæpastarfsemi. Árlega ræna glæpagengin hundruðum milljóna króna af vinnandi fólki. Fólki sem stendur undir hagvextinum og lífsgæðunum, skúrar gólfin, afgreiðir túristana, byggir húsin okkar og innviði. Glæpagengið er þó ekki það sama og fjallað var um á öllum fréttamiðlum í gær, sem hafði rænt þýfi fyrir „nokkra hundrað þúsund kalla” og kallaði fram ógrynni rasískra ummæla á kommentakerfunum. Þessi skipulagða glæpastarfsemi á sér stað meðal ýmissa atvinnurekenda á Íslandi og eru fyrirtæki í hótel- veitinga- og ferðaþjónustu í umfangsmestu glæpastarfseminni. Má ekki annars kalla það glæpastarfsemi að ræna kerfislægt og skipulega fé af fólki sem hefur unnið fyrir þig? Og það í svo miklum mæli að allir smákrimmar landsins komast ekki nærri því að ræna jafn miklu árlega þó allt þeirra þýfi sé lagt saman? Má ekki kalla þau glæpamenn sem hafa fátæka innflytjendur að féþúfu? Á Íslandi er launaþjófnaður ekki refsiverður. Það er ekki refsivert þegar atvinnurekendur ræna starfsfólk sitt, aðallega erlent starfsfólk sem á erfitt með að átta sig á brotinu. Þau sem átta sig á brotinu upplifa sig í bágri stöðu til að tilkynna það til stéttarfélags af ótta við að vera rekin og þar með gerð réttindalaus. Hvað eru nokkrir tugir þúsunda á milli starfsmanns og atvinnurekanda, þegar dvalarleyfi þitt veltur á því að þú haldir starfinu? En ef börnin þín líða skort vegna brotsins? Stéttarfélög hafa í áraraðir vakið máls á þessari brotastarfsemi og nemur þýfið sem haft er af fólki í það minnsta nokkur hundruðum milljónum króna á ári. Og er þá bara tekið inn í útreikinga það sem kemur á borð stéttarfélaga, og við vitum að er bara toppurinn á ísjakanum.[1] Um þetta eru sjaldan skrifaðar fréttir. Aldrei fer lögreglan í viðtöl til að lýsa yfir einhverskonar vargöld vegna þessa líkt og hún gerði í gær vegna vasaþjófagengis sem er að hafa á burt brota-brot af þeirri upphæð sem launaþjófnaður á Íslandi nær daglega. Aldrei fer lögreglan í sérstök átök til að taka á þessu eins og með vasaþjófnaðinn. Þessi þjófnaður nær ekki einu sinni inn á borð til þeirra. Enginn í lögreglunni rannsakar þessi umfangsmestu og skipulögðustu rán landsins. Þau eru ekki rannsökuð því þau eru ekki refsiverð. Hvatinn til að ræna ekki af fólki er enginn því ef upp kemst um stuldinn þarf aldrei að greiða skaðabætur, aldrei að fara í skýrslutöku til lögreglu, og aldrei að fórna frelsinu eða sæta farbanni. Það er auðvelt að vera glæpalaus þjóð ef glæpirnir eru ekki kallaðir sínu rétta nafni. Við þurfum að uppræta þessa skipulögðu glæpastarfsemi sem rænir fólki, sem mest þarf á launum sínum að halda lífsviðurværinu, tækifærum og mannlegri reisn. Það væri við hæfi að setja fókusinn þangað. Fjölmiðlar mættu gjarnan finna einhver af þeim þúsundum vinnandi fólks í landinu sem af hefur verið rænt „nokkrum hundrað þúsund köllum” í gegnum skipulagðar ránsferðir fyrirtækja á launaseðlum vinnandi fólks um hábjartan dag. Eins og dæmin sanna, hafa þessir glæpir sannarlega náðst á vökul eftirlitsmyndavélakerfi fyrirtækjanna sem glæpina stunda. Stjórnvöld verða svo að gera launaþjófnað refsiverðan til að stöðva þessa glæpaöldu. [1] https://vinnan.is/mest-brotid-a-erlendu-launfolki-haestu-krofurnar-i-ferdathjonustu-og-mannvirkjagerd/ Höfundur er áhugamaður um upprætingu skipulagðrar glæpastarfsemi á Íslandi
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun