„Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 15. apríl 2025 22:15 Borche Ilievski, þjálfari ÍR. vísir / anton „Auðvitað er ég vonsvikinn, ég bjóst við fara í fimmta leikinn, en ég er alveg gríðarlega stoltur af öllu sem við gerðum“ sagði Borche Illievski, þjálfari ÍR, fljótlega eftir að liðið féll úr leik í úrslitakeppninni eftir tap gegn Stjörnunni. Borche tók við liðinu á slæmum stað fyrr í vetur, kom því í úrslitakeppnina og gengur stoltur frá tímabilinu. Hann heldur áfram þjálfun ÍR og nú hefst samtal við stjórnina um enn frekari fjárfestingar og uppbyggingu. „Markmiðið var klárlega að ná lengra, að komast í undanúrslit og síðan úrslitin, en ég þarf að taka ábyrgð á því sem þjálfari að Stjarnan var örlítið betra liðið í þessari seríu. Hamingjuóskir til þeirra, þetta var frábær sería, ég er ánægður með að endurvekja ríginn milli Stjörnunnar og ÍR. Vonandi helst hann áfram næstu ár.“ Ákvörðun dómara undir lok leiks hafði mikil áhrif. Jacob Falko hefði minnkað muninn aftur niður í eitt stig fyrir ÍR, brotið var á honum en engin villa dæmd. Borche tók því af yfirvegun, sagðist ekki hafa neitt út á dómgæsluna að setja og treysti því að rétt ákvörðun hafi verið tekin. „Án Ghetto Hooligans hefðum við aldrei náð inn í úrslitakeppnina“ Borche getur vel verið stoltur af liðinu, bæði fyrir tímabilið í heild sinni og frammistöðuna í fjórða leikhluta í kvöld. Þrátt fyrir að vera nokkuð langt undir allan leikinn tókst þeim að minnka muninn niður í eitt stig þegar aðeins ein mínúta var eftir. Hann þakkaði stuðningsmönnum sérstaklega fyrir þeirra framlag í því. „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr, lið sem gefst aldrei upp og það er akkúrat það sem sást undir lokin. Við vorum nálægt því og fengum nokkur opin skot þar sem við hefðum getað breytt leiknum, en klikkuðum því miður. Síðan eru Stjörnumenn nógu reynslumiklir, sérstaklega Ægir, til að vita hvernig á að refsa fyrir það. Engu að síður er ég ofboðslega stoltur af leikmönnunum, öllum í kringum klúbbinn, stuðningsmönnunum sérstaklega. Ég minni reglulega á að þeir eru okkar sjötti leikmaður, án Ghetto Hooligans hefðum við aldrei náð inn í úrslitakeppnina. Nú höllum við okkur aðeins aftur, hugsum um tímabilið og vonandi náum að setja saman samkeppnishæft lið aftur á næsta tímabili og ná í enn betri úrslit.“ Frí framundan, svo fundur með stjórn Nú tekur við gott frí hjá ÍR áður en drögin að næsta tímabili verða teiknuð upp. Borche var ekki spurður að því sérstaklega, en hljómaði sannarlega eins og hann yrði áfram þjálfari liðsins og árangurinn gefur enga ástæðu til að efast um það. „Við munum byrja að njósna um nýja leikmenn. Svo er ný stjórn hjá ÍR, ég mun ræða við þau og komast að því hvað planið er fyrir næsta ár, hvort vilji sé fyrir því að skapa samkeppnishæft lið eins og í ár. Við viljum auðvitað vera lið sem tekur alltaf þátt í úrslitakeppni og keppir um titilinn“ sagði Borche að lokum. Bónus-deild karla ÍR Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Enski boltinn „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Fleiri fréttir „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Sjá meira
„Markmiðið var klárlega að ná lengra, að komast í undanúrslit og síðan úrslitin, en ég þarf að taka ábyrgð á því sem þjálfari að Stjarnan var örlítið betra liðið í þessari seríu. Hamingjuóskir til þeirra, þetta var frábær sería, ég er ánægður með að endurvekja ríginn milli Stjörnunnar og ÍR. Vonandi helst hann áfram næstu ár.“ Ákvörðun dómara undir lok leiks hafði mikil áhrif. Jacob Falko hefði minnkað muninn aftur niður í eitt stig fyrir ÍR, brotið var á honum en engin villa dæmd. Borche tók því af yfirvegun, sagðist ekki hafa neitt út á dómgæsluna að setja og treysti því að rétt ákvörðun hafi verið tekin. „Án Ghetto Hooligans hefðum við aldrei náð inn í úrslitakeppnina“ Borche getur vel verið stoltur af liðinu, bæði fyrir tímabilið í heild sinni og frammistöðuna í fjórða leikhluta í kvöld. Þrátt fyrir að vera nokkuð langt undir allan leikinn tókst þeim að minnka muninn niður í eitt stig þegar aðeins ein mínúta var eftir. Hann þakkaði stuðningsmönnum sérstaklega fyrir þeirra framlag í því. „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr, lið sem gefst aldrei upp og það er akkúrat það sem sást undir lokin. Við vorum nálægt því og fengum nokkur opin skot þar sem við hefðum getað breytt leiknum, en klikkuðum því miður. Síðan eru Stjörnumenn nógu reynslumiklir, sérstaklega Ægir, til að vita hvernig á að refsa fyrir það. Engu að síður er ég ofboðslega stoltur af leikmönnunum, öllum í kringum klúbbinn, stuðningsmönnunum sérstaklega. Ég minni reglulega á að þeir eru okkar sjötti leikmaður, án Ghetto Hooligans hefðum við aldrei náð inn í úrslitakeppnina. Nú höllum við okkur aðeins aftur, hugsum um tímabilið og vonandi náum að setja saman samkeppnishæft lið aftur á næsta tímabili og ná í enn betri úrslit.“ Frí framundan, svo fundur með stjórn Nú tekur við gott frí hjá ÍR áður en drögin að næsta tímabili verða teiknuð upp. Borche var ekki spurður að því sérstaklega, en hljómaði sannarlega eins og hann yrði áfram þjálfari liðsins og árangurinn gefur enga ástæðu til að efast um það. „Við munum byrja að njósna um nýja leikmenn. Svo er ný stjórn hjá ÍR, ég mun ræða við þau og komast að því hvað planið er fyrir næsta ár, hvort vilji sé fyrir því að skapa samkeppnishæft lið eins og í ár. Við viljum auðvitað vera lið sem tekur alltaf þátt í úrslitakeppni og keppir um titilinn“ sagði Borche að lokum.
Bónus-deild karla ÍR Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Enski boltinn „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Fleiri fréttir „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Sjá meira