Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar 15. apríl 2025 14:30 Kosningum til stjórnar Visku, sem hófust 9. apríl, lýkur á morgun, 16. apríl, klukkan 12:00. Þetta eru tímamót – í fyrsta sinn kjósa félagsmenn í stjórn Visku, og nú er kosið um öll sæti. Viska varð til 1. janúar 2024 við sameiningu þriggja stéttarfélaga innan BHM og hefur vaxið ört síðan. Í dag er félagið stærsta aðildarfélag BHM og þjónar fjölbreyttum hópi sérfræðinga með háskólamenntun um allt land. Þetta er því mikilvæg stund til að hafa áhrif á framtíð nýs sameinaðs stéttarfélags. Nú gefst einstakt tækifæri til að velja leiðtoga fyrir þetta unga og upprennandi stéttarfélag. Félagið hefur alla burði til að hafa afgerandi áhrif á líf félagsmanna sinna með því að standa sem sterkur málsvari hagsmuna þeirra, stuðla að jafnvægi á milli vinnu og einkalífs og tryggja að menntun sé virt og metin með réttlátri launagreiðslu. Þetta er tækifæri til að móta næstu skref félagsins og styrkja þá þjónustu sem félagið veitir. Þátttaka í stjórnarkosningum stéttarfélaga hefur verið heldur dræm á síðustu árum. Það er mikilvægt að breyta þessu mynstri, því að með því að taka þátt í kosningunum fá félagsmenn tækifæri til að móta starfsemi og hlutverk félagsins. Ég hvet allt félagsfólk Visku til að nýta atkvæðisrétt sinn, velta fyrir sér hver þau vilja sjá við stjórnvölinn og taka upplýsta ákvörðun sem hefur áhrif á þróun félagsins til framtíðar. Ég býð mig fram í stjórn Visku því ég trúi því að félagið geti haft raunveruleg áhrif á hagsmuni fyrir félaga sína. Viska stendur á tímamótum og ég er tilbúin að leggja mitt af mörkum til að styrkja stöðu félagsins sem hagsmunavörður háskólamenntaðra sérfræðinga og skapa vettvang þar sem raddir félagsmanna fá að heyrast. Þú getur kynnt þér áherslur mínar betur á www.eydisinga.is Höfundur er sérfræðingur á sviði menntasamstarfs og frambjóðandi til stjórnar Visku Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Kosningum til stjórnar Visku, sem hófust 9. apríl, lýkur á morgun, 16. apríl, klukkan 12:00. Þetta eru tímamót – í fyrsta sinn kjósa félagsmenn í stjórn Visku, og nú er kosið um öll sæti. Viska varð til 1. janúar 2024 við sameiningu þriggja stéttarfélaga innan BHM og hefur vaxið ört síðan. Í dag er félagið stærsta aðildarfélag BHM og þjónar fjölbreyttum hópi sérfræðinga með háskólamenntun um allt land. Þetta er því mikilvæg stund til að hafa áhrif á framtíð nýs sameinaðs stéttarfélags. Nú gefst einstakt tækifæri til að velja leiðtoga fyrir þetta unga og upprennandi stéttarfélag. Félagið hefur alla burði til að hafa afgerandi áhrif á líf félagsmanna sinna með því að standa sem sterkur málsvari hagsmuna þeirra, stuðla að jafnvægi á milli vinnu og einkalífs og tryggja að menntun sé virt og metin með réttlátri launagreiðslu. Þetta er tækifæri til að móta næstu skref félagsins og styrkja þá þjónustu sem félagið veitir. Þátttaka í stjórnarkosningum stéttarfélaga hefur verið heldur dræm á síðustu árum. Það er mikilvægt að breyta þessu mynstri, því að með því að taka þátt í kosningunum fá félagsmenn tækifæri til að móta starfsemi og hlutverk félagsins. Ég hvet allt félagsfólk Visku til að nýta atkvæðisrétt sinn, velta fyrir sér hver þau vilja sjá við stjórnvölinn og taka upplýsta ákvörðun sem hefur áhrif á þróun félagsins til framtíðar. Ég býð mig fram í stjórn Visku því ég trúi því að félagið geti haft raunveruleg áhrif á hagsmuni fyrir félaga sína. Viska stendur á tímamótum og ég er tilbúin að leggja mitt af mörkum til að styrkja stöðu félagsins sem hagsmunavörður háskólamenntaðra sérfræðinga og skapa vettvang þar sem raddir félagsmanna fá að heyrast. Þú getur kynnt þér áherslur mínar betur á www.eydisinga.is Höfundur er sérfræðingur á sviði menntasamstarfs og frambjóðandi til stjórnar Visku
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar