En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir og Eiríkur Hjálmarsson skrifa 15. apríl 2025 10:32 Í öllu því brimróti sem gengur yfir veröldina þessar vikur og mánuði verður undiraldan ekki eins áberandi. Í tollaslag, auknum vígbúnaði og vopnuðum átökum síga loftslagsmálin neðar á vefsíðum fjölmiðla. Við Orkuveitufólk keppumst þó við að halda vöku ökkar. Sjálfbær orka, sporlétt veituþjónusta og kolefnisbinding eru enda lyklar að því að allt samfélagið breytist til betri vegar fyrir loftslagið; grundvöllur þess að Orkuveitan sé aflvaki sjálfbærrar framtíðar. Í stríði um stál Þetta er reyndar ekki í fyrsta skipti í meira en aldarlangri sögu Orkuveitunnar og forvera hennar að vígbúnaður setur strik í reikninginn. Þegar undirbúningur stóð yfir að öðrum áfanga hinnar umhverfisvænu hitaveitu í Reykjavík – lagning Reykjaæðar frá hverasvæðunum í Mosfellssveit og tenging húsa – brast á heimsstyrjöld númer tvö. Stál í pípur fékkst ekki frá Danaveldi en fyrir mikla eljusemi tókst að herja út stál í Bandaríkjunum áður en meira og minna allt stál þar í landi fór í hergagnaiðnaðinn. Stál er ennþá grundvallarefni í lögnum og virkjana- og veitubúnaði af ýmsu tagi og framleiðsla þess er eitthvað það ósporléttasta í öllum aðföngum Orkuveitunnar. Á þessu ári mun Orkuveitan stíga risaskref í átt til nettó-núll áhrifa eigin starfsemi á loftslagið. Langstærsti hluti kolefnissporsins er vegna koldíoxíðs sem kemur upp með jarðgufunni sem nýtt er í virkjununum á Hellisheiði og á Nesjavöllum. Frá þeim fáum við hvorttveggja heitt vatn og rafmagn auk þess ýmsar aukaafurðir eru nýttar í Jarðhitagarði Orku náttúrunnar í Ölfusi. Koldíoxíðið verður steingert með hinni heimasmíðuðu Carbfix aðferð en þessi u.þ.b. þreföldun afkastagetu gefur kost á að virkjunin verði nánast sporlaus. En hvað svo? Hvað með innkaupin? Hvað með allt stálið og sementið? Hvað með eldsneytið á vinnuvélar verktakanna? Markviss vinna um árabil Orkuveitan setti sér loftslagsmarkmið 2016, hefur gert loftslagsbókhald samkvæmt alþjóðlegum viðmiðum frá 2020 og frá í fyrra hafa hvorttveggja loftslagsbókhaldið og markmið fyrirtækisins notið vottunar samkvæmt ströngum skilyrðum Science Based Targets initiative, sem eru ein þau virtust á þessu sviði. En Loftslagsbókhaldið er ekki gert bókhaldsins vegna. Þessi glöggu reikningsskil hafa fært okkur miklu betri skilning á því hverslags aðgerðir eru líklegar til að skila okkur og þar með öllum þeim samfélögum sem við þjónum árangri. Nú höfum við gefið út Loftslagsvegvísi Orkuveitunnar. Þar gerum við með greinargóðum og skiljanlegum hætti grein fyrir því hvernig við ætlum að skila enn meiri árangri í loftslagsmálum, því ekki veitir af. Þar sést hvaða kröfur við gerum til okkar sjálfra og hvaða væntingar við höfum til birgjanna sem selja okkur efni og vörur og verktakanna sem grafa fyrir okkur skurði eða tengja mæla. Miðlum lærdómi Þangað geta líka önnur framsýn fyrirtæki með loftslagsmetnað sótt hugmyndir að aðgerðum og við Orkuveitufólk munum fylgjast með því sem önnur gera og læra af því. Reyndar hafa Veitur sérstaklega auglýst eftir hugmyndum um nýtingu fráveituúrgangs en ónýttur stækkar hann kolefnisspor Orkuveitunnar. Því fleiri sem leggjast á árar, því hagkvæmari og betri verða þær nauðsynlegu umbreytingar sem við verðum að gera á því hvernig við framleiðum vörur og veitum þjónustu. Sjálfbær rekstur er nauðsynlegur til að börnin okkar og barnabörn fái líka notið þeirra miklu gæða sem okkar kynslóð er að njóta, fyrir nú utan að vera bara góður bissness. Loftslagsvegvísirinn er öllum aðgengilegur á vefnum hjá okkur. Njótið heil. Höfundar eru Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir, sérfræðingur Orkuveitunnar í loftslags- og umhverfismálum, og Eiríkur Hjálmarsson, sjálfbærnistjóri Orkuveitunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfbærni Orkumál Mest lesið Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Sjá meira
Í öllu því brimróti sem gengur yfir veröldina þessar vikur og mánuði verður undiraldan ekki eins áberandi. Í tollaslag, auknum vígbúnaði og vopnuðum átökum síga loftslagsmálin neðar á vefsíðum fjölmiðla. Við Orkuveitufólk keppumst þó við að halda vöku ökkar. Sjálfbær orka, sporlétt veituþjónusta og kolefnisbinding eru enda lyklar að því að allt samfélagið breytist til betri vegar fyrir loftslagið; grundvöllur þess að Orkuveitan sé aflvaki sjálfbærrar framtíðar. Í stríði um stál Þetta er reyndar ekki í fyrsta skipti í meira en aldarlangri sögu Orkuveitunnar og forvera hennar að vígbúnaður setur strik í reikninginn. Þegar undirbúningur stóð yfir að öðrum áfanga hinnar umhverfisvænu hitaveitu í Reykjavík – lagning Reykjaæðar frá hverasvæðunum í Mosfellssveit og tenging húsa – brast á heimsstyrjöld númer tvö. Stál í pípur fékkst ekki frá Danaveldi en fyrir mikla eljusemi tókst að herja út stál í Bandaríkjunum áður en meira og minna allt stál þar í landi fór í hergagnaiðnaðinn. Stál er ennþá grundvallarefni í lögnum og virkjana- og veitubúnaði af ýmsu tagi og framleiðsla þess er eitthvað það ósporléttasta í öllum aðföngum Orkuveitunnar. Á þessu ári mun Orkuveitan stíga risaskref í átt til nettó-núll áhrifa eigin starfsemi á loftslagið. Langstærsti hluti kolefnissporsins er vegna koldíoxíðs sem kemur upp með jarðgufunni sem nýtt er í virkjununum á Hellisheiði og á Nesjavöllum. Frá þeim fáum við hvorttveggja heitt vatn og rafmagn auk þess ýmsar aukaafurðir eru nýttar í Jarðhitagarði Orku náttúrunnar í Ölfusi. Koldíoxíðið verður steingert með hinni heimasmíðuðu Carbfix aðferð en þessi u.þ.b. þreföldun afkastagetu gefur kost á að virkjunin verði nánast sporlaus. En hvað svo? Hvað með innkaupin? Hvað með allt stálið og sementið? Hvað með eldsneytið á vinnuvélar verktakanna? Markviss vinna um árabil Orkuveitan setti sér loftslagsmarkmið 2016, hefur gert loftslagsbókhald samkvæmt alþjóðlegum viðmiðum frá 2020 og frá í fyrra hafa hvorttveggja loftslagsbókhaldið og markmið fyrirtækisins notið vottunar samkvæmt ströngum skilyrðum Science Based Targets initiative, sem eru ein þau virtust á þessu sviði. En Loftslagsbókhaldið er ekki gert bókhaldsins vegna. Þessi glöggu reikningsskil hafa fært okkur miklu betri skilning á því hverslags aðgerðir eru líklegar til að skila okkur og þar með öllum þeim samfélögum sem við þjónum árangri. Nú höfum við gefið út Loftslagsvegvísi Orkuveitunnar. Þar gerum við með greinargóðum og skiljanlegum hætti grein fyrir því hvernig við ætlum að skila enn meiri árangri í loftslagsmálum, því ekki veitir af. Þar sést hvaða kröfur við gerum til okkar sjálfra og hvaða væntingar við höfum til birgjanna sem selja okkur efni og vörur og verktakanna sem grafa fyrir okkur skurði eða tengja mæla. Miðlum lærdómi Þangað geta líka önnur framsýn fyrirtæki með loftslagsmetnað sótt hugmyndir að aðgerðum og við Orkuveitufólk munum fylgjast með því sem önnur gera og læra af því. Reyndar hafa Veitur sérstaklega auglýst eftir hugmyndum um nýtingu fráveituúrgangs en ónýttur stækkar hann kolefnisspor Orkuveitunnar. Því fleiri sem leggjast á árar, því hagkvæmari og betri verða þær nauðsynlegu umbreytingar sem við verðum að gera á því hvernig við framleiðum vörur og veitum þjónustu. Sjálfbær rekstur er nauðsynlegur til að börnin okkar og barnabörn fái líka notið þeirra miklu gæða sem okkar kynslóð er að njóta, fyrir nú utan að vera bara góður bissness. Loftslagsvegvísirinn er öllum aðgengilegur á vefnum hjá okkur. Njótið heil. Höfundar eru Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir, sérfræðingur Orkuveitunnar í loftslags- og umhverfismálum, og Eiríkur Hjálmarsson, sjálfbærnistjóri Orkuveitunnar
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun