Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar 14. apríl 2025 07:00 Viska er meðal yngstu stéttarfélaga landsins og varð formlega til 1. janúar 2024 með sameiningu þriggja stéttarfélaga innan BHM. Eitt þessara stéttarfélaga var félagið mitt, Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga. SBU var rótgróið félag með öflugt félagsfólk með djúpa réttlætiskennd, en við vorum fámenn og oft leið okkur sem að rödd okkar í samfélaginu eða við kjarasamningsborðið væri lítil. Það var því okkur sem sátum í stjórn SBU augljós ágóði að sameinast í sterkt og öflugt félag sem gæti veitt framúrskarandi þjónustu og hefði burði til að berjast af krafti fyrir réttindum félagsfólks. Þessi vegferð hefur reynst farsæl. Nú þegar höfum við í Visku markað okkur mikilvæga stöðu – félagið er orðið eitt af stærstu stéttarfélögum landsins með vel skipulagða og burðuga skrifstofu sem veitir metnaðarfulla og markvissa þjónustu við félagsfólk og er tilbúin til að mæta þeim áskorunum sem fram undan eru. Félagið sýndi styrk sinn í kjarasamningsviðræðum síðasta árs með undirritun samninga við ríkið, sveitarfélögin og Reykjavíkurborg sem gilda næstu fjögur ár. Á þessu samningstímabili ber okkur í Visku að vinna skipulega að því að tryggja eftirfylgni þeirra bókana sem fylgdu í samningunum. Jafnframt þurfum við að halda áfram að beita okkur fyrir öðrum mikilvægum hagsmunamálum sem snerta félagsfólk beint, þótt þau falli ekki undir hefðbundna kjarasamninga. Slík nálgun krefst skýrrar framtíðarsýnar, þrautseigju og öflugrar hagsmunagæslu. Starfsmatskerfi sem meta fjölbreytta hæfni Viska þarf að standa vörð um fjölbreytta hagsmuni háskólamenntaðra sérfræðinga – hóps sem starfar víða í samfélaginu og gegnir lykilhlutverkum á mörgum sviðum, en hefur of lengi setið eftir þegar kemur að kjörum og viðurkenningu á sínu framlagi. Eitt brýnasta verkefnið er að takast á við ósanngjarna stöðu margs félagsfólks í starfsmatskerfum og launatöflum hins opinbera, þar sem virði starfa þeirra er skekkt og sú sérfræðikunnátta sem þau leggja til í starfi sínu er ekki metin að verðleikum. Þetta eru krefjandi störf sem byggja á dýrmætri huglægri færni – samskiptahæfni, tilfinningagreind og faglegri umhyggju – eiginleikum sem halda samfélaginu gangandi en eru ekki metin til launa í kerfunum. Samfélagið þarf að viðurkenna raunverulegt virði þessara starfa, ekki aðeins í orði heldur einnig í launasetningu. Einnig þarf að tryggja félagsfólki aðgengi að símenntun og starfsþróun, faglegu sjálfstæði og heilbrigðu starfsumhverfi þar sem krafa er gerð um árangur án þröngra mælikvarða. Sérfræðingar vinna oft undir miklu andlegu og faglegu álagi og mikilvægt er að byggja upp stuðningskerfi sem eykur vellíðan og dregur úr kulnun. Jafnframt þarf að tryggja atvinnuöryggi og skýra starfsferla. Námslánakerfið – réttlæti fyrir alla kynslóðir Breytingar á námslánakerfinu með tilkomu Menntasjóðs námsmanna voru sannarlega tilraun til bóta, við eigum þó eftir að sjá hvort hún hafi virkað. Hins vegar má ekki horfa fram hjá þeim sem tóku lán hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna (LÍN) og eru enn að greiða af þeim. Mörg sitja uppi með há lán, án möguleika á einhverslags niðurfellingu – og eru mörg í þeirri stöðu að greiða af lánum sínum út ævina. Þetta á sérstaklega við þau sem hófu störf seint, meðal annars vegna þess að starfsferill þeirra krafðist langrar menntunar, og þau sem hafa unnið störf þar sem krafist er háskólamenntunar án þess að launasetningin hafi endurspeglað þá menntun. Fjölmörg hafa einnig orðið fyrir tekjuskerðingu eða starfað lengi í láglaunastörfum þrátt fyrir sérfræðiþekkingu – og bera þess vegna hlutfallslega þyngri byrðar af námslánum sínum. Ef við ætlum að byggja upp réttlátt samfélag sem metur menntun að verðleikum, þá verðum við einnig að veita þessum hópi réttláta meðferð. Viska þarf að setja þessi mál á dagskrá og þrýsta á um leiðréttingu fyrir þau sem enn greiða af sínum LÍN námslánum. Framboð til stjórnar Visku Á undanförnum árum hef ég lagt mig fram um að vinna að uppbyggingu öflugs stéttarfélags, fyrst sem formaður Stéttarfélags bókasafns- og upplýsingafræðinga (SBU) og síðar sem gjaldkeri stjórnar Visku. Sú reynsla hefur fært mér dýrmæta innsýn í þau tækifæri sem felast í samstöðu – en einnig þá kerfisbundnu veikleika sem þarf að takast á við af festu og fagmennsku. Ég býð mig því fram til áframhaldandi setu í stjórn Visku en kosningar eru hafnar og standa yfir til miðvikudagsins 16. apríl. Hljóti ég stuðning og traust félagsfólksmun ég halda áfram að leggja áherslu á að Viska vinni fyrir sanngjörnum kjörum fyrir allt félagsfólk sitt, bjóði upp á öfluga þjónustu og sé sýnilegt stéttarfélag sem lætur til sín taka í þágu félagsfólks okkar, félagsfólks sem leggur sitt af mörkum til samfélagsins á hverjum einasta degi. Höfundur er upplýsingafræðingur og frambjóðandi til áframhaldandi setu í stjórn Visku stéttarfélags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Mest lesið Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Viska er meðal yngstu stéttarfélaga landsins og varð formlega til 1. janúar 2024 með sameiningu þriggja stéttarfélaga innan BHM. Eitt þessara stéttarfélaga var félagið mitt, Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga. SBU var rótgróið félag með öflugt félagsfólk með djúpa réttlætiskennd, en við vorum fámenn og oft leið okkur sem að rödd okkar í samfélaginu eða við kjarasamningsborðið væri lítil. Það var því okkur sem sátum í stjórn SBU augljós ágóði að sameinast í sterkt og öflugt félag sem gæti veitt framúrskarandi þjónustu og hefði burði til að berjast af krafti fyrir réttindum félagsfólks. Þessi vegferð hefur reynst farsæl. Nú þegar höfum við í Visku markað okkur mikilvæga stöðu – félagið er orðið eitt af stærstu stéttarfélögum landsins með vel skipulagða og burðuga skrifstofu sem veitir metnaðarfulla og markvissa þjónustu við félagsfólk og er tilbúin til að mæta þeim áskorunum sem fram undan eru. Félagið sýndi styrk sinn í kjarasamningsviðræðum síðasta árs með undirritun samninga við ríkið, sveitarfélögin og Reykjavíkurborg sem gilda næstu fjögur ár. Á þessu samningstímabili ber okkur í Visku að vinna skipulega að því að tryggja eftirfylgni þeirra bókana sem fylgdu í samningunum. Jafnframt þurfum við að halda áfram að beita okkur fyrir öðrum mikilvægum hagsmunamálum sem snerta félagsfólk beint, þótt þau falli ekki undir hefðbundna kjarasamninga. Slík nálgun krefst skýrrar framtíðarsýnar, þrautseigju og öflugrar hagsmunagæslu. Starfsmatskerfi sem meta fjölbreytta hæfni Viska þarf að standa vörð um fjölbreytta hagsmuni háskólamenntaðra sérfræðinga – hóps sem starfar víða í samfélaginu og gegnir lykilhlutverkum á mörgum sviðum, en hefur of lengi setið eftir þegar kemur að kjörum og viðurkenningu á sínu framlagi. Eitt brýnasta verkefnið er að takast á við ósanngjarna stöðu margs félagsfólks í starfsmatskerfum og launatöflum hins opinbera, þar sem virði starfa þeirra er skekkt og sú sérfræðikunnátta sem þau leggja til í starfi sínu er ekki metin að verðleikum. Þetta eru krefjandi störf sem byggja á dýrmætri huglægri færni – samskiptahæfni, tilfinningagreind og faglegri umhyggju – eiginleikum sem halda samfélaginu gangandi en eru ekki metin til launa í kerfunum. Samfélagið þarf að viðurkenna raunverulegt virði þessara starfa, ekki aðeins í orði heldur einnig í launasetningu. Einnig þarf að tryggja félagsfólki aðgengi að símenntun og starfsþróun, faglegu sjálfstæði og heilbrigðu starfsumhverfi þar sem krafa er gerð um árangur án þröngra mælikvarða. Sérfræðingar vinna oft undir miklu andlegu og faglegu álagi og mikilvægt er að byggja upp stuðningskerfi sem eykur vellíðan og dregur úr kulnun. Jafnframt þarf að tryggja atvinnuöryggi og skýra starfsferla. Námslánakerfið – réttlæti fyrir alla kynslóðir Breytingar á námslánakerfinu með tilkomu Menntasjóðs námsmanna voru sannarlega tilraun til bóta, við eigum þó eftir að sjá hvort hún hafi virkað. Hins vegar má ekki horfa fram hjá þeim sem tóku lán hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna (LÍN) og eru enn að greiða af þeim. Mörg sitja uppi með há lán, án möguleika á einhverslags niðurfellingu – og eru mörg í þeirri stöðu að greiða af lánum sínum út ævina. Þetta á sérstaklega við þau sem hófu störf seint, meðal annars vegna þess að starfsferill þeirra krafðist langrar menntunar, og þau sem hafa unnið störf þar sem krafist er háskólamenntunar án þess að launasetningin hafi endurspeglað þá menntun. Fjölmörg hafa einnig orðið fyrir tekjuskerðingu eða starfað lengi í láglaunastörfum þrátt fyrir sérfræðiþekkingu – og bera þess vegna hlutfallslega þyngri byrðar af námslánum sínum. Ef við ætlum að byggja upp réttlátt samfélag sem metur menntun að verðleikum, þá verðum við einnig að veita þessum hópi réttláta meðferð. Viska þarf að setja þessi mál á dagskrá og þrýsta á um leiðréttingu fyrir þau sem enn greiða af sínum LÍN námslánum. Framboð til stjórnar Visku Á undanförnum árum hef ég lagt mig fram um að vinna að uppbyggingu öflugs stéttarfélags, fyrst sem formaður Stéttarfélags bókasafns- og upplýsingafræðinga (SBU) og síðar sem gjaldkeri stjórnar Visku. Sú reynsla hefur fært mér dýrmæta innsýn í þau tækifæri sem felast í samstöðu – en einnig þá kerfisbundnu veikleika sem þarf að takast á við af festu og fagmennsku. Ég býð mig því fram til áframhaldandi setu í stjórn Visku en kosningar eru hafnar og standa yfir til miðvikudagsins 16. apríl. Hljóti ég stuðning og traust félagsfólksmun ég halda áfram að leggja áherslu á að Viska vinni fyrir sanngjörnum kjörum fyrir allt félagsfólk sitt, bjóði upp á öfluga þjónustu og sé sýnilegt stéttarfélag sem lætur til sín taka í þágu félagsfólks okkar, félagsfólks sem leggur sitt af mörkum til samfélagsins á hverjum einasta degi. Höfundur er upplýsingafræðingur og frambjóðandi til áframhaldandi setu í stjórn Visku stéttarfélags.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun