Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir og Orri Hlöðversson skrifa 13. apríl 2025 08:02 Við sem gegnum forystu í Kópavogi höfum lagt áherslu á að skila ábata af góðum rekstri bæjarins til íbúa, bæði í formi skattalækkana og bættrar þjónustu. Þessar áherslur endurspeglast meðal annars í lækkun fasteignaskatta fyrir um milljarð króna það sem af er kjörtímabili svo tekið sé dæmi. Það er um leið meðvituð ákvörðun okkar sem stýrum bæjarfélaginu að halda aftur að útgjaldavexti, enda höfum við séð fjölmörg dæmi þar sem ósjálfbær skuldasöfnun sveitarfélaga leiðir óhjákvæmilega til skattahækkana eða skerðingar á þjónustu síðar meir. Ársreikningur Kópavogsbæjar fyrir árið 2024 endurspeglar okkar áherslur. Rekstur Kópavogsbæjar styrktist verulega á árinu 2024 og er rekstrarafgangur á samstæðunni 4,6 milljarðar króna og hefur afkoman hefur ekki mælst betri í 17 ár. Áhersla á aðhald og góðan rekstur auk úthlutun lóða í nýju hverfi í Vatnsendahvarfi er meginskýring á sterkri afkomu. Þá er veltufé frá rekstri jákvætt um 4,8 milljarð króna sem er það fjármagn sem reksturinn skilar til að greiða niður skuldir eða ráðast í framkvæmdir. Heildarskuldir Kópavogsbæjar lækka að raunvirði og skuldaviðmið lækka og eru langt undir lögbundnu hámarki. Rekstur Kópavogsbæjar byggir á góðum grunni og við búum vel að því að hafa greitt niður skuldir undanfarin ár. Hagræðing skilaði fimmfaldri gestaaukning Á hverju tíma þurfum við að huga að því hvernig unnt sé að hagræða betur og nýta með skynsamari hætti fjármuni bæjarbúa. Á þessu kjörtímabili hefur verið ráðist markvisst í hagræðingar á hverju ári, samtals um 850 milljónir króna. Í pólitískri umræðu er stundum lagt að jöfnu niðurskurð og hagræðingu. Hér er þó um tvo ólíka hluti að ræða. Niðurskurður er skerðing á þjónustu. Aftur á móti er hagræðing fólgin í því að nýta betur skattfé almennings fyrir sömu eða jafnvel betri þjónustu. Hjá Kópavogsbæ hefur verið forgangsmál að efla þjónustu við bæjarbúa en um leið að láta skynsemi ráða för við nýtingu hinna takmörkuðu fjármuna sem úr er að spila. Gott dæmi um það eru breyttar áherslur í rekstri menningarhúsa bæjarins. Við boðuðum breytingar á rekstrinum með það að markmiði að efla menningarstarfið til dæmis með aukinni sjálfsafgreiðslu og breyttri nálgun með Náttúrufræðistofu. Fyrstu mánuði eftir að við opnuðum nýja menningarmiðju með þessum breyttu áherslum þá fimmfaldaðist gestafjöldi í menningarhúsum Kópavogsbæjar. Þetta er bara eitt dæmi af mörgum um hagræðingaraðgerðir sem hægt er að ráðast í en um leið efla þjónustu við bæjarbúa. Okkar áherslur eru áfram skýrar Kjörnir fulltrúar gegna mikilvægu hlutverki, íbúar kjósa okkur til að standa vörð um þá þjónustu sem bæjarbúar treysta á að sé í lagi. Okkar áherslur eru skýrar, þær felast í því að tryggja góðan rekstur og skila ábatanum til bæjarbúa í formi lægri skatta og bættrar þjónustu. Við trúum því að þetta eru réttar áherslur sem hið opinbera ætti ávallt að setja í forgang. Það munum við gera áfram í Kópavogi undir okkar forystu. Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Ásdís Kristjánsdóttir Orri Hlöðversson Mest lesið Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Sjá meira
Við sem gegnum forystu í Kópavogi höfum lagt áherslu á að skila ábata af góðum rekstri bæjarins til íbúa, bæði í formi skattalækkana og bættrar þjónustu. Þessar áherslur endurspeglast meðal annars í lækkun fasteignaskatta fyrir um milljarð króna það sem af er kjörtímabili svo tekið sé dæmi. Það er um leið meðvituð ákvörðun okkar sem stýrum bæjarfélaginu að halda aftur að útgjaldavexti, enda höfum við séð fjölmörg dæmi þar sem ósjálfbær skuldasöfnun sveitarfélaga leiðir óhjákvæmilega til skattahækkana eða skerðingar á þjónustu síðar meir. Ársreikningur Kópavogsbæjar fyrir árið 2024 endurspeglar okkar áherslur. Rekstur Kópavogsbæjar styrktist verulega á árinu 2024 og er rekstrarafgangur á samstæðunni 4,6 milljarðar króna og hefur afkoman hefur ekki mælst betri í 17 ár. Áhersla á aðhald og góðan rekstur auk úthlutun lóða í nýju hverfi í Vatnsendahvarfi er meginskýring á sterkri afkomu. Þá er veltufé frá rekstri jákvætt um 4,8 milljarð króna sem er það fjármagn sem reksturinn skilar til að greiða niður skuldir eða ráðast í framkvæmdir. Heildarskuldir Kópavogsbæjar lækka að raunvirði og skuldaviðmið lækka og eru langt undir lögbundnu hámarki. Rekstur Kópavogsbæjar byggir á góðum grunni og við búum vel að því að hafa greitt niður skuldir undanfarin ár. Hagræðing skilaði fimmfaldri gestaaukning Á hverju tíma þurfum við að huga að því hvernig unnt sé að hagræða betur og nýta með skynsamari hætti fjármuni bæjarbúa. Á þessu kjörtímabili hefur verið ráðist markvisst í hagræðingar á hverju ári, samtals um 850 milljónir króna. Í pólitískri umræðu er stundum lagt að jöfnu niðurskurð og hagræðingu. Hér er þó um tvo ólíka hluti að ræða. Niðurskurður er skerðing á þjónustu. Aftur á móti er hagræðing fólgin í því að nýta betur skattfé almennings fyrir sömu eða jafnvel betri þjónustu. Hjá Kópavogsbæ hefur verið forgangsmál að efla þjónustu við bæjarbúa en um leið að láta skynsemi ráða för við nýtingu hinna takmörkuðu fjármuna sem úr er að spila. Gott dæmi um það eru breyttar áherslur í rekstri menningarhúsa bæjarins. Við boðuðum breytingar á rekstrinum með það að markmiði að efla menningarstarfið til dæmis með aukinni sjálfsafgreiðslu og breyttri nálgun með Náttúrufræðistofu. Fyrstu mánuði eftir að við opnuðum nýja menningarmiðju með þessum breyttu áherslum þá fimmfaldaðist gestafjöldi í menningarhúsum Kópavogsbæjar. Þetta er bara eitt dæmi af mörgum um hagræðingaraðgerðir sem hægt er að ráðast í en um leið efla þjónustu við bæjarbúa. Okkar áherslur eru áfram skýrar Kjörnir fulltrúar gegna mikilvægu hlutverki, íbúar kjósa okkur til að standa vörð um þá þjónustu sem bæjarbúar treysta á að sé í lagi. Okkar áherslur eru skýrar, þær felast í því að tryggja góðan rekstur og skila ábatanum til bæjarbúa í formi lægri skatta og bættrar þjónustu. Við trúum því að þetta eru réttar áherslur sem hið opinbera ætti ávallt að setja í forgang. Það munum við gera áfram í Kópavogi undir okkar forystu. Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar