Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 11. apríl 2025 07:32 Haft var eftir Andrési Jónssyni almannatengli í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun, aðspurður hvort hann gerði ráð fyrir málefnalegri og sanngjarnri umræðu í aðdraganda fyrirhugaðrar þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort stefna eigi að inngöngu í Evrópusambandið, að hann hefði sagt nei við því fyrir nokkrum árum. Nú væri hins vegar kominn nýr vinkill í umræðuna sem væru öryggis- og varnarmálin í stað þess að hún snerist einungis um sjávarútvegsmálin. „Ég hefði sagt nei fyrir einhverjum árum en nú er þessi nýi vinkill kominn inn, sem er öryggis- og varnarmál, og sem er að hafa rosaleg áhrif í Noregi. Norðmenn hafa aldrei verið jafn nálægt því að ganga í Evrópusambandið. Við sáum að Svíar gengu í NATO með skömmum fyrirvara. Þannig að ég held að vegna þessa nýja vinkils muni þetta ekki bara snúast um sjávarútvegsmál heldur líka með hverjum við viljum vera,“ sagði Andrés þannig meðal annars í þættinum. Fyrir það fyrsta er vitanlega mjög langur vegur frá því að umræðan um Evrópusambandið hér á landi hafi aðeins snúizt um sjávarútvegsmál. Í seinni tíð hefur hún líklega snúizt mun meira um gjaldmiðlamál að frumkvæði Evrópusambandssinna. Hitt er svo annað mál að erfitt er að átta sig á því hvers vegna það geti talizt ósanngjarnt að ræða sjávarútvegsmálin í þessum efnum þó skiljanlegt sé að sú umræða sé erfið fyrir Andrés og aðra sem vilja ganga í sambandið. Fimm prósent af alþingismanni Væntanlega þarf ekki að hafa mörg orð um það hversu mikilir hagsmunir eru í húfi fyrir þjóðarbúið þegar sjávarútvegurinn er annars vegar. Með inngöngu í Evrópusambandið færðist stjórn hérlendra sjávarútvegsmála til stofnana þess í samræmi við Lissabon-sáttmálann, grundvallarlöggjöf sambandsins. Svonefnd regla Evrópusambandsins um hlutfallslega stöðugar veiðar breytir engu í þeim efnum enda er hún í raun aðeins vinnuregla ráðherraráðs sambandsins. Hægt væri að breyta reglunni um hlutfallslega stöðugar veiðar, sem kveður á um úthlutun aflaheimilda samkvæmt sögulegri veiðireynslu og til stendur að gera, án aðkomu Íslands þó landið væri í Evrópusambandinu enda þarf ekki einróma samþykki í ráðherraráðinu þegar sjávarútvegsmál eru annars vegar frekar en í tilfelli nánast allra annarra málaflokka. Vægi Íslands í þeim efnum tæki mið af íbúafjölda landsins sem væri einungis á við 5% hlutdeild í alþingismanni. Varðandi Noreg er einnig langur vegur frá því að Norðmenn hafi aldrei verið líklegri til þess að ganga í Evrópusambandið. Vandséð er á hverju Andrés byggi þá fullyrðingu fyrir utan eigin óskhyggju. Meirihluti Norðmanna hefur til að mynda mælst andvígur inngöngu í sambandið í öllum skoðanakönnunum undanfarin 20 ár. Hægriflokkurinn er sem fyrr hlynntur inngöngu í Evrópusambandið en þarf stuðning flokka andvíga henni til þess að geta myndað ríkisstjórn. Tillögu um þjóðaratkvæði hafnað Tillögum um inngöngu í Evrópusambandið og þjóðaratkvæði í þeim efnum var hafnað á landsfundi Verkamannaflokksins um síðustu helgi. Þess í stað var samþykkt að innganga væri ekki á dagskrá og að samþykki nýs landsfundar þyrfti til að breyta því. Hvað Svíþjóð varðar má rifja það upp að bæði sænsk og finnsk stjórnvöld sögðu helztu ástæðuna fyrir inngöngu ríkjanna í NATO hafa verið þá að ekki væri hægt að treysta á sambandið í öryggis- og varnarmálum. Við erum þegar í varnarsamstarfi innan NATO við öll ríki Evrópusambandsins fyrir utan Írland, Austurríki, Kýpur og Möltu. Innan NATO en utan sambandsins eru hins vegar til dæmis Noregur, Bretland og Kanada auk Bandaríkjanna. Vandséð er þannig hvaða erindi við eigum í Evrópusambandið í þeim efnum sem þess utan tókst að verða háð rússneskri orku og fjármagna með því stríðsvél Rússlands samkvæmt orðum fyrrverandi utanríkisráðherra sambandsins. Væntanlega eru þessi skrif mín annars til marks um ósanngjarna umræðu um Evrópusambandið að mati Andrésar þar sem þau henta ekki málstað hans og annarra Evrópusambandssinna. Tal um að umræðan sé ekki sanngjörn vegna þess að þeir treysti sér ekki til þess að ræða um sjávarútvegsmálin í tengslum við sambandið er vitanlega einungis til marks um það að málstaður þeirra sem slíkur standi höllum fæti og það sem meira er, þeir séu vel meðvitaðir um það. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Mest lesið Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Sjá meira
Haft var eftir Andrési Jónssyni almannatengli í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun, aðspurður hvort hann gerði ráð fyrir málefnalegri og sanngjarnri umræðu í aðdraganda fyrirhugaðrar þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort stefna eigi að inngöngu í Evrópusambandið, að hann hefði sagt nei við því fyrir nokkrum árum. Nú væri hins vegar kominn nýr vinkill í umræðuna sem væru öryggis- og varnarmálin í stað þess að hún snerist einungis um sjávarútvegsmálin. „Ég hefði sagt nei fyrir einhverjum árum en nú er þessi nýi vinkill kominn inn, sem er öryggis- og varnarmál, og sem er að hafa rosaleg áhrif í Noregi. Norðmenn hafa aldrei verið jafn nálægt því að ganga í Evrópusambandið. Við sáum að Svíar gengu í NATO með skömmum fyrirvara. Þannig að ég held að vegna þessa nýja vinkils muni þetta ekki bara snúast um sjávarútvegsmál heldur líka með hverjum við viljum vera,“ sagði Andrés þannig meðal annars í þættinum. Fyrir það fyrsta er vitanlega mjög langur vegur frá því að umræðan um Evrópusambandið hér á landi hafi aðeins snúizt um sjávarútvegsmál. Í seinni tíð hefur hún líklega snúizt mun meira um gjaldmiðlamál að frumkvæði Evrópusambandssinna. Hitt er svo annað mál að erfitt er að átta sig á því hvers vegna það geti talizt ósanngjarnt að ræða sjávarútvegsmálin í þessum efnum þó skiljanlegt sé að sú umræða sé erfið fyrir Andrés og aðra sem vilja ganga í sambandið. Fimm prósent af alþingismanni Væntanlega þarf ekki að hafa mörg orð um það hversu mikilir hagsmunir eru í húfi fyrir þjóðarbúið þegar sjávarútvegurinn er annars vegar. Með inngöngu í Evrópusambandið færðist stjórn hérlendra sjávarútvegsmála til stofnana þess í samræmi við Lissabon-sáttmálann, grundvallarlöggjöf sambandsins. Svonefnd regla Evrópusambandsins um hlutfallslega stöðugar veiðar breytir engu í þeim efnum enda er hún í raun aðeins vinnuregla ráðherraráðs sambandsins. Hægt væri að breyta reglunni um hlutfallslega stöðugar veiðar, sem kveður á um úthlutun aflaheimilda samkvæmt sögulegri veiðireynslu og til stendur að gera, án aðkomu Íslands þó landið væri í Evrópusambandinu enda þarf ekki einróma samþykki í ráðherraráðinu þegar sjávarútvegsmál eru annars vegar frekar en í tilfelli nánast allra annarra málaflokka. Vægi Íslands í þeim efnum tæki mið af íbúafjölda landsins sem væri einungis á við 5% hlutdeild í alþingismanni. Varðandi Noreg er einnig langur vegur frá því að Norðmenn hafi aldrei verið líklegri til þess að ganga í Evrópusambandið. Vandséð er á hverju Andrés byggi þá fullyrðingu fyrir utan eigin óskhyggju. Meirihluti Norðmanna hefur til að mynda mælst andvígur inngöngu í sambandið í öllum skoðanakönnunum undanfarin 20 ár. Hægriflokkurinn er sem fyrr hlynntur inngöngu í Evrópusambandið en þarf stuðning flokka andvíga henni til þess að geta myndað ríkisstjórn. Tillögu um þjóðaratkvæði hafnað Tillögum um inngöngu í Evrópusambandið og þjóðaratkvæði í þeim efnum var hafnað á landsfundi Verkamannaflokksins um síðustu helgi. Þess í stað var samþykkt að innganga væri ekki á dagskrá og að samþykki nýs landsfundar þyrfti til að breyta því. Hvað Svíþjóð varðar má rifja það upp að bæði sænsk og finnsk stjórnvöld sögðu helztu ástæðuna fyrir inngöngu ríkjanna í NATO hafa verið þá að ekki væri hægt að treysta á sambandið í öryggis- og varnarmálum. Við erum þegar í varnarsamstarfi innan NATO við öll ríki Evrópusambandsins fyrir utan Írland, Austurríki, Kýpur og Möltu. Innan NATO en utan sambandsins eru hins vegar til dæmis Noregur, Bretland og Kanada auk Bandaríkjanna. Vandséð er þannig hvaða erindi við eigum í Evrópusambandið í þeim efnum sem þess utan tókst að verða háð rússneskri orku og fjármagna með því stríðsvél Rússlands samkvæmt orðum fyrrverandi utanríkisráðherra sambandsins. Væntanlega eru þessi skrif mín annars til marks um ósanngjarna umræðu um Evrópusambandið að mati Andrésar þar sem þau henta ekki málstað hans og annarra Evrópusambandssinna. Tal um að umræðan sé ekki sanngjörn vegna þess að þeir treysti sér ekki til þess að ræða um sjávarútvegsmálin í tengslum við sambandið er vitanlega einungis til marks um það að málstaður þeirra sem slíkur standi höllum fæti og það sem meira er, þeir séu vel meðvitaðir um það. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is.
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar