Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 11. apríl 2025 07:32 Haft var eftir Andrési Jónssyni almannatengli í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun, aðspurður hvort hann gerði ráð fyrir málefnalegri og sanngjarnri umræðu í aðdraganda fyrirhugaðrar þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort stefna eigi að inngöngu í Evrópusambandið, að hann hefði sagt nei við því fyrir nokkrum árum. Nú væri hins vegar kominn nýr vinkill í umræðuna sem væru öryggis- og varnarmálin í stað þess að hún snerist einungis um sjávarútvegsmálin. „Ég hefði sagt nei fyrir einhverjum árum en nú er þessi nýi vinkill kominn inn, sem er öryggis- og varnarmál, og sem er að hafa rosaleg áhrif í Noregi. Norðmenn hafa aldrei verið jafn nálægt því að ganga í Evrópusambandið. Við sáum að Svíar gengu í NATO með skömmum fyrirvara. Þannig að ég held að vegna þessa nýja vinkils muni þetta ekki bara snúast um sjávarútvegsmál heldur líka með hverjum við viljum vera,“ sagði Andrés þannig meðal annars í þættinum. Fyrir það fyrsta er vitanlega mjög langur vegur frá því að umræðan um Evrópusambandið hér á landi hafi aðeins snúizt um sjávarútvegsmál. Í seinni tíð hefur hún líklega snúizt mun meira um gjaldmiðlamál að frumkvæði Evrópusambandssinna. Hitt er svo annað mál að erfitt er að átta sig á því hvers vegna það geti talizt ósanngjarnt að ræða sjávarútvegsmálin í þessum efnum þó skiljanlegt sé að sú umræða sé erfið fyrir Andrés og aðra sem vilja ganga í sambandið. Fimm prósent af alþingismanni Væntanlega þarf ekki að hafa mörg orð um það hversu mikilir hagsmunir eru í húfi fyrir þjóðarbúið þegar sjávarútvegurinn er annars vegar. Með inngöngu í Evrópusambandið færðist stjórn hérlendra sjávarútvegsmála til stofnana þess í samræmi við Lissabon-sáttmálann, grundvallarlöggjöf sambandsins. Svonefnd regla Evrópusambandsins um hlutfallslega stöðugar veiðar breytir engu í þeim efnum enda er hún í raun aðeins vinnuregla ráðherraráðs sambandsins. Hægt væri að breyta reglunni um hlutfallslega stöðugar veiðar, sem kveður á um úthlutun aflaheimilda samkvæmt sögulegri veiðireynslu og til stendur að gera, án aðkomu Íslands þó landið væri í Evrópusambandinu enda þarf ekki einróma samþykki í ráðherraráðinu þegar sjávarútvegsmál eru annars vegar frekar en í tilfelli nánast allra annarra málaflokka. Vægi Íslands í þeim efnum tæki mið af íbúafjölda landsins sem væri einungis á við 5% hlutdeild í alþingismanni. Varðandi Noreg er einnig langur vegur frá því að Norðmenn hafi aldrei verið líklegri til þess að ganga í Evrópusambandið. Vandséð er á hverju Andrés byggi þá fullyrðingu fyrir utan eigin óskhyggju. Meirihluti Norðmanna hefur til að mynda mælst andvígur inngöngu í sambandið í öllum skoðanakönnunum undanfarin 20 ár. Hægriflokkurinn er sem fyrr hlynntur inngöngu í Evrópusambandið en þarf stuðning flokka andvíga henni til þess að geta myndað ríkisstjórn. Tillögu um þjóðaratkvæði hafnað Tillögum um inngöngu í Evrópusambandið og þjóðaratkvæði í þeim efnum var hafnað á landsfundi Verkamannaflokksins um síðustu helgi. Þess í stað var samþykkt að innganga væri ekki á dagskrá og að samþykki nýs landsfundar þyrfti til að breyta því. Hvað Svíþjóð varðar má rifja það upp að bæði sænsk og finnsk stjórnvöld sögðu helztu ástæðuna fyrir inngöngu ríkjanna í NATO hafa verið þá að ekki væri hægt að treysta á sambandið í öryggis- og varnarmálum. Við erum þegar í varnarsamstarfi innan NATO við öll ríki Evrópusambandsins fyrir utan Írland, Austurríki, Kýpur og Möltu. Innan NATO en utan sambandsins eru hins vegar til dæmis Noregur, Bretland og Kanada auk Bandaríkjanna. Vandséð er þannig hvaða erindi við eigum í Evrópusambandið í þeim efnum sem þess utan tókst að verða háð rússneskri orku og fjármagna með því stríðsvél Rússlands samkvæmt orðum fyrrverandi utanríkisráðherra sambandsins. Væntanlega eru þessi skrif mín annars til marks um ósanngjarna umræðu um Evrópusambandið að mati Andrésar þar sem þau henta ekki málstað hans og annarra Evrópusambandssinna. Tal um að umræðan sé ekki sanngjörn vegna þess að þeir treysti sér ekki til þess að ræða um sjávarútvegsmálin í tengslum við sambandið er vitanlega einungis til marks um það að málstaður þeirra sem slíkur standi höllum fæti og það sem meira er, þeir séu vel meðvitaðir um það. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Haft var eftir Andrési Jónssyni almannatengli í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun, aðspurður hvort hann gerði ráð fyrir málefnalegri og sanngjarnri umræðu í aðdraganda fyrirhugaðrar þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort stefna eigi að inngöngu í Evrópusambandið, að hann hefði sagt nei við því fyrir nokkrum árum. Nú væri hins vegar kominn nýr vinkill í umræðuna sem væru öryggis- og varnarmálin í stað þess að hún snerist einungis um sjávarútvegsmálin. „Ég hefði sagt nei fyrir einhverjum árum en nú er þessi nýi vinkill kominn inn, sem er öryggis- og varnarmál, og sem er að hafa rosaleg áhrif í Noregi. Norðmenn hafa aldrei verið jafn nálægt því að ganga í Evrópusambandið. Við sáum að Svíar gengu í NATO með skömmum fyrirvara. Þannig að ég held að vegna þessa nýja vinkils muni þetta ekki bara snúast um sjávarútvegsmál heldur líka með hverjum við viljum vera,“ sagði Andrés þannig meðal annars í þættinum. Fyrir það fyrsta er vitanlega mjög langur vegur frá því að umræðan um Evrópusambandið hér á landi hafi aðeins snúizt um sjávarútvegsmál. Í seinni tíð hefur hún líklega snúizt mun meira um gjaldmiðlamál að frumkvæði Evrópusambandssinna. Hitt er svo annað mál að erfitt er að átta sig á því hvers vegna það geti talizt ósanngjarnt að ræða sjávarútvegsmálin í þessum efnum þó skiljanlegt sé að sú umræða sé erfið fyrir Andrés og aðra sem vilja ganga í sambandið. Fimm prósent af alþingismanni Væntanlega þarf ekki að hafa mörg orð um það hversu mikilir hagsmunir eru í húfi fyrir þjóðarbúið þegar sjávarútvegurinn er annars vegar. Með inngöngu í Evrópusambandið færðist stjórn hérlendra sjávarútvegsmála til stofnana þess í samræmi við Lissabon-sáttmálann, grundvallarlöggjöf sambandsins. Svonefnd regla Evrópusambandsins um hlutfallslega stöðugar veiðar breytir engu í þeim efnum enda er hún í raun aðeins vinnuregla ráðherraráðs sambandsins. Hægt væri að breyta reglunni um hlutfallslega stöðugar veiðar, sem kveður á um úthlutun aflaheimilda samkvæmt sögulegri veiðireynslu og til stendur að gera, án aðkomu Íslands þó landið væri í Evrópusambandinu enda þarf ekki einróma samþykki í ráðherraráðinu þegar sjávarútvegsmál eru annars vegar frekar en í tilfelli nánast allra annarra málaflokka. Vægi Íslands í þeim efnum tæki mið af íbúafjölda landsins sem væri einungis á við 5% hlutdeild í alþingismanni. Varðandi Noreg er einnig langur vegur frá því að Norðmenn hafi aldrei verið líklegri til þess að ganga í Evrópusambandið. Vandséð er á hverju Andrés byggi þá fullyrðingu fyrir utan eigin óskhyggju. Meirihluti Norðmanna hefur til að mynda mælst andvígur inngöngu í sambandið í öllum skoðanakönnunum undanfarin 20 ár. Hægriflokkurinn er sem fyrr hlynntur inngöngu í Evrópusambandið en þarf stuðning flokka andvíga henni til þess að geta myndað ríkisstjórn. Tillögu um þjóðaratkvæði hafnað Tillögum um inngöngu í Evrópusambandið og þjóðaratkvæði í þeim efnum var hafnað á landsfundi Verkamannaflokksins um síðustu helgi. Þess í stað var samþykkt að innganga væri ekki á dagskrá og að samþykki nýs landsfundar þyrfti til að breyta því. Hvað Svíþjóð varðar má rifja það upp að bæði sænsk og finnsk stjórnvöld sögðu helztu ástæðuna fyrir inngöngu ríkjanna í NATO hafa verið þá að ekki væri hægt að treysta á sambandið í öryggis- og varnarmálum. Við erum þegar í varnarsamstarfi innan NATO við öll ríki Evrópusambandsins fyrir utan Írland, Austurríki, Kýpur og Möltu. Innan NATO en utan sambandsins eru hins vegar til dæmis Noregur, Bretland og Kanada auk Bandaríkjanna. Vandséð er þannig hvaða erindi við eigum í Evrópusambandið í þeim efnum sem þess utan tókst að verða háð rússneskri orku og fjármagna með því stríðsvél Rússlands samkvæmt orðum fyrrverandi utanríkisráðherra sambandsins. Væntanlega eru þessi skrif mín annars til marks um ósanngjarna umræðu um Evrópusambandið að mati Andrésar þar sem þau henta ekki málstað hans og annarra Evrópusambandssinna. Tal um að umræðan sé ekki sanngjörn vegna þess að þeir treysti sér ekki til þess að ræða um sjávarútvegsmálin í tengslum við sambandið er vitanlega einungis til marks um það að málstaður þeirra sem slíkur standi höllum fæti og það sem meira er, þeir séu vel meðvitaðir um það. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar