Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 11. apríl 2025 07:32 Haft var eftir Andrési Jónssyni almannatengli í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun, aðspurður hvort hann gerði ráð fyrir málefnalegri og sanngjarnri umræðu í aðdraganda fyrirhugaðrar þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort stefna eigi að inngöngu í Evrópusambandið, að hann hefði sagt nei við því fyrir nokkrum árum. Nú væri hins vegar kominn nýr vinkill í umræðuna sem væru öryggis- og varnarmálin í stað þess að hún snerist einungis um sjávarútvegsmálin. „Ég hefði sagt nei fyrir einhverjum árum en nú er þessi nýi vinkill kominn inn, sem er öryggis- og varnarmál, og sem er að hafa rosaleg áhrif í Noregi. Norðmenn hafa aldrei verið jafn nálægt því að ganga í Evrópusambandið. Við sáum að Svíar gengu í NATO með skömmum fyrirvara. Þannig að ég held að vegna þessa nýja vinkils muni þetta ekki bara snúast um sjávarútvegsmál heldur líka með hverjum við viljum vera,“ sagði Andrés þannig meðal annars í þættinum. Fyrir það fyrsta er vitanlega mjög langur vegur frá því að umræðan um Evrópusambandið hér á landi hafi aðeins snúizt um sjávarútvegsmál. Í seinni tíð hefur hún líklega snúizt mun meira um gjaldmiðlamál að frumkvæði Evrópusambandssinna. Hitt er svo annað mál að erfitt er að átta sig á því hvers vegna það geti talizt ósanngjarnt að ræða sjávarútvegsmálin í þessum efnum þó skiljanlegt sé að sú umræða sé erfið fyrir Andrés og aðra sem vilja ganga í sambandið. Fimm prósent af alþingismanni Væntanlega þarf ekki að hafa mörg orð um það hversu mikilir hagsmunir eru í húfi fyrir þjóðarbúið þegar sjávarútvegurinn er annars vegar. Með inngöngu í Evrópusambandið færðist stjórn hérlendra sjávarútvegsmála til stofnana þess í samræmi við Lissabon-sáttmálann, grundvallarlöggjöf sambandsins. Svonefnd regla Evrópusambandsins um hlutfallslega stöðugar veiðar breytir engu í þeim efnum enda er hún í raun aðeins vinnuregla ráðherraráðs sambandsins. Hægt væri að breyta reglunni um hlutfallslega stöðugar veiðar, sem kveður á um úthlutun aflaheimilda samkvæmt sögulegri veiðireynslu og til stendur að gera, án aðkomu Íslands þó landið væri í Evrópusambandinu enda þarf ekki einróma samþykki í ráðherraráðinu þegar sjávarútvegsmál eru annars vegar frekar en í tilfelli nánast allra annarra málaflokka. Vægi Íslands í þeim efnum tæki mið af íbúafjölda landsins sem væri einungis á við 5% hlutdeild í alþingismanni. Varðandi Noreg er einnig langur vegur frá því að Norðmenn hafi aldrei verið líklegri til þess að ganga í Evrópusambandið. Vandséð er á hverju Andrés byggi þá fullyrðingu fyrir utan eigin óskhyggju. Meirihluti Norðmanna hefur til að mynda mælst andvígur inngöngu í sambandið í öllum skoðanakönnunum undanfarin 20 ár. Hægriflokkurinn er sem fyrr hlynntur inngöngu í Evrópusambandið en þarf stuðning flokka andvíga henni til þess að geta myndað ríkisstjórn. Tillögu um þjóðaratkvæði hafnað Tillögum um inngöngu í Evrópusambandið og þjóðaratkvæði í þeim efnum var hafnað á landsfundi Verkamannaflokksins um síðustu helgi. Þess í stað var samþykkt að innganga væri ekki á dagskrá og að samþykki nýs landsfundar þyrfti til að breyta því. Hvað Svíþjóð varðar má rifja það upp að bæði sænsk og finnsk stjórnvöld sögðu helztu ástæðuna fyrir inngöngu ríkjanna í NATO hafa verið þá að ekki væri hægt að treysta á sambandið í öryggis- og varnarmálum. Við erum þegar í varnarsamstarfi innan NATO við öll ríki Evrópusambandsins fyrir utan Írland, Austurríki, Kýpur og Möltu. Innan NATO en utan sambandsins eru hins vegar til dæmis Noregur, Bretland og Kanada auk Bandaríkjanna. Vandséð er þannig hvaða erindi við eigum í Evrópusambandið í þeim efnum sem þess utan tókst að verða háð rússneskri orku og fjármagna með því stríðsvél Rússlands samkvæmt orðum fyrrverandi utanríkisráðherra sambandsins. Væntanlega eru þessi skrif mín annars til marks um ósanngjarna umræðu um Evrópusambandið að mati Andrésar þar sem þau henta ekki málstað hans og annarra Evrópusambandssinna. Tal um að umræðan sé ekki sanngjörn vegna þess að þeir treysti sér ekki til þess að ræða um sjávarútvegsmálin í tengslum við sambandið er vitanlega einungis til marks um það að málstaður þeirra sem slíkur standi höllum fæti og það sem meira er, þeir séu vel meðvitaðir um það. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Mest lesið Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Haft var eftir Andrési Jónssyni almannatengli í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun, aðspurður hvort hann gerði ráð fyrir málefnalegri og sanngjarnri umræðu í aðdraganda fyrirhugaðrar þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort stefna eigi að inngöngu í Evrópusambandið, að hann hefði sagt nei við því fyrir nokkrum árum. Nú væri hins vegar kominn nýr vinkill í umræðuna sem væru öryggis- og varnarmálin í stað þess að hún snerist einungis um sjávarútvegsmálin. „Ég hefði sagt nei fyrir einhverjum árum en nú er þessi nýi vinkill kominn inn, sem er öryggis- og varnarmál, og sem er að hafa rosaleg áhrif í Noregi. Norðmenn hafa aldrei verið jafn nálægt því að ganga í Evrópusambandið. Við sáum að Svíar gengu í NATO með skömmum fyrirvara. Þannig að ég held að vegna þessa nýja vinkils muni þetta ekki bara snúast um sjávarútvegsmál heldur líka með hverjum við viljum vera,“ sagði Andrés þannig meðal annars í þættinum. Fyrir það fyrsta er vitanlega mjög langur vegur frá því að umræðan um Evrópusambandið hér á landi hafi aðeins snúizt um sjávarútvegsmál. Í seinni tíð hefur hún líklega snúizt mun meira um gjaldmiðlamál að frumkvæði Evrópusambandssinna. Hitt er svo annað mál að erfitt er að átta sig á því hvers vegna það geti talizt ósanngjarnt að ræða sjávarútvegsmálin í þessum efnum þó skiljanlegt sé að sú umræða sé erfið fyrir Andrés og aðra sem vilja ganga í sambandið. Fimm prósent af alþingismanni Væntanlega þarf ekki að hafa mörg orð um það hversu mikilir hagsmunir eru í húfi fyrir þjóðarbúið þegar sjávarútvegurinn er annars vegar. Með inngöngu í Evrópusambandið færðist stjórn hérlendra sjávarútvegsmála til stofnana þess í samræmi við Lissabon-sáttmálann, grundvallarlöggjöf sambandsins. Svonefnd regla Evrópusambandsins um hlutfallslega stöðugar veiðar breytir engu í þeim efnum enda er hún í raun aðeins vinnuregla ráðherraráðs sambandsins. Hægt væri að breyta reglunni um hlutfallslega stöðugar veiðar, sem kveður á um úthlutun aflaheimilda samkvæmt sögulegri veiðireynslu og til stendur að gera, án aðkomu Íslands þó landið væri í Evrópusambandinu enda þarf ekki einróma samþykki í ráðherraráðinu þegar sjávarútvegsmál eru annars vegar frekar en í tilfelli nánast allra annarra málaflokka. Vægi Íslands í þeim efnum tæki mið af íbúafjölda landsins sem væri einungis á við 5% hlutdeild í alþingismanni. Varðandi Noreg er einnig langur vegur frá því að Norðmenn hafi aldrei verið líklegri til þess að ganga í Evrópusambandið. Vandséð er á hverju Andrés byggi þá fullyrðingu fyrir utan eigin óskhyggju. Meirihluti Norðmanna hefur til að mynda mælst andvígur inngöngu í sambandið í öllum skoðanakönnunum undanfarin 20 ár. Hægriflokkurinn er sem fyrr hlynntur inngöngu í Evrópusambandið en þarf stuðning flokka andvíga henni til þess að geta myndað ríkisstjórn. Tillögu um þjóðaratkvæði hafnað Tillögum um inngöngu í Evrópusambandið og þjóðaratkvæði í þeim efnum var hafnað á landsfundi Verkamannaflokksins um síðustu helgi. Þess í stað var samþykkt að innganga væri ekki á dagskrá og að samþykki nýs landsfundar þyrfti til að breyta því. Hvað Svíþjóð varðar má rifja það upp að bæði sænsk og finnsk stjórnvöld sögðu helztu ástæðuna fyrir inngöngu ríkjanna í NATO hafa verið þá að ekki væri hægt að treysta á sambandið í öryggis- og varnarmálum. Við erum þegar í varnarsamstarfi innan NATO við öll ríki Evrópusambandsins fyrir utan Írland, Austurríki, Kýpur og Möltu. Innan NATO en utan sambandsins eru hins vegar til dæmis Noregur, Bretland og Kanada auk Bandaríkjanna. Vandséð er þannig hvaða erindi við eigum í Evrópusambandið í þeim efnum sem þess utan tókst að verða háð rússneskri orku og fjármagna með því stríðsvél Rússlands samkvæmt orðum fyrrverandi utanríkisráðherra sambandsins. Væntanlega eru þessi skrif mín annars til marks um ósanngjarna umræðu um Evrópusambandið að mati Andrésar þar sem þau henta ekki málstað hans og annarra Evrópusambandssinna. Tal um að umræðan sé ekki sanngjörn vegna þess að þeir treysti sér ekki til þess að ræða um sjávarútvegsmálin í tengslum við sambandið er vitanlega einungis til marks um það að málstaður þeirra sem slíkur standi höllum fæti og það sem meira er, þeir séu vel meðvitaðir um það. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun