Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar 9. apríl 2025 10:32 Í gær samþykkti bæjarstjórn Kópavogs að lækka laun bæjarfulltrúa og fulltrúa í nefndum og ráðum um 10%. Samhliða var ákveðið að lækka laun bæjarstjóra um 1,8%. Bæjarstjórinn lýsti skýrri afstöðu sinni: hún teldi ekki tilefni til frekari endurskoðunar á eigin launum. Heildarlaun bæjarstjórans eru eftir sem áður hátt í 3 milljónir á mánuði, en það er reyndar í takt við það sem tíðkast meðal bæjarstjóra á höfuðborgarsvæðinu. Tölur eins og þessar segja sína sögu – en þær kalla líka fram stærri spurningar. Ekki endilega um einstaklinga eða einstakar ákvarðanir, heldur um samfélagslegt virðismat. Félags háskólakennara gerði til dæmis nýlega kjarasamning við ríkið um kjör háskólakennara. Meðalheildarlaun háskólakennara (lektora og dósenta við HÍ og HA) eru 910.000 krónur á mánuði. Inni í þeirri tölu er yfirvinna (sem vel að merkja, er greidd á dagvinnutaxta). Háskólakennarar hafa lokið 5 til 8 ára háskólanámi eftir meistaranám og bera ábyrgð á kennslu, þekkingarsköpun og fræðilegri nýsköpun samfélagsins. Hvernig stendur á því að bæjarstjóri sé með þrefalt hærri laun en til dæmis háskólakennari? Í þessu samhengi má velta fyrir sér virði starfa. Virðismatskerfi er verkfæri sem hefur verið þróað til að nálgast svona vangaveltur. Slík kerfi reyna að meta störf út frá þáttum eins og þekkingu, reynslu, álagi, ábyrgð og vinnuumhverfi – með það að markmiði að tryggja að jafnverðmæt störf séu metin til jafns, þegar kemur að launasetningu. Virðismatskerfi leggja áherslu á þætti sem oft sjást ekki strax: tilfinningalegt álag, faglega sjálfstæð vinnubrögð, greiningarhæfni, hæfni í samskiptum og ábyrgð gagnvart velferð fólks og samfélags. Þeir þættir eru síður sýnilegir en engu að síður mikilvægir. Kannski myndi virðismat gefa okkur áhugaverða innsýn í störf bæjarstjóra – og annarra kjörinna fulltrúa – ekki síður en kennara. Kannski myndi það varpa nýju ljósi á hvers konar færni, ábyrgð og reynslu samfélagið telur verðmæta. Hvað metum við mikils – og hvað metum við minna? Á hverju byggist það mat, þegar öll störfin eru í þágu samfélagsins og greidd úr sama sjóði? Höfundur er bæjarfulltrúi í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Kópavogur Píratar Sveitarstjórnarmál Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Sjá meira
Í gær samþykkti bæjarstjórn Kópavogs að lækka laun bæjarfulltrúa og fulltrúa í nefndum og ráðum um 10%. Samhliða var ákveðið að lækka laun bæjarstjóra um 1,8%. Bæjarstjórinn lýsti skýrri afstöðu sinni: hún teldi ekki tilefni til frekari endurskoðunar á eigin launum. Heildarlaun bæjarstjórans eru eftir sem áður hátt í 3 milljónir á mánuði, en það er reyndar í takt við það sem tíðkast meðal bæjarstjóra á höfuðborgarsvæðinu. Tölur eins og þessar segja sína sögu – en þær kalla líka fram stærri spurningar. Ekki endilega um einstaklinga eða einstakar ákvarðanir, heldur um samfélagslegt virðismat. Félags háskólakennara gerði til dæmis nýlega kjarasamning við ríkið um kjör háskólakennara. Meðalheildarlaun háskólakennara (lektora og dósenta við HÍ og HA) eru 910.000 krónur á mánuði. Inni í þeirri tölu er yfirvinna (sem vel að merkja, er greidd á dagvinnutaxta). Háskólakennarar hafa lokið 5 til 8 ára háskólanámi eftir meistaranám og bera ábyrgð á kennslu, þekkingarsköpun og fræðilegri nýsköpun samfélagsins. Hvernig stendur á því að bæjarstjóri sé með þrefalt hærri laun en til dæmis háskólakennari? Í þessu samhengi má velta fyrir sér virði starfa. Virðismatskerfi er verkfæri sem hefur verið þróað til að nálgast svona vangaveltur. Slík kerfi reyna að meta störf út frá þáttum eins og þekkingu, reynslu, álagi, ábyrgð og vinnuumhverfi – með það að markmiði að tryggja að jafnverðmæt störf séu metin til jafns, þegar kemur að launasetningu. Virðismatskerfi leggja áherslu á þætti sem oft sjást ekki strax: tilfinningalegt álag, faglega sjálfstæð vinnubrögð, greiningarhæfni, hæfni í samskiptum og ábyrgð gagnvart velferð fólks og samfélags. Þeir þættir eru síður sýnilegir en engu að síður mikilvægir. Kannski myndi virðismat gefa okkur áhugaverða innsýn í störf bæjarstjóra – og annarra kjörinna fulltrúa – ekki síður en kennara. Kannski myndi það varpa nýju ljósi á hvers konar færni, ábyrgð og reynslu samfélagið telur verðmæta. Hvað metum við mikils – og hvað metum við minna? Á hverju byggist það mat, þegar öll störfin eru í þágu samfélagsins og greidd úr sama sjóði? Höfundur er bæjarfulltrúi í Kópavogi.
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar