Hækkanir í Kauphöllinni á ný Auðun Georg Ólafsson skrifar 8. apríl 2025 12:43 Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir meiri yfirvegun sé nú að komast á hlutabréfamarkaði eftir miklar lækkanir síðustu daga. Vísir/Egill Jón Bjarki Bentsson, yfirhagfræðingur Íslandsbanka, segir ró vera að færast yfir í hlutabréfaviðskiptum Kauphallar Íslands, allavega í bili. „Auðvitað geta alltaf komið vendingar á næstu dögum sem geta skotið mörkuðum skelk í bringu en í bili er þróunin þannig að óvissan er að minnka og yfirvegun aftur orðin ráðandi. Úrvalsvísitalan hefur verið nánast í frjálsu falli síðan á miðvikudag og hafði í gær ekki verið lægri síðan 17. september í fyrra. Í morgun sýndi vísitalan hækkun um tvö komma sex prósent en hefur nú aðeins sigið aftur þegar þetta er skrifað. Lyfjafyrirtækið Alvotech leiddi í gær lækkanir en gengi hlutabréfa í félaginu lækkaði þá um tólf prósent. Félagið hækkaði aftur um fimm og hálft prósent í morgun. Gengi félagsins JBT Marel lækkaði um sjö prósent í gær en hafði í morgun hækkað um rúm þrjú prósent en félagið er einnig skráð á markað vestanhafs. Markaðir víðast hvar í heiminum tóku hressilega dýfu eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti greindi frá áformum sínum um stóraukna tolla á innflutning til Bandaríkjanna. Hann hefur ítrekað að ekki standi til að bakka með tollaálögurnar sem hann kynnti í síðustu viku. Hang Seng vísitalan í Hong Kong féll í gær um um heil þrettán prósent sem er mesta lækkun á einum degi í áratugi. Það var þó heldur bjartara við opnun markaða í Asíu og Evrópu í morgun eftir samfelldar lækkanir síðustu daga. Nikkei vísitalan í Japan fór upp um sex prósent í nótt og Hang Seng vísitalan hækkaði um tvö prósent í fyrstu viðskiptum dagsins, FTSE 100 vísitalan í London hækkaði um rúmt prósent í morgun og sömu sögu er að segja frá vísitölum í Frakklandi og Þýskalandi. Jón Bjarki segir viðbrögð við mörkuðum í Asíu í nótt og Evrópu í morgun hafi blásið innlendum fjárfestum sóknarhug í brjóst. „Ég held að það sé aðeins farið að renna upp fyrir mörgum að það sé ekki víst að efnahagshorfurnar hér á landi séu ekki jafn daprar vegna þessa, það er að segja efnahagslífið í heild. Þó áhrifin verði aldrei jákvæð af tollastríði þá eru þokkalegar líkur að efnahagurinn í heild og ekki síður hagur fyrirtækja á hlutabréfamarkaði verði ekki jafn slæmur og búið var að verðleggja eftir lækkanirnar í gær.“ Var þetta þá panik-sala í gær? „Já eða þessi ofboðslega óvissa sem var uppi fyrstu dagana eftir tollatilkynningar Trump stjórnarinnar. Sérstaklega þegar aðrir fjárfestingakostir eru að gefa vel þá leita peningarnir í vissuna. Hér er hægt að ná ágætum raunvöxtum með mjög lítilli áhættu og lítilli bindingu af því að vaxtastig er almennt hátt. Ýmsir hafa viljað bíða af sér versta óveðrið sem geisaði á mörkuðum í gær og seinni hluta síðustu viku og það er meiri yfirvegun að komast á. Þau fyrirtæki sem ekki eru sérstaklega undir hælnum á erlendum mörkuðum eiga að geta gengið þokkalega eftir sem áður. Viðbrögðin voru kannski sterkari en efni stóðu til, að minnsta kosti eins og staðan er akkúrat núna.“ Kauphöllin Skattar og tollar Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Sjá meira
Úrvalsvísitalan hefur verið nánast í frjálsu falli síðan á miðvikudag og hafði í gær ekki verið lægri síðan 17. september í fyrra. Í morgun sýndi vísitalan hækkun um tvö komma sex prósent en hefur nú aðeins sigið aftur þegar þetta er skrifað. Lyfjafyrirtækið Alvotech leiddi í gær lækkanir en gengi hlutabréfa í félaginu lækkaði þá um tólf prósent. Félagið hækkaði aftur um fimm og hálft prósent í morgun. Gengi félagsins JBT Marel lækkaði um sjö prósent í gær en hafði í morgun hækkað um rúm þrjú prósent en félagið er einnig skráð á markað vestanhafs. Markaðir víðast hvar í heiminum tóku hressilega dýfu eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti greindi frá áformum sínum um stóraukna tolla á innflutning til Bandaríkjanna. Hann hefur ítrekað að ekki standi til að bakka með tollaálögurnar sem hann kynnti í síðustu viku. Hang Seng vísitalan í Hong Kong féll í gær um um heil þrettán prósent sem er mesta lækkun á einum degi í áratugi. Það var þó heldur bjartara við opnun markaða í Asíu og Evrópu í morgun eftir samfelldar lækkanir síðustu daga. Nikkei vísitalan í Japan fór upp um sex prósent í nótt og Hang Seng vísitalan hækkaði um tvö prósent í fyrstu viðskiptum dagsins, FTSE 100 vísitalan í London hækkaði um rúmt prósent í morgun og sömu sögu er að segja frá vísitölum í Frakklandi og Þýskalandi. Jón Bjarki segir viðbrögð við mörkuðum í Asíu í nótt og Evrópu í morgun hafi blásið innlendum fjárfestum sóknarhug í brjóst. „Ég held að það sé aðeins farið að renna upp fyrir mörgum að það sé ekki víst að efnahagshorfurnar hér á landi séu ekki jafn daprar vegna þessa, það er að segja efnahagslífið í heild. Þó áhrifin verði aldrei jákvæð af tollastríði þá eru þokkalegar líkur að efnahagurinn í heild og ekki síður hagur fyrirtækja á hlutabréfamarkaði verði ekki jafn slæmur og búið var að verðleggja eftir lækkanirnar í gær.“ Var þetta þá panik-sala í gær? „Já eða þessi ofboðslega óvissa sem var uppi fyrstu dagana eftir tollatilkynningar Trump stjórnarinnar. Sérstaklega þegar aðrir fjárfestingakostir eru að gefa vel þá leita peningarnir í vissuna. Hér er hægt að ná ágætum raunvöxtum með mjög lítilli áhættu og lítilli bindingu af því að vaxtastig er almennt hátt. Ýmsir hafa viljað bíða af sér versta óveðrið sem geisaði á mörkuðum í gær og seinni hluta síðustu viku og það er meiri yfirvegun að komast á. Þau fyrirtæki sem ekki eru sérstaklega undir hælnum á erlendum mörkuðum eiga að geta gengið þokkalega eftir sem áður. Viðbrögðin voru kannski sterkari en efni stóðu til, að minnsta kosti eins og staðan er akkúrat núna.“
Kauphöllin Skattar og tollar Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Sjá meira