Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar 8. apríl 2025 11:31 Það er skrýtið að vera uppi á þessum tímum. Tuttugustu og fyrstu öldinni – sem virðist á margan hátt vera óöld. Nei, ég bý ekki á Gasa, í Úkraínu né Suður-Súdan. Ég bý bara á „friðsama Íslandi“ sem lítur helst ekki í áttina að hörmungum heimsins – varla einu sinni í eigin barm þar sem fólk er þó að tærast upp úr innri vanlíðan. Til hvers ættum við svo sem að horfa út í heim? Það er hvort eð er ekkert sem við getum gert, nema kannski að leggja meira fé í vopnaskak hugsanlega vinveittra þjóða sem kannski vilja verja okkur ef allt fer uppíloft hér í Norður-Atlantshafi. Erum við ekki upplýstasta kynslóð allra tíma? Hvernig væri þá að nýta það sem við vitum? Við vitum að regluverk er nauðsynlegt til að halda utan um flesta þætti mannlegra samskipta. Með lögum skal land byggja – þið vitið. Svo vitum við líka að í viðbót við sjálf lögin þarf að vera hægt að skera úr um hvort lög séu brotin eða réttur brotinn á einhverjum. En það er heldur ekki nóg, við þurfum nefnilega að geta fylgt þessu eftir. Þessar þrjár stoðir samfélagsgerðarinnar; lög, dómskerfi og framkvæmdavald, hafa reynst ómissandi til að samfélag gangi vel fyrir sig og borgararnir búi við öryggi. Í ár verða 80 ár frá stofnun Sameinuðu þjóðanna, sem einmitt urðu til í því augnamiði að „bjarga komandi kynslóðum undan hörmungum ófriðar, að staðfesta að nýju trú á grundvallarréttindi manna, virðingu þeirra og gildi, jafnrétti karla og kvenna og allra þjóða“, svo gripið sé niður í upphafsorð Sáttmála hinna Sameinuðu þjóða https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/althjodamal/um-althjodastofnanir/sattmali-sth/ Sé horft á Sameinuðu þjóðirnar í dag, þá innibera þær 193 aðildarríki, þ.e. öll almennt viðurkennd sjálfstæð ríki í heiminum, að Vatíkaninu undanskildu. Þær ættu því að hafa nægan þunga til að gera það sem þeim var ætlað að gera. En hvað vantar? Auðvitað blasir við að mikið vantar upp á viljann en við verðum líka að horfast í augu við að bygging þessa friðarskjóls var aldrei full kláruð. Þarna höfum við ýmis ágæt lög, og dómstóla að einhverju marki en framkvæmdavaldið vantar að mestu. Fyrir vikið erum við að þessu leytinu á Sturlungaöld, grúppum okkur saman í lið og vígbúumst. Það eru sannarlega fornaldarvinnubrögð. Ég legg til að mannkynið gefi Sameinuðu þjóðunum þá gjöf á áttræðisafmælinu að halda loks áfram með bygginguna og koma henni í einhvers konar fokhelt stand. Íslendingar mega nú draga úr slíðrinu hið margrómaða sverð orðsins og berjast fyrir friði með raunhæfa sýn á hvernig stillt er til friðar og hvernig friði skuli viðhaldið. Hitt er svo satt og rétt, að ekkert kerfi getur endanlega tryggt okkur farsæld. Farsældin er lífræn og sprottin úr jarðvegi mannsandans. Þess háttar ræktunarstarf væri efni í aðrar hugleiðingar en svo mikið er víst að við þurfum heimsfrið sem skjólgarð fyrir velsæld mannkyns. Höfundur er friðarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Það er skrýtið að vera uppi á þessum tímum. Tuttugustu og fyrstu öldinni – sem virðist á margan hátt vera óöld. Nei, ég bý ekki á Gasa, í Úkraínu né Suður-Súdan. Ég bý bara á „friðsama Íslandi“ sem lítur helst ekki í áttina að hörmungum heimsins – varla einu sinni í eigin barm þar sem fólk er þó að tærast upp úr innri vanlíðan. Til hvers ættum við svo sem að horfa út í heim? Það er hvort eð er ekkert sem við getum gert, nema kannski að leggja meira fé í vopnaskak hugsanlega vinveittra þjóða sem kannski vilja verja okkur ef allt fer uppíloft hér í Norður-Atlantshafi. Erum við ekki upplýstasta kynslóð allra tíma? Hvernig væri þá að nýta það sem við vitum? Við vitum að regluverk er nauðsynlegt til að halda utan um flesta þætti mannlegra samskipta. Með lögum skal land byggja – þið vitið. Svo vitum við líka að í viðbót við sjálf lögin þarf að vera hægt að skera úr um hvort lög séu brotin eða réttur brotinn á einhverjum. En það er heldur ekki nóg, við þurfum nefnilega að geta fylgt þessu eftir. Þessar þrjár stoðir samfélagsgerðarinnar; lög, dómskerfi og framkvæmdavald, hafa reynst ómissandi til að samfélag gangi vel fyrir sig og borgararnir búi við öryggi. Í ár verða 80 ár frá stofnun Sameinuðu þjóðanna, sem einmitt urðu til í því augnamiði að „bjarga komandi kynslóðum undan hörmungum ófriðar, að staðfesta að nýju trú á grundvallarréttindi manna, virðingu þeirra og gildi, jafnrétti karla og kvenna og allra þjóða“, svo gripið sé niður í upphafsorð Sáttmála hinna Sameinuðu þjóða https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/althjodamal/um-althjodastofnanir/sattmali-sth/ Sé horft á Sameinuðu þjóðirnar í dag, þá innibera þær 193 aðildarríki, þ.e. öll almennt viðurkennd sjálfstæð ríki í heiminum, að Vatíkaninu undanskildu. Þær ættu því að hafa nægan þunga til að gera það sem þeim var ætlað að gera. En hvað vantar? Auðvitað blasir við að mikið vantar upp á viljann en við verðum líka að horfast í augu við að bygging þessa friðarskjóls var aldrei full kláruð. Þarna höfum við ýmis ágæt lög, og dómstóla að einhverju marki en framkvæmdavaldið vantar að mestu. Fyrir vikið erum við að þessu leytinu á Sturlungaöld, grúppum okkur saman í lið og vígbúumst. Það eru sannarlega fornaldarvinnubrögð. Ég legg til að mannkynið gefi Sameinuðu þjóðunum þá gjöf á áttræðisafmælinu að halda loks áfram með bygginguna og koma henni í einhvers konar fokhelt stand. Íslendingar mega nú draga úr slíðrinu hið margrómaða sverð orðsins og berjast fyrir friði með raunhæfa sýn á hvernig stillt er til friðar og hvernig friði skuli viðhaldið. Hitt er svo satt og rétt, að ekkert kerfi getur endanlega tryggt okkur farsæld. Farsældin er lífræn og sprottin úr jarðvegi mannsandans. Þess háttar ræktunarstarf væri efni í aðrar hugleiðingar en svo mikið er víst að við þurfum heimsfrið sem skjólgarð fyrir velsæld mannkyns. Höfundur er friðarsinni.
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar