„Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Hinrik Wöhler skrifar 7. apríl 2025 22:15 Einar Jónsson, þjálfari Fram, getur leyft sér að fagna í kvöld. Vísir/Vilhelm Einar Jónsson, þjálfari Fram, eygir möguleika að ná tvennunni á tímabilinu eftir að Framarar tryggðu sér sæti í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Hann var enn að ná sér niður eftir dramatískan leik þegar hann var gripinn í viðtal. „Þetta var dramatík en þetta hafðist. Við náðum að klára þetta og ég er hrikalega ánægður. Þetta snýst um að vinna leiki og við gerðum það,“ sagði Einar skömmu eftir leik. Leikurinn var skrautlegur á kafla í seinni hálfleik, þar sem aragrúi brottvísana leit dagsins ljós ásamt tveimur rauðum spjöldum. Þrátt fyrir að Einar hafi fagnað sigri og að rauðu spjöldin hafi farið á leikmenn Hauka, furðaði hann sig samt á sumum dómum. „Það var bara ekkert annað hægt, ég verð bara að segja. Margar af þessum tveimur mínútum voru ósanngjarnar og fannst ekkert samræmi í þessu. Það er búið að vera svona í allan vetur, það er verið að henda rauðum spjöldum á okkur en ekki andstæðingana,“ sagði Einar og hélt áfram. „Ég sé bara hlutina í þessu ljósi og flest allir í hreyfingunni ósammála mér. Mér fannst þetta algjört rugl á kafla og rauninni var þetta eina leið Hauka að hanga inn í þessum leik. Það var með þessum hætti, svo sem Aron Rafn [Eðvarðsson] líka. Hann var náttúrulega bara stórkostlegur í kvöld,“ bætti þjálfarinn við. Þráinn Orri Jónsson, línumaður Hauka, fékk að líta rautt spjald eftir að hann rak höndina í andlit Dags Fannar Möller en virtist þó vera algjört óviljaverk. Einar segist ekki hafa séð atvikið nægilega vel. „Ég sá þetta ekki, þetta var alveg upp við línu. Ég á ekki möguleika að sjá það. Getur vel verið að það hafi ekkert verið rautt spjald, hef ekki hugmynd um það. Ég sé dómana mun betur mín megin.“ Stórkostleg frammistaða Leikmenn Fram náðu að halda haus út leikinn og kláruðu leikinn fagmannlega. Einar var skiljanlega hæstánægður með frammistöðu leikmanna í kvöld og sér í lagi baráttu þeirra í seinni hálfleik. „Aðalatriðið í þessu er frammistaðan hjá strákunum, hún var stórkostleg. Þegar Ívar [Logi Styrmisson] hendir sér á boltann, það var enginn í marki og hann veiðir hann einhvern veginn.“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það [Alexander] Petersson í Austurríki og þá fékk maður góða tilfinningu fyrir þessu,“ sagði Einar og minntist á eftirminnilega varnartilburði Alexanders á EM 2010 í Austurríki. Ívar Logi Styrmisson gaf ekki tommu eftir í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Framarar urðu bikarmeistarar fyrr á árinu og er nú eitt af fjórum liðum sem berjast um Íslandsmeistaratitilinn. Markmiðið hjá liðinu er skýrt segir Einar, það er að bæta í bikarsafnið. „Við ætlum okkar það, við ætlum að verða bikarmeistarar og ætlum okkar að verða Íslandsmeistarar. Það er langur vegur í það en munum gera allt til þess að ná þeim bikar,“ sagði þjálfarinn að lokum. Olís-deild karla Fram Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Manchester er heima“ Enski boltinn Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir Sport „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti Fleiri fréttir Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Sjá meira
Hann var enn að ná sér niður eftir dramatískan leik þegar hann var gripinn í viðtal. „Þetta var dramatík en þetta hafðist. Við náðum að klára þetta og ég er hrikalega ánægður. Þetta snýst um að vinna leiki og við gerðum það,“ sagði Einar skömmu eftir leik. Leikurinn var skrautlegur á kafla í seinni hálfleik, þar sem aragrúi brottvísana leit dagsins ljós ásamt tveimur rauðum spjöldum. Þrátt fyrir að Einar hafi fagnað sigri og að rauðu spjöldin hafi farið á leikmenn Hauka, furðaði hann sig samt á sumum dómum. „Það var bara ekkert annað hægt, ég verð bara að segja. Margar af þessum tveimur mínútum voru ósanngjarnar og fannst ekkert samræmi í þessu. Það er búið að vera svona í allan vetur, það er verið að henda rauðum spjöldum á okkur en ekki andstæðingana,“ sagði Einar og hélt áfram. „Ég sé bara hlutina í þessu ljósi og flest allir í hreyfingunni ósammála mér. Mér fannst þetta algjört rugl á kafla og rauninni var þetta eina leið Hauka að hanga inn í þessum leik. Það var með þessum hætti, svo sem Aron Rafn [Eðvarðsson] líka. Hann var náttúrulega bara stórkostlegur í kvöld,“ bætti þjálfarinn við. Þráinn Orri Jónsson, línumaður Hauka, fékk að líta rautt spjald eftir að hann rak höndina í andlit Dags Fannar Möller en virtist þó vera algjört óviljaverk. Einar segist ekki hafa séð atvikið nægilega vel. „Ég sá þetta ekki, þetta var alveg upp við línu. Ég á ekki möguleika að sjá það. Getur vel verið að það hafi ekkert verið rautt spjald, hef ekki hugmynd um það. Ég sé dómana mun betur mín megin.“ Stórkostleg frammistaða Leikmenn Fram náðu að halda haus út leikinn og kláruðu leikinn fagmannlega. Einar var skiljanlega hæstánægður með frammistöðu leikmanna í kvöld og sér í lagi baráttu þeirra í seinni hálfleik. „Aðalatriðið í þessu er frammistaðan hjá strákunum, hún var stórkostleg. Þegar Ívar [Logi Styrmisson] hendir sér á boltann, það var enginn í marki og hann veiðir hann einhvern veginn.“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það [Alexander] Petersson í Austurríki og þá fékk maður góða tilfinningu fyrir þessu,“ sagði Einar og minntist á eftirminnilega varnartilburði Alexanders á EM 2010 í Austurríki. Ívar Logi Styrmisson gaf ekki tommu eftir í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Framarar urðu bikarmeistarar fyrr á árinu og er nú eitt af fjórum liðum sem berjast um Íslandsmeistaratitilinn. Markmiðið hjá liðinu er skýrt segir Einar, það er að bæta í bikarsafnið. „Við ætlum okkar það, við ætlum að verða bikarmeistarar og ætlum okkar að verða Íslandsmeistarar. Það er langur vegur í það en munum gera allt til þess að ná þeim bikar,“ sagði þjálfarinn að lokum.
Olís-deild karla Fram Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Manchester er heima“ Enski boltinn Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir Sport „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti Fleiri fréttir Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Sjá meira