Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar 6. apríl 2025 06:02 Undirritaður hefur stundað alþjóðleg viðskipti, bæði í formi alþjóðlegrar framleiðslu og alþjóðlegrar vörudreifingar og sölu, í hálfa öld. Í mörgum heimsálfum. Kann því nokkur skil á því, hvert eðli innflutnings-tolla er, og, hvernig það kerfi allt virkar. Innflutningstollar hafa engin bein áhrif á framleiðendur og útflytjendur eða þeirra lönd Sú umræða, sem Trump setti í gang og ýmsir fjölmiðlar taka svo áfram, oft af nokkru þekkingar- eða skilningsleysi, er, að innflutningstollar, hér í Bandaríkjunum (BNA), muni helzt bitna á þeim framleiðslu- og útflutningslöndum, sem selja sína vöru til BNA. Í millitíðinni er svo stórfelld hækkun Trumps á innflutningstollum til BNA komin til framkvæmda, ég segi strax illu heilli, og skilja margir málið svo, að þetta sé fyrst og fremst vandi þeirra erlendu fyrirtækja og landa, sem hafa framleitt og selt vöru fyrir og til BNA. Þetta er ekki svona einfalt. Í raun er þetta mikill misskilningur. Bandarískir innflytjendur, sem kaupa vöru erlendis frá, flytja hana inn til BNA, og selja hana þar, gera það mest a) vegna þess að sama vara fæst ekki í BNA b) vegna þess, að hún er ódýrari, hagkvæmari, en samskonar eða svipuð vara, sem er framleidd og fæst í BNA. Innflutt vara erlendis frá, hér í BNA, er keypt annað hvort FOB (Free on Board), komin um borð í skip í erlendri útflutningshöfn, eða CIF komuhöfn í USA (Cost, Insurance and Freight). CIF þýðir, sem sagt, að erlendur útflytjandi/seljandi selur sína vöru frítt komna í ameríska höfn. Erlendur úflytjandi innifelur flutningskostnað og vátryggingu til amerískrar hafnar í sínu söluverði. Í þessu viðskiptaferli reynir ekki á innflutningstolla, því þeir koma fyrst seinna inn í þetta innkaupa- og innflutningsferli til. Hvenær koma þá innflutningstollarnir til? Eins og nafnið gefur til kynna, koma innflutningstollar þá fyrst til, þegar varan er komin til hafnar í innflutningslandi, hér í BNA, og kaupandi/innflytjandi vill tollafgreiða vöruna inn í landið. Það er ameríski innflytjandinn, sem greiðir hann. Hækkun innflutningstolla til BNA greiðist því af bandarískum kaupanda/innflytjanda, sem leggur tollinn auðvitað á sitt kostnaðarverð, og þar með hækkar verð vörunnar, þegar hún fer í dreifingu og sölu á bandarískum markaði. Það eru því bandarískir notendur og neytendur, sem borga innflutningstolla í Bandaríkjunum. Trump er í raun að stórhækka verð til bandarískra notenda (fyrirtækja) og neytenda með sínum stórfelldu tollahækknunum. Kynda upp verðbólgubál. Hvað heldur Trump að hann sé að gera? Trump gengur út frá þessu: -Að erlendi seljandinn sé reiðubúinn til, eða neyðist til, að lækka sitt söluverð, sem nemur nýjum innflutningstollum, þannig, að amerískur kaupandi/innflytjandi geti selt vöruna áfram á bandarískum markaði á svipuðu verði og var fyrir tollahækkun -Að erlendi framleiðandinn/seljandinn muni hugsa með sér, að það sé þá bezt fyrir hann að flytja sína framleiðslu til BNA, framleiða þar innanlands, svo komizt verði hjá hækkuðum innflutningstollum, sem gilda auðvitað ekki um ameríska heimaframleiðslu. Það myndi þá gagnast bandarísku atvinnulífi; fjölga þar störfum. Gengur þessi hugmynda- og aðferðafræði Trumps upp? Er einhver glóra í henni? Nei, það er engin glóra í henni. Í fyrsta lagi, hefur erlendur seljandi almennt ekki það svigrúm í sinni verðlagningu, svo háa álagningu, að hann geti veitt slíkan afslátt, jafn háir og nýir tollar Trumps yfirleitt eru, og, í annan stað, meðtaka flestir framleiðendur/seljendur ekki, að þeir séu kúgaðir til stórfelldra verðlækkana með slíkum hætti. Varðandi þá hugmynd Trumps, að erlendir framleiðendur neyðist til að flytja sína framleiðslu til BNA, þá mun hún, almennt talað, ekki ganga upp. Menn vita, að valdatími Trumps verður ekki nema rúm 3 ár úr þessu, og, að líklegt sé, að nýr forseti muni draga til baka/stoppa þetta tollabrjálæði Trumps, verði hann sjálfur ekki búinn að gera það, tilneyddur, á sínu eigin kjörtímabili, vegna þeirra alvarlegu vandræða, verðhækkana og óðaverðbólgu, sem þessir tollar munu valda. Í ljósi þess, munu erlendir framleiðendur ekki vera tilbúnir til, annað hvort að flytja sína framleiðslu – oft á tíðum er um flóknar og margslungnar verksmiðjur að ræða – eða setja upp nýja verksmiðju í BNA, miðað við þetta takmarkaða tímaspan. Hvað geta þá erlendir frameiðendur, sem hafa selt mikið til BNA, gert? Það eru auðvitað tugir markaðir fyrir flestar vörur, jafnvel hundruð. Ef evrópskur eða asíaskur framleiðandi/útflytjandi sér sér ekki fært að gera viðskipti, sem standast fyrir hann afkomulega, lengur, í USA, þá verður og getur hann auðvitað leitað sér annarra markaða. Slíkt mun líka takast, m.a. vegna þess, að bandarískir framleiðendur, sem verið hafa að flytja út sína vöru til annarra markaða, munu fá á sig hækkun á sínum aðdrætti, vélum, tækjum og íhlutum til sinnar framleiðslu, sem nýju Trump tollarnir munu líka leggjast á, og hækka verðið á. Ameríska varan verður þá of dýr, og opnast þá rými í þessum mörkuðum, sem bandaríksir framleiðendur hafa haft, en geta ekki haldið, og geta aðrir framleiðendur stígið þar inn. Í öllu falli sýnist mér ljóst, að lítið verði um stórfelldar verlækkanir inn á ameríska markaðinn, eða, að menn flytji þangað verksmiðjur fyrir örfá ár. Þessi tilraun Trumps, annað hvort til að kúga fé út úr erlendum framleiðendum, með stórfelldum verðlækkunum, eða neyða þá til að flytja verksmiðjur sína til BNA , mun ekki ganga upp. Siðferðislega er þessi tollaframganga Trumps, gagnvart vina- og viðskipaþjóðum BNA, sem svo hafa verið til langs tíma og byggt hafa upp samskipti og viðskipti með sér, með sameiginlega hagsmuni, og af sanngirni, í huga, á lágu eða forkastanlegu plani. Trump dembir þessu líka yfir menn, bæði erlenda útflytjendur og reyndar líka ameríska innflytjendur, fyrirvarlaust, þetta kemur yfir menn og viðskipti þeirra og afkomu eins og þruma úr heiðskíru lofti, en sæmilega velþenkjandi og heiðarlegir menn, hefðu tilkynnt svona breytingar með minnst 6 til 12 mánaða fyrirvara. Þetta er því ekki bara heimskulegur leikur, heldur ljótur og lágkúrulegur, sem, í lok dags, mun bitna mest á banadríksum fyrirtækjum og neytendum. Það eru þeir, sem munu líða mest. Kynni vindhaninn Trump þá að enda sem einn óvinsælasti, ef ekki mest hataði, forsetinn í sögu Bandaríkjanna, bæði þar og annars staðar. Höfundur er samfélagsrýnir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Sjá meira
Undirritaður hefur stundað alþjóðleg viðskipti, bæði í formi alþjóðlegrar framleiðslu og alþjóðlegrar vörudreifingar og sölu, í hálfa öld. Í mörgum heimsálfum. Kann því nokkur skil á því, hvert eðli innflutnings-tolla er, og, hvernig það kerfi allt virkar. Innflutningstollar hafa engin bein áhrif á framleiðendur og útflytjendur eða þeirra lönd Sú umræða, sem Trump setti í gang og ýmsir fjölmiðlar taka svo áfram, oft af nokkru þekkingar- eða skilningsleysi, er, að innflutningstollar, hér í Bandaríkjunum (BNA), muni helzt bitna á þeim framleiðslu- og útflutningslöndum, sem selja sína vöru til BNA. Í millitíðinni er svo stórfelld hækkun Trumps á innflutningstollum til BNA komin til framkvæmda, ég segi strax illu heilli, og skilja margir málið svo, að þetta sé fyrst og fremst vandi þeirra erlendu fyrirtækja og landa, sem hafa framleitt og selt vöru fyrir og til BNA. Þetta er ekki svona einfalt. Í raun er þetta mikill misskilningur. Bandarískir innflytjendur, sem kaupa vöru erlendis frá, flytja hana inn til BNA, og selja hana þar, gera það mest a) vegna þess að sama vara fæst ekki í BNA b) vegna þess, að hún er ódýrari, hagkvæmari, en samskonar eða svipuð vara, sem er framleidd og fæst í BNA. Innflutt vara erlendis frá, hér í BNA, er keypt annað hvort FOB (Free on Board), komin um borð í skip í erlendri útflutningshöfn, eða CIF komuhöfn í USA (Cost, Insurance and Freight). CIF þýðir, sem sagt, að erlendur útflytjandi/seljandi selur sína vöru frítt komna í ameríska höfn. Erlendur úflytjandi innifelur flutningskostnað og vátryggingu til amerískrar hafnar í sínu söluverði. Í þessu viðskiptaferli reynir ekki á innflutningstolla, því þeir koma fyrst seinna inn í þetta innkaupa- og innflutningsferli til. Hvenær koma þá innflutningstollarnir til? Eins og nafnið gefur til kynna, koma innflutningstollar þá fyrst til, þegar varan er komin til hafnar í innflutningslandi, hér í BNA, og kaupandi/innflytjandi vill tollafgreiða vöruna inn í landið. Það er ameríski innflytjandinn, sem greiðir hann. Hækkun innflutningstolla til BNA greiðist því af bandarískum kaupanda/innflytjanda, sem leggur tollinn auðvitað á sitt kostnaðarverð, og þar með hækkar verð vörunnar, þegar hún fer í dreifingu og sölu á bandarískum markaði. Það eru því bandarískir notendur og neytendur, sem borga innflutningstolla í Bandaríkjunum. Trump er í raun að stórhækka verð til bandarískra notenda (fyrirtækja) og neytenda með sínum stórfelldu tollahækknunum. Kynda upp verðbólgubál. Hvað heldur Trump að hann sé að gera? Trump gengur út frá þessu: -Að erlendi seljandinn sé reiðubúinn til, eða neyðist til, að lækka sitt söluverð, sem nemur nýjum innflutningstollum, þannig, að amerískur kaupandi/innflytjandi geti selt vöruna áfram á bandarískum markaði á svipuðu verði og var fyrir tollahækkun -Að erlendi framleiðandinn/seljandinn muni hugsa með sér, að það sé þá bezt fyrir hann að flytja sína framleiðslu til BNA, framleiða þar innanlands, svo komizt verði hjá hækkuðum innflutningstollum, sem gilda auðvitað ekki um ameríska heimaframleiðslu. Það myndi þá gagnast bandarísku atvinnulífi; fjölga þar störfum. Gengur þessi hugmynda- og aðferðafræði Trumps upp? Er einhver glóra í henni? Nei, það er engin glóra í henni. Í fyrsta lagi, hefur erlendur seljandi almennt ekki það svigrúm í sinni verðlagningu, svo háa álagningu, að hann geti veitt slíkan afslátt, jafn háir og nýir tollar Trumps yfirleitt eru, og, í annan stað, meðtaka flestir framleiðendur/seljendur ekki, að þeir séu kúgaðir til stórfelldra verðlækkana með slíkum hætti. Varðandi þá hugmynd Trumps, að erlendir framleiðendur neyðist til að flytja sína framleiðslu til BNA, þá mun hún, almennt talað, ekki ganga upp. Menn vita, að valdatími Trumps verður ekki nema rúm 3 ár úr þessu, og, að líklegt sé, að nýr forseti muni draga til baka/stoppa þetta tollabrjálæði Trumps, verði hann sjálfur ekki búinn að gera það, tilneyddur, á sínu eigin kjörtímabili, vegna þeirra alvarlegu vandræða, verðhækkana og óðaverðbólgu, sem þessir tollar munu valda. Í ljósi þess, munu erlendir framleiðendur ekki vera tilbúnir til, annað hvort að flytja sína framleiðslu – oft á tíðum er um flóknar og margslungnar verksmiðjur að ræða – eða setja upp nýja verksmiðju í BNA, miðað við þetta takmarkaða tímaspan. Hvað geta þá erlendir frameiðendur, sem hafa selt mikið til BNA, gert? Það eru auðvitað tugir markaðir fyrir flestar vörur, jafnvel hundruð. Ef evrópskur eða asíaskur framleiðandi/útflytjandi sér sér ekki fært að gera viðskipti, sem standast fyrir hann afkomulega, lengur, í USA, þá verður og getur hann auðvitað leitað sér annarra markaða. Slíkt mun líka takast, m.a. vegna þess, að bandarískir framleiðendur, sem verið hafa að flytja út sína vöru til annarra markaða, munu fá á sig hækkun á sínum aðdrætti, vélum, tækjum og íhlutum til sinnar framleiðslu, sem nýju Trump tollarnir munu líka leggjast á, og hækka verðið á. Ameríska varan verður þá of dýr, og opnast þá rými í þessum mörkuðum, sem bandaríksir framleiðendur hafa haft, en geta ekki haldið, og geta aðrir framleiðendur stígið þar inn. Í öllu falli sýnist mér ljóst, að lítið verði um stórfelldar verlækkanir inn á ameríska markaðinn, eða, að menn flytji þangað verksmiðjur fyrir örfá ár. Þessi tilraun Trumps, annað hvort til að kúga fé út úr erlendum framleiðendum, með stórfelldum verðlækkunum, eða neyða þá til að flytja verksmiðjur sína til BNA , mun ekki ganga upp. Siðferðislega er þessi tollaframganga Trumps, gagnvart vina- og viðskipaþjóðum BNA, sem svo hafa verið til langs tíma og byggt hafa upp samskipti og viðskipti með sér, með sameiginlega hagsmuni, og af sanngirni, í huga, á lágu eða forkastanlegu plani. Trump dembir þessu líka yfir menn, bæði erlenda útflytjendur og reyndar líka ameríska innflytjendur, fyrirvarlaust, þetta kemur yfir menn og viðskipti þeirra og afkomu eins og þruma úr heiðskíru lofti, en sæmilega velþenkjandi og heiðarlegir menn, hefðu tilkynnt svona breytingar með minnst 6 til 12 mánaða fyrirvara. Þetta er því ekki bara heimskulegur leikur, heldur ljótur og lágkúrulegur, sem, í lok dags, mun bitna mest á banadríksum fyrirtækjum og neytendum. Það eru þeir, sem munu líða mest. Kynni vindhaninn Trump þá að enda sem einn óvinsælasti, ef ekki mest hataði, forsetinn í sögu Bandaríkjanna, bæði þar og annars staðar. Höfundur er samfélagsrýnir
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun