Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Atli Ísleifsson skrifar 4. apríl 2025 08:02 Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir ljóst að Trump og stjórn hans líti á tolla sem heppilegt hagstjórnartæki. Vísir/Vilhelm Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir að hinir nýju tollar sem Bandaríkjaforseti tilkynnti um á miðvikudag og lagðir verða á vörur frá Íslandi, muni ekki kollsteypa íslenskum útflutningsgreinum. Nýju tollarnir séu ekki góðar fréttir en að staðan gæti vissulega verið verri. Þetta sagði Jón Bjarki í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Bandaríkjaforseti tilkynnti á miðvikudaginn um nýjan tíu prósenta lágmarkstoll á allan útflutning til Bandaríkjanna og munu íslenskar vörur munu bera hann. Trump greindi jafnframt um „gagnkvæma tollar“ sem taka mið af viðskiptahalla Bandaríkjanna gagnvart tilteknum ríkjum. Vörur frá Evrópusambandinu munu samkvæmt nýju reglunum bera 20 prósenta toll, vörur frá Noregi 15 prósenta toll, Sviss 31 prósent og Liechtenstein 37 prósent. Áfram mætti telja að tollar á Kína munu nema 54 prósenta toll og þá var tilkynnt um 25 prósenta toll á alla erlenda bíla. Lágmarkstollarnir taka gildi á morgun en aðrir tollar á miðvikudag. Má orða það svo að við höfum sloppið vel? „Við sluppum betur heldur en aðrir í okkar heimshluta. Af löndum í Vestur-Evrópu er það bara Bretland sem að fengu sömu prósentu og við. Eins og kom fram er það lægsta sem er í boði af hendi Trump-stjórnarinnar í þessum tollum sem tilkynnt var um [á miðvikudagskvöldið]. En þetta eru auðvitað ekki alfarið góðar fréttir samt sem áður og ljóst að það verður að vinna hratt og skipulega í því að bregðast við. En jú þetta hefði geta verið verra,“ segir Jón Bjarki. Mjög háð og útsett fyrir utanríkisviðskiptum Aðspurður um hvort að 10 prósenta tollur á svona litla þjóð eins og Ísland sé meira högg en fyrir aðrar þjóðir segir Jón Bjarki að þetta hefði geta verið meira högg ef tollprósentan hefði verið hærri. „Við erum mjög háð og útsett fyrir utanríkisviðskiptum og högg á viðskiptin eru fljót að koma fram í neikvæðum efnahagsáhrifum hér. Sem betur fer var það ekki raunin og þetta hlutfall er held ég ekkert sem kollsteypir okkar útflutningsgreinum,“ segir Jón Bjarki. Lítur á tollana sem heppilegt hagstjórnartæki Það hefur verið greint frá því að markaðir hafi brugðist mjög illa við þessu. Telur þú einhverjar líkur á að þetta setji einhverja pressu á að hætta við jafnvel? „Á fyrra kjörtímabili hans hefði ég strax svarað já. Við sáum dæmi þess að hann horfði mikið til markaða, sérstaklega markaða í Bandaríkjunum, um viðbrögð við þeim breytingum sem hann tilkynnti og gerði þá. Hann var mjög fljótur að draga í land ef að neikvæð viðbrögð urðu á markaði. Það virðist ekki vera raunin í dag. Að sama skapi virðist tónninn frá stjórnvöldum í Bandaríkjum, ekki síst Trump sjálfum, vera sá að tollarnir núna séu ekki fyrst og fremst samningatækni heldur trúi þeir í alvörunni að þetta sé heppilegt hagstjórnartæki.“ Fyrirtæki og önnur ríki þurfa væntanlega bregðast við núna. Hvað telur þú að taki við á næstu dögum? Hvað munum við sjá? „Það verður örugglega mikill hraði á ákvörðunum og viðbrögðum. Við erum auðvitað þegar farin að heyra viðbrögð frá ýmsum viðskiptaþjóðum Bandaríkjanna, allt frá því að Ástralir segjast ekki ætla að bregðast við með tollum, miðað við fyrstu viðbrögð þeirra, í tiltölulega harðan tón sem er sleginn. Fyrir okkur skiptir auðvitað öllu máli að halda viðskiptum við aðrar þjóðir, önnur viðskiptasvæði, greiðum og tollalausum, eða eins tollalitlum og kostur er. Það er uppörvandi að sjá okkar stjórnvöld taka þessum málum mjög alvarlega og vera greinilega í mikilli vinnu að viðhalda góðu viðskiptasambandi Íslands við heiminn í heild sinni. Það ríður á miklu. Sem betur fer er hluti af okkar útflutningi tiltölulega sveigjanlegur að geta fært sig að hlut af einu viðskiptasvæði yfir á annað. Það eru samt allir að hugsa það sama, þannig að það getur orðið erfiðara að komast inn á nýja markaði í svipinn. En þetta er að gerast hratt og mig grunar að það sé ekki búið að segja síðasta orðið, hvorki í Bandaríkjunum né frá öðrum helstu viðskiptaþjóðum hvað þetta varðar,“ segir Jón Bjarki. Donald Trump Bandaríkin Skattar og tollar Efnahagsmál Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Viðskipti erlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Fleiri fréttir Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Sjá meira
Þetta sagði Jón Bjarki í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Bandaríkjaforseti tilkynnti á miðvikudaginn um nýjan tíu prósenta lágmarkstoll á allan útflutning til Bandaríkjanna og munu íslenskar vörur munu bera hann. Trump greindi jafnframt um „gagnkvæma tollar“ sem taka mið af viðskiptahalla Bandaríkjanna gagnvart tilteknum ríkjum. Vörur frá Evrópusambandinu munu samkvæmt nýju reglunum bera 20 prósenta toll, vörur frá Noregi 15 prósenta toll, Sviss 31 prósent og Liechtenstein 37 prósent. Áfram mætti telja að tollar á Kína munu nema 54 prósenta toll og þá var tilkynnt um 25 prósenta toll á alla erlenda bíla. Lágmarkstollarnir taka gildi á morgun en aðrir tollar á miðvikudag. Má orða það svo að við höfum sloppið vel? „Við sluppum betur heldur en aðrir í okkar heimshluta. Af löndum í Vestur-Evrópu er það bara Bretland sem að fengu sömu prósentu og við. Eins og kom fram er það lægsta sem er í boði af hendi Trump-stjórnarinnar í þessum tollum sem tilkynnt var um [á miðvikudagskvöldið]. En þetta eru auðvitað ekki alfarið góðar fréttir samt sem áður og ljóst að það verður að vinna hratt og skipulega í því að bregðast við. En jú þetta hefði geta verið verra,“ segir Jón Bjarki. Mjög háð og útsett fyrir utanríkisviðskiptum Aðspurður um hvort að 10 prósenta tollur á svona litla þjóð eins og Ísland sé meira högg en fyrir aðrar þjóðir segir Jón Bjarki að þetta hefði geta verið meira högg ef tollprósentan hefði verið hærri. „Við erum mjög háð og útsett fyrir utanríkisviðskiptum og högg á viðskiptin eru fljót að koma fram í neikvæðum efnahagsáhrifum hér. Sem betur fer var það ekki raunin og þetta hlutfall er held ég ekkert sem kollsteypir okkar útflutningsgreinum,“ segir Jón Bjarki. Lítur á tollana sem heppilegt hagstjórnartæki Það hefur verið greint frá því að markaðir hafi brugðist mjög illa við þessu. Telur þú einhverjar líkur á að þetta setji einhverja pressu á að hætta við jafnvel? „Á fyrra kjörtímabili hans hefði ég strax svarað já. Við sáum dæmi þess að hann horfði mikið til markaða, sérstaklega markaða í Bandaríkjunum, um viðbrögð við þeim breytingum sem hann tilkynnti og gerði þá. Hann var mjög fljótur að draga í land ef að neikvæð viðbrögð urðu á markaði. Það virðist ekki vera raunin í dag. Að sama skapi virðist tónninn frá stjórnvöldum í Bandaríkjum, ekki síst Trump sjálfum, vera sá að tollarnir núna séu ekki fyrst og fremst samningatækni heldur trúi þeir í alvörunni að þetta sé heppilegt hagstjórnartæki.“ Fyrirtæki og önnur ríki þurfa væntanlega bregðast við núna. Hvað telur þú að taki við á næstu dögum? Hvað munum við sjá? „Það verður örugglega mikill hraði á ákvörðunum og viðbrögðum. Við erum auðvitað þegar farin að heyra viðbrögð frá ýmsum viðskiptaþjóðum Bandaríkjanna, allt frá því að Ástralir segjast ekki ætla að bregðast við með tollum, miðað við fyrstu viðbrögð þeirra, í tiltölulega harðan tón sem er sleginn. Fyrir okkur skiptir auðvitað öllu máli að halda viðskiptum við aðrar þjóðir, önnur viðskiptasvæði, greiðum og tollalausum, eða eins tollalitlum og kostur er. Það er uppörvandi að sjá okkar stjórnvöld taka þessum málum mjög alvarlega og vera greinilega í mikilli vinnu að viðhalda góðu viðskiptasambandi Íslands við heiminn í heild sinni. Það ríður á miklu. Sem betur fer er hluti af okkar útflutningi tiltölulega sveigjanlegur að geta fært sig að hlut af einu viðskiptasvæði yfir á annað. Það eru samt allir að hugsa það sama, þannig að það getur orðið erfiðara að komast inn á nýja markaði í svipinn. En þetta er að gerast hratt og mig grunar að það sé ekki búið að segja síðasta orðið, hvorki í Bandaríkjunum né frá öðrum helstu viðskiptaþjóðum hvað þetta varðar,“ segir Jón Bjarki.
Donald Trump Bandaríkin Skattar og tollar Efnahagsmál Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Viðskipti erlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Fleiri fréttir Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Sjá meira