Lækkanir í Asíu halda áfram Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 4. apríl 2025 07:29 Trump lenti í heimaborg sinni Miami í gærkvöldi. Al Diaz/Miami Herald via AP Lækkanir urðu á mörkuðum í Asíu þegar þeir opnuðu í nótt, annan daginn í röð eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti um tollaálögur sem settar verða á öll lönd heimsins og hafa vakið áhyggjur manna um niðursveiflu í hagkerfi heimsins. Lækkanir í bandarísku kauphöllinni í gær voru þær mestu frá því að Covid skall á en Trump segir að áætlun hans gangi mjög vel og að markaðir munu taka við sér með hvelli innan tíðar. Varaforsetinn JD Vance tók í svipaðan streng í gærkvöldi og talaði um að hrunið í kauphöllinni í New York hefði aðeins verið einn slæmur dagur. Leiðtogar annarra ríkja kepptust í gær við að lýsa vonbrigðum sínum með ákvörðun Bandaríkjastjórnar og mótvægisaðgerðir eru í burðarliðnum um allan heim, sem eykur sennilega enn á áhyggjur á mörkuðum. Demókratar í Bandaríkjunum hafa einnig gagnrýnt aðgerðirnar harðlega og þótt Trump virðist njóta víðtæks stuðnings á meðal Repúblikana virðist þó sem svo að sprungur séu að koma í þann múr. Þannig er þingmaðurinn Chuck Grassley, Repúblikani frá Iowa einn flutningamanna að nýju frumvarpi þar sem reynt er að koma böndum á völd forsetans til þess að ákveða slíka tolla einhliða. Donald Trump Skattar og tollar Bandaríkin Mest lesið Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Lækkanir í bandarísku kauphöllinni í gær voru þær mestu frá því að Covid skall á en Trump segir að áætlun hans gangi mjög vel og að markaðir munu taka við sér með hvelli innan tíðar. Varaforsetinn JD Vance tók í svipaðan streng í gærkvöldi og talaði um að hrunið í kauphöllinni í New York hefði aðeins verið einn slæmur dagur. Leiðtogar annarra ríkja kepptust í gær við að lýsa vonbrigðum sínum með ákvörðun Bandaríkjastjórnar og mótvægisaðgerðir eru í burðarliðnum um allan heim, sem eykur sennilega enn á áhyggjur á mörkuðum. Demókratar í Bandaríkjunum hafa einnig gagnrýnt aðgerðirnar harðlega og þótt Trump virðist njóta víðtæks stuðnings á meðal Repúblikana virðist þó sem svo að sprungur séu að koma í þann múr. Þannig er þingmaðurinn Chuck Grassley, Repúblikani frá Iowa einn flutningamanna að nýju frumvarpi þar sem reynt er að koma böndum á völd forsetans til þess að ákveða slíka tolla einhliða.
Donald Trump Skattar og tollar Bandaríkin Mest lesið Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira